Morgunblaðið - 04.08.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
36–56
Stærðir:
ÚTSALAN
Í FULLUMGANGI
•30–50% afsláttur•
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Útihátíðir og önnur hátíðarhöld fóru
víðs vegar fram um helgina sem
venja er. Heilt á litið gengu þær vel
fyrir sig þótt erill hafi verið hjá lög-
reglu vegna ofbeldis- og fíkniefna-
brota.
Aldrei fleiri á Akureyri
Á Akureyri fór hátíðin Ein með
öllu fram, en að sögn Davíðs Rúnars
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Viðburðastofu Norðurlands, gekk
hátíðin vonum framar. „Hér eru all-
ir í áttunda himni. Hingað kom
gríðarlegur fjöldi fólks og engin
áföll urðu. Landsmót UMFÍ var líka
haldið hér um helgina og þessar
tvær hátíðir pössuðu mjög vel sam-
an enda báðar fjölskylduvænar,“
segir hann.
Veðurspár gengu ekki eftir hvað
úrkomu varðar. Þó voru hitatölur
ekki háar að sögn Davíðs, en víða
hefur verið kalt og blautt á Norður-
landi í sumar.
Mikil viðburðadagskrá var haldin
á Akureyri yfir helgina. Á laugardag
var t.a.m. haldin mikil barnadagskrá
þar sem Sveppi og Villi, Einar
Mikael töframaður og Söngvaborg
voru á meðal flytjenda. Hátíðinni
lauk svo með svonefndum Spari-
tónleikum. „Á tónleikana mæta
bæjarbúar og gestir og syngja með í
brekkunni og síðan er flugeldasýn-
ing í lokin,“ segir Davíð.
Stutt stopp vinsæl í Eyjum
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hélt
sínu striki í ár. Að sögn Birgis Guð-
jónssonar, formanns þjóðhátíðar-
nefndar, var í meginatriðum ekki
vikið frá gömlu formúlunni og gekk
hátíðin í ár mjög vel.
„Það er ekki von á öðru en að það
gangi vel þegar það er blíða alla
dagana. Það var dúnalogn í dalnum
og rífandi stemning,“ segir hann.
Birgir segir sunnudagskvöldið
hafa verið fjölmennast í Eyjum, en
sala laugardags- og sunnudagspassa
hefur aukist allnokkuð.
„Það bætist töluvert í hópinn
þessa dagana. Það er mjög vinsælt
að kíkja í dalinn á sunnudegi og taka
síðan Herjólf til baka um nóttina,“
segir Birgir. Hann áætlar að um
15.000 manns hafi verið í Herjólfs-
dal á sunnudag.
Birgir segir að eftirlit með gest-
um hafi gengið mjög vel, en síðustu
ár hafa skipuleggjendur hátíðar-
innar lagt mikið upp úr öryggi gest-
anna.
„Við erum alltaf að auka eftirlitið.
Við erum með fimmtán myndavélar
um allan dal og það hafa mestar
breytingar orðið í þeim málum. Lög-
reglan hjálpar okkur líka mikið. Að
öðru leyti er hátíðin í föstu formi.“
Talsverður erill var hjá lögregl-
unni í Vestmannaeyjum um helgina,
en 70 fíkniefnabrot komu upp á há-
tíðinni í ár, sem er meira en fyrri ár.
Fangaklefar lögreglu voru vel setnir
yfir helgina, en talsvert var um
pústra og ölvun á hátíðinni.
Ánægja með hátíðir helgarinnar
Ein með öllu á Akureyri og landsmót UMFÍ sameinuðust Veður hélst þurrt á Akureyri þvert á
veðurspár Vinsælt er að stoppa stutt við í Vestmannaeyjum Töluverður erill hjá lögreglu í Eyjum
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Brekkan Blysin sem lita brekkuna njóta ávallt mikilla vinsælda hjá Þjóð-
hátíðargestum. Um 15.000 manns voru í Herjólfsdal á sunnudagskvöld.
Ljósmynd/Linda Ólafsdóttir
Barnaskemmtun Sveppi og Villi héldu uppi stuðinu á Ráðhústorginu á
Akureyri. Þar komu einnig fram Einar Mikael töframaður og Söngvaborg.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Evrópumeistaramótið í mýrar-
bolta fór fram á Ísafirði um
helgina. Sökum veðurs á laugar-
dag var mótið allt haldið á sunnu-
dag, en fyrri ár hefur keppnin
staðið yfir báða dagana. Að sögn
Jóns Páls Hreinssonar, eins af
skipuleggjendum mýrarboltans,
heppnaðist mótið vel þrátt fyrir
breytinguna. „Þetta var allt klár-
að á einum degi og gekk mjög vel.
