Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 83
MINNINGAR 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
✝ Vigfús Árna-son fæddist í
Reykjavík 4. febr-
úar 1949. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 18.
ágúst.
Foreldrar hans
eru Árni Frið-
jónsson gjaldkeri
frá Langhúsum úr
Fljótum, f. 1927, og
Helga Ágústa
Hjálmarsdóttir, aðalgjaldkeri
Ríkisspítala, frá Vest-
mannaeyjum, f. 1927, d. 2004.
Bróðir Vigfúsar er Hjálmar
Árnason, f. 1953, kona hans
Berglind Einarsdóttir, f. 17. maí
1958. Vigfús kvæntist Ólöfu G.
Björnsdóttur, hjúkrunarfræð-
ingi og ljósmóður, árið 1970.
Þau skildu 2004. Foreldrar Ólaf-
ar eru Björn Sveinbjörnsson, f.
verkfræðingur, f. 18. apríl 1984,
gift Andra Gunnarssyni við-
skiptafræðingi. Börn þeirra eru:
a) Sóley, f. 2009, b) Katla, f.
2012.
Vigfús ólst upp á Siglufirði og
starfaði ungur á síldarplani föð-
ur síns og frænda. Hann flutti á
unglingsárum til Reykjavíkur.
Eftir nám í Hlíðadalsskóla og
Austurbæjarskóla hóf hann
störf hjá Gunnari R. Magnússyni
endurskoðanda. Stuttu síðar
stofnaði hann eigin bókhalds-
skrifstofu, Gátun hf., og rak til
2013. Vigfús rak og stofnaði
fleiri fyrirtæki, m.a. Griffil rit-
og leikfangaverslun, Silfurborg
og Vefarann. Ólöf og Vigfús
bjuggu lengst af í Heiðargerði í
Reykjavík en síðustu ár hefur
Vigfús búið í Seljalandi í Foss-
vogi. Vigfús átti sumarhúsið
Jaðar í Hrísey hvar hann undi
sér m.a. á kajak og að dorga.
Útför Vigfúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. ágúst
2015, og hefst athöfnin kl. 11.
30. desember 1925,
d. 23. júlí 1985,
verkfræðingur og
eigandi Ofnasmiðj-
unnar, og Jakobína
Finnbogadóttir, f.
6. desember 1928,
skrifstofumaður.
Börn þeirra eru 1)
Þorbjörg Helga,
námssálfræðingur,
f. 5. september
1972, gift Hallbirni
Karlssyni verkfræðingi. Börn
þeirra eru: a) Karl Ólafur, f.
1995, b) Atli Freyr, f. 2000 c)
Ólöf Stefanía, f. 2009, d) Embla
Margrét, f. 2012. 2) Árni Björn,
tölvunarfræðingur, f. 14. febr-
úar 1978, kvæntur Jóhönnu
Kristrúnu Birgisdóttur lög-
manni. Börn þeirra eru: a)
Benedikt Orri, f. 2008, b) Arn-
aldur Darri, f. 2010. 3) Heiðbjört
Elsku pabbi,
það er svo ótrúlega vont að
kveðja. Ég á eftir að sakna þín,
hreinskilni þinnar, áhugans á
krökkunum og bröltinu mínu í
vinnu. Um leið og ég kveð erfið-
leikana hjá þér og veikindin kveð
ég svo margt gott, frum-
kvöðulinn, púkann í þér og barn-
gæskuna. Takk fyrir allt, kæri
pabbi.
Frá vitund minni
til vara þinna
er veglaust haf.
En draumur minn glóði
í dulkvikri báru,
meðan djúpið svaf.
Og falin sorg mín
nær fundi þínum
eins og firðblátt haf.
(Steinn Steinarr)
Þín,
Þorbjörg Helga.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
stundirnar okkar. Þú varst svo
góður vinur minn, alltaf svo góð-
ur við mig og áhugasamur um
hvað ég var að gera. Alltaf til í að
fara á bíó, og sérstaklega hélstu
upp á Hobbit og ævintýri Tolki-
ens. Það var erfitt fyrir okkur að
sjá þig lasinn því við vissum að þú
værir innst inni mikill gaur. Við
eigum öll eftir að sakna þín.
Þinn,
Atli Freyr.
Ég kynntist Fúsa árið 1993
þegar við elsta dóttir hans, Þor-
björg Helga, byrjuðum saman.
