Morgunblaðið - 05.08.2015, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015
✝ Sigfríð Þor-valdsdóttir
fæddist 5. ágúst
1944 í Miðtúni 48
í Reykjavík. Sig-
fríð lést 22. júlí
2015 á heimili
sínu í Garðabæ.
Foreldrar Sig-
fríðar voru hjónin
Ólafía Friðriks-
dóttir húsmóðir,
fædd í Vest-
mannaeyjum 26. september
1916, og Þorvaldur Snorri
Árnason skipstjóri, fæddur í
Bolungarvík 11. september
1917. Sigfríð var elsta barn
Ólafíu og Þorvaldar en einn-
ig áttu þau Sigríði Hrefnu
Kvaran Þorvaldsdóttir
fædda 1946 og Árna Þor-
valdsson fæddan 1955.
Lengst af bjuggu þau í Vest-
urbænum á Kaplaskjólsvegi
45 og eyddi Sigfríð unglings-
Gunnlaugsson fæddan 1966
og Heiðu Björk Gunnlaugs-
dóttir fædda 1972. Þorvaldur
Gunnlaugsson er skipstjóri og
útgerðarmaður, hann giftist
Katrínu Guðjónsdóttur og
saman eiga þau Sigfríði Elínu
Þorvaldsdóttir fædda 1994,
Theódór Óskar Þorvaldsson
fæddan 1997 og Jökul Inga
Þorvaldsson fæddan 2001.
Maki Helga Marteins Gunn-
laugssonar er Laufey Hrönn
Jónsdóttir og saman eiga þau
Steinar Loga Helgason fædd-
an 1990 og Snævar Má Helga-
son fæddan 1999. Heiða Björk
Gunnlaugsdóttir er hjúkr-
unarfræðingur og hún á son-
inn Þorvald Loga Geirsson
fæddan 2011.
Sigfríð starfaði við ýmis
störf í gegnum tíðina og
tengdust þau yfirleitt bók-
haldi. Hún starfaði meðal
annars á skrifstofu Mikla-
garðs, skrifstofu Myndlista-
og handíðaskóla Íslands,
heildsölu Íslensk Ameríska
og á Sólheimum í Grímsnesi.
Útför Sigfríðar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 5.
ágúst 2015, kl. 13.
árunum þar og
gekk í Melaskóla.
Eftir að Sigfríð
lauk grunn-
skólanámi í Mela-
skóla fór hún í
Hagaskóla og út-
skrifaðist svo úr
Verzlunarskóla
Íslands með versl-
unarpróf árið
1963. Eftir það
fór hún til Sví-
þjóðar í lýðháskóla og eftir
það til Bretlands þar sem hún
gætti barna í nokkurn tíma.
Rétt áður en Sigfríð hélt
erlendis hafði hún kynnst
Gunnlaugi Óskari Ragn-
arssyni, sem hún svo giftist
eftir heimkomu. Gunnlaugur
og Sigfríð skildu árið 1990
eftir 26 ára hjónaband. Sam-
an eignuðust þau þrjú börn,
Þorvald Gunnlaugsson fædd-
an 1964, Helga Martein
Hún elsku mamma, besta vin-
kona mín og trúnaðarvinur, er
látin. Hún elskaði svo heitt, það
var yndislegt að vera elskuð af
mömmu. Yndislegri tilfinningu
er varla hægt að lýsa.
Mamma var stórglæsileg kona
á sínum yngri árum áður en
veikindin fóru að segja til sín.
Hún hafði mikla útgeislun og
þokka og fór aldrei ótilhöfð út úr
húsi. En mamma var ekki ein-
göngu falleg að utan, heldur var
hún með ennþá fallegri sál. Hún
mátti ekkert aumt sjá, þá bauð
hún fram aðstoð sína fyrst allra.
