Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 24

Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 8.30-16. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Garðabær Bútasaumur kl. 13, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45, hádegismatur kl. 12, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30.Tölvukennsla, hafið samband við umsjónarmann. Blöðin liggja frammi, heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, jafnvægisþjálfun kl. 14, létt hreyfing kl. 15. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Blöðin og púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin á sínum stað. Pútt kl. 10.30. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seldur kl. 11.30-12.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar í dag eftir sumarfrí en starfsemin hefst á morgun miðvikudaginn 5. ágúst. Opið kl. 8.50-16. Blöðin, taflið og púslin liggja frammi. Opið inn í listasmiðju og þar byrjar vinnusmiðja fyrir bland-aðar kynslóðir á morgun. Minnum á netið og spjaldtölvuna.Tekið á móti matarpöntunum fyrir morgun- daginn. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Norðurbrún 1 í dag, þriðjudag kl. 9-12 tréútskurður. Miðvikudagur kl. 9-12 tréútskurður, kl. 14-16 félagsvist, Bónusbíllinn fer kl. 14.0. Fimmtudagur kl. 9-12 tréútskurður. Föstudagur kl. 9-12 tréútskurður. Selið, Sléttuvegi 11-13 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30- 10.30. Blöðin og púslið liggja frammi.Tekið á móti matarpöntunum fyrir morgundaginn. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is ÍþróttirTil sölu Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta Háþrýstiþvottur og sandblástur á nánast hverju sem er. Öflug tæki - Gott verð Sími 860 2130 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Þjónustuauglýsingar 569 1100              Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Elsku pabbi minn var, er og verður mér allt. Allt sem hann gerði það gerði ég líka. Allt sem hann varð langar mig líka að verða. Tja, nema þá kannski ekki bridsspilari, þar hafði hann betri hendi. Elsku pabbi minn. Þú elsk- aðir að vera innan um okkur og vini þína sem eru ótalmarg- ir, bæði tví- og ferfætlinga, með eða án rófu, hala eða tagls. Standa upp og segja sög- ur, fara með kvæði og sýna leikrit. M.a.s. söngstu ófeiminn við öll helstu tækifæri þrátt fyrir lagleysi því þú mundir alla texta og fannst einstak- lega vænt um kvæðið Dóri stóri sem ómaði í hverjum fjallakofanum ár eftir ár og mun óma áfram. Þú kunnir ófá spakmæli, orðatiltæki, máls- hætti o.fl. og það síðasta sem þú fórst með var föstudags- kvöldið 17. júlí þegar við vor- um búin að ríða saman með hrossin frá Steinsholti yfir í Lindarsel, vinir okkar og við vorum að hefja slátt daginn eftir og kvöldroðinn var svo fallegur: Kvöldroðinn bætir og segir satt, morgunroðinn vætir og mígur í hatt. Einstakur faðir hefur nú ✝ Halldór Ein-arsson fæddist 13. október 1939. Hann lést 18. júlí 2015. Útför hans fór fram 28. júlí 2015. kvatt mig og okk- ur öll og besti afi í heimi, langt, langt út í geim, eins og nafni þinn myndi segja, hefur nú farið á annan góð- an stað og ég vona innilega að kall- arnir hafi verið búnir að járna fyr- ir þig í þetta skipt- ið, en eins og margir vita þá æfðirðu okkur aðeins fyrir nokkrum árum í þessu en þá ráku þeir þig til baka þar sem þeir voru ekki búnir að járna fyrir þig. Pabbi minn var stór maður, dugnaðarforkur á við þrjá menn ef ekki fleiri, var úr- ræðagóður og leysti öll verk- efni, stór og smá, af mikilli þol- inmæði og yfirvegun. Hann kvartaði aldrei og ef hann var spurður hvernig hann hefði það þá svaraði hann yfirleitt á þessa leið: „Allt bara svona meinhægt“ og nuddaði lærið, stólarminn eða borðið fyrir framan sig með stórri grófri hendinni. Þú skilur eftir þig ótal góðar og hjartahlýjar minningar og ekki er auðvelt að sætta sig við að þær verði ekki ennþá fleiri. Það sem stendur mér næst eru ógleymanlegar stundir með þér á ferðalögum, bæði þegar ég var krakki og ekki síður eft- ir að ég varð fullorðin, og við vorum í hestaferðum saman eða allar fjallferðirnar þar sem þú varst ómetanleg stoð og einnig kennari sem kenndi mér örnefni og sagðir mér til. Nátt- úran og fjöllin kölluðu alltaf og þú sinntir þeim af tærri snilld, svo að mikill missir er að. Stórt skarð verður eftir í veröldinni í kring um okkur en hjartað verður ávallt fullt af þér, bæði hjá mér og besta vini þínum, Halldóri Magnúsi afa- strák. Þegar kallið mitt kemur veit ég að þú verður búinn að járna fyrir mig og við ríðum aftur út saman og förum í þá ferð sem við ætluðum núna í vor. Spari- merin verður í góðum höndum og ef þig vantar eitthvað eða vilt gera hlutina öðruvísi, þá hefurðu bara samband og ég redda því. Hér að lokum vil ég segja, ég elska þig, góða ferð og ég bið að heilsa. – Jæja! – Þórdís. Það er mér þungt að þurfa að kveðja þig, elsku Halldór. Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi þig síðast að aðeins ör- fáum klukkutímum síðar yrðir þú farinn. Við vorum komin á fullt í að græja allt fyrir hey- skapinn og hlökkuðum öll mik- ið til. Ég skrapp bara með dekkið af snúningsvélinni í við- gerð. Ekki grunaði mig heldur að kvöldið áður, þegar ég stökk á bak með ykkur síðasta spölinn niður í Lindarsel, að það yrði síðasti reiðtúrinn okk- ar saman. Þú varst svo hress og glaður, þreyttur kannski en hress og glaður. Þú varst ánægður með vel heppnaða hestaferð og spenntur fyrir heyskapnum og sumrinu. Svo var nafni þinn líka mættur til að gleðja ykkur. Þessar síðustu stundir með þér lýsa þér kannski bara nokkuð vel. Alltaf eitthvað um að vera og aldrei nein logn- molla eða hangs. Alltaf varstu kátur og stutt í húmorinn. Það brann þér fátt fyrir brjósti og þú tókst á við allt með blöndu af ró, húmor, dugnaði, hjálp- semi og stundum smá ævin- týraþrá. Stundum fannst manni nóg um allar þessar hestaferðir þvers og kruss um landið en ég skildi þig vel. Á fjöllum leið þér best. Á góðum hesti á hálendinu með góðum vinum getur ekkert klikkað. Þú varst vinamargur og maður þurfti ekki að hafa þekkt þig lengi til að sjá hvers vegna. Hvar sem þú komst varstu hrókur alls fagnaðar og hafðir einstaklega gaman af því að segja sögur af sjálfum þér og ferðum þínum. Þú varst alltaf reiðubúinn að hjálpa þeim sem til þín leituðu og lagðir þig mikið fram til að að- stoða vini þína. Það er ekki hægt að segja að þú hafir setið auðum hönd- um. Alltaf varstu með mörg járn í eldinum og alltaf voru næg verkefni í bígerð hjá þér. Á síðustu árum tókstu húsin ykkar á Setbergi og á Flúðum gegn, gerðir upp traktor, tókst garðinn í gegn á Flúðum, ræktaðir upp tún og rakst nið- ur ótalinn fjölda girðinga- staura í Lindarseli. Allt þetta ásamt hestunum, hestaferðum, bridsinu og öllum hinum ótelj- andi verkefnunum sem þú sinntir. Að sitja með hendur í skauti var ekki þín þjóðarí- þrótt. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig í öllu sem við gerðum saman. Hestaferðir, járna hrossin (sem þú kenndir mér), ferðast eða bara út í Lindarseli að spá og spögu- lera. Þessar stundir geymi ég og mun segja nafna þínum frá. Það eru fátækleg orð að segja takk fyrir allt. En ég er þér óendanlega þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Þú hafðir að geyma ein- staka persónu og karakter. Ef allir hefðu ekki nema lítið brot af þinni góðmennsku, dugnaði og hjálpsemi væri heimurinn betri. Takk fyrir allt, Halldór, þú varst einstakur. Guðbjartur (Baddi). Í dag kveðjum við, félagar í Bridgefélagi Hafnarfjarðar, góðan vin og félaga, Halldór Einarsson. Halldór tók virkan þátt í starfi félagsins í yfir 50 ár. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars formaður í tvö ár. Kunnum við honum ævarandi þakkir fyrir. Við komum til með að sakna gleði hans og kímni við spila- borðið á spilakvöldum félags- ins. Hann verður þó örugglega með okkur í anda og hver veit nema við heyrum stöku sinnum hlátur hans og finnum kátín- una sem oftast skein af honum. Allir vissu hvernig spila- mennskan gekk hjá honum því þá skein sérstaklega af honum. Við sendum eiginkonu hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaga í Bridge- félagi Hafnarfjarðar, Pétur Sigurðsson. Skjótt skipast veður í lofti. Á hverju ári í meir en þrjá ára- tugi hafa Halldór og Unnur heimsótt okkur á Daðastaði og við átt góðar stundir saman. Í ár áttum við von á þeim eins og áður. Það hlaut að koma símtal hvað úr hverju þar sem þau boðuðu komu sína, það brást aldrei. Það kom því aftan að okkur þegar þær fréttir bárust að ekkert yrði af heim- sókn þetta árið, Halldór hafði kvatt snögglega, nýkominn úr hestaleiðangri og farinn að huga að heyskap ásamt nafna sínum, Halldóri yngri. Hugur okkar hvarflar til baka. Þessi litla fjölskylda hef- ur verið stór þáttur í lífi okkar. Við fluttum í kjallarann hjá Unni og Halldóri með þrjú börn um 1980 meðan verið var að byggja hús í Setbergslandi og Þórdís, dóttir Unnar og Halldórs, kom gjarnan niður, okkur til ánægju. Á Setbergi tengdumst við sterkri sam- hentri fjölskyldu sem tók okk- ur afar vel. Elísabet Reykdal, móðir þeirra Setbergssystkina, opnaði strax faðminn fyrir okkur. Þessi hugumstóra, sterka og hlýja kona er okkur ógleymanleg. Árið 1982 flytjum við norður í Daðastaði og Halldór flytur búslóðina okkar norður á vöru- bílnum sínum, lítur á hestana á staðnum og ákveður að Gunnar þurfi góðan gangnahest og stuttu síðar er Kári kominn, stór og sterkur gangnaklár sem entist í tuttugu og fimm ár. Svona mætti lengi telja. Alltaf leit Halldór til með okk- ur á sinn hátt og erum við þakklát fyrir tryggð og velvild hans og Unnar í gegnum árin. Við söknum vinar í stað en eig- um dýrmætar minningar. Elsku, Unnur, Þórdís, Baddi og Halldór. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur á Daðastöð- um. Gunnar, Guðrún, Kristján Ingi, Ólafur Daníel, Elísabet, Reynir og Birkir. HINSTA KVEÐJA Fosslækur hvíslar en hláturinn þinn heyrist þar ekki framar. Sigurður Ingibergur Björnsson. Halldór Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.