Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 81
MINNINGAR 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Elsku amma mín
Hjartað mitt er búið að vera
svo tómt síðustu daga.
Nönnurnar tvær, Nanna litla
og Nanna stóra, það vorum við.
Þú talaðir alltaf um mig sem
eitt af börnunum þínum og sam-
band okkar hefði ekki getað
verið nánara þó svo hefði verið.
Allir leikirnir sem við vorum í
úti í garði á Móabarðinu, þegar
ég var að klifra í trjánum og
þér stóð nú ekki alveg á sama,
útilegurnar hjá okkur og afa,
bíltúrarnir á Þingvelli, veiði-
ferðir, fjöru- og lautarferðir.
Þú hafðir alltaf tíma til að
leika við mig og þegar ég var
búin að fá nóg þá beið mín
smurt brauð, heitt kakó og
pönnukökur. En samband okkar
var meira en bara leikur, þú
varst alltaf að reyna að kenna
mér eitthvað til að undirbúa
mig fyrir framtíðina. Ég stóð
upp á stól við vaskinn með
svuntuna sem þú saumaðir á
mig og vaskaði upp og þú
þurrkaðir, við brutum saman
þvottinn, þurrkuðum af og bök-
uðum jólaköku fyrir afa.
Öll skiptin sem við drukkum
saman kaffi, ég naglalakkaði þig
og við spjölluðum og hlógum.
Þú hafðir húmorinn alveg fram
á síðasta dag
og gott dæmi um það er þeg-
ar þú varst mikið veik í febrúar
og hélst þú værir að kveðja þá
sagðir þú að ég ætti að eiga úrið
þitt og ég setti það á mig.
Nokkrum mínútum seinna sagð-
istu þurfa að fá úrið aftur því þú
myndir kannski ekki kveðja al-
veg strax og þú yrðir að vita
hvað klukkan væri. Nú er úrið
komið á góðan stað í skartgripa-
skríninu sem þið afi gáfuð mér.
Elsku amma, ég sakna þess
að geta ekki prílað uppí rúm til
þín þegar þú varst að leggja
þig, taka utan um þig og þú
snérir þér við og kysstir mig og
við kúrðum okkur saman. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa haldið
í höndina á þér þegar þú fórst
og að hafa hvíslað að þér að ég
elskaði þig og ég veit að þú
elskar mig líka, amma mín, og
þú munt fylgja mér þangað til
við hittumst næst og veita mér
styrk í sorginni.
Ég mun halda minningu þinni
á lífi og ég óska þess að ég verði
jafn góð mínum barnabörnum
eins og þú varst mér.
Ég vil þakka starfsfólki á
Sólvangi fyrir einstaka umönn-
un síðustu mánuði og einnig þá
hlýju sem mér hefur verið sýnd.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á
himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst
fyrir mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Kristjana Petrína
Pétursdóttir
✝ Kristjanafæddist að
Laugum í Súg-
andafirði 16. apríl
1920. Hún andaðist
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 12.
ágúst 2015. Útför
Kristjönu fór fram
frá Hafnarfjarð-
arkirkju þann 24.
ágúst 2015.
Þegar æskan spyr
mig ráða,
man ég orðin sem þú
sagðir mér.
Vegna alls þessa
þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn
ég það,
að Guð hann þig
amma mín geymir
á alheimsins besta
stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Þín að eilífu,
Nanna Birta Pétursdóttir
(Nanna litla).
Í dag verður borin til grafar
móðurystir mín, Kristjana Pét-
ursdóttir, sem andaðist 95 ára
gömul hinn 12. þessa mánaðar.
Hún var alltaf kölluð Nanna og
var níunda barn foreldra sinna,
hjónanna Péturs Sveinbjörns-
sonar og Kristjönu Friðberts-
dóttur á Laugum í Súganda-
firði. Þau eignuðust 12 börn,
fjóra syni og átta dætur. Búið á
Laugum var lítið en engu að
síður náðu foreldrar Nönnu að
koma upp öllum þessum börn-
um, nema einum dreng sem þau
misstu haustið 1919. Auk sinna
eigin barna ólu þau upp yngstu
systur Péturs, sem fædd var
1905.
Á vorin var Pétur jafnan við
sjóróðra á Suðureyri, frá pásk-
um til Jónsmessu. Í fjarveru
bóndans sá húsfreyjan um alla
stjórn á búskapnum en hafði
sér við hlið mágkonu sína,
Ólöfu Sveinbjörnsdóttur, fædda
1888, sem átti heima á Laugum
allt til ársins 1933 og var börn-
um þeirra „sem önnur móðir“.
