Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sum Evrópuríki beita nú örvænting- arfullum aðferðum við að reyna að stöðva hratt vaxandi straum farand- fólks frá Miðausturlöndum og Afr- íku til álfunnar. Í Þýskalandi, þar sem búist er við 800 þúsund manns á þessu ári, bauluðu um 200 æstir and- stæðingar innflytjenda á Angelu Merkel kanslara þegar hún heim- sótti í gær búðir fyrir flóttafólk í borginni Heidenau. Þjóðverjar eru klofnir í málinu og innviðirnir að bresta. Borgarstjór- inn í Erfurt, Andreas Bausewein, vill að börn foreldra sem ekki hafa feng- ið landvist og ekki koma frá stríðs- löndum eins og Sýrlandi fái ekki skólavist í Þýskalandi. Einkum er þá að um ræða foreldra frá Balkan- ríkjum eins og Albaníu. „Tala barna á skólaskyldualdri án landvistar- leyfis er mjög há,“ sagði Bausewein. „Skólarnir ráða ekki lengur við vandann.“ Ummæli hans voru víða fordæmd harkalega, liðsmenn Græna flokksins minntu á að öll börn ættu rétt á skólavist. Margir álitsgjafar segja nú að stefna ESB og stefnan varðandi far- andfólk (e. migrants), sem margt flýr stríð eða vill bara tryggja sér betri kjör í Evrópu, sé að hrynja. „Ófyrirleitin manndráp“ Einn af þeim er breski prófess- orinn Paul Collier sem lengi hefur ritað um innflytjendamál. Hann fer hörðum orðum um stefnu ESB. „Ör- lög bátafólksins eru afleiðing smán- arlegrar stefnu þar sem rofin hafa verið öll tengsl milli þess að bjarga og jafn mikilvægrar siðferðisreglu: þú skalt ekki freista. Sem stendur býður ESB Sýrlendingum mögu- leika á Paradís (að búa í Þýskalandi) ef þeir bara borga fyrst glæponi peninga og hætta lífinu. Aðeins 2% þeirra falla fyrir freistingunni en óhjákvæmilega drukkna mörg þús- und þeirra. Þessi stefna er svo ábyrgðarlaus að hún er siðferðislega skyldari ófyrirleitnu manndrápi en göfugri björgun lífs.“ Collier vill að reynt sé að aðstoða milljónir Sýrlendinga á flótta með því að útvega þeim vinnu. Hann nefnir sem dæmi að í Jórdaníu séu fjölmennar flóttamannabúðir, Za’at- ari. Hjálparstofnanir annist fólkið oft ótrúlega vel en það megi ekki vinna, aðeins þiggja. Þetta dragi kjark úr öllum, heimilisfaðirinn glati myndugleika. Jórdanir vilji ekki leyfa neina samkeppni við innlenda en Collier segir að ESB gæti boðið Jórdaníu fjárhagsaðstoð í staðinn fyrir atvinnuleyfi handa flóttafólk- inu. Skammt frá Za’atari sé geysi- stórt en nær mannlaust iðnaðar- svæði, allir innviðir fyrir hendi. Þar gætu flóttamennirnir komið upp eig- in fyrirtækjum og undirbúið nýja framtíð þegar stríðinu ljúki. AFP Örvænting Farandfólk reynir að komast fram hjá lögreglumönnum við borgina Gevgelija á landamærum Grikklands og Makedóníu á leið sinni til Þýskalands eða annarra auðugra ríkja Evrópusambandsins í gær. Fái að vinna í Jórdaníu  Sérfræðingur í innflytjendamálum segir „smánarlegt“ að freista nauðstaddra Sýrlendinga með Paradísarvist í Evrópu ef þeir bara hætti lífi og limum Ragnarök? » Yfirmaður flóttamanna- hjálparinnar dönsku, Andreas Kamm, spáir ragnarökum. Lausnin sé ekki að flytja alla nauðstadda til Evrópu. » „Það getur ekki verið að okkur beri skylda til að sundra eigin samfélagi,“ segir hann. Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, rannsakar nú hvort æðstu yfirmenn í hernum hafi „endurbætt“ skýrslur leyniþjónustumanna um ár- angurinn af hernaðinum gegn Ríki íslams, IS, í Írak og Sýrlandi, að sögn New York Times. Ónafngreindir heimildarmenn sögðu blaðinu frá rannsókninni. Rannsóknin hófst þegar borg- aralegur greinandi sagðist hafa sann- anir fyrir því að herforingjar breyttu niðurstöðunum áður en Barack Obama forseti og aðrir ráðamenn sæju þær. Samkvæmt reglum um starfsemi allra 17 leyniþjónustustofn- ana landsins má ekki brengla með neinum hætti niðurstöðurnar með til- liti til viðhorfa þeirra sem nota þær til að móta stefnu. Bandaríkjamenn hófu að varpa sprengjum á stöðvar IS í Írak fyrir ári en leyniþjónustumenn segja að hryðjuverkasamtökin hafi ekki orðið fyrir umtalsverðu tjóni. kjon@mbl.is Falsar herinn skýrslur?  