Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 15
Manntalið 1950
13*
4. Mannfjöldi í bæjum og sveitum.
Urban and rural population.
í töflu I (bls. 1) er yfirlit um mannfjöldann í hverri sýslu og
hverjum kaupstað við síðasta manntal og til samanburðar við nokkur undan-
farin manntöl (1940, 1901, 1801 og 1703). Kaupstaðirnir klofna út úr sýslunum,
er fjölmenn og vaxandi kauptún fá kaupstaðarréttindi, því að kaupstaðirnir hafa
eigin stjórn, óháða sýslunum. Á síðastliðnum áratug bættust þannig 5 nýir kaup-
staðir við þá, sem fyrir voru, þ. e. Akranes 1942, Ólafsfjörður 1945, Sauðárkrókur
1947, Keflavík 1949 og Húsavík 1950.
Við manntalið 1940 voru í þáverandi 8 lcaupstöðum 58 760 manns, en við
manntalið 1950 var mannfjöldinn í þessum sömu kaupstöðum kominn upp í 80 120.
Þar við bættust svo 8 227 manns í nýju kaupstöðunum fimm. Var því mannfjöld-
inn í öllum kaupstöðunum 1950 kominn upp í 88 347.
Við manntalið 1940 var mannfjöldi sýslnanna alls 62 714. Ef þar frá er dreginn
þáverandi mannfjöldi í þeim kauptúnum, sem fengu kaupstaðarréttindi milli 1940
og 1950 — en hann var 5 890 — verða eftir 56 824, og er sú tala sambærileg við
inannfjölda sýslnanna 1950, sem var 55 626 manns. Hefur því fólki innan tak-
marka sýslnanna 1950 fækkað á síðastliðnum áratug um nál. 1 200 manns.
2. yfirlit sýnir, hve mikið fólki hefur fjölgað að meðaltali árlega í
hverjum kaupstað og hverri sýslu tvo síðustu áratugina, 1930—40 og 1940—
50. Nýju kaupstöðunum er þá alveg kippt burt úr sýslunum síðari áratuginn, og
þar aðeins reiknað með breytingum mannfjöldans innan sýslutakmarka þeirra, sem
giltu 1950. Yfirlitið sýnir, að í kaupstöðunum fjölgar fólkinu óðfluga, en fækkar
2. yfirlit. Fólksfjölgun í kaupstöðum og sýslum.
Population increase in toivns and districts.
Árleg fjölgun að
mcðaltali Árleg fjölgun að
increase mcðaltali
average
1930—40 1940—50 1930—40 1940—50
Kaupstaðir towns O/ /o % O/ /o 0/ /o
Reykjavík 3,04 3,95 Mýrasýsla 0,28 - 0,18
Hafnarfjörður 0,26 3,27 Snœfellsnessýsla 4- 0,24 - 0,97
Keflavík . 5,99 Dalasýsla 1,28 - 2,19
Akranes . 3,45 Barðastrandarsýsla 4- 0,07 - 1,37
ísafjörður 1,13 4- 0,09 ísafjarðarsýsla 4- 1.20 - 2,68
Sauðárkrókur . 0,60 Strandasýsla 1,28 - 0,87
Siglufjörður 3,61 0,45 Húnavatnssýsla 0,55 - 0,48
Ólafsfjörður . 0,89 Skagafjarðarsýsla 4- 0,18 - 0,97
Akureyri 2,86 2,59 Eyjafjarðarsýsla 0,35 - 0,05
Húsavík . 2,42 Þingeyjarsýsla 0,54 - 1,04
Seyðisfjörður 4- 0,35 4- 1,03 Norður-Múlasýsla 4- 0,35 - 1,12
Neskaupstaður 4- 0,11 1,64 Suður-Múlasýsla 4- 0,49 - 0,38
Vestmannaeyjar 0,56 3,87 Austur-Skaftafellssýsla 0,17 - 0,06
Vestur-Skaftafellssýsla 4- 0,87 - 1,04
Kaupstaðir alls 2,46 3,15 Rangárvallasýsla 4- 0,63 - 1,05
Árnessýsla 0,31 1,10
Sýslur districts
Gullbringu- og Kjósarsýsla . 0,53 4,30 Sýslur alls 4- 0,01 - 0,19
Borgarfjarðarsýsla 2,00 4- 0,52