Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Framkvæmdir hófust í gær vegna Landsmóts
hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016. Fyrir-
huguð er lagfæring keppnisvallarins og bygging
nýs kynbótavallar. Fjórar manir verða búnar til
sem nýtast sem áhorfendapallar. Tjaldsvæði
verður að auki sett upp og ljósleiðari leiddur inn
á svæðið. Kostnaður við framkvæmdirnar er um
100 milljónir en aðstaðan mun nýtast, meðal ann-
ars við kennslu í Háskólanum á Hólum.
Framkvæmdir hafnar á Hólum í Hjaltadal
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Undirbúningur vegna Landsmóts hestamanna 2016
„Við fluttum 74.000 farþega með
Herjólfi í júlí. Þetta er stærsti ein-
staki mánuður í flutningum Herjólfs
frá upphafi.
Fyrra met var
66.000 farþegar
og var frá júlí
2012. Þetta var
algjör sprengju-
mánuður,“ sagði
Gunnlaugur
Gestsson,
rekstrarstjóri
Herjólfs hjá Eim-
skip. Þá nefnir
hann í þessu sam-
bandi að þetta séu fleiri farþegar en
Herjólfur flutti allt árið 1996.
„Sumarið er búið að vera gott eftir
mjög rólegt vor, þannig að við erum
nánast á pari við farþegafjöldann á
sama tíma í fyrra. Við erum komnir
með um 4.000 fleiri farþega en
fyrstu sjö mánuðina í fyrra.“
Vorið var kalt eins og landsmenn
þekkja og viðraði illa til siglinga,
eins og annars, fram að sumri.
Þungur straumur ferðamanna
Ferðamenn hafa sótt Eyjar heim í
miklum mæli í ár og straumurinn af
þeim hefur ekki farið framhjá Gunn-
laugi. „Það eru flestir Íslendingar í
júní, þá erum við með stóru fótbolta-
mótin, en í júlímánuði voru þetta að
miklum meirihluta erlendir ferða-
menn. Þetta hefur áður verið til
jafns nokkurn veginn, innlendir og
erlendir ferðamenn. Okkar tilfinning
nú er að hlutfallið sé svona, ásóknin
sé mikil og upplifun erlendra ferða-
manna í Eyjum sé góð.“
Verslunarmannavertíð lokið
Gunnlaugur segist hæstánægður
með nýafstaðna verslunarmanna-
helgi. „Þetta tókst allt saman stór-
kostlega. Við vorum að flytja síðustu
gestina í dag. Við fórum sex ferðir í
dag og tíu ferðir í gær, frá aðfara-
nótt mánudags til miðnættis. Það
gekk alveg gríðarlega vel.“
Mikil reynsla er komin á sigling-
arnar fyrir Þjóðhátíð og veitir ekki
af enda verkefnið stórt. „Við erum
að sigla okkar sjöttu Þjóðhátíð til
Landeyjahafnar. Fyrir utan áhöfn-
ina og starfsmenn í landi erum við
með lögreglu, björgunarsveitarfólk
og öryggisverði með okkur. Ástand-
ið um borð var algjörlega til fyrir-
myndar. Það var mjög gaman að sjá
hversu rólegt var, friður og allt með
spekt um borð. Það var mikil stemn-
ing og stuð á leiðinni til Eyja og á
leiðinni til baka eru bara sælir og
glaðir farþegar, ekkert vesen á nein-
um.“ bso@mbl.is
Metfjöldi með Herjólfi í júlí
Aldrei áður hafa jafnmargir farþegar farið með Herjólfi í einum mánuði
Erlendum ferðamönnum fjölgar mikið Vel heppnuð verslunarmannahelgi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Hefur staðið í ströngu
yfir verslunarmannahelgina.Gunnlaugur
Grettisson
Guðni Einarsson
Sigtryggur Sigtryggsson
Júlímánuður var mjög kaldur um
mestallt land. Á litlu svæði um land-
ið suðvestanvert var hann þó lítil-
lega hlýrri en meðaltal áranna 1961
til 1990 en meira en tveimur stigum
undir því víða inn til landsins um
landið norðaustan- og austanvert.
Hiti var undir meðallagi júlímánaða
síðustu tíu ára um land allt.
Þetta kemur fram í yfirliti sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
birti í gær. Óvenjuþurrt var við
norðanverðan Faxaflóa, Breiðafjörð,
á sunnanverðum Vestfjörðum og á
stöku stað á Norðurlandi vestan-
verðu. Sólarlítið var um landið norð-
austanvert og mjög dauf þurrkatíð.