Elsku mamma, þú gerðir mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag, þú kenndir mér ást, sam-
kennd, réttsýni og ábyrgð. Þú
varst stoð mín og stytta í lífinu
og hvað ég geri án þín veit ég
ekki. Það sem huggar mig er að
þér líður betur, að þú ert laus við
verkina, ert komin til afa og
ömmu og munt vaka yfir okkur
öllum. Ég mun halda minningu
þinni lifandi fyrir son minn og
vildi svo óska að hann hefði haft
þig lengur hér eins og við öll sem
eftir sitjum. Ég elska þig,
mamma, ég elska þig endalaust.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja
að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Heiða Björk
Gunnlaugsdóttir.
Í dag kveðjum við einstaka
konu, Sigfríði Þorvaldsdóttur,
elskulegu tengdamóður mína
sem var öllum sem hana þekktu
afar kær. Stundum er sagt að
vængjalausir englar sveimi um
loftin og hún var örugglega einn
af þeim. Hún var hlý og kær-
leiksrík manneskja sem lét alltaf
aðra ganga fyrir, kvartaði aldrei
og var sérstaklega annt um fjöl-
skyldu sína. Elskaði börnin sín,
tengdabörnin og barnabörnin
meira en lífið sjálft enda eiga
þau erfitt með að kveðja. Hún
gaf bæði af sjálfri sér og af öllu
sem hún átti skilyrðislaust.
Gætti þess vandlega að allir
fengju jafnt og þegar hún var
innt eftir óskum varðandi gjafir
til hennar var alltaf sama svarið
„koss á kinnina“. Alltaf þegar
eitthvað stóð til eða eitthvað var
að vildi hún leggja eitthvað til og
hjálpa. Hverjum öðrum en henni
hefði til dæmis dottið í hug að
setja gjafir handa barnabörnun-
um undir koddann sinn áður en
þau komu í heimsókn og þegar
þau urðu eldri að koma þeim fyr-
ir í sérstakri skúffu. Hún eyddi
líka mörgum stundum í að fela
páskaegg um alla íbúð handa
barnabörnunum á hverju ári.
Hún lagði einstaka rækt við stór-
fjölskylduna, vini sína og sam-
ferðafólk og veit ég að þau eiga
um sárt að binda. Nafna hennar
og barnabarn Sigfríð Elín sér á
eftir mikilvægustu persónunni í
hennar lífi, ömmu Sissý. Dreng-
irnir mínir syrgja hana og sakna
hennar en öll eiga þau dásam-
legar minningar um bestu ömmu
í heimi. Eiginmaður minn hann
Valdi verður aldrei samur eftir
þennan missi en hann á góða og
kærleiksríka fjölskyldu sem
stendur að baki honum. Sissý
hefur mótað djúp spor í hjörtu
okkar allra og eflt okkur í trúnni
á lífið. Hún kenndi okkur hvað
samstaða og kærleikur getur
gert lífið svo miklu betra. Hún
fylgdist með öllu og öllum í fjöl-
skyldunni og var alltaf með putt-
ann á púlsinum. Þetta eru þung
skref og sorgin mikil en ég trúi
því að hún sé komin á góðan stað
þar sem þrautum sleppir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig elskuleg.
Katrín Guðjónsdóttir.
Kveðja til ömmu
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka, amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig, elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
Í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt,
það harma þig allir heima
(Halldór Jónsson frá Gili)
Steinar Logi og Snævar Már.
Í dag kveð ég elskulega mág-
konu mína Sigfríði Þorvaldsdótt-
ur er andaðist á heimili sínu 22.
júlí 2015. Mín fyrstu kynni af
Sigfríði voru í lok árs 1965 og bjó
hún ásamt eiginmanni sínum
Gunnlaugi Óskari Ragnarssyni í
Árbænum. Ég var á þessum tíma
búinn að kynnast systur Sigfríð-
ar, Sigríði Hrefnu, og nokkru
seinna trúlofuðum við okkur. Við
eignuðumst okkar fyrstu íbúð í
Árbænum og í nágrenni við Sig-
fríði og Gunnlaug. Á þessum
tíma var mikill samgangur á
milli okkar og minnist ég þess
vel hvað mér fannst Sigfríð
glæsileg og yndisleg manneskja.
