Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 28
26*
Manntalið 1950
anlands. Tiltölulega mest liefur Keflavík unnið við flutningana, og töluvert meira
en Reykjavík, þvi að af fæddum innanlands áttu heima í Keflavík 89% fleiri en
þar voru fæddir, en í Rcykjavík 69% fleiri. Á Akurcyri var vinningurinn við flutn-
inga annars staðar af landinu rúml. 3/6 af fæddum þar (62%), og í Hafnarfirði
tæpl. lielmingur (49°/0). í öðrum kaupstöðum var vinningurinn tiltölulega minni, og
3 kaupstaðir liafa tapað á flutningunum, færri liafa flutzt inn heldur en út úr kaup-
staðnum. Mest er tapið á Seyðisfirði, framundir % fæddra þar (32%), en á ísa-
firði er það 11% og á Ólafsfirði 4 %. Af sýslunum hefur aðeins Gullbringu- og Kjós-
arsýsla haft vinning í fólksfjölda við flutninga frá öðrum stöðum á landinu, sem
uernur tæpl. J/5 (19%) af tölu fæddra þar. Þetta stafar þó aðeins af því, að við
manntalið 1950 taldist Kópavogur enn til sýslunnar, en hann var þá að mann-
fjölda kominn fram úr 5 inannfæstu kaupstöðunum. Ef Kópavogur væri dreginn
frá, breyttist vinningur sýslunnar í tap, innflutningurinn í sýsluna hefði þá eltki
nægt til að vega upp á inóti burtflutningi fólks, alveg eins og í öllum öðrum sýslum
á landinu. Þar sem tapið eða mannfjöldarýrnun við flutninga innanlands hefur
orðið minnst, hefur það numið um fjórðungi af fæddratölunni (í Mýrasýslu 24%,
þar næst í Austur-Skaftafellssýslu 28% og Árnessýslu 29%), en þar sem það hefur
orðið mest, liefur J>að numið rúml. helmingi fæddratölunnar (í Dalasýslu 53% og
í ísafjarðarsýslu 51%).
Hér á undan hefur aðeins vcrið rakin aðalniðurstaðan af flutningunum, en
hún er fram komin bæði við innflutning og burtflutning, og nokkuð af þessum
flutningum hefur jafnazt upp og kemur því ekki fram í endanlegu útkomunni.
í 8. yfirliti sést, að af íbúum bæjanna voru 37 294, eða rúml. þriðjimgur (36%),
fæddir í sveitum, en af íbúum sveitanna voru ekki nema 5 355, eða tæpl. x/7 (14%),
fæddir í kaupstöðum og kauptúnum, sem talin eru til bæja. Ef aftur á móti tala
þeirra burtförnu er rniðuð við tölu þeirra, sem fæddir eru í sveitum og bæjum,
þá verður fólksmissirinn í sveitum til bæjanna 53%, en 8% í bæjunum til sveitanna.
í 9. yfirliti sýnir 4. og 5. dálkur, hve mikið hver kaupstaður og
hver sýsla hefur feugið af fólki annars staðar frá af landinu og hve
rnikið þau hafa misst burt frá sér til annarra staða á landinu. í 7. og 8. dálki er jafn-
framt sýnt með klutfallstölum, hve miklum hluta þeir aðfluttu nema af íbúum á
hverjum stað, sem innanlands eru fæddir, og hve miklum hluta þeir burtförnu
nema af þeim, sem fæddir eru á hverjuin stað og kornið hafa fram í manntalinu
með tilgreindum fæðingarstað. Tölur þessar sýna, að Reykjavík hefur misst tiltölu-
lega færra fólk til annarra staða á landinu heldur en hinir kaupstaðirnir (17% af
fæddum í Reykjavík), en mestir hafa burtflutningarnir verið frá Seyðisfirði (67%
fæddra). Af sýslunum hefur Borgarfjarðarsýsla misst mest við burtflutning (65%).
Næstar koma Dalasýsla (64%) og Gullbringu- og Kjósarsýsla (60%), en aðeins 7
sýslur hafa misst minna en kelming fæddra við burtflutning, þar af tiltölulega
minnst Austur-Skaftafellssýsla (38%). Innflutningur hefur aftur á móti verið lang-
mestur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 67% af íbúum þar fæddum innanlands, svo
að hann hefur gert miklu meir en jafnast á við burtflutninginn. En það stafar,
eins og áður er 6agt, eingöngu frá Kópavogi. Næst Gullbringusýslu hefur innflutn-
ingurinn verið tiltölulega mestur í Borgarfjarðarsýslu (42%), Mýrasýslu (40%) og
Árnessýslu (38%), en engar aðrar komast í námunda við þær, og minnstur hefur
innflutningur verið í Skaftafellssýslurnar báðar (14%).
í töflu VII (bls. 52—55) er íbúunum í liverjum kaupstað og sýslu skipt eftir
því, hvort þeir eru fæddir í kaupstaðnum eða sýslunni eða eru aðfluttir (fæddir
annars staðar). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve mikill hluti fólks — og karla