Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 75
Manntalið 1950
73*
Utanþjóðkirkjumenn eru því aðeins taldir þeir, sem ekki teljast til evan-
gelisku lútersku kirkjunnar, og voru þeir alls 3 696 við manntalið 1950 eða 25,7
af hverju þús. landsbúa. Er þetta svipað hlutfall eins og við manntalið 1940. Þá
var talan 2 859 eða 23,5 af þúsuudi, en við manntölin þar á undan var þetta hlut-
fall miklu lægra, 13,8 af þús. 1930, 4,9 af þús. 1920, 3,4 af þús. 1910 og 2,0 af þús.
1901. Af utanþjóðkirkjumönnum við manntalið 1950 voru karlar lieldur fleiri en
konur (1 915 karlar en 1 781 konur), en sá munur var á, að nærri helmingur kvcnn-
anna taldist til ákveðinna trúfélaga, en rúmlega 2/3 karlanna voru utan allra trú-
félaga. Þeir, sem töldust til annarra trúfélaga en lútersku kirkjunnar, skiptust
þannig á einstök trúfélög: Kurlar 1950 Konur Alls 1940 all*
Aðventistar Adventists 184 266 450 499
Kaþólskir Roman Catholics 185 256 441 335
Hvítasunnusöfnuður Pentecost Congregation .... 137 175 312 76
Sjónarhœðarsöfnuður Plymouth Brethren1) 22 44 66 55
Gyðingar Jeivs - - - 9
önnur trúfélög other denominations 91 94 185 28
Samtals 619 835 1 454 1 002
Af þeim, sem töldust til þessara trúfélaga 1950, voru 701, eða nál. lielmingur,
í Reykjavík, en af þeim, sem töldust utan trúfélaga, voru 1 777, eða næstum 4/fi,
í Reykjavík.
Nánara yfirlit um utanþjóðkirkjumenn er í töflum XXXV og XXXVI (bls.
178—181) og er þar sýnt, hvernig þeir skiptast eftir heimilisfangi, aldri, hjúskapar-
stétt og atvinnu.
K. Erlendir ríkisborgarar.
Aliens in Iceland.
Við manntalið 1930 var fyrst spurt um ríkisborgararétt manna. Síðan hafa
crlendir ríkisborgarar talizt þannig við manntöhn:
Karlar Konur Alls A 100 íbúa
1930 ................. 750 704 1 454 1,3
1940 ................. 584 574 1 158 1,0
1950 ................. 711 920 1 631 1,1
Árið 1940 voru erlendir ríkisborgarar færri hér heldur en 1930 og mun stríðið
liafa átt nokkurn þátt í því. Á næsta áratugnum fjölgar erlendum ríkisborgurum
aftur og 1950 eru þeir orðnir fleiri heldur en 1930, en þó tiltölulega færri miðað
við mannfjölda landsins.
Við 3 síðustu manntöl var tala manna fæddra erlendis, sem hér áttu
heima, svo sem hér segir:
1930 ................... 1 507, þar af erlendir ríkisborgarar 977 eða 64,8%
1940 ................... 1 562, „ „ „ „ 690 „ 44,2 „
1950 ................... 2 696, „ „ „ „ 1 157 „ 42,9 „
Árið 1930 voru næstum 2/3 allra þeirra, sem hér áttu heima, en fæddir voru
erlendis, erlendir ríkisborgarar, en 1940 ekki nema 44%, og 1950 lækkaði hlut-
fallið enn nokkuð, þrátt fyrir mikla fjölgun manna, sem erlendis voru fæddir, enda
1) í>. e. BÖfnaður A. Gooks á Akureyrl.
J