Hún var samviskusöm og dug-
leg, mikill vinur vina sinna og
aldrei bar skugga á vináttu okk-
ar. Það verða erfiðir tímar fram
undan hjá Sigríði konu minni við
fráfall elskulegrar systur, en
þær voru alla tíð mjög samrýnd-
ar og góðar vinkonur. Ég mun
aldrei gleyma öllum samveru-
stundunum sem við áttum öll
saman. Fórum í ferðalag til út-
landa, sem var sérlega skemmti-
legt, og eins var farið saman í
útilegur hér heima með allan
barnahópinn. Sigfríð og Gunn-
laugur eignuðust þrjú börn og
var Sigfríð einstaklega góð móð-
ir og hélt hún utan um börnin
sín svo eftir var tekið og ekki var
hún síðri amma eftir að barna-
börnin fæddust hvert af öðru.
Sigfríð átti við veikindi að
stríða síðustu árin og trúi ég því
að mín elskulega mágkona sé
kominn á þann stað þar sem
veikindi og þrautir er þeim
fylgja eru á bak og burt. Ég
sendi öllum aðstandendum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku mágkona, ég kveð þig
með söknuði. Hvíl í friði.
Gunnar Ó. Kvaran.
Þá er komið að kveðjustund
sem ég er búin að kvíða mikið.
Hún Sigfríð systir mín var ynd-
isleg, kærleiksrík, góð og falleg
kona utan sem innan. Hún var
mér alltaf svo góð og umhyggju-
söm, ég á endalausar minningar
um hana og samverustundir
okkar, bæði með fjölskyldunni
og bara við tvær. Hún var besta
vinkona mín og gátum við talað
um allt saman, bæði gleði og
sorg, án þess að það færi nokkuð
lengra. Hún bar hag allra fyrir
brjósti, en sérstaklega fjölskyld-
unnar, barna, tengdabarna og
barnabarna, sem nú sjá á eftir
góðri mömmu, tengdamömmu
og ömmu og eiga eftir að sakna
hennar. Mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra og
allra vina og ættingja sem nú
eiga um sárt að binda. Ég gæti
endalaust skrifað um þig og okk-
ur sem börn, unglinga og síðan
fullorðnar konur, en ég ætla að
geyma það fyrir mig og hugga
mig við að nú ert þú komin á
betri stað þar sem ekki eru til
veikindi eða áhyggjur, bara
gleði. Ég ætla að kveðja þig með
bæninni sem mamma fór alltaf
með áður en við fórum að sofa
og ég veit að við höfum báðar
kennt börnum okkar og barna-
börnum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð veri með þér, elsku syst-
ir. Ég kveð þig með tárum og
söknuði.
Þín systir,
Sigríður Hrefna.
Á einum fallegasta degi sum-
arsins kvaddi hún Sísí okkar
þetta líf. Henni var úthlutað 70
árum hér á jörð og af þeim tíma
áttum við hana að vini í 55 ár.
Seinustu árin átti hún við mikla
vanheilsu að stríða og hékk lífið
á bláþræði. Sísí var einstök
kona. Hún var falleg, góð og
gjafmild. Hún var trúuð, ræktaði
sína trú og trúði á mátt bæn-
arinnar.
Við vorum skólasystur í
Versló og ákváðum að stofna
saumaklúbb. Hittumst reglulega,
fyrst í foreldrahúsum og síðar,
þegar við höfðum stofnað okkar
eigin heimili með teppum út í
horn og tekkhúsgögnum, hitt-
umst við þar. Við mættum túber-
aðar og fínar í klúbbinn í þröngu
pilsunum og háhæluðu skónum,
buðum upp á tertur og brauð-
rétti og það var spjallað og hleg-
ið fram á rauðanótt. Stundum
voru aðeins fáeinir tímar frá því
að við kvöddumst þar til við
þurftum að vakna.
