Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.08.2015, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 MICHELLE MONAGHAN ADAM SANDLER SEAN BEAN SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus Mammút tók sína helstu slagara og gerði það mjög vel, en sveitin er löngu orðin óaðfinnanleg í lifandi flutningi sínum. Það sem var hvað helst miður á Gauknum þessa helgina var aðstaða fyrir hreyfi- hamlaða, en brattar tröppurnar upp að sviðinu eru ekki beint vænlegar fyrir þá sem fara leiða sinna í hjóla- stól. Gestir Gauksins, sem og ein- staka dyraverðir, gerðu þó sitt besta til þess að koma til aðstoðar og bera fólk og hjólastólana upp og niður stigann. Það breytir því ekki að það er fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á aðstæður þar sem sumir gest- ir þurfa að reiða sig á góðvild ann- arra til að eiga möguleika á því að sjá hljómsveitirnar spila. Skemmtileg dagskrá á Húrra Dagskráin var ekki síðri á Húrra, en þar mátti meðal annars sjá og hlýða á Vaginaboys, Retro Stefson, Gísla Pálma og Sóleyju. Sin Fang, verkefni Sindra Más Sigfússonar, spilaði þar einnig á laugardaginn og stóð sig mjög vel. Þéttleikinn var til fyrirmyndar og lifandi trommu- leikurinn lífgaði mjög upp á sviðs- framkomuna. Taktar og bassalínur Sindra virðast verða feitari við hverja tónleika og kemur það mjög vel út. Nýjabrumið Sturla Atlas átti líka bókað slott á Húrra og var nokkuð skemmtilegt. Samspil fjór- menninganna á sviðinu var áhuga- vert og sakleysislegt fasið í bland við eins konar ræningjarapp- araframkomu nokkuð væntumþykj- anlegt. Taktarnir eru allir vel smíð- aðir og grípandi og andrúmsloftið var gott á Húrra. Hví nokkrir drengir úr miðbæ Reykjavíkur rappa á ensku um það að kaupa vopn á vesturströnd Bandaríkjanna, skeytt saman við myndskeið af blokkarhverfum úthverfa Reykja- víkur, veit ég ekki – enda skiptir það kannski ekki öllu máli. Þeir skemmta sér vel, ég skemmti mér vel. Allir eru sáttir. Höfuðpaurinn í þessu öllu saman, Gísli Pálmi, lék einnig á Húrra og stóð sig talsvert betur en á KEX- Port-tónleikunum fyrir nokkrum vikum. Það var varla hægt að kom- ast inn á staðinn, hann var svo troð- inn af æstum gestum, og flestallir vildu meiri músík er Gísli Pálmi lauk sér af með slagaranum „Ískaldur“. Torfan fyrir utan staðina var sem ákveðinn samkomustaður fyrir og eftir tónleika og var plötusnúða- dagskráin þar nokkuð skemmtileg. Aðstandendum hátíðarinnar tókst vel til við að skapa sérstaka og eftir- minnilega stemningu þessa helgina. Maður krossleggur fingur og vonast eftir því að Húrra og Gaukurinn fá að lifa lengur sem skemmtistaðir, ekki lundabúðir, svo að hátíðin geti lifað sams konar lífi næstu árin. Innipúkar héldu til í Naustinu  Tónlistarhátíðin Innipúkinn fór fram í Reykjavík í fjórtánda skiptið um verslunarmannahelgina  Tuttugu og fimm hljómsveitir komu þar fram auk þess sem mikið var lagt upp úr andrúmsloftinu Stemning Gatan var tyrfð fyrir utan og var þar oft á tíðum mannmergð. Nýjabrum Sturla Atlas var skemmtileg á Húrra á laugardeginum. Morgunblaðið/Eggert Sameinaðir Sudden sælla minninga var með endurkomu á Innipúkanum og hataði Nicolas Cage líkt og fyrri daginn. »Maður krossleggurfingur og vonast eftir því að Húrra og Gauk- urinn fá að lifa lengur sem skemmtistaðir, ekki lundabúðir, svo að hátíðin geti lifað sams konar lífi næstu árin. AF INNIPÚKANUM Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Innipúkanum virðist vaxa ás-megin frá ári til árs, en dag-skráin var þéttskipuð í Naust- inu í Reykjavík þessa verslunarmannahelgina. Gatan á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis var tyrfð líkt og í fyrra, litlum við- arkofum komið þar fyrir og boðið upp á ýmsa skemmtun – ákveðin karnivalstemning sveif yfir vötnum. Ljósaperur á strengjum lýstu upp annars fremur bjarta nóttina og brælan frá matarvögnum fyllti vit nærstaddra. Aðstandendur Innipúk- ans hömuðust þó við það fyrir hátíð- ina að leggja áherslu á Innipúkann sem tónlistarhátíð og því verður vik- ið að þeim þætti hátíðarinnar. Plúsar og mínusar á Gauknum Rétt eins og í fyrra fór Innipúk- inn fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum, en ýmissa grasa mátti kenna á síðarnefnda staðnum. Með- al sveita sem þar komu fram má nefna Maus, Vök, Úlf Úlf, Steed Lord og Muck. Endurkoma hljóm- sveitarinnar Sudden Weather Change átti sér líka stað á Gauknum og mátti sjá gamlar Sudden- moldvörpur skríða upp úr holum sínum og fjölmenna á viðburðinn. Tónleikarnir voru mjög þéttir, sér- staklega þegar litið er til þess hversu lítið sveitin hefur komið sam- an upp á síðkastið, og var stemn- ingin mjög góð. Það var greinilegt að meðlimir sveitarinnar, Bergur Thomas Anderson, Dagur Sævars- son, Loji Höskuldsson og Oddur Guðmundsson, skemmtu sér allir konunglega á sviðinu og það smitaði út frá sér. Ný lög voru tekin í bland við eldri og hataði Sudden til að mynda Nicolas Cage líkt og fyrri daginn. Nokkur lög sem ekki hafa enn verið gefin út á plötu voru leik- in, til að mynda lagið „The Blues“ og vakti það mikla lukku. Grimmur bassaleikurinn naut sín einkar vel og lagði grunninn, ásamt taktföstum trommuslættinum, að góðu lagi. M-Band og Mammút léku einnig á Gauknum þessa helgina og stóðu sig prýðilega. Eins konar dróna- elektró þess fyrrnefnda minnti um margt á John Hopkins og The Field. ríska leikstjóra Jessicu Hausner, sem nefnist Amour Fou. Myndin var í Un Certain Regard keppnis- flokknum á Cannes í fyrra og var þriðja mynd leikstýrunnar sem þar keppir. Amour Fou er rómantísk gamanmynd sem byggð er á sögu- legum atburðum frá því snemma á nítjándu öld. Kvikmyndin gerist í Berlín og segir frá ungskáldinu Heinrich von Kleist og tilraunum hans til að fá frænku sína til að taka þátt í sjálfsmorðssáttmála með sér. Með aðalhlutverk fara Christian Friedel, Birte Schnoeink og Stephan Grossman. Myndin er sýnd með enskum texta og er bönn- uð börnum yngri en tólf ára. Metacritic: 69/100 Rotten Tomatoes: 89% Fjóreyki Ósýnilega konan eða The Invisible Woman, hinn teygjanlegi Mr. Fantastic, hinn eldfimi Human Torch og grjótmaðurinn The Thing.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.