Morgunblaðið - 05.08.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þessi mál eru mjög laus í reip-
unum og óvissa um hvað verður,“
segir Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins, um
opinberar ívilnanir í þágu rafbíla
hér á landi. Fram kom í Morgun-
blaðinu í gær að slíkar ívilnanir virt-
ust á útleið í sumum nágrannaland-
anna. Að öllum líkindum falla þær
úr gildi í Danmörku um næstu ára-
mót.
„Enda má segja að það sé ekkert
réttlæti í því fólgið að hægt sé að
aka rafbílum frítt um vegi landsins
en eigendur bensín- og dísilbíla
þurfi að greiða full gjöld,“ segir Öz-
ur. Hann tekur þó fram að Bíl-
greinasambandið sé mjög jákvætt
gagnvart rafbílum eins og allri nýrri
tækni en í þessu efni verði sann-
girnissjónarmið að ráða ferðinni.
Hér á landi eru rafbílar undan-
þegnir öllum gjöldum, svo sem
virðisaukaskatti, vörugjöldum og
bifreiðagjöldum. Kveðið er á um
þetta í reglugerð sem endurnýjuð
hefur verið árlega, síðast í desem-
ber í fyrra. Ákvæðið fellur úr gildi
verði það ekki endurnýjað í desem-
ber á þessu ári eða fyrr.
Endurskoðun fyrirhuguð
Özur segir að forsvarsmenn Bíl-
greinasambandsins hafi heyrt að til
standi að endurskoða allar reglur
um gjöld á bifreiðar en þeir hafa
engar upplýsingar fengið um það
hvar sú endurskoðun er stödd eða
hvað haft er að leiðarljósi við hana.
Ef marka má ummæli sem Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra lét falla á Alþingi fyr-
ir nokkrum vikum hyggjast
stjórnvöld áfram styðja við rafbíla-
væðinguna með einhverjum hætti.
„Ég er eindregið þeirrar skoð-
unar að stjórnvöld ættu að halda
áfram eins og þau hafa verið að
gera að undanförnu, að stuðla að
fjölgun vistvænna bíla á Íslandi með
jákvæðum hvötum. Það er sérstak-
lega ánægjulegt að sjá hversu hröð
og góð þróun hefur átt sér stað
hvað varðar rafbílana, reyndar á
öðrum sviðum líka, en rafbílum
hefur fjölgað töluvert á skömmum
tíma þótt við vildum auðvitað sjá
enn þá meiri hraða í fjölgun. En
allt bendir til þess að sú fjölgun
muni halda áfram enda eru þessir
bílar smátt og smátt að verða bæði
hagkvæmari, áreiðanlegri og ódýr-
ari og verða því mjög samkeppn-
ishæfir við bensín- og dísilbíla,“
sagði ráðherrann.
Özur segir að rafbílar hafi varla
byrjað að hreyfast í sölu fyrr en
virðisaukaskatturinn var felldur
niður. „Það má segja að við núver-
andi aðstæður séu þessir bílar
ókaupandi með fullum gjöldum,“
segir hann. Þeir séu það dýrir.
Áframhaldandi rafbílavæðing
nýtur stuðnings víða í þjóðfélaginu.
Í desember í fyrra skilaði starfs-
hópur innan Verkfræðingafélags Ís-
lands skýrslu, sem afhent var ríkis-
stjórninni, þar sem segir að fjölgun
rafbíla yrði til þess að draga veru-
lega úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og nýta vistvæna innlenda
orkugjafa með tilheyrandi bættum
þjóðarhag.
Styðja rafbílavæðingu
Í skýrslunni er m.a. lögð fram til-
laga að stefnumótun ríkisstjórnar-
innar um rafbílavæðingu Íslands
sem felur meðal annars í sér að vist-
vænar samgöngur verði efldar. Þar
er áréttuð sú sérstaða Íslendinga að
hafa aðgengi að endurnýjanlegum
vistvænum auðlindum sem geri okk-
ur fært að vera í fararbroddi í um-
hverfismálum með því að nýta
„grænt eldsneyti“ eins og raforku
fyrir bílaflota landsmanna.Verk-
fræðingarnir vilja stefna að því að
rafbílar verði 10% bílaflotans á
næstu árum og skuli þeir vera und-
anþegnir öllum gjöldum eins og nú í
allt að tíu ár til viðbótar til að ná
þessu markmiði. Þeir leggja einnig
til að enginn virðisaukaskattur verði
greiddur af rekstrarleigu rafbíla og
enginn virðisaukaskattur verði
greiddur af bílaleigu rafbíla.
