Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 ALLT AÐ 20.000 KR. BÓKUNARAFSLÁTTUR AF FERÐUM TIL TENERIFE OG KANARÍ. Flogið frá 20. október með Icelandair. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is ALLT AÐ 20.000 KR. BÓKUNARAFSLÁT TUR TIL 5. SEPT. NÁNAR Á UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Ægisson sigurdur.ægisson@gmail.is Múkkarnir eru óvenju frakkir þessa dagana í Eyjafirði, líklega sökum þess að nú eru ungar þeirra orðnir töluvert fyrirferðarmiklir og vilja sitt í gogginn og engar refjar. Meðfylgjandi mynd var tekin um borð í Níels Jónssyni EA 106 frá Hauganesi þegar Garðar Níelsson skipstjóri var að gera að afla sem veiddist á sjóstöng í þeim túr, undir lok hvalaskoðunarferðar nýverið, en í Eyjafirði hefur allt verið morandi af hnúfubak undanfarið og ekki óal- gengt að sjá 10-20 á tiltölulega litlu svæði. Varp fýlsins hefst í maí og nær fram í júní. Egginu, sem er bara eitt að tölu og hvítt á lit, er komið fyrir í sprungum og glufum eða á syllum, oftast án nokkurs hreiðurtilstands, og er það 41-57 daga að ungast út. Foreldrarnir sjá um áleguna til skiptis og hjálpast að við að mata ungann, sem verður að lokum mjög feitur. Eftir ákveðinn tíma yfirgefa foreldrarnir hann og u.þ.b. 14 dög- um seinna kastar hann sér loks úr hreiðurstæðinu og er borgið ef hann nær til sjávar. Hann verður fleygur um 6-8 vikna gamall. Að jafnaði líða svo um níu ár (6- 12) þar til varpskyldan kallar. Á þeim tíma fer hann víða um norðan- vert Atlantshaf og Dumbshaf. Af rituðum heimildum má sjá að fýllinn var kominn sem varpfugl í Grímsey árið 1640 og virðist ekki hafa orpið annars staðar á landinu á þeim tíma. Þegar líða tók á 18. öld fór að bera meira á honum, fyrst í Hornbjargi og víða norðanlands en síðan á Reykjanesi og í Vestmanna- eyjum. Útbreiðslan hélt áfram suður á bóginn til Evrópu, eflaust í kjölfar hvalveiðiskipa. Mikið af aðgangshörðum fýl er í Eyjafirði um þessar mundir Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Maðurinn, múkkinn og miðin Fiskað Þegar ungviðið heimtar sinn mat þýðir ekkert annað en að afla og þá er öllum brögðum beitt. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Um 37% makríls í Norðaustur-Atl- antshafi mælist innan íslenskrar lög- sögu, að því er fram kemur í heildar- niðurstöðum sameiginlegs makríl- leiðangurs Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. Makríll innan íslenskrar lögsögu mældist 2,9 milljón tonn nú í lok sumars en heildarmagnið var 7,7 milljón tonn. Á síðasta ári mældist makríllinn 1,6 milljón tonn innan lög- sögunnar og heildarmagnið var 9 milljón tonn. Makríll í íslenskri lög- sögu var 17,7% heildarmagnsins í fyrra en sú tala hefur hækkað um 20% milli ára. Leiðangurinn stóð yfir frá 1. júlí til 10. ágúst sl., en fjögur skip voru not- uð til mælinganna; eitt frá Íslandi, eitt frá Færeyjum og tvö frá Noregi. Samningsstaðan sterkari Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, er ánægður með niðurstöðuna, sérstak- lega í ljósi þess að lítið varð vart við makrílinn í mælingum í kuldanum í vor og sumar. „Þetta eru feiknarlega jákvæð tíðindi og styrkja stöðu okk- ar í samningum um nýtingu makríl- stofna við aðrar þjóðir,“ segir Sig- urður Ingi. Hann segir mælingarnar sem slík- ar einnig styrkja niðurstöðuna. „Þetta er sameiginlegur vettvangur sem tókst að koma á, sem gerir það að verkum að menn viðurkenna mælingar hver annars,“ segir Sig- urður Ingi, en fyrir tveimur árum bættist Grænland í hóp þjóðanna sem að mælingunum standa. „Á grundvelli samnings sem við gerðum við Grænlendinga höfum við verið í samstarfi við grænlensku hafrann- sóknastofnunina og mælt líka í grænlenskri lögsögu,“ segir Sigurð- ur, en þar er mælt í tólf daga. Jafn sterk staða gagnvart ESB Hluti lögsögu Evrópusambands- ins er lagður undir mælingarnar, að- eins sá hluti hennar sem nyrstur er. Að sögn Sigurðar Inga hefur Evrópusambandið ekki tekið þátt í mælingunum hingað til en hann tel- ur mælingarnar styrkja stöðu Ís- lands gagnvart ESB þrátt fyrir að sambandið eigi ekki aðkomu að mæl- ingunum. „Þegar um alþjóðlegt sam- starf um mælingar er að ræða er það almennt sterkari niðurstaða en eftir einhliða mælingar. Þetta er m.a. samstarf um að mæla stofnstærðina. Niðurstaðan styrkir stöðu okkar- gagnvart strandríkjunum þremur sem gerðu samninginn á sínum tíma og líka heilt yfir,“ segir Sigurður Ingi. Þriðjungur innan lögsögunnar  Um 37% heildarmagns makríls mælist innan íslenskrar lögsögu Styrkir samningsstöðu Íslands að mati ráðherra Heildarmagn makríls minnkar um 15% Magn innan lögsögunnar eykst um tæp 20% Makríll Aukið magn í lögsögunni. