Morgunblaðið - 04.08.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.2015, Blaðsíða 14
VIÐTAL Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Fríða Hermannsdóttir hjúkrunar- fræðingur rekur í dag sitt eigið fyrir- tæki í hjúkrunar- og heimaþjónustu fyrir eldri borgara, Farsæld. Með henni í rekstrinum er móðir hennar, Hallfríður Eysteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Kveikjan að hugmyndinni kom hjá Fríðu fyrir tveimur árum þegar hún var á þriðja ári í hjúkrunarfræðinámi að læra öldrunarhjúkrun. „Ég og vin- kona mín vorum á fyrirlestri þar sem var talað um þjónustuúrræði fyrir eldri borgara og við fengum í raun að vita að það væri mjög lítið í boði fyrir eldri borgara á Íslandi. Samhliða því lærðum við um aukna þörf í heim- inum fyrir öldrunarhjúkrun enda fjölgar eldra fólki mikið. Við tvær fórum þá strax af stað með þá hug- mynd að gera eitthvað í þessu sjálfar. Í kjölfarið fengum við hugmyndina að lífssögunni, sem við gerðum sam- an BS-rannsókn á.“ Erna Gunnþórsdóttir, sem vann lokaverkefnið með Fríðu, varð svo að hverfa frá frekari áætlunum þegar hún ákvað að skella sér í læknis- fræðinám í Slóvakíu. Fríða lét ekki staðar numið þó að hún væri orðin einyrki. „Ég fór bara ein af stað, byrjaði þannig, en dró svo móður mína með mér. Hún er búin að vera hjúkrunarfræðingur í mörg ár og var tilbúin að styðja mig í þessu.“ Lífssöguþjónusta Eitt af því sem Farsæld býður upp á er svokölluð lífssöguþjónusta, sem var umfjöllunarefni lokaritgerðar Fríðu. Í einföldu máli snýst hún um það að gera myndræna lýsingu á ævi og persónu skjólstæðingsins og hengja sem lítið plakat á vegg. Þjónustan er sérstaklega, en ekki eingöngu, hugsuð fyrir fólk sem þjá- ist af heilabilun í einhverri mynd og á erfitt með að tjá sig. Með því gefst umönnunaraðilum færi á því að kynnast skjólstæðingi sínum og auð- veldar það samskipti milli þeirra. Í rannsókn Fríðu komu fram sér- staklega jákvæð áhrif meðal yngra starfsfólks og ófaglærðra starfs- manna hjúkrunarheimilis, en stórum hluta þjónustu er sinnt af þeim hóp- um. Man gömlu tímana vel Fríða sá möguleikana í lífssögu- þjónustu strax í náminu. „Ég kynnt- ist lífssögu í verklega náminu, þetta var skemmtilegt verkefni þar sem við vorum með staðlaðan lista af spurn- ingum fyrir fólk. Ég fann svo upp- runalegu greinina sem við fórum í að endurgera. Ég varð alveg ástfangin af þessari hugmynd, sá þarna ævi manneskjunnar á einu blaði. Við Erna höfðum báðar unnið á hjúkrunarheimilum og séð að ef mað- ur þekkir ekki manneskjuna, hún tjá- ir sig ekki og er kannski með langt gengna heilabilun er erfitt að finna umræðuefni. Mér fannst þetta svo heillandi, ef maður hefur ævi mann- eskjunnar á blaði fyrir framan sig getur það orðið kveikjan að svo margvíslegu umræðuefni. Jafnvel þó að manneskjan svari ekki getur maður a.m.k. talað um gömlu góðu tímana. Þetta fólk man þá alveg.“ Einstaklingsmiðuð þjónusta Fríða leggur mikla áherslu á það í fyrirtæki sínu að bjóða upp á ein- staklingsmiðaða þjónustu og segir hana fyrst og fremst snúast um að skjólstæðingurinn ráði ferðinni, sér- staklega í heimaþjónustu. „Skjól- stæðingurinn má ráðstafa sínum tíma, þar sem hann er viðskipta- vinurinn, hvort sem um ræðir hjúkr- un eða aðra þjónustu.“ Til hliðsjónar nefnir Fríða verk- efnismiðaða þjónustu Reykjavíkur- borgar þar sem metið er hvaða þjón- ustu einstaklingur á rétt á og það sé það eina sem sé gert. Fríða segir það mikilvægt í umönnun að hafa í huga að um heim- ili fólks sé að ræða þótt það sé t.d. á hjúkrunarheimili. „Þetta á ekki að vera stofnun.