Nanna varð snemma rösk til
allra verka. Hún var góðlynd,
glaðlynd og söngelsk. Eitt
starfa hennar í bernsku var að
sitja yfir kvíaánum eftir fráfær-
urnar og síðan að smala þeim
til mjalta kvölds og morgna.
Heima á Laugum lærðu börnin
að lesa, skrifa og reikna og líka
fjöldann allan af ljóðum því að
hjá móður sinni vöndust þau á
að syngja.
Í barnaskóla gengu þau að-
eins í tvo vetur hvert. Tvær
elstu systurnar kenndu hins-
vegar yngri systrunum allt
námsefni skólans fram að 12
ára aldri. Á vorin mættu þær
svo í skólann og tóku próf. Allt
fór það vel.
Þegar Nanna var 14 ára varð
hún að fara að vinna fyrir sér
eins og þá var algengt og fjór-
um árum síðar var hún orðin
vinnukona á Bessastöðum á
Álftanesi.
Þar kynntist hún verðandi
eiginmanni sínum, Ásgrími
Jónssyni, sem kom einnig úr
mjög fjölmennum systkinahópi
og bjuggu foreldrar hans á
Bjarnastöðum á Álftanesi.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
Nanna og Grímur á Vestur-
braut 4 í Hafnarfirði en síðan í
fimmtán ár, 1945-1960, á jörð-
inni Selskarði í Garðahreppi.
Þau eignuðust fjögur börn en
misstu eitt þeirra árið 1941,
fárra vikna gamlan dreng. Árið
1960 fluttu þau aftur í Hafn-
arfjörð en þar höfðu þau þá
reist sér hús á Hvaleyrarholti.
Síðari árin vann Ásgrímur
löngum við skipasmíðar og
Nanna um skeið í fiskvinnu.
Þrjár systranna frá Laugum
og fjölskyldur þeirra bjuggu
mjög lengi í Hafnarfirði. Auk
Nönnu þær Sigmundína og El-
ísabet, – Munda, Nanna og
Beta. Til þeirra leituðu margir
ættingjar að vestan og var ég
einn í þeim hópi. Nönnu átti ég
skuld að gjalda, allt frá því að
hún hljóp sem fætur toguðu
heiman frá Laugum út á Suð-
ureyri til að sækja ljósmóður-
ina þegar fæðing mín var að
bresta á mitt í önnum sauð-
burðarins árið 1933.
Í reiðuleysi unglingsáranna
leitaði ég stundum til Nönnu og
kom þá gangandi úr Hafnar-
firði yfir Garðaholtið að Sel-
skarði. Þar var jafnan á vísan
að róa um móttökurnar og
stundum fór ég hugmeiri en ég
kom af hennar fundi. Á kveðju-
stund þakka ég nú hin gömlu
kynni.
Kjartan Ólafsson
Æviskeið manna er æði mis-
jafnt og ekki aðeins með tilliti
til árafjölda heldur miklu frem-
ur hvernig ævidögunum er var-
ið. Móðursystir mín, hún
Nanna frænka, átti því ein-
staka láni að fagna að lifa 95
árin sín full eldmóðs og atorku.
Og áhugi hennar beindist ekki
eingöngu að ættingjum og vin-
um heldur hafði hún ríkar
skoðanir á landsmálum og
heimsmálum öllum fram að
hinstu stundu. Þar skoruðu
heiðarleikinn og réttlætis-
kenndin hæst. Hún var alin
upp í stórum systkinahópi á
Laugum í Súgandafirði þar
sem 11 mannvænleg börn kom-
ust til vits og ára. Og vega-
nestið var ekki í aurum talið
heldur í atorku, úrræðasemi og
samkennd með öllu sem minna
mátti sín.
Að ógleymdum fróðleiks-
þorsta og sannleiksást. „Segðu
ávallt sannleikann / sinntu orði
mínu. / Berðu aldrei óhrein-
an / anda í brjósti þínu,“ kvað
hún amma mín við börnin sín.
Og þó að því miður hafi þau
ekki átt kost á langri skóla-
göngu þá entist veganestið að
heiman þeim ótrúlega vel.