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sjö ára gamall drengur stakk sig á notaðri sprautunál á skólalóð Háa- leitisskóla við Álftamýri síðdegis á þriðjudag. Var hann færður á slysa- deild til rannsóknar. Þar var honum veitt viðeigandi aðhlynning og sýni tekin til skoðunar. Niðurstöðu um smit er að vænta eftir u.þ.b. mánuð. Mikilvægt að brýna reglurnar Að sögn Katrínar Drafnar Bridde, móður drengsins, var drengurinn á leið úr skóla þegar slysið henti, en sprautunálina fann hann við húsvegg íþróttaheimilis Fram sem markar lóðarmörk skólalóðarinnar. Nálin var ekki áföst sprautu, og utan um hana var plasthlíf. „Hann fann þarna sprautunál, var eitthvað að fikta með hana og stakk sig á henni. Hann kom síðan með hana heim og var búinn að vera með hana í dágóð- an tíma í vasan- um þegar hann tók hana upp og sýndi mér hvað hann hefði fundið og sagði að hann hefði stungið sig í fingurinn,“ segir Katrín Dröfn. Hún segist hafa útskýrt fyrir syni sínum að hann ætti ekki að snerta nálar sem hann sæi á víðavangi. „Þetta eru svona hlutir sem maður býst ekki við að börnin manns lendi í. Þetta er orðið algengara en maður gerir sér grein fyrir og það er um að gera að brýna reglurnar fyrir börn- unum,“ segir Katrín Dröfn. Regluleg skimun ekki hafin Guðni Kjartansson, aðstoðar- skólastjóri Háaleitisskóla, segir að eftirlit með aðskotahlutum á skóla- lóðinni hafi ekki verið hafið á þriðju- dag enda skólaárið nýhafið. Þó hafi verið brugðist fljótt við atvikinu á þriðjudag. „Við byrjuðum á því strax í morg- un (miðvikudagsmorgun) klukkan hálf átta að leita í öllum krókum og kimum að einhverju sem gæti skap- að hættu. Þetta munum við gera á hverjum einasta morgni áður en börnin koma í skólann,“ segir Guðni, en síðustu tvö ár hefur skólalóðin verið skimuð daglega. Stakk sig á sprautunál Sprautunál Nálin sem um ræðir var stök með plasthlíf.  Sjö ára gamall drengur fann nálina á lóð Háaleitisskóla Hæstiréttur stað- festi í gær gæslu- varðhaldskröfu yfir manni sem er sakaður um að hafa veist að pari og móður stúlk- unnar á heimili þeirra 15. ágúst síðastliðinn. Árásin var hin óhugnanlegasta en þegar lögregla var kölluð að heimili brotaþola voru árásarmenn- irnir, sem voru þrír að sögn þeirra, á bak og burt. Blóð var þá um alla íbúð, en einn brotaþola sagðist við yfirheyrslur hafa vaknað við það að einn árásarmanna væri við það að skera hann í fótinn. Í kjölfarið hafi bæði konunni og kærasta hennar verið veittir áverkar á kinn með hníf og þau öll barin með hamri auk ann- arra líkamsmeiðinga. Var árásin sögð til komin vegna meints stuldar konunnar á flogaveikilyfjum. Daginn eftir voru tveir hinna meintu árásarmanna handteknir á heimili þess sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald. Í íbúðinni fundust blóðug vopn og föt sem sterklega voru talin tengjast árásinni. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á að baki langan brotaferil, en í júní í sumar var hann sakfelldur fyrir að skera mann í handlegg og kinn með hnífi. Í gæsluvarðhald til 21. september fyrir grófa líkamsárás Dómur Úrskurðaði mann í varðhald. Þéttastur var makríllinn suður af landinu, en útbreiðslan þar náði sunnar en áður hefur sést. Magn rauðátu, einnar helstu fæðu makríls, vestan og sunnan við Ísland mældist mest frá árinu 2010. Austan við landið var magnið svipað og í fyrra. Mesti þéttleiki rauðátu mældist í austanverðu Grænlandshafi, þéttleiki makríls var þó lítill þar. Mikið magn átu við Ísland MÆLINGAR Á MAKRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.