Þetta var nú ekkert stórmál,“
segir hann.
Í stað mýrarbolta í úrhellinu
á laugardag segir Jón Páll að ný
íþrótt hafi verið fundin upp og
heimsmeistaramót haldið í
íþróttamiðstöðinni í Bolungarvík.
„Hún hefur lýsandi nafn, hún
heitir risaboltasokkaboltabolti,“
segir hann, en í íþróttinni er
keppt í fótbolta þar sem notaður
er risabolti og allir leikmenn spila
á ullarsokkum.
Mikil tónleikadagskrá var í
Ísafjarðarbæ samhliða boltanum
en auk skipulagðrar dagskrár
spruttu víða upp sjálfstæðir tón-
leikar og viðburðir. Böll voru
haldin á hverju kvöldi yfir helgina
og á laugardagskvöldið voru
haldnir svonefndir Takk tón-
leikar, þar sem Mýrarboltafélagið
þakkaði bæjarbúum fyrir gest-
risnina yfir helgina; ókeypis var
inn á tónleikana og vel mætt.
Að sögn Jóns Páls voru um
þúsund gestir á svæðinu, en það
er fækkun miðað við fyrri ár og
kennir hann veðrinu um. Helgin
gekk stóráfallalaust fyrir sig en
Jón Páll segir gestina hafa verið
til fyrirmyndar eins og fyrri ár.
Bjuggu til nýja íþrótt í
vætunni fyrir vestan
EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Í MÝRARBOLTA
Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Forynja Liðin í Mýrarboltanum leggja bæði hart að sér í boltanum og búningagerð.
„Þetta gerðist einn, tveir og þrír.
Ég var kominn í loftið í lítilli rellu
um hálftíma eftir að fréttir komu af
gosinu og þegar myndin var tekin
var ég búinn að vera í lofti í um hálf-
tíma. Mökkurinn er kominn alveg
upp þá. Þetta gerist mjög hratt. Ís-
inn er mjög þunnur í Gríms-
vötnum.“
Svona lýsir Jón Viðar Sigurðsson
atburðarásinni áður en hann tók
meðfylgjandi mynd af Grímsvatna-
gosi 1998. Á myndinni má sjá hvern-
ig þoturák sveigist utan um gos-
mökkinn, í um 10 km hæð.
Gosið byrjaði kröftuglega en
þvarr fljótlega kraftur og goslokum
var lýst yfir 28. desember, tíu dög-
um frá upphafi þess.
Jón Viðar lýsir atburðarásinni
þannig að strax og fréttir bárust af
gosinu hoppaði hann ásamt öðrum
vísindamanni upp í fyrstu lausu
flugvél. Þeir greiddu flugnema sem
flaug vélinni fyrir eldsneytiskostnað
og flugu að gosstöðvunum.
„Við tókum ekki eftir þessu fyrr
en að allt í einu sjáum við þennan
sveig. Sennilega hefur þotan verið
þarna á sama tíma og við, um 90
mínútum eftir að gosið hefst. Þotu-
rákin hefði líklega verið horfin ef
þetta hefði verið þarna frá því áður
en gosið hófst. Að minnsta kosti
sýnir myndin að það er flug þarna
beint yfir.“
Í síðustu viku var fjallað um
ítrekaðar viðvaranir Páls Ein-
arssonar, prófessors í jarðeðl-
isfræði, um áhrif hugsanlegs Heklu-
goss á flugumferð.
Jón Viðar tekur aðvaranir Páls
alvarlega. Vert sé að gefa virkum
eldstöðvum gaum. „Eldstöðvar eins
og Grímsvötn, Hekla og Katla eru
virkustu eldstöðvarnar sem geta
myndað svona háan gosmökk á
skömmum tíma. Hekla er lang-
hættulegust, hún er komin á tíma og
búin að safna í sig kviku. Hún getur
gosið hvenær sem er og fyrirvarinn
er mjög stuttur.“ bso@mbl.is
Sveigði hjá gosmekkinum
Myndaði þoturák utan um gosmökk frá Grímsvötnum í um 10 km hæð
Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson
Grímsvötn Myndin er tekin við upphaf goss í Grímsvötnum árið 1998. Það
varði aðeins í tíu daga en það kom í kjölfar stærra goss árið 1996.