Og þú, Nanna mín, áttir svo
sannarlega þátt í því að útdeila
þessu veganesti. Ég kynntist
þér fyrst 16 ára gömul er ég
dvaldi á heimili ykkar Gríms á
Selskarði á Álftanesi. Það var
yndislegur tími og þið hjón
ótrúlega samhent og skemmti-
leg.
Þú hafðir mikla söngrödd og
sunguð þið bæði í Bessastaða-
kirkju, meðal annars fyrir
dönsku konungshjónin. Og mik-
ið var nú hlegið að öllu tilstand-
inu í kringum þá heimsókn af
hálfu ríkisins. Meðal annars
var tjaldað yfir fjóshauginn. En
þau dönsku reyndust hin alþýð-
legustu og allt liðið stoppaði á
Selskarði og fór þá feluleik-
urinn fyrir lítið. Já, þú varst
lítið fyrir snobb enda heillaðir
þú alla með þínu hressandi fasi
og hlátri.
Og allar heimsóknir þínar í
fjörðinn þinn kæra hafa veitt
mér ómælda gleði. Og þá ekki
síður heimsóknir mínar til þín í
gegnum árin. Þær hafa verið
ómetanlegar vítamínssprautur
þar sem atorka þín og réttsýni
á lífið hafa fyllt mig þrótti og
trú á að réttlætið sigri að lok-
um.
Ég tala nú ekki um þegar ég
varð vitni að því hvað þú, orðin
níræð, og tíu ára langömmu-
barn voruð óragar að tjá ykkar
skoðanir á þjóðmálum. Já,
Nanna mín, ef tækifæri nú-
tímans hefðu blasað við þér
hefðu þér staðið allar dyr opn-
ar. Þú hefðir getað lagt söng-
listina fyrir þig, kennslu, þing-
mennsku og allskyns
velferðarstörf þar sem réttlæt-
ið réði ríkjum. En það er líka
hægt að bæta heiminn án þess
að mikið á beri og fyrir þitt
framlag er ég og allir er til þín
þekktu innilega þakklát.
Elsku Svenni minn, Sóley og
börn, hjartans samúðarkveðjur.
Ykkar,
Þóra.
Maður kynnist mörgu fólki á
lífsins leið. Einn ættingja
minna ágætra þekkti ég alla
ævi. Það var Nanna móðursyst-
ir mín, Kristjana Pétursdóttir,
fædd á Laugum í Súgandafirði.
Þannig réðist á árum áður að
þrjár Laugasystra áttu heima á
sömu torfunni á Hvaleyrarholt-
inu í Hafnarfirði um áratuga
skeið. Munda á Mosabarði,
Beta á Þúfubarði og Nanna á
Móabarði. Af eðlilegum ástæð-
um var mikill samgangur þarna
á milli alla tíð. Nú eru þær
fallnar frá, nú síðast Nanna, 95
ára gömul. Af Laugasystkinum
er nú aðeins eftir á lífi, Sveina á
Akureyri, sem hélt á mér í
fangi sínu frá fyrsta degi – ynd-
isleg manneskja, sem nú ein
systkinanna hefur tekið við lífs-
keflinu. Í 12 barna hópi voru af-
ar heilsteyptar manneskjur.
Þau voru samhent, yndisleg og
hvert öðru betur gefið. Þau eru
mér öll nákomin – hvort sem
þau bjuggu í Súgandafirði,
Hafnarfirði, Reykjavík eða Ak-
ureyri. Yndislegar manneskjur,
með afar hlýtt hjartalag.
Það var alltaf ánægjulegt að
heimsækja Nönnu og Grím, eig-
inmann hennar, sem lést fyrir
allmörgum árum. Síðast heim-
sótti ég Nönnu í síðasta dval-
arstað hennar í þessu jarðlífi, á
Sólvangi í Hafnarfirði, fyrir
nokkrum vikum. Hún var ótrú-
lega hress þó að síðustu lífs-
dagar væru gengnir í garð. Hún
var eins og tölva, hún Nanna,
spurðist fyrir um allt og alla í
Súgandafirði. Nánast eina sem
merkti að hún væri farin að eld-
ast var að hún var aðeins farin
að missa heyrn. En þá hváði
hún bara. Vildi vera viss um að
það sem sagt var væri rétt.
Söm við sig. Það voru ekki
margar vikur liðnar frá fráfalli
náfrænku Nönnu og nánast
jafnöldru, Ásdísar Friðberts-
dóttur frá Suðureyri. Þær voru
nánar.