Árangur af stríði gegn IS sagður ofmetinn Stríð Bandarískar þotur yfir Írak. Embættismenn í Taílandi létu í gær eyða um tveim tonnum af fílabeini sem gert hafði verið upptækt. And- virði varningsins er sagt vera um þrjár milljónir dollara, eða nær 390 milljónir króna. Veiðiþjófar sem stunda iðju sína í Afríku nota Taí- land mikið sem millilið, en varan, tennur og þá einkum skögultennur fílsins, er eftirsótt í Kína, Víetnam og fleiri Austur-Asíulöndum. „Aðgerðin í dag sýnir að taílenska stjórnin tekur af meiri alvöru en áður á ólöglegum villidýradrápum, sem er afar mikilvægt vegna þess að Taíland hefur verið ein helsta mið- stöð hnattrænna viðskipta með afurðirnar,“ sagði Steven Galster, framkvæmdastjóri samtakanna Freeland, sem berjast gegn slíkum viðskiptum. Mikil fækkun í Afríku Talið er að um 20.000 afrískir fílar hafi verið drepnir árið 2013 til að komast yfir fílabein en eftir séu í álf- unni um 50.000 dýr. Þau voru um 1,3 milljónir um 1980. Fílabeinið er eink- um notað til að smíða listaverk og skrautgripi af ýmsu tagi, einnig í handföng á hnífa. Áður var það mikið notað í píanónótur og billjarðkúlur. Indverski fíllinn var veiddur svo mikið að hann er nú í útrýmingar- hættu og öll viðskipti með tennur hans eru bönnuð. En leyfð eru tak- mörkuð viðskipti með tennur úr afr- ískum fílum. Bent hefur verið á í Economist og víðar að væru leyfðar umfangsmeiri, stýrðar veiðar á þeim mætti nota hagnaðinn til að berjast gegn veiðiþjófnaði. kjon@mbl.is Létu eyða ólöglegu fílabeini AFP Smygl Taílendingar með fílabein sem þeir ætla að mala og brenna. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mikil óvissa ríkti á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum í gær og lækkuðu verðbréf í Kína um tæp 1,3% sem er þó mun minni lækkun en fyrr í vik- unni. Vaxtahækkun seðlabankans í Peking á þriðjudag og aukning pen- ingamagns virðist því ekki hafa nægt til að efla aftur trú á hagkerfinu, sem hefur vaxið hægar síðustu mánuði en reglan hefur verið síðustu árin. Veruleg lækkun varð í Bandaríkj- unum undir lok þriðjudags en mark- aðir þar réttu síðan verulega úr kútnum síðdegis í gær. Um sama leyti fóru markaðir í Evrópu, sem lækkuðu framan af gærdeginum, einnig að jafna sig. Fréttaskýrandi BBC, Robert Peston, segir ískyggilegt að vaxtalækkunin á þriðjudag skyldi ekki duga til að róa kínverska markaði. Æðstu menn kommúnistaflokksins í Kína reyna nú ákaft að sjá til þess að efna- hagsvandinn grafi ekki undan tiltrú almennings á stjórnvisku Xi Jinpings forseta og annarra ráðamanna. Fjöl- miðlum er skipað að fjalla sem minnst um verðbréfahrunið og nota alls ekki orð eins og „kreppa“ og „skellur“. Sumir gera það samt eins og í framhjáhlaupi þegar þeir segja frá sveiflum á alþjóðlegum mörkuð- um. En nokkrir þeirra hafa hins veg- ar hundsað vilja ráðamanna og jafn- vel gagnrýnt aðgerðir þeirra harkalega. Financial Times segir að orðrómur sé á kreiki í Kína um að Li Keqiang forsætisráðherra sé valtur í sessi og jafnvel sé búið að setja hann af vegna verðfallsins. Li mælti eindregið með því að fólk gæti fengið lán til að kaupa hlutabréf, en sú stefna á veru- legan þátt í bólumynduninni í kín- verska hagkerfinu. Honum verður ef til vill fórnað til að friða þá sem kenna mistökum ráðamanna um tap- ið sem margir horfast nú í augu við. Sveiflur á mörkuðunum  Aftur nokkur verðlækkun í Kína þrátt fyrir vaxtalækkun seðlabankans  Orðrómur um að Li Keqiang forsætisráðherra sé orðinn valtur í sessi Vextir og skuldabyrði » Vaxtalækkunin í Kína var sú fimmta síðan í nóvember. Hún gerir auðveldara fyrir bankana að fá lán hjá seðlabankanum og um leið fyrir fólk að taka bankalán. » Ljóst er þó að um leið lækk- ar gengi gjaldmiðilsins RMB, sem gerir lánabyrðina erfiðari, afborganir hækka. » Skuldabyrði almennings í Kína hefur aukist geysilega síðustu árin. Li Keqiang Færeysk stjórn- völd hafa fleygt liðsmönnum hval- friðunarsamtak- anna Sea Shep- herd burt úr lög- sögu landsins. Því er borið við, með vísan til útlend- ingalaga, að sam- tökin hafi truflað frið og ró í land- inu. Skip Sea Shepherd, Bob Bark- er, sigldi á þriðjudag á brott, að sögn Jyllandsposten. Sea Shepherd hefur mótmælt hefðbundnum grindhvalaveiðum Færeyinga og reynt að trufla veið- arnar en með litlum árangri. Sam- tökin hafa áfrýjað brottvísuninni. Reiði Sea Shepherd beinist ekki síst gegn dönskum stjórnvöldum sem hafa sent sérþjálfaða lög- reglumenn til að aðstoða færeysku lögregluna við að verja fólk fyrir æstum hvalfriðunarsinnum. Talsmenn ferðaþjónustuaðila í Færeyjum segja að áróður og mynd- ir Sea Shepherd af blóðugum fjörum með dauðum og deyjandi hvölum geti haft slæm áhrif. En veiðin sé hluti af menningararfi landsmanna. Hins vegar verði að sjá til þess að hún sé sjálfbær og fylgt sé reglum um meðferð dýranna. kjon@mbl.is Ráku Sea Shepherd úr landi Veiði Grindadráp í Færeyjum.  Samtökin trufluðu grindhvalaveiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.