Kerfið er mjög laust í reipunum
Danir og fleiri þjóðir líklega að hætta ívilnunum í þágu rafbíla Ívilnanir gilda til eins árs í senn
hér á landi Forsætisráðherra vill fjölga rafbílum með jákvæðum hvötum frá stjórnvöldum
Ljósmynd/Sigrún Sólmundardóttir
Rafbíll Fjölgun rafbíla nýtur stuðnings stjórnvalda, sem fellt hafa niður öll opinber gjöld á þá. Rafbílar eru taldir
umhverfisvænir. Óvissa ríkir hins vegar um það hve lengi sú skipan gildir. Unnið er að endurskoðun þessara mála.
Rafbílar
» Fjárhagslegar ívilnanir í
þágu rafbíla eru á undanhaldi í
nágrannalöndunum.
» Ívilnanir sem rafbílar njóta á
Íslandi eru til eins árs í senn.
» Ákveða þarf framhaldið hér
á landi ekki síðar en í desem-
ber á þessu ári.
» Unnið er að heildar-
endurskoðun opinberra gjalda
á bifreiðar.
Rafbílum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á þessu ári,
en eru enn aðeins lítið brot af bílaflota landsmanna.
Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Margréti Björnsdóttur
á Samgöngustofu eru þeir orðnir 521. Þar af eru nýskrán-
ingar á þessu ári, miðað við 31. júlí, 206. Heildarfjöldi
ökutækja á skrá er 323.115. Er hlutfall rafbílanna 0,16%.
Hér er átt við hreina rafbíla. Blendingsbílar sem nýta
rafmagn að einhverju leyti sem orkugjafa eru fleiri. Þeir
eru 1.557 til viðbótar. Bílar sem nota rafmagn að öllu eða
einhverju leyti eru samkvæmt þessu 0,6% heildarflot-
ans. Frá 2005 til 2011 voru aðeins 13 til 15 hreinir rafbílar skráðir á Íslandi,
en árið 2012 rúmlega tvöfaldaðist fjöldi þeirra og þrefaldaðist síðan á milli
2012 og 2013 og 2013 og 2014.
Lítið brot af bílaflotanum
RAFBÍLAR Á ÍSLANDI ERU NÚ ORÐNIR 521
Þróun Rafbílum
fjölgar á Íslandi, en
það gerist hægt.
Hrafn Tulinius læknir
lést að morgni föstu-
dagsins 31. júlí sl., 84
ára að aldri.
Hrafn Tulinius
fæddist í Reykjavík,
20. apríl 1931, sonur
hjónanna Hallgríms A.
Tulinius stórkaup-
manns og Margrétar
Jóhannsdóttur Tul-
inius.
Hrafn nam lækn-
isfræði við Háskóla Ís-
lands og fór í sérnám í
meinafræði í Þýska-
landi og Bandaríkj-
unum. Eftir að námi lauk kenndi
hann við læknadeild Albany Medi-
cal College í New York í nokkur ár
og starfaði um skeið við Rann-
sóknastofu Háskólans við Baróns-
stíg. Árið 1969 var hann ráðinn til
starfa sem vísindamaður við Int-
ernational Agency for Research on
Cancer (Alþjóðlegu krabbameins-
stofnunina) sem heyrir undir World
Health Organization, Alþjóðlega
heilbrigðismálastofnun Sameinuðu
þjóðanna. Þar starfaði hann að
rannsóknum á faraldsfræði krabba-
meina þar til hann flutti til Íslands
1975 til að taka við stöðum yfir-
læknis Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags Íslands
og prófessors í heil-
brigðisfræði við
læknadeild Háskóla
Íslands. Þeim stöðum
gegndi hann þar til
hann hætti störfum
fyrir aldurs sakir.
Hrafn var leiðandi í
rannsóknum á sviði
faraldsfræði krabba-
meina hér á landi um
árabil, og undir stjórn
hans efldist Krabba-
meinsskráin, m.a. með
víðtæku alþjóðlegu og
norrænu samstarfi.
Rannsóknir hans og samstarfsfólks
hans á faraldsfræði og erfðum
brjóstakrabbameins á Íslandi eru
kunnar á alþjóðlegum vettvangi.
Hrafn var höfundur fjölmargra vís-
indagreina og bókarkafla.
Eftirlifandi eiginkona Hrafns er
Helga Brynjólfsdóttir Tulinius.
Börn þeirra eru Már, prófessor í
barnalækningum við Gautaborg-
arháskóla, Torfi, prófessor í ís-
lenskum miðaldafræðum við Há-
skóla Íslands, Þór, leikari og
leikstjóri, og Sif Margrét, annar
konsertmeistari við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Guðný Helga
dóttir þeirra lést 1986.
Andlát
Hrafn Tulinius
krabbameinslæknir