Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.08.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Sól Fallegt sólarlag er alltaf jafnheillandi og margir vilja fanga augnablikið með myndavél. Þessi tvö voru í Vesturbænum og mynduðu sólarlagið, hver veit nema koss á kinn hafi einnig fylgt. Þórður Ögmundur Jónas- son, fyrrverandi heil- brigðisráðherra í ríkis- stjórn sem kenndi sig við norræna velferð, heldur áfram að kyrja möntru sína um Sjálf- stæðisflokkinn og heilbrigðiskerfið á síð- um Morgunblaðsins. Í gær, þriðjudag, er tilefnið skrif mín um heilbrigðismál og þá ekki síst gagnrýni á málflutning ráð- herrans fyrrverandi í grein 27. júlí síðastliðinn. Þar lagðist Ögmundur lágt með dylgjum um formann Sjálf- stæðisflokksins. Hann hefði orðið maður að meiri að biðjast afsökunar. Fátt virðist Ögmundi fjær. Engu er líkara en að hann telji mikilvægast að halda áfram að kyrja möntru sína óháð staðreyndum. Gegn betri vitund Þvert gegn betri vitund heldur Ög- mundur því fram að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að einkavæða heilbrigðiskerfið. Hann getur hvergi fundið þessari fullyrðingu stað, hvorki í ályktunum landsfunda eða í skrifum og ræðum forystumanna flokksins. Þvert á móti hafa sjálf- stæðismenn alla tíð lagt þunga áherslu á „rétt allra landsmanna til fullkomnustu heilbrigðis- og félags- þjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita“. Þjónustuna skal veita á for- sendum notenda og varla getur Ög- mundur verið andvígur því. Hitt er rétt að sjálfstæðismenn hafa lengi verið talsmenn þess að nýta kosti einkarekstrar í heil- brigðisþjónustu þar sem það er hag- kvæmt og skynsamlegt til að tryggja þjónustu við landsmenn. Einkaaðilar veita þegar mikilvæga þjónustu allt frá hjúkrunarheimilum til heilsu- gæslu, frá endurhæfingu til tann- lækninga svo fátt sé nefnt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst veitt samkvæmt sérstökum þjónustu- samningum eða gjald- skrám sem gefnar eru út og staðfestar af heil- brigðisráðuneytinu. Notendur sitja allir við sama borð, óháð fjár- hag eða stöðu. Lausn Ögmundar: Biðlistar Hér skal játað að mér er það óskiljanlegt af hverju Ögmundur Jónasson og skoðanabræður hans berjast gegn því að nýta kosti einka- rekstrar í heilbrigðisþjónustu. Engu virðist skipta þótt takmarkaðir fjár- munir ríkissjóðs geti nýst betur og að þjónustan við landsmenn eflist, líkt og dæmin sanna. Andstaðan við einkaframtakið á sér svo djúpar ræt- ur í huga Ögmundar að engu skiptir þótt allir séu betur settir en áður; landsmenn (sjúklingar) sem fá betri þjónustu, heilbrigðisstarfsfólk sem fær möguleika til að verða eigin herr- ar og eignast fjölbreyttari tækifæri til vinnu og ríkissjóður (skattgreið- endur) sem fær meira fyrir þá fjár- muni sem lagðir eru í heilbrigðismál. Ekki er hægt að skilja skrif Ög- mundar Jónassonar með öðrum hætti en að hann leggist alfarið gegn því að breyta fyrirkomulagi á fjár- mögnun sjúkrahúsa og þá sér- staklega Landspítalans. Ég hef ítrekað reynt að færa rök fyrir því að hverfa verði frá föstum fjárveitingum og taka upp kerfi þar sem greitt er fyrir unnin skilgreind verk og þjón- ustu. Ég hef kallað þetta að fé fylgi sjúklingi, sem er eitur í beinum Ög- mundar. Hann heldur því fram að um sé að ræða „hugsun sem vel er þekkt úr frjálshyggjufræðum“. Þar með er tillagan dæmd dauð og ómerk af fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Hann vill halda kerfinu óbreyttu og hafa öll sjúkrahús og aðrar heilbrigð- isstofnanir á föstum fjárveitingum, óháð fjölda sjúklinga og aðgerða sem nauðsynlegar eru. Í kerfi Ögmundar er lausnin fólgin í að lengja biðlista. Jöfnuður mun ekki aukast heldur þvert á móti verð- ur misrétti meira. Hinir efnameiri kaupa einfaldlega nauðsynlega þjón- ustu í öðrum löndum en við hin verð- um föst hér heima í biðlistakerfi Ög- mundar. Og samkeppnishæfni íslenska heilbrigðiskerfisins verður lakara, ekki síst til að laða að hæfi- leikaríkt starfsfólk. Sveigjanleg fjár- veiting – fé fylgi sjúklingi – þar sem greitt er fyrir skilgreind verk gefur sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis- stofnunum aukna möguleika til að semja við starfsfólk í samræmi við álag, afköst og gæði. Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda þurfa ekki að bíða mánuðum eða árum saman og komið er í veg fyrir gríðarlega þjóð- arhagslega sóun. Í pólitískum hugarheimi Ögmund- ar Jónassonar eru hugmyndir af þessu tagi beint úr kokkabókum frjálshyggjunnar, líklega með sama hætti og tillagan um að innleiða greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðis- þjónustu, þar sem þak er sett á kostnað einstaklinga og heimila. Það vekur sérstaka athygli að fyrrver- andi heilbrigðisráðherra skuli ekki minnast einu orði á greiðsluþátt- tökukerfi. Getur verið að hann sé því andvígur? Hefðbundið skjól Ögmundur hleypur í hefðbundið skjól talsmanna hinnar norrænu vel- ferðarstjórnar þegar þeir neyðast til að verja verk sín: Hér varð hrun er svarið við köldum staðreyndum um heilbrigðismál í tíð hans við ríkis- stjórnarborð Samfylkingar og Vinstri grænna. Þannig réttlætir og útskýrir heilbrigðisráðherrann fyrr- verandi 28,5 milljarða niðurskurð að raungildi milli ára 2009 og 2012 og hækkun kostnaðarhlutdeildar sjúkl- inga (sem er eitt form af einkavæð- ingu). Á sama tíma og hlutdeild heimilanna í heilbrigðisútgjöldum jókst hækkaði vinstristjórnin tekju- skatta á einstaklinga, ekki síst á millistéttina. Þannig var sótt að heimilunum úr báðum áttum – aukin þjónustugjöld og hærri skattar. Í leit að réttlætingu fyrir stefnu vinstristjórnarinnar segir Ögmundur í grein sinni að „tekjustofnar ríkis- sjóðs hrundu samfara banka- hruninu“ og skorið hafi verið „niður í rekstrarútgjöldum ríkisins um tæp- an fjórðung“. Hér skautar Ögmundur frjálslega. Að ósekju hefði hann mátt draga fram þá staðreynd að auk niður- skurðar í útgjöldum til heilbrigð- ismála og almannatrygginga ákvað vinstristjórnin að ýta lífeyris- vandanum yfir á komandi kynslóðir með því að lækka gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins. Kaldar staðreyndir Um það verður ekki deilt að fall viðskiptabankanna olli ríkissjóði þungum búsifjum. Hið sama átti við um heimili og fyrirtæki. Líklega er forgangsröðun í útgjöldum ríkisins aldrei mikilvægari en við slíkar að- stæður. Hefði ekki mátt reikna með því að ríkisstjórn vinstriflokka og Ögmund- ur Jónasson sérstaklega stæðu vörð um heilbrigðiskerfið og kæmu a.m.k. í veg fyrir að hlutdeild þess í út- gjöldum ríkisins lækkaði? Á vakt Ögmundar Jónassonar og félaga lækkuðu heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins að frádregnum óreglulegum útgjöldum. Sem heilbrigðisráðherra undirbjó Ögmundur fjárlög fyrir árið 2010, en þá fór hlutfall heilbrigðis- útgjalda niður í 20,7% úr 21,5% árið á undan og 24,8% árið 2008. Þannig var forgangsröðunin í tíð ríkisstjórnar Ögmundar og norrænn- ar velferðar. Heilbrigðiskerfið mætti afgangi. Sama er að segja um útgjöld almannatryggingakerfisins, að frá- dregnum atvinnuleysisbótum. Undan þessum köldu stað- reyndum svíður Ögmundi eðlilega. Eftir Óla Björn Kárason » Sem heilbrigðis-ráðherra undirbjó Ögmundur fjárlög fyrir árið 2010 en þá fór hlut- fall heilbrigðisútgjalda niður í 20,7% úr 21,5% og 24,8% árið 2008. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Forgangsröðun Ögmundar Jónassonar Útgjöld vegna sjúkrahúsa á verðlagi 2014 í milljónum króna Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014 2009 2010 2011 2012 2013 2014 62.000 60.000 58.000 56.000 54.000 52.000 50.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.