Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 20

Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi 40-50% afsláttur Þvert á alla pólitíska þróun í Evrópu í dag, þar sem hægrisinnaðir þjóðhyggjuflokkar eru í mikilli sókn, eru það svokallaðir Píratar, sem skilgreina sig anark- ista, sem virðast skora í skoðanakönnunum á Íslandi sem hefur gert Ísland nánast að al- þjóðlegu viðundri hvað pólitík varðar. En anarkistar, stjórn- leysingjar, hafa til þessa hvergi í heiminum náð fótfestu, s.s. á þjóð- þingum eða í borgarstjórnum, nema á Íslandi. Sem er afar athyglisvert en í raun áhyggjuefni og einnig rannsóknar- efni. Anarkismi og vinstri róttækni Uppgangur anarkista á Íslandi, sem byggja á mjög róttækri vinstri- hyggju, birtist m.a. í eftirminnilegum skrílslátum á þjóðhátíðardegi Íslend- inga 17. júní sl. þegar anarkistar og vinstrisinnaðir róttæklingar gerðu smánarlega atlögu að hátíðar- höldunum á Austurvelli. En hug- myndafræði þessara upplausnarafla er einmitt að vanvirða öll þjóðleg gildi og viðhorf sem mest, grafa und- an ríkjandi þjóðskipulagi og skapa þjóðfélagslega upplausn, glundroða, kaos, já anarkisma. Upplausn í íslensk- um stjórnmálum Þegar þannig er komið að þróunin í íslenskum stjórnmálum virðist vera algjörlega á skjön við það sem er að gerast úti í Evrópu um þessar mund- ir hlýtur kastljósið að beinast að þessari upplausn og ástæðu hennar. Gnarrista-fyrirbærið séríslenska og nú uppgangur anarkista á landsvísu setur nefnilega að hugsandi fólki hroll. Hvað er hér eiginlega í gangi? Meðan þjóðholl hægrisinnuð öfl í Evrópu sópa til sín fylgi, nú síðast Danski þjóðarflokkurinn, tróna þessi furðufyrirbæri á toppi íslenskra stjórnmála. Fyrirbæri sem standa fyrir stjórn- leysi og upplausn, nán- ast pólitískum hálf- vitahætti. Hvað veldur? Tómarúmið til hægri verður að fylla Þegar þessi upplausn í íslenskum stjórn- málum er skoðuð nánar verður ekki framhjá því litið að alvarlegt tóma- rúm hefur ríkt á hægri kanti íslenskra stjórn- mála um mjög langt skeið. Já, allt of lengi! Sem bersýnilega er aðal- orsökin. Sjálfstæðisflokkurinn, sem átti að vera brjóstvörn þjóðhollra borgaralegra viðhorfa og gilda, er það alls ekki lengur. Val og barátta gegn anarkisma og vinstri róttækni virðist nú í besta falli felast í óljósu miðjumoði með sósíaldemókratísku ívafi. Engin viðspyrna sem heitið get- ur, enda toppa nú anarkistarnir vin- sældalistann. Og það þrátt fyrir ýmis furðuáform þeirra, svo sem að ísl- amsvæða Ísland, ásamt öðrum vinstrisinnum. Það er því ljóst að tómarúmið til hægri verður að fylla og það með eins skjótum hætti og mögulegt er, ef illa á ekki að fara fyrir íslenskri þjóð. Upplausnin í Evrópu og andstaðan gegn ofurmiðstýringu og yfir- þjóðlegu valdi og spillingu innan ESB vex stöðugt, sem m.a birtist í ánægjulegri sókn hinna umtöluðu hægrisinnuðu þjóðhyggjuflokka í álf- unni. Vonandi verður ekki langt að bíða að slík jákvæð pólitísk þróun og hugarfar nái Íslandsströndum – með íslenska heildarþjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Uppgangur anar- kista áhyggjuefni Eftir Guðmund Jónas Kristjánsson Guðmundur Jónas Kristjánsson » Það er því ljóst að tómarúmið til hægri verður að fylla og það með eins skjótum hætti og mögulegt er. Höfundur er bókhaldari og félagi í Hægri grænum. Sínum augum lítur hver á silfrið. Þetta gamalkunna orðtak á svo sannarlega rétt á sér og þarf ekki silfur til. Ég gæti alveg eins sagt að sínum augum líti hver á vínið. Það hefur mig alltaf undrað hversu allt of margir fjalla um áfengi ein- vörðungu sem hinar „gullnu, glitrandi veig- ar hins sanna gleðigjafa“ eins og ég las eitt sinn fyrir margt löngu í grein þjóðkunns manns sem hafði þessa sýn á áfengið í fyllstu alvöru. Nú skal ég ekki rengja hann eða neina aðra um að þessi gleðigjafi geti verið til gleði ef, og það er hið stóra ef, menn kunna fótum sínum rækilega forráð í umgengninni við „gleðigjafann“. Mér eru þó meira í hug öll þau skelfilegu áhrif sem þessi „gleðigjafi“ hefur í samfélagi okkar, þau óafturkrefjanlegu mein sem hann skapar