“ „Þetta á ekki að vera stofnun“  Stofnaði eigið fyrirtæki í umönnunarþjónustu fyrir aldraða  Styrkir tengsl skjólstæðinga og umönnunaraðila með lífssöguþjónustu  Leggur áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu við aldraða Morgunblaðið/Golli Öldrunarheimili Lokaritgerð Fríðu í hjúkrunarfræði fjallaði um rannsókn á kostum þess að veita lífssöguupplýs- ingar um heilabilaða íbúa á öldrunarheimili. Hún stofnaði fyrirtæki sem nú veitir þessa þjónustu. Heilabilun » Heilkenni fjölmargra sjúk- dóma sem felur í sér óaftur- kræfa og framsækna hrörnun á vitsmunastarfsemi » Meirihluti tilfella vegna Alz- heimers-sjúkdómsins. Æðavit- glöp eru næstalgengust. » Fólk með heilabilun á oft erfitt með að tjá sig, sem gerir starfsfólki erfitt fyrir að kynn- ast því og þrengir það mögu- leika til þess að veita ein- staklingsmiðaða þjónustu. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 35.900,- Verð Kr. USG CNIP4 Yfirskápur 4 skúffur. Sterkur skápur með lás. 88.900,- Verð Kr. USG FIRP7B Verkfæraskápur 7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 115.900,- Verð Kr. USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur 7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás. 15.900,- Verð Kr. USG B5094M 1/2“ & 1/4" Topplyklasett 94 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, djúpir- toppar, kertatoppar, bitajárn. USG GWB2045M 1/4“ Topplyklasett 45 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, bitar, sexkantar, bitajárn, 4.990,- Verð Kr. USG GWB3029M 3/8“ Topplyklasett 29 stk Skrall 72 tanna, hjöruliður, djúpir & grunnirtoppar, kertatoppar, framlengingar. 7.990,- Verð Kr. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is Umönnun heilabilaðra einstaklinga getur reynst mjög erfið, sérstaklega eftir því sem einkennin ágerast. Hegðun þeirra getur orðið óviðeigandi, fólk fer í vörn eða hættir að tjá sig. Í þeim tilfellum segir Fríða umönn- un oft verða miðaða við beinar líkamlegar þarfir ein- staklingsins. Einstaklingar með langt gengna heilabilun loki oft alveg á umhverfið og þá verði hætta á að starfs- menn líti á þá sem nokkurs konar tóma skel. „Það er mikilvægt að kynnast einstaklingnum, að hann verði ekki bara eitthvert númer. Sumir halda að það þýði ekkert að gera fyrir fólk í þessu ástandi, það muni ekki eftir því, en fólk með heilabilun lifir í núinu og það er fullfært um að njóta tímans á hverri stund fyrir sig.“ Sumir loka alveg á umhverfið UMÖNNUN FÓLKS MEÐ HEILABILUN Fríða Hermannsdóttir Sigurður Bogi Sigfússon sbs@mbl.is „Ferðirnar eru á forsendum barnanna, en hugsunin með þessu starfi er að fjölskyldur geti sameinast í skemmtilegu áhugamáli og átt gæðastundir sam- an,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands. Góð þátttaka var í fjögurra daga ævintýradvöl að Valgeirsstöð- um í Norðurfirði á Ströndum sem FÍ stóð fyrir á dögunum undir merkjum Ferðafélags barnanna. Leikir og fjöruferð Það er undirdeild frá móðurfélag- inu, en þar hefur verið leitast til að ná til ungs fólks. Í því skyni var félag barnanna stofnað og nú síðast ungt fólk, það er aldurshópinn 18 til 24 ára. „Við áttum góða daga á Ströndum. Farið var í leiki og fjöruferð, gengið á Reykjaneshyrnu, við heimsóttum veðurathugunarstöðina í Litlu-Ávík og svo mætti áfram telja. Fyrir krakkana var þetta ævintýri í fram- andi veröld,“ segir Páll. Þau Brynhildur Ólafsdóttir og maður hennar, Róbert Marshall al- þingismaður, hafa verið driffjaðrirn- ar í starfi Ferðafélags barnna. Páll Guðmundsson og Auður Elva Kjart- ansdóttir kona hans hafa þó tekið stöku ferðir eftir atvikum, svo sem Strandaferðina. Á dagskránni hafa einnig verið ferðir í Kerlingarfjöll, um Laugaveg og svo sérstök drauga- ferð í Hvítárnes. Breikka starfið Í ferðum sem spanna einhverja daga hafa gjarnan verið 20 til 30 þátt- takendur en í dags- og fræðsluferð- um þar sem náttúruskoðun er aðal- atriðið hafa á þriðja hundrað manns stundum blandað sér í leikinn. „Reynslan af þessu starfi er góð og almennt því að breikka starf FÍ með þátttöku ungs fóks,“ segir Páll Guð- mundsson. Ævintýri í fram- andi veröld  Ferðafélag barnanna  Gæðastundir fjölskyldu  Gengu á Reykjaneshyrnu Páll Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.