Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 9

Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Var frá Völlum Í frásögn af Laxá í Aðaldal og Laxárfélaginu í Morgunblaðinu í síðustu viku var mishermt að fyrsti formaður félagsins, Kristinn Stefánsson, hefði verið frá Grund í Svarfaðardal. Hið rétta er að Kristinn var frá Völlum í Svarf- aðardal. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Sveinbjörg tók myndina Í Morgunblaðinu í gær birtist mynd af Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Ís- lands, á Íslendingadeginum á Gimli í Kanada. Myndin var eignuð Sveini Arn- björnssyni en það var Sveinbjörg Pálsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, sem tók myndina. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum sny rtivörum í á gúst Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook er hafið! St. 36–52 af öllum fatnaði og skóm 50–70% afsláttur Sumaryfirhafnir - Glæsikjólar - Buxur - Bolir - Peysur o.fl Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.laxda l.is Lokasprettur útsölunnar hafinn Nú er tækifærið að eignast gæða merkjavöru á einstöku verði Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. ÚTSALA Nú eru fallegu sumarvörurnar okkar á 40–70% afsl. Skoðið flottu fötin á friendtex.is Þú velur 4 flíkur og greiðir kr. 4.000 TILBOÐ 30. júlí-7. ágúst Landhelgisgæslan fékk í gær af- hentan 10 metra strandgæslubát sem sagður er í fréttatilkynningu byggja á nýrri hönnun á þessari teg- und báta. ,,Þróun á báti sem þessum hefur staðið yfir í samvinnu við Landhelgisgæsluna síðan árið 2011, en báturinn er sérsmíðaður og sér- staklega hannaður eftir þörfum Gæslunnar. Þetta er byltingarkennd bátasmíði sem markar tímamót á þessu sviði,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnar ehf., í fréttatilkynningu. Báturinn hefur hlotið nafnið Óðinn. Í tilkynningu segir að frum- útgáfa bátsins hafa verið í prófunum síðustu þrjú sumur við eftirlitsferðir á grunnslóðum og við erfiðustu að- stæður. „Óðinn hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna sem getur nú sinnt fjölmörgum verkefnum og staðbundnu eftirliti á hagkvæmari og fljótlegri hátt en á stærri skipum. Báturinn eykur meðal annars stór- lega möguleika Landhelgisgæslunn- ar til öryggis- og löggæslu á grunn- slóð. Þá eru kostir bátsins miklir þegar kemur að æfingum með þyrlu- áhöfnum Landhelgisgæslunnar sem og varðskipum og öðrum björgunar- einingum í landinu. Báturinn mun einnig nýtast sem aðgerðarbátur sprengju- og séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar sem og í margvísleg löggæslu- og eftirlits- verkefni og önnur sérverkefni,“ seg- ir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í fréttatil- kynningu. Í henni segir jafnframt að bátur af þessari stærðargráðu sé hagkvæm eining bæði til eftirlits og þjálfunar og geri Landhelgisgæslunni kleift að skipuleggja betur nýtingu báta og varðskipa og bregðast við aðstoðar- beiðnum á grunnslóð með skjótari hætti. Landhelgisgæslan lítur jafn- framt á afhendingu Óðins sem fyrsta skrefið í að koma sér upp nokkrum 10-15 metra eftirlits- og björgunar- bátum til að sinna verkefnum á grunnslóð. Óðinn Landhelgisgæslan hefur fengið tíu metra langan strandgæslubát til að sinna störfum á grunnsævi. Nýr „byltingarkenndur“ Óðinn í flota gæslunnar  Auðveldar störf á grunnsævi  Hagkvæmari eining Aukablað alla þriðjudaga Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.