Frá fyrsta degi tóku hann og Ólöf
mér opnum örmum. Glæsilega
einbýlishúsið þeirra í Heiðar-
gerðinu varð mitt annað heimili
og þar gat maður gist þegar mað-
ur vildi og borðað á sig gat oft í
viku. Ég grínaðist með það þá að
ég hefði byrjað með Þorbjörgu
þar sem pabbi hennar væri verk-
smiðjueigandi, en Fúsi, sem dag
frá degi fékkst við bókhald og
endurskoðun, var alltaf með putt-
ana í einhverju fleiru en bókhaldi.
Eitt af þessum hliðarverkefnum
var einmitt fyrirtæki úti á Granda
sem hét Silfurborg og reykti sil-
ung og lax. Þetta var myndar-
legur rekstur í húsnæði sem var
líkari verksmiðju en hefðbundn-
um skrifstofum. Ég man vel þeg-
ar ég kom þarna inn fyrst og
skildi ekki alveg tengslin á milli
endurskoðunar og fiskvinnslu-
tækjanna þarna inni. Aðrir hlutir
sem Fúsi snerti í gegnum árin
voru stofnun dótabúðar, innflutn-
ingur ýmiss konar og rekstur og
kaup á fasteignum svo fátt eitt sé
nefnt. Fæst af þessu lýsir
áhættufælnum endurskoðanda
þótt endurskoðun og bókhald hafi
eflaust hjálpað Fúsa í þessu bralli
öllu saman.
Umfram allt var Fúsi alltaf
hjartagóður og yndislegur við
okkur. Maður gat leitað til hans
með hvaðeina, hvenær sem er.
Fúsi varð afi Fúsi árið 1995 þegar
elsti sonur okkar Þorbjargar,
Karl Ólafur, fæddist en barna-
börnin eru núna orðin átta tals-
ins. Það var mjög mikið samneyti
milli okkar og Ólafar og Fúsa,
bæði um jól og aðrar stórhátíðir,
en líka nánast hvenær sem er við
ekki nein sérstök tilefni. Við átt-
um saman frábær jól, m.a. á Flór-
ída, og Fúsi heimsótti okkur til
Bandaríkjanna þegar við vorum
þar á ferðalagi. Við gátum alltaf
gist í litla húsinu hans í Hrísey
þar sem við áttum margar góðar
stundir fjölskyldan, bæði með
Fúsa afa og án. Fúsi lét nánast
aldrei sjá sig í jakkafötum en var
hrifnari af köflóttum skyrtum,
slaufum og axlaböndum við öll til-
efni. Við eigum þannig margar
góðar minningar um Fúsa sem
við getum huggað okkur við.
Það er ótrúleg synd að Fúsi
skuli nú vera fallinn frá, einungis
66 ára gamall, og mann svíður að
hafa ekki getað gert meira til að
rétta honum hjálparhönd í erfið-
leikum hans. Hann hafði verið
veikur síðustu árin en einhvern
veginn alltaf náð að koma sér í
gang aftur á ótrúlegan hátt. Hans
verður sárt saknað af litlu fjöl-
skyldunni í Bjarmalandinu.
Hallbjörn.
Tengdapabba kynntist ég fljót-
lega eftir að ég og Heiðbjört,
heimasætan í Heiðargerðinu, fór-
um að vera saman fyrir hartnær
13 árum. Hann kom mér mjög
sterkt fyrir sjónir. Alvörugefinn
og dökkur yfirlitum, sagði ekki
margt en lét ekkert framhjá sér
fara í umræðum annarra í kring-
um sig. Ég sá strax að hann var
mjög hjartahlýr og var ekki sama
um sitt fólk. Alltaf var hægt að
vita hvar maður hafði Fúsa því
hann lá ekki á skoðunum sínum.
Það er ótrúlega góður eiginleiki
og hef ég reynt að temja mér það
í mínu fari. Hann var ávallt of-
arlega í huga okkar hjóna og
hefðum við kosið að samveru-
stundirnar hefðu orðið fleiri. En
ekki verður við allt ráðið en ég er
þess fullviss að Fúsi vissi að allir í
hans nærumhverfi elskuðu hann
og vildu honum allt hið besta.
Elsku tengdafaðir, nú skiljast
leiðir að í bili og munum við minn-
ast þín af mikilli ást og hlýju. Hvíl
í friði,
Andri tengdasonur.
