Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Við leitum að
listaverkum
síðustu forvöð að koma með listaverk á
fyrsta uppboð vetrarins er 30. ágúst
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur,
Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,
Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
vefuppboð
á myndlist
stendur yfir
NÝ SENDING
FRÁ LENNE
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | www.dimmalimmreykjavik.is
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–17
Sendum frítt
um land allt Iana Reykjavík
Útigallar
Verð frá kr.16.795
Húfur • Vettlingar • Lúffur • Sokkaskór • Stakar kuldabuxur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við erum klárir í allt. Þetta er
stundum eins og slysavarðstofan.
Við þurfum að gera við allt sem bilar
hjá fyrirtækjunum. Ég veit aldrei
hvað ég er að fara að gera að morgni
næsta dags,“ segir Barði Sæmunds-
son, framkvæmdastjóri og verkstjóri
Vélsmiðjunnar Loga ehf. á Patreks-
firði. Sextíu ár eru liðin frá því að
fyrirtækið var stofnað og er það
elsta atvinnufyrirtækið á staðnum.
„Það er góðum starfsmönnum og
viðskiptavinum að þakka,“ segir
Barði þegar hann er spurður hvaða
skýringar séu á því að fyrirtæki hans
hafi lifað af stóráföll í atvinnulífi
staðarins. Hann nefnir að fyrirtæk-
inu haldist vel á starfsfólki og hafi
margir starfað þar lengi.
Vélsmiðjan Logi hefur gengið í
gegnum erfiðleikatíma með öðrum
fyrirtækjum á staðnum. Það varð til
dæmis fyrir miklu áfalli þegar helstu
fyrirtækin á staðnum, kaupfélagið
og hraðfrystihúsið, urðu gjaldþrota á
sínum tíma. Það komst út úr því, eins
og öðru.
Útgerðin er máttarstólpinn
Helstu verkefnin eru hjá útgerð-
inni. Hún hefur verið máttarstólpinn
í gegnum árin. Seinni árin hafa verið
mikil verkefni hjá fiskeldinu. Annars
er þjónustan fjölbreytt. Auk sjávar-
útvegsins þjónar Vélsmiðjan Logi
vinnuvélum og annast almenna
málmsmíði. Þá rekur fyrirtækið
verslun með vörur til málmsmíða og
fleira. „Þetta hefur verið blönduð
þjónusta og við borið gæfu til að að-
lagast tímunum eins og þeir eru,“
segir Barði.
Eftir stofnun félagsins var byggt
yfir starfsemina að Aðalstræti 112.
Þar er fyrirtækið enn til húsa. Byggt
var við á níunda áratugnum. Þá hef-
ur verið fjárfest í búnaði og tækjum
eftir þörfum og getu. Barði segir að
fyrirtækið sé vel tækjum búið til að
þjóna viðskiptavinum á sunnan-
verðum Vestfjörðum.
Ekki tekið út úr rekstrinum
Vélsmiðjan Logi var stofnuð af
einstaklingum og fyrirtækjum í lok
ágúst 1955. Sæmundur Kristjánsson
vélsmiður, faðir Barða, var aðal-
hvatamaður að stofnun þess en hlut-
hafar voru auk hans Friðgeir Guð-
mundsson, Snorri Gunnlaugsson,
Hlynur Ingimarsson, Þórður Helga-
son og Bogi Þórðarson kaupfélags-
stjóri fyrir hönd Kaupfélags Pat-
reksfjarðar. Kaupfélagið var stærsti
hluthafinn fyrstu áratugina. Frið-
geir var verkstjóri fyrstu árin en þá
tók Sæmundur við og stjórnaði fyrir-
tækinu í áratugi. Barði lærði vél-
smíði hjá föður sínum og vann með
honum frá 1975. Tók hann við fyrir-
tækinu að föður sínum látnum, árið
1991, og er nú aðaleigandi.
