Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 4

Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys tá n fy rir va ra . Tenerife Frá kr.79.900 15. ágúst í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Tenerife Sur SÉRTILBOÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bæjarhátíðin Ein með öllu og Ung- lingalandsmót á Akureyri drógu að sér þúsundir innlendra ferðamanna um verslunarmannahelgina. Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega hafa afar fáir innlendir ferðamenn heimsótt Norðurland það sem af er sumri. Þykir hráslagalegt veðurfar vera helsti sökudólgurinn. „Loksins sáum við gríðarlega marga Íslend- inga. Fleiri þúsund manns voru sam- an komin hérna um helgina,“ segir Magnús Guðjónsson, framkvæmda- stjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Ambassador. Hann segir sjaldgæft að Íslendingar fari í hvalaskoðun en nú um helgina hafi þó nokkrir kíkt á hvalina. Fáir við Mývatn Friðrik Jakobsson, eigandi Kaffi Borga í Dimmuborgum við Mývatn, segir að undanfarna daga hafi komist á eðlilegt ástand hvað varðar fjölda innlendra ferðamanna. „Það var lítið um Íslendinga framan af júlí en um leið og fór að hlýna aðeins varð þetta eins og undanfarin ár. Hlutfall Ís- lendinga er 10-15%,“ segir Friðrik. Ásdís Erla Jóhannesdóttir, hótel- stjóri á Sel hóteli Mývatni, segir að svo til engir Íslendingar hafi komið í allt sumar og engin breyting hafi orð- ið á því í síðustu viku þrátt fyrir batn- andi veður. „Við höfum loksins séð sól undanfarna daga. Íslendingar ferðast yfirleitt eftir veðri og vindum og veðrið hefur verið gott á suðvest- urhorninu. Þá heldur fólk sig þar,“ segir Ásdís. Hún segir það engu hafa breytt að um verslunarmannahelgi hafi verið að ræða, Íslendingar hafi ekki látið sjá sig. Hins vegar hafi mjög margir útlendingar verið á svæðinu um helgina sem fyrr og því verið nóg að gera. Morgunblaðið/Guðmundur Hermannsson Gatklettur í Dimmuborgum Að sögn eiganda Kaffi Borga hafa innlendir ferðamenn loks látið sjá sig undanfarna daga í kjölfar hlýnandi veðurfars. Hann segir að að öllu jöfnu séu Íslendingar 10-15% þeirra sem komi á svæðið. Loks sáust íslenskir ferðamenn fyrir norðan  Þúsundir á Akureyri  Eðlilegt ástand við Dimmuborgir Hvalaskoðunarbátur Loks sáust innlendir ferðamenn á Akureyri. Íslend- ingar eru sjaldséðir í hvalaskoðunarferðum en nokkrir fóru um helgina. Selkópur slapp í gærmorgun út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan um tvo kílómetra inn á tjaldsvæði í Laugardal þar sem hann hafðist við þar til lögregla handsamaði hann. Tómas Óskar Guðjónsson, for- stöðumaður Húsdýragarðsins, sagði sér ekki um sel eftir að hafa heyrt fréttir dagsins. „Þetta hefur ekki gerst áður og mér þykir með ólík- indum að selur hafi náð að klifra yfir urðina sem þeir eru í.“ Selurinn slapp yfir steingarðinn sem umlykur selatjörnina og þaðan undir girðingu og út úr garðinum. Honum verður haldið frá selalaug- inni um sinn þar sem starfs- mönnum þykir einsýnt að annars fari hann út aftur sömu leið. Ekki er til mannskapur í garðinum til þess að byrgja fyrir hana vegna sumarleyfa. Minkar hafa áður sloppið úr garðinum og horfið en þá segir Tómas sérstaklega illviðráðanlega. Stærri dýr segir hann hafa sloppið í einstökum tilfellum en ekki komist langt. Nautgripir sluppu úr garðinum fyrir nokkru og upp á Engjaveg en voru rekin þaðan aftur í garðinn. bso@mbl.is Strokuselur veldur usla á tjaldstæði í Laugardal Morgunblaðið/Eggert Selir Strokukópurinn, sem er á svipuðum aldri og þessi, verður geymdur utan selalaugarinnar þar til úrbætur á svæði þeirra verða gerðar.  