Þau hjónin Nanna og Grímur
gengu götur Hafnarfjarðar alla
tíð, utan spora hennar á Laug-
um og eitthvað á annan áratug
þeirra hjóna sem bændur í Sel-
skarði á Álftanesi. Nanna var
mikill Súgfirðingur alla tíð –
sama má segja um tilfinningar
hennar til Álftaness og Hafn-
arfjarðar. En fyrst og fremst
var Nanna alla tíð mikill Íslend-
ingur. „Íslandi allt“ var ríkt í
hennar hjarta. Stundum er sagt
að dauðinn sé hluti lífsins. Það
getur vel verið. En það tekur
samt alltaf á.
„Það syrtir að er sumir
kveðja“. Og 95 ára gamla
Nannan okkar kvaddi með
reisn. Þannig reyndi hún alla
tíð að hafa reisn yfir sínu lífi.
Hún bognaði sjálfsagt stundum
– en brotnaði aldrei. Sjálfsagt
komst hún næst því að brotna
þegar hún missti son sinn
óskírðan nokkurra vikna gaml-
an. Sat það alla tíð í henni.
Einnig var henni sárt að kveðja
eiginmann sinn, Ásgrím Jóns-
son. Þau voru mjög samstiga og
samhent alla tíð og áttu saman
langa ævi.
Stundin er komin hérna meg-
in. Henni verður vel tekið á
grænum grundum sumarlands-
ins. Þar fagna henni margir
þeir sem á undan eru farnir.
Þar hittast vinir í varpa. Ég
þakka Nönnu samfylgdina sem
á aðeins jákvæðar minningar.
Ég votta afkomendum Nönnu
og Gríms samúð mína. Guð
blessi Kristjönu Petrínu Pét-
ursdóttur. Svo sannarlega
reyndi hún alla tíð að vísa sér
og sínum réttan veg. Takk fyrir
allt.
Ævar Harðarson (frændi),
Suðureyri.
Kennaraskóli Ís-
lands við Stakkahlíð haustið 1968.
D-bekkurinn saman kominn í
fyrstu kennslustundina og enginn
man lengur hver kennarinn var.
Bara einhver af þessum góðu
konum og körlum sem komu okk-
ur til manns.
En Þórður Magnússon var þar
á meðal okkar. Og þótt við mun-
um ekki hver kennarinn var mun-
um við öll mjög vel eftir Þórði.
Hávaxinn, ljóshærður, dálítið á
iði oft á tíðum, talaði mikið og allt-
af í góðu skapi. Það var eins og
bros hafði verið fest á hann við
fæðingu og haldist þar síðan.
Þórður var frá Vík og fyrsta
árið í Kennó leigði hann kvisther-
bergi í risi í húsi við Njálsgötu.
Og eins og gerist og gengur um
kvistherbergi þá var þetta hæst í
miðjunni og einungis þar gat há-
vaxinn Þórður staðið uppréttur.
Við heimsóttum hann þar nokkrir
bekkjarbræður úr D-bekknum,
sjálfsagt á leið út á lífið og ég man
að okkur fannst þetta dálítið nöt-
urlegt heimili en Þórður brosti út
að eyrum og fannst það svo snið-
ugt, að búa í herbergi þar sem
hann gæti ekki staðið uppréttur
nema rétt í miðjunni.
Þannig munum við hann. Það
er allt svo skemmtilegt. Engin
vandamál. Og hann var svo hlýr.
Hafði áhuga á okkur hinum og því
sem við vorum að gera.
Við vorum á misjöfnum aldri í
D-bekknum. Þórður með þeim
eldri af því við fórum ólíkar leiðir í
Kennaraskólann. Einn bekkjar-
bræðranna var yngri, bæði að ár-
um og útliti, og átti af þeim sök-
um erfitt með að komast inn á
öldurhús bæjarins. Eitt sinn var
hann fyrir utan öldurhús, svekkt-
ur eftir að hafa verið neitað um
inngöngu. Birtist þá hönd út um
glugga með plastpakkað skilríki.
Þá var það Þórður að rétta
barninu í hópnum nafnskírteinið
sitt. Og inn komst barnið í hópn-
um og þeir léku þennan leik oftar!
Eins og gengur fer fólk í ýmsar
áttir þótt það sé saman í bekk í
fjögur unglingsár og hittist eftir
það á förnum vegi. Við Þórður
lögðum báðir fyrir okkur kennslu
og hittumst sem slíkir af og til.