Vigfúsi Árnasyni, Fúsa,
kynntist ég þegar ég og Árni
Björn sonur hans urðum kær-
ustupar í menntaskóla. Allt frá
fyrstu tíð kom Fúsi mér fyrir
sjónir sem maður sem fylgdi eig-
in stefnu í lífinu og kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur. Í
því samhengi langar mig, áður
en lengra er haldið, að ræða að-
eins um klæðaburð Fúsa. Ég hef
ekki kynnst neinum sem hafði
jafnmikla aðdáun á axlaböndum
og hann Fúsi hafði. Axlabönd
voru nokkurs konar staðal-
búnaður, jafnvel tískustefna,
sem skartað var við flest tæki-
færi og svei mér þá, stundum
með belti. En það voru ekki ein-
ungis axlaböndin sem voru Fúsa
hugleikin. Þegar ég hugsa betur
um það voru sum áhugamála
hans þess eðlis að þau báru ekki
vott um að þar færi maður með
persónueinkenni þess sem geng-
ur bæði með belti og axlabönd
heldur fremur að þar færi maður
sem væri bæði áræðinn og æv-
intýragjarn. Sem dæmi er til-
tölulega stutt síðan Fúsi fór á
svifflugnámskeið, sem hann
hafði lengi langað til að gera.
Eins stundaði hann róður á kaj-
ak um árabil og löngu áður en
slíkt tíðkaðist eins og nú er. Sem
betur fer held ég að róðurinn hafi
almennt gengið stórslysalaust
fyrir sig.
Í eitt sinn man ég þó eftir að
hafa heyrt af því sögu að komið
hafi babb í bátinn og Fúsa hafi
rekið út á sjó við Hrísey, þangað
sem hann var svo sóttur. Við það
tækifæri spurði ég Fúsa hvað
hann hefði gert þegar hann áttaði
sig á erfiðleikum sínum við að
snúa til baka að landi, og fékk
efnislega svar á þá leið að hann
hefði bara beðið eftir því að ein-
hver kæmi. Nokkuð æðrulaus af-
staða verð ég að segja.
Það er sárt að kveðja ástvini
sína. Heimspekingurinn Sókrat-
es komst svo að orði rétt fyrir
dauða sinn: „…nú er mál komið,
að vér göngum héðan, ég til þess
að deyja, en þér til þess að lifa.
Hvorir okkar fari betri för, er öll-
um hulið nema guðinum einum.“
Hver veit nema þeir látnu dvelji
eftir allt saman á betri stað.
Elsku Árni minn, Heiðbjört
og Þorbjörg. Eitt risastórt faðm-
lag til ykkar. Allt það góða sem
pabbi ykkar stóð fyrir lifir áfram
í ykkur.
Ástarkveðja,
Jóhanna Kristrún.
Vigfús Árnason
✝ Jón Guð-mundur Mar-
teinsson fæddist á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 9. nóv-
ember 1981. Hann
lést á heimili sínu
26. júlí 2015.
Foreldrar hans
voru Marteinn
Ólafsson, f. 4. jan-
úar 1959 og Sig-
ríður Ágústa Jóns-
dóttir, f. 23. ágúst
1961, d. 10. október
2012. Systkini Jóns
eru Þórdís Marteins-
dóttir, f. 16. október
1980. Hafsteinn Al-
exander Marteins-
son, f. 3. nóvember
1986 og Valgeir Elís
Marteinsson, f. 22.
ágúst 1988.
Útför Jóns hefur
farið fram í kyrrþey.
Nafni minn, nú þegar þú hefur
yfirgefið þessa jarðvist koma
liðnar minningar upp. Þú varst
mjög oft hjá okkur ömmu í sum-
arbústaðnum okkar ásamt systk-
inum þínum og við amma eigum
margar kvikmyndir af ykkur þar,
á löngum tíma, myndir sem ég
tók.
Alltaf varst þú boðinn og búinn
að hjálpa okkur þegar við vorum
orðin gömul, og ekki vantaði þig
kraftana. Þú varst líka mjög lag-
tækur smiður og starfaðir meðal
annars við það. Einnig varst þú
við vopnaleit á Keflavíkur-flug-
velli, og nú síðast varst þú starfs-
maður í sundlaug Sandgerðis. Þú
áttir öll árin heima í Sandgerði og
fæddist á Sjúkrahúsi Suðurnesja,
á fæðingardeildinni þar.
Þú áttir dreng, Emil Andra, f.
