Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
- Þín brú til betri heilsu
Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi
– Eru kílóin að hlaðast á?
– Er svefninn í ólagi?
– Ertu með verki?
– Líður þér illa andlega?
– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?
– ....eða er hreinlega allt í rugli?
www.heilsuborg.is
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn
mikli er núna haldinn í 15. sinn og fer
hátíðin fram dagana 7. til 9. ágúst á
Dalvík. Að venju er allur matur og
skemmtun á hátíðinni ókeypis.
„Rauði þráðurinn er að allt skal
vera ókeypis þennan dag og það hef-
ur líka orðið til þess að fólk gengur
alveg ótrúlega vel um miðað við að 20
til 30 þúsund manns sækja hátíðina
heim árlega,“ segir Friðrik Ómar
Hjörleifsson, söngvari og einn skipu-
leggjenda tónleikanna sem fram fara
á laugardagskvöldinu.
„Sjálfur Fiskidagurinn mikli er
milli 11 og 17 á laugardeginum og þó
að aðrir viðburðir í kringum hann
tengist vissulega deginum sjálfum
eru þeir ekki beinn hluti af honum.
Tónleikarnir eru vissulega nátengdir
Fiskideginum og alltaf gífurleg
stemning á þeim enda leggja margir
listamenn mikið á sig til að koma og
vera með. Dæmi eru að sumir komi
sérstaklega heim frá útlöndum til að
syngja á tónleikunum.“
Risa ættarmót
„Allir syngja með“ gæti verið slag-
orð tónleikanna en Friðrik Ómar
segir stemninguna vera líka því sem
gerist á ættarmótum.
„Þetta er ekki vettvangur fyrir
listamenn til að kynna eigið efni í öll-
um lögum heldur miðum við við að
taka lög þannig að fólk geti sungið
með. Ég hef lýst þessu sem risa
ættarmóti, þar sem fólk er komið
saman til að skemmta sér og syngja
lög sem það þekkir. Og fólk tekur svo
sannarlega undir með okkur svo að
heyra má sönginn til næstu bæja.“
Meðal þess sem verður á dag-
skránni er tónlist Vilhjálms Vil-
hjálmssonar, Tinu Turner, AC/DC,
Tom Jones, Elton John, Deep
Purple, Billy Joel og fleira. Íslensku
tónlistarmennirnir sem flytja lögin
eru heldur ekki af verri endanum
enda margir af þekktustu tónlistar-
mönnum landsins. Auk heimamanns-
ins Friðriks Ómars verða Matti Matt
og Eyþór Ingi Gunnlaugsson og
gríðarsterkur hópur með þeim Reg-
ínu Ósk, Stefáni Jakobssyni, Stef-
aníu Svavarsdóttur, Heru Björk,
Bryndísi Ásmundsdóttur, Siggu
Beinteins, Jógvani Hansen, Ingó
Geirdal, Margréti Eir, danshópur
undir stjórn Yesmine Olsson og 11
manna stórhljómsveit skipuð lands-
liði hljóðfæraleikara að sögn Frið-
riks Ómars.
Mömmulagið sungið
Fiskidagurinn mikli er ekkert ef
ekki falleg og fjölskylduvæn hátíð.
Ein af mörgum skemmtilegum hefð-
um hátíðarinnar er flutningur lags-
ins Mamma, en söguna á bak við lag-
ið og flutninginn á Mömmulaginu
segir Friðrik Ómar vera mjög
skemmtilega og lýsandi fyrir hátíð-
ina.
„Við flytjum Mömmulagið á föstu-
deginum og er það gert í sambandi
við hugmynd sem kviknaði fyrir
nokkrum árum hjá Fiskidagsnefnd-
inni. Hugmynd var að mynda vin-
áttukeðju þar sem fólk átti bara að
hittast og haldin ein hátíðarvináttu-
ræða, sem t.d. biskup Íslands hefur
flutt og fleiri flottir gestir. Árið 2007
fékk ég sendan textann Mamma, en
hann er eftir einn stofnenda hátíðar-
innar og fjallar um Móður jörð, sem
er upphafið að þessu öllu saman.
Lagið fluttum við svo öllum að óvör-
um og það var mjög tilfinningaleg
stund og falleg.“
Flutningur lagsins er núna árleg-
ur viðburður og fastur liður Fiski-
dagsins, en Friðrik Ómar hefur flutt
það á hverju ári með Gyðu Jóhannes-
dóttur.
Börnin ekki út undan
Fiskidagurinn mikli er fjölskyldu-
hátíð og því er að venju vel hugsað
um börnin og fjölskylduna alla. Með-
al dagskrárliða sem eru sérstaklega
hugsaðir fyrir börn eru Brúðubíllinn,
Íþróttaálfurinn, Siggi sæti, Solla
stirða og Söngvaborg. Leikhópurinn
Lotta sýnir Litlu gulu hænuna,
teikniveröld og kúlufótboltaspil
verða í boði og fleira og fleira.
Þá flæðir allt í fiskisúpum og öðru
góðgæti sem hafið hefur upp á að
bjóða og eins og Friðrik Ómar segir
á fólk ekki að þurfa að taka upp vesk-
ið.
