Morgunblaðið - 05.08.2015, Side 8

Morgunblaðið - 05.08.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2015 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Sjálfvirk rennibraut inn á heimili Ekki er vitað til þess að framfari keppni í heiminum um frumlegustu verðlaunaveitingar í þágu friðar og mannúðar.    En væri það gert standa líkurtil þess að Sukarno-stofnunin væri vel sett í baráttunni um fyrsta sætið.    Stofnunin erkennd við Suk- arno, fyrsta forseta Indónesíu, og er barnabarn hans í forsæti hennar.    Nefndin komst að þeirri niður-stöðu að rétt væri að heiðra Kim Jong-un, hinn unga einvald Norður-Kóreu, að þessu sinni:    Við veitum Kim Jong-un þessiverðlaun vegna þess að hann hefur verið samkvæmur sjálfum sér og breitt út boðskap hins mikla leiðtoga, Kim Il-sung, og barist gegn heimsvaldastefnu,“ sagði Rachmawati Soekarnoputri, for- maður Sukarno-stofnunarinnar.    Ekki er laust við að stundumhafi ríkt nokkur undrun yfir sumum ákvörðunum virðulegustu nefndar á þessu sviði í heiminum, þeirri sem Norðmenn hýsa og sér um að veita verðlaun árlega úr sjóðum kenndum við Nóbel sprengjugerðarmann.    En hinir prúðu nefndarmenn íOsló líta út eins og hvítskúr- aðir englar við hliðina á hinni frumlegu friðarnefnd Sukarnos.    Það er auðvitað hverju orðisannara að Kim Jong-un er algjörlega samkvæmur sjálfum sér. En þegar horft er til verka hans er það varla tilefni til verð- launa. Kim Jong-un Frumleg friðardúfa STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.8., kl. 18.00 Reykjavík 16 skýjað Bolungarvík 8 léttskýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 15 skýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 20 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 16 skúrir Glasgow 15 skýjað London 21 skýjað París 23 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 22 skúrir Berlín 33 heiðskírt Vín 32 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 17 skýjað Montreal 23 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 26 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:48 22:21 ÍSAFJÖRÐUR 4:33 22:45 SIGLUFJÖRÐUR 4:15 22:29 DJÚPIVOGUR 4:12 21:55 Tvö kynferðisbrot sem upp komu á Þjóðhátíð hafa verið kærð til lögregl- unnar í Vestmannaeyjum. Í gær fékk embættið upplýsingar um að þriðja brotið yrði kært. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku fyr- ir þolendur kynferðisofbeldis höfðu í gærmorgun borist þrjár tilkynning- ar um kynferðisbrot um verslunar- mannahelgina. Spurð í samtali við mbl.is hvort hún sé ósátt við að starfsmaður neyðarmóttökunnar hafi greint frá kynferðisbrotunum segist Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Eyj- um, skilja þá ákvörðun en segir jafn- framt að betra hefði verið að bíða með upplýsingarnar. „Það hefði ver- ið betra með tilliti til rannsóknar- hagsmuna að geyma þetta lengur,“ sagði Páley í samtali við mbl.is. Fram kom í tilkynningu lögreglunn- ar í gær að einn maður hefði verið handtekinn í tengslum við kynferðis- brot á Þjóðhátíð. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Kynferðisbrot á Vestfjörðum Lögreglunni á Vestfjörðum barst ein tilkynning um kynferðisbrot um verslunarmannahelgina. Vegna rannsóknahagsmuna voru engar nánari upplýsingar gefnar um málið að svo komnu. Tvö kynferðisbrot verið kærð  Þriðja kæran á leiðinni  Eitt kyn- ferðisbrot rannsakað á Vestfjörðum Morgunblaðið/GSH Þjóðhátíð Tvö kynferðisbrot hafa verið kærð eftir Þjóðhátíðina. Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Veitur ohf. og Vatns- og frá- veita ohf., birtu auglýsingu í dag- blöðunum um helgina þar sem þau biðja um til- boð í raforkukaup frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2017. „Veiturekstur Orkuveitunnar þarf talsvert mikla raforku. Það eru eink- um dælur í hitaveitukerfum, vatns- veitum og fráveitum sem þurfa raf- magn, en svo þarf rafveitan líka að kaupa á móti töpum í dreifikerfinu,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi OR, í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að eftir lög- boðna uppskiptingu Orkuveitunnar, þegar veitu- og virkjanarekstur fór hvor í sitt fyrirtækið (OR-Veitur og Orku náttúrunnar), hafi það verið metið svo út frá raforkulögum og lögum um innkaup opinberra aðila að Veitum væri skylt að bjóða þessi kaup út. „Það hefur nú verið gert og ef til vill sjáum við önnur veitufyr- irtæki fylgja í kjölfarið,“ segir Eirík- ur. Eiríkur Hjálmarsson Skylt að bjóða út  OR biður um til- boð í raforkukaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.