Kaldast á byggðu bóli í júlí var í
Möðrudal á Fjöllum, þar sem meðal-
hitinn var 5,9 stig. Í Svartárkoti í
Bárðardal var meðalhitinn 6 stig. Á
Fonti og Rauðanúpi, stöðvum á lág-
lendi sem ekki eru í byggð, var
meðalhitinn 5,7 stig á báðum stöð-
um. Á Gagnheiði gegnt Egilsstöðum,
sem er í 950 metra hæð yfir sjó, var
meðalhitinn ekki nema 1,6 stig. Það
er lægsti meðalhiti á íslenskri veður-
stöð í júlímánuði yfirleitt. Þess ber
að geta að ekki var stöð á Gagnheiði
og engin jafnhátt í júlí 1993 þegar
var kaldara en nú.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur
á Reykjavíkurflugvelli, 11,4 stig.
Þrjár veðurstöðvar á landinu eru
svolítið sér á parti að sögn Trausta.
Þær eru stöðin á Gagnheiði, Brúar-
jökull, þar sem hitinn var 1,8 stig, og
svo aftur Þverfjall á milli Bolungar-
víkur og Ísafjarðar. Þar var hlýrra
nú en austanlands.
Veður var með kaldara móti í Ár-
neshreppi á Ströndum í júlí. Meðal-
hitinn á Gjögurflugvelli í júlí var 6,3
stig. Trausti segir að kaldara hafi
verið á Gjögri 1993 og svipað kalt ár-
in 1963 og 1970 í Kjörvogi, sem er
næsti bær við Gjögur.
Veðurathuganir voru fluttar að
Litlu-Ávík árið 1995. Jón G. Guð-
jónsson veðurathugunarmaður
skrifaði á vef sinn (litlihjalli.is) að
júlímánuður hefði verið mjög kaldur.
Hitinn fór hæst í tæp níu stig. Haf-
áttir voru ríkjandi allan mánuðinn,
oftast hægar. Sláttur hófst ekki í Ár-
neshreppi fyrr en seint í júlí.
Hiti í júlí undir meðallagi um allt land
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Einkennandi fyrir júlí Börnin á Grenivík voru kappklædd þegar haldið var
upp á 100 ára afmæli íþróttafélagsins Magna um miðjan mánuðinn.
Meðalhitinn á Gagnheiði gegnt Egilsstöðum var 1,6 stig Það er lægsti meðalhiti sem mælst
hefur á íslenskri veðurstöð í júlímánuði Hafáttir voru ríkjandi á Ströndum og sláttur hófst seint
Stuttum samn-
ingafundi verka-
lýðsfélaga starfs-
manna í álverinu í
Straumsvík og SA
lauk hjá Ríkis-
sáttasemjara um
hádegisbilið í
gær. Að sögn
Gylfa Ingvars-
sonar, talsmanns
verkalýðsfélag-
anna, var lagt
fram tilboð eða hugmyndir að lausn á
málinu á fundinum og í kjölfarið var
fundi slitið. SA-menn vildu taka sér
tíma til að fara yfir það sem lagt var
fram. „Við lögðum fram hugmynd en
svo var ákveðið að hittast aftur á
morgun (í dag) til að fara yfir launa-
liði en önnur mál sett á ís á meðan,“
segir Gylfi. Hann segir að á fundinum
hafi forsvarsmenn starfsmanna lagt
það fram hvernig þeir sæju framtíð-
ina. „Það leiddi í raun eingöngu til
þess að menn urðu sammála um að
einbeita sér að öðrum þáttum,“ segir
Gylfi.
Yfirvinnubann starfsmanna í álveri
Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á
miðnætti 1. ágúst. Fékk álverið
undanþágur til þess að kalla til starfs-
fólk í neyðartilvikum en ekki fengust
upplýsingar um það hvort fyrirtækið
hefði þurft að nýta sér þær. Af um
400 starfsmönnum eru 200 í verka-
lýðsfélaginu Hlíf. Félögin sem standa
saman að samningaviðræðunum eru
Hlíf, Fit, VM og Matvís. vidar@mbl.is
Launaliðir
í Straums-
vík ræddir
Rio Tinto Alcan
Viðræðum verður
haldið áfram í dag.
Aftur fundað í
kjaradeilu í dag
Selkópnum sem strauk frá Hús-
dýragarðinum og fannst við tjald-
svæðið í Laugardal aðfaranótt
mánudagsins hefur verið lógað.
Þetta staðfesti Tómas Óskar Guð-
jónsson, forstöðumaður Fjölskyldu-
og húsdýragarðsins, í samtali við
mbl.is.
Hann segir að dýrahirðir garðs-
ins taki ákvörðun í ágúst á hverju
ári um hvaða kópum eigi að lóga og
hverjum ekki. Ástæðan sé fyrst og
fremst plássleysi og ekki sé enda-
laust hægt að fjölga kópum í tjörn-
inni.
Eins og mbl.is greindi frá var
Facebook-hópurinn „Þyrmið lífi
sprettharða selkópsins“ stofnaður í
gærmorgun og í gærkvöldi voru
meðlimirnir rúmlega 12 hundruð.
Selkópnum lógað