Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 92
92 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fáðu útrás fyrir löngun þína í tilbreyt- ingu með því að bregða út af vananum í dag. Ef þú hefur það í huga að þú ert þinnar eigin gæfu smiður ertu á réttri braut. 20. apríl - 20. maí  Naut Veltirðu vöngum yfir sömu spurning- unni aftur og aftur? Verður allt í lagi eftir breytingar? Styrktu þig í trúnni. Gerðu ekki of miklar kröfur til þín og gefðu þér lengri tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það koma upp óvæntar aðstæður í einkalífinu. Láttu því ekki hanka þig á því að hafa ekki unnið heimavinnuna þína. Allt tekur enda. Bæði gott og slæmt, ekki gleyma því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilver- unnar. Þú ættir að hvíla þig meira en þú gerir. Einhver þér nákominn þarfnast hjálpar þó að hann/hún biðji ekki um það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að sýna háttvísi í samskiptum í dag og ekki láta stjórna þér um of. Dragðu þig út úr aðstæðum sem þér líður illa í frekar en að þjösnast áfram í vanlíðan. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól í sinni. Hamingjan er eilíft langhlaup. 23. sept. - 22. okt.  Vog Erfiðleikarnir eru bara til að sigrast á þeim og þú ert nú betur í stakk búin/n en oft áður. Innri friður er mikilvægur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lítilfjörlegustu atvik geta leitt til styrjalda. Einhver náinn vill fá að vita alla málavöxtu í vissu máli. Þú átt erfitt með að þegja yfir leyndarmálum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er um að gera að taka öllum aðfinnslum vel. Þú ættir að skipuleggja frí fyrir fjölskylduna. Lengi býr að fyrstu gerð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástandið í heimsmálunum hefur sterk áhrif á þig í dag. Skiptu þér ekki af öðr- um og reyndu ekki að bjarga heiminum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt þú hafir skipulagt daginn vandlega geta alltaf komið upp atvik sem þú þarft að sinna fyrirvaralaust. Veldu þér ákveðin vekefni og leystu þau síðan eitt af öðru. Best er illu af lokið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Varastu að láta draga þig inn í deilur um mál sem þú átt enga aðild að. Láttu ein- föld vandamál ekki verða að fjallháum hindr- unum heldur leystu þau bara með bros á vör. Ígær birtist hér vísa ÓlafsStefánssonar, sem hann hafði sett á Leirinn, þar sem ég varð 77 ára á mánudaginn. Sr. Skírnir Garð- arsson tók síðan upp þráðinn og hélt áfram: „Ég held mikið uppá töluna 7, (ek um á bíl með nr. VD-777) Óska okkar manni allra heilla. Verkhagur er vísnakarl á vegi Lauga, Halldór með oss hefur auga, helst þó skáldalínum bauga. Skírnir bætir síðan við: „Þessi er dálítið djúp og þarf að lesa vel úr síðustu strófunni.“ Kveðja barst úr Mývatnssveit frá Friðriki og Hrönn: Ögn í hold og anda þinn ellin fer að naga, heiðurs karlinn Halldór minn heill þér alla daga. Páll Imsland heilsaði leirliði í að- draganda haustsins: Djöfull var drykkfelldur Frímann og drabbandi hreint allan tímann. Nú drekkur hann ekki. Það dável ég þekki nema drekki hann beint gegnum sím- ann. Sr. Skírnir Garðarsson greip bolt- ann og rifjaði upp: „Bóndi einn í Hreppum vildi ekki láta leggja símann inn í íbúðarhúsið. Hann sagði; „við skulum láta nægja að leggja símann í Múl- endann“. Ekki er vitað hversvegna. Múlaendinn var ca. 300 metra frá bænum. Í Múlendann Magnús oft skundaði á morgnana, þar hann sér dundaði. Þarna oft var hann að, ég veit ekki við hvað, máske ÁTVR við hann fundaði. Og bætti við: „Takk, Palli – þú komst mér á sporið hér!