Sísí var sérstaklega fríð og
falleg með sitt svarta hár og
sterka svipmót. Hún virkaði
hæglát og dul, en var glöð og
skemmtileg. Tilsvörin fyndin og
hlátur hennar dillandi. Heimili
hennar var einstaklega fallegt.
Hún var lífslistakona og elskaði
fallega hluti. Hafði myndlist á
veggjum og nostraði við heimilið.
Hvert smáatriði skipti máli.
Seinustu mánuði voru sam-
skipti okkar að mestu gegnum
síma vegna veikindanna. Hún
var til í að spjalla um allt milli
himins og jarðar nema veikindi
sín. Sagði frá smáóhöppum sem
hentu hana og skellihló. Hún
spurði frétta af okkar fólki og
sagði okkur frá góðu krökkunum
sínum, hvað þau sýndu henni
mikla ástúð og umhyggju og
gerðu henni kleift að búa heima.
Í þeim speglast kærleikur henn-
ar og svipmót hennar má sjá á
öllum hennar afkomendum.
Barnabörnin öll áttu stóran sess
í hjarta hennar. Hún sagði okkur
frá nöfnu sinni, hávaxna íþrótta-
manninum, organistanum, litla
gullmolanum og hinum.
Við sendum fjölskyldunni okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur
og kveðjum með söknuði okkar
kæru vinkonu sem fór allt of
fljótt.
Þóra Sveinsdóttir,
Sonja Egilsdóttir og
Margrét B. Richter.
Sigfríð
Þorvaldsdóttir
Ástkær móðir okkar,
ÞORSTEINA GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Norðurbrún 1, Reykjavík,
áður Álfheimum 56,
sem andaðist á Vífilsstöðum þriðjudaginn
22. júlí 2015 verður jarðsungin frá
Langholtskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.
.
Sigríður Stefánsdóttir, Jón Stefánsson,
Edda Stefánsdóttir, Sigurður Stefánsson,
Stefán Þór Stefánsson
og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGUNN INGVADÓTTIR,
Þórsmörk,
Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum 25. júlí,
verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15.
.
Bryndís Þórarinsdóttir, Aðalgeir Aðdal Jónsson,
Baldvin Þórarinsson,
Ingunn Þóra Hallsdóttir, Ólafur Ingi Grettisson,
Þórhalla Rein Aðalgeirsd.
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGÐALENA SIGRÍÐUR
HALLSDÓTTIR,
fyrrv. símafulltrúi, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
föstudaginn 31. júlí. Útförin fer fram
frá Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag Sjúkrahúss
Siglufjarðar og Kvenfélagið Von.
.
Guðný S. Guðlaugsdóttir, Ómar Einarsson,
Guðrún H. Guðlaugsdóttir, Kristján S. Sigmundsson,
Karl Guðlaugsson, Kristjana S. Júlísdóttir,
Guðbjörg J. Guðlaugsdóttir, Nils Gústavsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartkær móðir okkar, systir, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
frá Reyni í Mýrdal,
Vogatungu 26, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum 2. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
11. ágúst kl. 13.
.
Æsa Hrólfsdóttir, Ingi Hafliði Guðjónsson,
Hildur Björg Hrólfsdóttir, Ómar Imsland,
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Brynja, Arna og Hrólfur.
HANNES PÁLSSON
bankamaður,
Sólheimum 42, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. júlí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.
.
Guðrún Hannesdóttir Þorbjörn Broddason
Kristín Hannesdóttir Nicholas Groves-Raines
Halla Hannesdóttir Vífill Magnússon
Páll H. Hannesson Liv Jorunn Seljevoll
Pétur H. Hannesson Erla Dís Axelsdóttir
og fjölskyldur.