6.1 2013, með Berglindi Ír Krist-
jánsdóttur og dóttur, Helenu
Ósk, f. 13.8 2013, með Berglindi
Markúsardóttur og ég hef ekki
séð betri og nánari föður en þú
varst, Nonni minn, og er ég nú
orðinn ansi gamall maður.Nú
hafa litlu börnin þín misst mikið.
Megir þú nú vera á Guðs vegum,
þess óska afi þinn og amma.
Jón Guðmundur Bergsson
og Guðrún B. Björnsdóttir.
Jón Guðmundur
Marteinsson
Elsku mamma,
tengdamamma og amma, það er
sárt að vita að þú sért farin og við
sjáumst ekki framar.
En við munum ætíð hafa þig í
minningunni um þann tíma sem
við áttum saman.
Elsku mamma, megi Guðs
englar vaka yfir þér og breiða
Sigurborg
Einarsdóttir
✝ Sigurborg Ein-arsdóttir fædd-
ist 4. janúar 1930 í
Reykjavík. Hún lést
13. ágúst 2015 á
Landspítalanum.
Útför Sigurborgar
fór fram frá Hjalla-
kirkju í Kópavogi
þann 25. ágúst
2015.
vængi sína yfir þig.
Okkur langar að
kveðja þig með
þessu fallega versi.
Ég þakka þau ár sem ég
átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug
minn fer,
þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn sonur,
Theodór Helgi, Jenný,
Theodór Páll og Benedikt.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
PÁLL ÞORSTEINSSON,
hjúkrunarheimilinu Eiri,
lést 19. ágúst á Landspítalanum.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. ágúst kl. 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóði barna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Vigdís Pálsdóttir,
Áslaug K. Pálsdóttir,
Þorsteinn Pálsson, Kristín Árnadóttir,
Páll Á. Pálsson, Sigríður H. Þorsteinsdóttir,
Gylfi Þór Pálsson, Grisell Cabero Pálsson,
Þuríður Vilhjálmsdóttir, Vigfús Ásgeirsson.
Okkar ástkæri
JÓNATAN EINARSSON,
fv. framkvæmdastjóri frá Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
17. ágúst. Minningarathöfn verður haldin í
Háteigskirkju fimmtudaginn 27.
ágúst kl. 15. Jarðsett verður frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 29. ágúst kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er
vinsamlega bent á Orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík,
rnr. 1176-18-911908, kt. 630169-5269.
.
Sigrún Óskarsdóttir,
Einar Jónatansson, Guðrún B. Magnúsdóttir,
Ester Jónatansdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Kristján Jónatansson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Elías Jónatansson, Kristín G. Gunnarsdóttir,
Heimir Salvar Jónatansson,
Karl Garðarsson,
Óskar Örn Garðarsson, Harpa Norðdahl,
Sigríður Anna Garðarsdóttir, Þórarinn Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur móðurbróðir og afi,
JÓN PÁLL BJARNASON
gítarleikari,
lést 16. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 28. ágúst
kl. 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Ása St. Atladóttir,
Sveinn Guðmundsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar
og tengdamóður,
RANNVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Lækjasmára 8.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Karitas og
líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir frábæra umönnun.
.
Guðjón Örn Kristjánsson,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Stefán Þórisson,
Ólafur Jón Guðjónsson, Eyrún Ásta Bergsdóttir,
Katrín Guðjónsdóttir,
Erla Björk Guðjónsdóttir, Gunnar Ólafsson,
Örn Már Guðjónsson, Sigrún Svava Gísladóttir
og fjölskyldur þeirra.
Það er nú ekki
langt síðan ég og
þú áttum góðar
stundir á þessu ári. Ég náði að
plata þig til að kaupa þér nýja
tölvu og sagðist ætla að hjálpa
þér með það. Var ekki lengi að
átta mig á því í hvað ég var bú-
inn að koma mér því hann afi
Ásgeir Már
Valdimarsson
✝ Ásgeir MárValdimarsson
fæddist 30. október
1942. Hann lést 15.
ágúst 2015.
Útför Ásgeirs
Más var gerð frá
Neskirkju 21. ágúst
2015.
minn er eins og
hann er og þeir
sem þekkja hann
best vita um hvað
ég er að tala. Áður
en ég vissi af var
ég nánast fluttur
til þín og átti æð-
islegan tíma með
þér.
Núna sit ég og
skrifa þessa minn-
ingargrein um þig
og vildi að ég gæti átt eina
góða stund með þér eins og við
áttum áður.
Ég á aldrei eftir að gleyma
þér. Þinn afastrákur,
Kristján Þór.