“ Hér eru vísur eftir Guðmund Guðmundsson (1849-1937) bóksala á Eyrarbakka: Mönnum glatt að gera sér gengur upp og niður. Hitt er satt að sérhver er sinnar gæfu smiður. Sýrudrukkur svölun lér, sýrudrukkur kætir, sýrudrukkur sætur er, sýran heilsu bætir. Og gömul vísa í lokin: Dýrafjarðardrósirnar dugar ekki að fala. Þær ætla að verða vitlausar, ef við þær á að tala. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af heiðurskörlum héðan og þaðan Í klípu „ÉG DÁIST AÐ VILJASTYRK ÞÍNUM. ÉG GET ALDREI HALDIÐ MIG VIÐ NEINN MEGRUNARKÚR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEFUR ÞÉR DOTTIÐ Í HUG AÐ SELJA ALÞINGI ÞESSA UPPSKRIFT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hjálpa til á heimilinu án þess að vera spurður. ROP! GÓÐUR! ÞÚ VILT EKKI HAFA NEINN ÞOKKA, ER ÞAÐ? NEIBB. EN HVERNIG FANNST ÞÉR ÞETTA STÓRA ROP? HELGA STÆRIR SIG AF ÞVÍ AÐ ÉG FARI ALLTAF SNEMMA FRAM ÚR... ... TIL AÐ KOMA HENNI Á ÓVART! EN ÉG BÍÐ ÞANGAÐ TIL HÚN ER FARIN AÐ SOFA! MUN VINNA FYRIR MAT MUN VINNA FYRIR MAT Tungumál geta verið svo marg-slungin, eins og Víkverji komst að þegar hann, þá um það bil tíu ára gamall, las sér til skemmtunar í Öldinni okkar, þeim ágæta bóka- flokki. Heldur rak hinn unga Vík- verja í vörðurnar þegar hann kom að hræðilegri frásögn um ungan dreng sem hafði samkvæmt bókinni dáið úr hor. Faðir Víkverja fullviss- aði hann um það að horinn í þessu tilviki væri ekki það sama og Vík- verji þekkti af eigin raun. x x x En það er ekki bara á íslenskusem forvitnileg orð og merking- ar er að finna. Víkverji rakst um daginn á hið stórmerkilega enska orð defenestration. Orðið á rætur að rekja til latínu og þýðist bókstaflega sem „útgluggun“, það er, sú aðgerð að fleygja einhverjum út um glugga, gjarnan með það að markmiði að viðkomandi lifi fallið ekki af. x x x Þegar menn fara svo að íhuga þaðhvers vegna nokkurt tungumál myndi hafa þörf á einu stöku sagn- orði til þess að lýsa slíkum viðburði segir það kannski ýmislegt um tíðni þess á þeim tíma þegar tungumálið var í mótun. Sem betur fer fyrir Ís- lendinga voru ekki margir gluggar á moldarkofunum okkar til þess að „útglugga“ fólk, og raunar ólíklegt að einhverjum hefði orðið meint af. x x x Í þessu samhengi er einnig áhuga-vert að íhuga það hvernig þýð- ingar á hinum ýmsu verkum geta breytt ásýnd setninga. Víkverji hef- ur til að mynda stundum leitað að setningum í verkum Williams Shakespeare, sem Helgi Hálfdanar- son þýddi svo listilega vel. Víkverji hefur gjarnan rekið sig á það að setningar sem á ensku þykja vera hápunktur þess sem það tungumál hefur að bjóða verða oftar en ekki æði hversdagslegar á íslenskunni í meðförum Helga. Að sama skapi eru sumar þær setningar þar sem Víkverja finnst Helga hafa tekist hvað best til við þýðinguna oftar en ekki fremur ómerkilegar og lítt þekktar á frummálinu. „Að vera eða ekki vera“ heldur sér þó þokkalega á flestöllum tungumálum. víkver- ji@mbl.is Víkverji „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jak 4.8a)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.