Syngja lögin sem allir þekkja
Ljósmyndari/Helgi Steinar
Tónleikar Frá tónleikum Fiskidagsins mikla, en Friðrik Ómar segir söngin heyrast til næstu bæja.
Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á Fiskideginum mikla Lög eftir
Tinu Turner, AC/DC, Tom Jones, Elton John, Deep Purple o.fl. spiluð og allir syngja með
Comissura nefnist sirkusverk sem
leikhópurinn Patricia Pardo frá
Spáni sýnir í Tjarnarbíói annað
kvöld, fimmtudag, og á föstudags-
kvöld kl. 20 bæði kvöld. Sýningin er
sú fyrsta sem sýnd er í Tjarnarbíói
eftir breytingar á bæði sal og tækni-
búnaði hússins.
„Sirkusverkið Comissura inni-
heldur nærbuxnalausan loftfimleika-
mann í rólu, ótrúan slagverksleik-
ara, konu þakta 20 lítrum af vaxi og
ríkulegan fátækling,“ segir m.a. í til-
kynningu frá Tjarnarbíói. Þar kem-
ur fram að Comissura sé sirkusverk
sem samanstandi af sjö trúða-
atriðum.
Sýningin fjalli um kröfurnar sem
fólk geri til eigin líkama. „Um
hversu óhæf við erum til að þekkja
muninn á þörf og óseðjanleika, um
morð og móðureðli (eða hvernig
neysluþjóðfélagið lætur okkur éta
upp börnin okkar), um hraðann og
hvernig við töpum fyrir eigin skrið-
þunga, um fegurðina í ástarsorg
(mikla fegurð í ástarsorg), um svart-
sýni sem notuð er til að hafa áhrif á
áhorfendur, um afbrýðisemi og rugl-
inginn milli svika og rétt fólks til
einkalífs. Comissura tengir okkur
við melankólíuna sem felst í að átta
okkur á að við lifum í gleði, og
skringilegheitin sem felast í tilveru
okkar, þversögnum og blendnum til-
finningum.“
Endurbótum lokið
Tjarnarbíó hefur verið lokað síð-
ustu vikurnar meðan nauðsynlegar
endurbætur fóru þar fram. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Guðmundi
Inga Þorvaldssyni, framkvæmda-
stjóra Tjarnarbíós, voru fyrir breyt-
ingu aðeins um 70 góð sæti í húsinu
þar sem sjónlínur af svölum hússins
voru ekki ákjósanlegar. Með endur-
bótunum fjölgar góðum sætum í rúm
180. Í sumar var ljósabúnaður bætt-
ur auk þess sem klárað var að setja
upp nauðsynleg sviðtjöld. Á síðast-
liðnu leikári sýndu 60 listahópar
sýningar sínar í Tjarnarbíói. Á kom-
andi leikári er ráðgert að frumsýna
eina sýningu í fullri lengd í hverjum
mánuði að janúar undanskildum auk
þess sem sýndar verða ýmsar gesta-
sýningar og eldri sýningar.
Um kröfur til
eigin líkama
Spænskt sirkusverk fyrsta sýning
haustsins í endurbættu Tjarnarbíói
kl. 11:00 – Setning
kl. 11:05 – Fiskidagslagið með
Matta og Friðriki Ómari
kl. 11:10 – Litla Fiskidagsmessan
kl. 11:20 – Nemendur í Tónlistar-
skóla Dalvíkurbyggðar koma
fram
kl. 11:45 – A. Mar les frumsamin
ljóð úr ljóðabók sinni
kl. 11:55 – Leik- og sönghópurinn
„Næsta leikrit“
kl. 12:05 – Fiskidagslagið Matti,
Friðrik Ómar + dans
kl. 12:10 – Solla stirða, Siggi
sæti og Íþróttaálfurinn
kl. 12:40 – Kristjana Rós úr Ís-
land got talent
kl. 12.50 – Karlakór Dalvíkur
kl. 13:15 – Hera Björk syngur
kl. 13:30 – Ratleiks- og göngu-
verðlaunaafhending
kl. 13:45 – Leikhópurinn Lotta kl.
14:00 – Heiðrun: Umsjón Guðný
S. Ólafsdóttir
kl. 14:10 – Ræðumaður dagsins:
Dóroþea Reimarsdóttir
kl. 14:20 – Söngvaborg – Sigga
Beinteins og María Björk
kl. 14:40 – Hinir sönnu Greifar
kl. 15.00 – Mið-Ísland
kl. 15:10 – Jógvan Hansen og
Vignir Snær ásamt gestum
kl. 15:25 – Fiskidagslagið með
Matta og Friðriki Ómari + dans
kl. 15:30 – Aron Birkir ásamt
hljómsveit
kl. 15:55 – Eyþór Ingi Gunn-
laugsson og Atómskáldin
kl. 16:20 – Baldursfjölskyldan.
Rokkkveðja frá Keflavík
kl. 16.50 – Fiskidagslagið með
Matta og Friðriki Ómari + dans
kl. 16.55 – Lokaorð – Fram-
kvæmdastjóri Fiskidagsins
mikla
Fiskidag-
urinn mikli
DAGSKRÁ