Rekstur vélsmiðju er frekar þung-
ur, að hans sögn, og þarf að halda vel
á spöðunum til að hann gangi. Barði
notar sömu aðferðir og faðir hans.
Hann nefnir sem dæmi að engir pen-
ingar séu teknir út úr rekstrinum.
„Það sem fyrirtækið aflar, það er
fyrirtækisins,“ segir hann.
Ljósmynd/Páll Janus Traustason
Á sama stað Vélsmiðjan Logi hefur alla tíð verið í sama húsnæði. Henni hefur einnig haldist vel á starfsfólki.
Vélsmiðjan stundum
eins og slysavarðstofa
Vélsmiðjan Logi er elsta atvinnufyrirtækið á Patreksfirði
Verkstjórinn Barði Sæmundsson gengur sjálfur í verkin með starfsmönnum
sínum, hvort sem það er á verkstæði eða um borð í báti.
Björn Björnsson
bgbb@simnet.is
Sauðárkróki | Framkvæmdir við
gömlu Gönguskarðsárvirkjunina
norðan Sauðárkróks eru nú komnar
í fullan gang og er þessa dagana
unnið jöfnum höndum við lagfær-
ingar á gömlu stíflunni ofarlega í
gilinu og greftri fyrir nýju stöðvar-
húsi sunnan árinnar, um 300 metr-
um vestan Steinullarverksmiðju. Þá
er einnig verið að lagfæra þá leið þar
sem aðfallsrör að stöðvarhúsi mun
liggja.
30 menn þegar mest lætur
Fyrirtækið Hnikar stendur að
framkvæmdunum. Að sögn Auðuns
Guðmundssonar, annars af eigend-
um fyrirtækisins ásamt Pétri
Bjarnasyni, eru allar framkvæmdir
á áætlun. Nú eru um 20 starfsmenn
við framkvæmdirnar en gert er ráð
fyrir að þeir verði um 30 þegar mest
verður. Gamla stíflan verður notuð
óbreytt og ekki hækkuð, en nú er
verið að vinna við lagfæringu henn-
ar, meðal annars með því að koma
fyrir nýjum sjálfhreinsandi ristum
til þess að auka rekstrar- og fram-
leiðsluöryggi.
Auðunn, sem er framkvæmda-
stjóri á virkjunarstað, sagði að gert
væri ráð fyrir allmikilli framleiðslu-
aukningu frá því sem áður var, eða
um 1.750 kw í stað 1.200 kw.
Stefnt er að því að rafalar frá Glo-
bal Hydro í Austurríki komi til
landsins í mars nk. og verður stöðv-
arhúsið þá að vera tilbúið. Síðan er
stefnt að því að framleiðslan geti
hafist í júlí á næsta ári.
Auðunn bendir á að í gömlum
bæklingi um fyrri Gönguskarðs-
árvirkjun, sem gefinn var út þegar
sú virkjun var tekin í notkun, hafi
verið rætt um að gera mætti ráð fyr-
ir mikilli fjölgun rafmagnseldavéla í
kaupstaðnum, en vart þurfi að búast
við slíku nú.
Hins vegar mun þessi endurbætta
virkjun auka orkuöryggi bæjarbúa
verulega, þar sem eina tenging
bæjarins við byggðalínuna er um
tengivirki í Varmahlíð. Hafa margir
borið nokkurn kvíðboga fyrir því
hvort hún mundi standa af sér veru-
leg vetrarveður, enda komin nokkuð
til ára sinna.
Framkvæmdir
í fullum gangi
Gönguskarðsárvirkjun endurbyggð
Nýtt stöðvarhús og stíflan lagfærð
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Gönguskarðsá Verið er að grafa
fyrir nýjum aðfallsrörum.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Stíflan Lagfæra þarf gömlu stífluna áður en virkjunin fer í gang að nýju.
Hún var fyrst gangsett árið 1949 en RARIK lagði hana niður árið 2007.