Fyrir rúmu ári fór bekkurinn
að leggja drög að því að hittast
reglulega í framtíðinni. Við hitt-
umst í bænum einn eftirmiðdag.
Þar sagði Þórður okkur frá veik-
indum sínum sem voru nýlega
uppgötvuð. „Það var bara krabbi í
bakinu á mér og víðar,“ sagði
hann og brosti! Var kominn í
veikindaleyfi úr kennslu en eins
og hann sagði fannst honum gam-
an að kenna svokölluðum vand-
ræðabörnum og gerði það vel.
Þess vegna var hann iðulega kall-
aður til starfa í veikindaleyfinu.
Eða eins og hann orðaði það: „Ég
er eiginlega orðinn forfallakenn-
ari. Og ég er stálsleginn.“ Og
hann hló!
Þórður Magnússon
✝ Þórður Magn-ússon var
fæddur í Vík í Mýr-
dal 24. apríl 1950.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 16. ágúst
2015. Útför Þórðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju þann
25. ágúst 2015.
Ein bekkjarsystir
okkar hitti Þórð á
krabbameinsdeild-
inni í vor og hann
bar sig vel og fannst
hann vera í lagi. En
þetta minnir okkur á
að enginn veit ævina
fyrr en öll er og þess
vegna þurfum við að
rækta vináttu okkar.
D-bekkurinn í
Kennó sendir ást-
vinum Þórðar samúðarkveðjur og
þakkar fyrir kynni af góðum
dreng.
Fyrir hönd og með hjálp
bekkjarsystkina úr D-bekknum í
Kennó, 1968 til 1972,
Eiríkur Brynjólfsson.
Ég ætla að minnast vinar míns
Þórðar Magnússonar í örfáum
línum en hann var um margt
óvenjulegur maður. Þórður var
ekki auðugur af veraldlegum auði
en þeim mun ríkari af mann-
gæsku og drenglyndi. Okkar leið-
ir lágu fyrst saman í Héraðsskól-
anum í Skógum fyrir u.þ.b. hálfri
öld og hélst vinátta okkar allar
götur síðan. Eitt af einkennum
Þórðar var að það voru allir jafnir
í hans augum, þ.e.a.s hann fór
aldrei í manngreinarálit. Fyrir
honum voru allir jafnir og jafn-
réttháir í lífinu, enda var hann
jafnaðarmaður í hugsun og
reynd. Í Skógaskóla, eins og
sennilega flestum skólum, var
ákveðin stéttaskipting milli byrj-
enda og þeirra sem voru lengra
komnir. Þórður hafði engan snefil
af þessu viðhorfi. Ég reyndi þetta
á eigin skinni, þar sem ég var í
fyrsta bekk og hann í þriðja bekk
í Skógaskóla. Aldrei skynjaði ég
þó annað en að við værum jafn-
ingjar.
Þórður gekk í Kennaraskólann
og var kennsla hans aðalævistarf.
Hann var ágætlega greindur og
átti auðvelt með nám. Fyrr-
greindir eiginleikar nýttust hon-
um vel í kennarastarfinu. Hann
hafði einstakt lag á börnum og
unglingum, ekki síst þeim sem
þurftu á mestri aðstoð að halda.
Þar fór hann ekki í manngrein-
arálit frekar en endranær. Þórð-
ur starfaði einnig á heimilum fyr-
ir börn og unglinga sem féllu ekki
inn í hið hefðbundna skólakerfi
eða höfðu villst af leið. Þar var
sömu sögu að segja, öllum kom
hann til nokkurs þroska. Þórður
var eftirsóttur til kennslu og upp-
eldisstarfa, enda eru menn eins
og hann ekki á hverju strái. Í okk-
ar samfélagi er mikil þörf fyrir
menn eins og Þórð Magnússon og
ég fullyrði að staðan í málefnum
barna og unglinga væri önnur og
betri ef við hefðum fleiri slíka.
Þórður fór ekki varhluta af
mótlæti í lífinu frekar en við hin
og stundum var hann mistækur
og seinheppinn. Alltaf hélt hann
þó sínu æðruleysi og bjartsýni
sama hvað á bjátaði. Einhver orð-
aði það þannig að bölsýnin hafi
aldrei íþyngt honum. Þetta kom
berlega í ljós þegar hann greind-
ist með þann illvíga sjúkdóm sem
varð honum að aldurtila. Hann
hélt sinni bjartsýni og reisn alveg
þangað til yfir lauk.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina
Þórður.
Helgi Gunnarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar