Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 10

Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Heimsóttu Færeyjar eða meginland Evrópu Frábært verð í september og október Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Norræna siglir í september og október á miðvikudögum frá Seyðisfirði og komið til baka á þriðjudagsmorgnum. Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Andlit bæjarbúa verðaáberandi á Ljósanótt íár. Ljósop, félag áhuga-ljósmyndara á Suður- nesjum verður þess heiðurs að- njótandi að eiga ljósanætursýningu þessa árs í Listasafni Reykjanes- bæjar. Sýning félagsins heitir „Andlit bæjarins“. Björgvin Guðmundsson er grafískur hönnuður að mennt. Hann fékk brennandi áhuga á ljós- myndun, sérstaklega stafrænni ljósmyndun, þegar hann var í námi í stafrænni margmiðlun í Álaborg í byrjun aldar. Þar var ljósmyndun hluti námsins. Hann festi fljótlega kaup á stafrænni myndavél og fyrst um sinn myndaði hann mest- megnis hljómsveitir á tónleikum. Björgvin flutti aftur heim árið Andlitum bæjarins fjölgaði allverulega Björgvin Guðmundsson ljósmyndari hefur brennandi áhuga á ljósmyndun og hóf að taka andlitsmyndir af flottum karakterum í bæjarfélagi sínu, Reykjanesbæ. Vatt það vel upp á sig og verða andlit bæjarbúa áberandi á Ljósanótt þetta árið. Sýnir hann á vegum Ljósops á ljósanætursýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson Heiðrún Eva Gunnarsdóttir Ljósmynd/Björgvin Guðmundsson Júlíus Guðmundsson „Skannaðu þetta bara til mín,“ er setning sem margir ættu að kann- ast við í nútímasamfélagi. Kvittanir, nótur, samningar eða önnur skjöl þarf oft að senda manna á milli. Í stað þess að þurfa í hvert skipti að leita uppi skanna sem inna myndi þetta hlutverk af hendi hefur nú verið fundið upp snjallsímaforrit, eða app, sem leysir þetta vandamál fljótt og örugglega. TurboScan er app sem gerir þér kleift að skanna eitt eða mörg skjöl inn í símann til eignar eða senda þau áfram. Hægt er að skanna mörg skjöl í einu og safna þeim í eina skrá. Þá er einnig hægt að senda öll skönnuð skjöl og skrár áfram í tölvupósti sem pdf-skjal eða jpg- mynd. Til boða stendur að fram- senda skjöl strax í Dropbox. Myndir úr skannanum eru skýrar og lausar við alla skugga. Er þetta því tilvalið app til að spara fólki sporin í amstri dagsins. Vefsíðan https://play.google.com/store/apps Skannaðu skjöl með símanum Umræður um valkostina í lífinu, hvernig hægt sé að mæta hindrunum í lífinu og muninn á innri og ytri hindrunum er á meðal þess sem verð- ur rætt í Sesseljuhúsi á Sólheimum næstkomandi þriðjudag, 4. ágúst, klukkan 17. Þar mun Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og forstöðumaður fé- lagsþjónustu Sólheima, fara yfir þessi málefni af miklum myndugleik. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Sesseljuhús er umhverfissetur þar sem fram fer alhliða fræðsla, m.a. á málþingum, fundum og námskeiðum. Ókeypis og áhugaverður umræðufundur á Sólheimum Óteljandi val- kostir í lífinu Náttúra Fallegt er á Sólheimum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þessa vikuna eru hinsegin dagar í fullum gangi en þeir ná hápunkti sín- um á laugardaginn þegar gleðigang- an fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Í vikunni verður mikið um dýrðir þegar kemur að hinsegin fræðslu og þeim viðburðum sem boðið verður upp á fyrir allan almenning. Á fimmtudaginn, 6. ágúst, standa Hinsegin dagar fyrir málstofu um kynferðisofbeldi í hinsegin samhengi í samstarfi við Stígamót. Segir á Facebook-síðu málstof- unnar að umræða um kynferðisof- beldi hafi aukist á Íslandi undanfarin misseri. Ítrekað hafi komið fram hversu mikilvægt það sé að draga þessa umræðu fram í dagsljósið og skapa umhverfi þar sem líklegra er að brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar. „Markmið þessarar málstofu er að skoða kynferðisof- beldi út frá reynslu hinsegin ein- staklinga, bæði þegar það beinist gegn okkur og þegar um er að ræða aðila innan okkar samfélags, ásamt því að skapa umræðu um þessi mál í hinsegin samfélaginu á Íslandi,“ seg- ir á vefsvæðinu. Starfsfólk Stígamóta flytur fyrir- lestra, sagðar verða reynslusögur og í lokin verða pallborðsumræður. Málstofa Hinsegin daga, sem rýfur þögn Kynferðisofbeldi í hinsegin samhengi á hinsegin dögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.