Lögreglumaður bitinn í höndina Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kortasvik sem ná fram að ganga á Íslandi nema einungis um þriðjungi kortasvika sem verða í nágranna- löndunum, en íslenskir korthafar eru almennt varari um sig en er- lendir þegar kemur að kortasvik- um. Morgunblaðið fjallaði nýlega um svonefndar vefveiðar (e. phishing), nýstárlega leið netþjófa til að kom- ast yfir fjármuni einstaklinga, með því að lokka til sín kortaupplýs- ingar eða lykilorð. Þannig eru send- ir fjöldatölvupóstar sem látnir eru líta út fyrir að vera frá fyrirtækjum og móttakendur þeirra beðnir að gefa upp kortaupplýsingar sínar. Þær eru síðan notaðar til að ræna korthafana. Aðilar sem fást við fjar- skipta- og fjárhagsmálefni ein- staklinga hér á landi eru sammála um að póstsendingum þessum hafi fjölgað hér á landi á síðustu árum. Svikin ekki jafn tíð hérlendis Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri kortalausna hjá Val- itor, segir kortaþjófa nota margar leiðir við iðju sína. Sumar þeirra séu þó liprari en aðrar. „Ein þeirra er þegar búið er að eiga við hraðbanka og koma upp mynda- og upptökubúnaði. Svo höf- um við séð phishing í vaxandi mæli. Þá er reynt að komast að korthaf- anum með því að láta hann, í góðri trú, gefa upp kortanúmer sitt, gildistíma kortsins og CVC-öryggisnúmerið aftan á kort- inu,“ segir hann en bætir við að fyrri leiðin sé þó hættulegri og lík- legri til árangurs. Með henni megi komast yfir mikið af upplýsingum á stuttum tíma, en nokkur slík mál hafa komið upp hér á landi síðustu ár. „Við fylgjumst vel með því hvern- ig við stöndum okkur í samanburði við aðra. Við sjáum ekki sama svindlið hér heima og í nágranna- löndunum. Það eru tvær skýringar á því: Annars vegar höfum við öflug öryggiskerfi og fáa korthafa, þann- ig að það er auðveldara að fylgjast með. Hins vegar er þetta land- fræðilegt,“ segir Bergsveinn. Auk framangreindra erfiðleika kortaþjófa segir Bergsveinn að fáir Íslendingar láti til leiðast þegar þeim berist svindlpóstar. „Við erum býsna vel upplýst þeg- ar kemur að upplýsingaöryggi og persónuvernd. Aðgengi Íslendinga að heimabönkum er líka gott og fólk sér strax ef inn koma skrýtnar færslur. Við erum fljót að bregðast við og getum skoðað hlutina í víð- ara samhengi, hvort málið varði fleiri korthafa,“ segir hann. Spurður um eftirfylgni brota sem þessara segir Bergsveinn að leið- irnar séu mismunandi eftir því hvort um innlend eða erlend mál sé að ræða. „Korthafinn mótmælir færslunni og eftir endurkröfuferli er korthafinn laus allra mála. Við tilkynnum svo um málið til Visa og málið er rannsakað í viðkomandi landi. Ef um innlent mál er að ræða stýrir efnahagsbrotadeild lögregl- unnar rannsókn málsins,“ segir hann. Auknar kröfur um auðkenni Bergsveinn segir framtíðarógnir í kortamálum ekki í skýru sjónmáli. Líklega leiði framtíðin í ljós auknar kröfur um auðkenni korthafa. „Netviðskipti eru ekki sambæri- leg viðskiptum yfir borðið. Það sem við sjáum fyrir okkur er að auð- kenningarkröfur muni aukast í net- viðskiptum,“segir hann. Íslendingar til fyrirmyndar í kortaöryggi  Fullframin kortasvik hérlendis að- eins þriðjungur slíkra svika erlendis Morgunblaðið/Golli Kortasvindl Íslenskir korthafar eru vel meðvitaðir um kortaöryggi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.