í öllum áttum. Mætti ég biðja ýmsa þá sem tala fyrir enn meira hömluleysi í verzlun með áfengi að staldra ögn við, því ekki getur verið að þeir viti ekki betur, meðtakandi þær válegu fregnir sem meinvaldinum tengjast daglega og jafnvel oft á dag. Eitt okkar alvar- legustu samfélagsmeina er það nú talið af öllum sem um fjalla á hlut- lausan hátt staðreyndanna, enda ekki langt að leita afleiðinganna. Hér er um álit virtustu sérfræðinga að ræða, ekki bara hérlendis heldur alls staðar þar sem um er fjallað á hlutlægan hátt. En lítum ögn nánar á umfjöllun eða ekki umfjöllun. Nú er einmitt umræða á fullu um þöggun í sam- bandi við kynferðisofbeldi og vissu- lega ástæða til og ekki ætla ég mér þá dul að blanda mér í þá umræðu alla, en öll þöggun afbrota er af hinu illa og heldur í raun vissum hlífi- skildi yfir gerandanum. En því nefni ég þöggun að oft, allt of oft, finnst okkur sem einhvers konar þöggun eða eins og einhver sagði frásagn- arleysi gildi um áhrif áfengis svo æði oft í hvers kyns afbrotamálum. Ég hélt hins vegar að gamla tuggan um að „hann var bara svo fullur greyið“ ætti ekki við í okkar annars upplýsta samfélagi. Ég hefi ein- mitt verið að lesa nokkrar frásagnir af heimilisofbeldi eins og það getur verst verið og áfengisunnendum til umhugsunar er áfengið þar meðvirkt eða allsráðandi í yfir- gnæfandi tilfella, svo skelfilegar eru lýsing- arnar að manni verður ómótt. Það á hins vegar greinilega ekki við um þá unnendur áfengis sem horfa einungis á rósrauðan bjarma umvefja það. Ég verð að taka undir með kon- unni, sem á dögunum sagðist fyllast vissri vorkunnsemi með þeim horf- andi á allar þær hörmungar sem þeir jafnt og við öll upplifum svo óend- anlega oft og kemur gleðinni svo víðsfjarri við. Hvernig getið þið haldið áfram áróðri fyrir áfengi sem ómissandi allsherjarvaldi gleðinnar, heimtandi enn meira hömluleysi í sambandi við það, eða og þó vonandi ekki enn meiri undanlátssemi fyrir þeim ógnarsterku peningaöflum sem skapa áfengisauðvaldið alræmda? Nóga fjármuni hafa þau öfl til að blekkja og ljúga til fegrunar þeim ógæfuvaldi sem áfengið er svo hræðilega mörgum. Litið til baka hefi ég kynnst svo mörgu sem beintengt var áfengis- neyzlu sem hafði svo sannarlega eytt lífsgleðinni hjá mörgum, heyrt af hræðilegum slysum í umferðinni, of- beldi bak við „friðhelgi“ heimilanna og önnur ofbeldisverk hvers konar þar sem nauðganir eru máske einna verstar, hryllingi sjálfsvíga m.a. ungmenna, að ógleymdri sóuninni þar sem áfengið var hreinlega sett ofar nauðþurftum, örbirgð jafnvel sem afleiðingu. Þöggun eða frá- sagnarleysi um þennan örlagavald er mér því eitur í beinum. Vakningar er svo sannarlega þörf og á það vill sá aldraði trúa að verða megi. Er ekki nóg komið? Horfa skal til skuggahliðanna Eftir Helga Seljan »Mér eru þó meira í hug öll þau skelfi- legu áhrif sem þessi „gleðigjafi“ hefur í sam- félagi okkar, þau óaftur- krefjanlegu mein sem hann skapar í öllum átt- um. Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Keppnishjólreiðamenn fara á mikl- um hraða á stígum á Seltjarnarnesi og veldur það mörgum áhyggjum. Ég geng nær daglega hring á Nes- inu og hugsa hjólreiðamönnunum oft þegjandi þörfina. Hvers vegna eru þeir fæstir með bjöllu? Seltirningur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Keppnishjólreiðamenn Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjólreiðar Þessir keyra hjólhestana af miklu kappi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sextán borð hjá eldri borgurum Fimmtudaginn 30. júlí var spilað- ur tvímenningur á 16 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 367 Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonsson 360 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 358 Guðl. Bessason – Trausti Friðfinns. 349 A/V Jón Jóhannss. – Sturlaugur Eyjólfss. 396 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 361 Ólöf Hansen – Margrét Gunnarsd. 352 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 345 Spilað er í Síðumúla 37. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.