Morgunblaðið - 04.08.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Fyrir nokkrum árum greindist ég með hjartaflökt. Þakka þó fyr-ir að þetta hafi ekki verið pólitískt flökt. Þar er allt með kyrr-um kjörum og mannslíkaminn, að minnsta kosti í mínu tilviki,
er þannig gerður að hjartað slær alltaf vinstra megin,“ segir Kristinn
Hermannsson, rafvirki á Selfossi, sem er sjötugur í dag. Þau Margrét
Kristjánsdóttir, eiginkona hans, ætla að halda upp á daginn með ferð
til Árósa í Danmörku, en ein þriggja uppkominna dætra þeirra hjóna
er nú að flytja með fjölskyldu sinni til Árósa.
Kristinn er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, en á rætur að
rekja austur undir Eyjafjöll eins og svo margir Eyjamenn. „Sem
strákur var ég í sveit á sumrin hjá ömmu minni og afa á Raufarfelli og
átti þar góða daga. Og tengslin við þessar slóðir hafa alltaf haldist.
Við erum nokkrir félagarnir sem förum austur undir Eyjafjöll og í
Mýrdal í skemmtireisur tvisvar á ári; í kótelettuferð að vori og annan
leiðangur að hausti þegar fýll er á borðum,“ segir Kristinn sem 1979
flutti með sínu fólki til Selfoss. Hefur síðustu 20 árin starfað hjá Ár-
virkjanum og þar helst sinnt rafmagnsvinnu innanbæjar á Selfossi.
„Í starfinu er ég svo heppinn að eiga þess kost að fara víða um og
hitta fólk sem gaman er að rabba við. En nú styttist í að ég hætti að
vinna og því kvíði ég ekki, enda er ég félagsvera og áhugamálin eru
mörg. Félagi minn í Eyjum sagði að eftir starfslok kæmi einn sam-
felldur sunnudagur og inntak þeirra orða hyggst ég tileinka mér.“
sbs@mbl.is
Rafvirkinn Samfelldur sunnudagur, segir Kristinn Hermannsson.
Hjarta mitt slær
alltaf vinstra megin
Kristinn Hermannsson er sjötugur í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
S
teingrímur fæddist á
Gunnarsstöðum í Þistil-
firði 4.8. 1955. Hann var
í barnaskóla í Svalbarðs-
hreppi 1964-69, að hluta í
farskóla, lauk landsprófi frá Lauga-
skóla 1972, lauk stúdentsprófi frá
MA 1976, B.Sc.-prófi í jarðfræði frá
HÍ 1981 og prófi í uppeldis- og
kennslufræði frá HÍ 1982.
Steingrímur var skiptinemi á
Nýja-Sjálandi 1974-75, vöru-
bifreiðastjóri á sumrum 1978-82,
vann við jarðfræðistörf og var
íþróttafréttamaður á Sjónvarpinu
1982-83.
Steingrímur var alþingismaður
Norðurlands eystra 1983-2003 fyrir
Alþýðubandalagið, var óháður og
fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð og hefur verið alþingis-
maður Norðausturkjördæmis frá
2003 fyrir Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð. Hann var landbún-
aðar- og samgönguráðherra 28.9.
1988 til 30.4. 1991, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra 1.2. 2009 til
10.5. 2009, fjármálaráðherra 1.2.
2009 til 31.12. 2011, efnahags- og
viðskiptaráðherra og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra 31.12. 2011
til 31.8. 2012, fór með iðnaðarráðu-
neytið í fæðingarorlofi Katrínar
Júlíusdóttur 6.7. til 1.9. 2012, var
atvinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra 1.9. 2012, og fékk lausn 28.4.
2013 en gegndi störfum til 23.5.
2013.
Steingrímur var fulltrúi nemenda
í skólaráði MA 1975-76, sat í stúd-
entaráði HÍ 1978-80, hefur sinnt
ýmsum trúnaðarstörfum innan ung-
menna- og íþróttahreyfingarinnar,
sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna
1983-87, var kjörinn í samstarfs-
nefnd með Færeyingum og Græn-
lendingum um sameiginleg hags-
munamál 1984, sat þing Alþjóða-
þingmannasambandsins 1984 og
1986, sat í Vestnorræna
þingmannaráðinu 1985-88 og 1991-
95, var varaformaður Alþýðubanda-
lagsins 1989-95, sat á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og
2007, var formaður flokkahóps
vinstri sósíalista í Norðurlandaráði
1998-2000, formaður norræna ráðs-
ins um málefni fatlaðra 1999-2000,
formaður í jafnréttisnefnd Evr-
ópuráðsþingsins 2008-2009, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs frá stofnun flokksins í
febrúar 1999-2013, sat í stjórn-
arskrárnefnd 2005-2007, var for-
maður þingflokks Alþýðubandalags-
ins 1987-88, sat í Íslandsdeild
Vestnorræna ráðsins 1991-95, hefur
setið í Íslandsdeild Norðurlanda-
ráðs 1996-2005, 2006-2007 og frá
2013, í Íslandsdeild Evrópuráðs-
þingsins 2007-2009, í nefnd Evr-
ópuráðsþingsins um jöfn tækifæri
kvenna og karla 2008-2009 og verið
formaður þar.
Nýbakaður afi
Bækur eftir Steingrím eru Róið á
ný mið. Sóknarfæri íslensks sjávar-
útvegs, 1996, Við öll. Íslenskt vel-
ferðarsamfélag á tímamótum, 2006,
og Frá hruni og heim, 2013. Hann
Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og fyrrv. ráðherra – 60 ára
Orðinn afi Steingrímur og Bergný virða fyrir sér fyrsta barnabarnið, hana Móeiði litlu sem fæddist þann 4. júní sl.
Nýtur sín í erfiðisvinnu
Hlutavelta
Ólafía Rún Guðmundsdóttir og Sólrún Lilja Bragadóttir héldu tombólu fyrir ut-
an verslunina Kaskó í Reykjanesbæ. Þær söfnuðu 2.339 krónum sem þær gáfu
Rauða krossi Íslands.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
COOL - LITE
SÓLVARNARGLER
ispan@ispan.is • ispan.is
M
ynd:Josefine
Unterhauser