Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 6

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 BERLÍN – AÐVENTUFERÐIR 26. NÓV., 3., 10. OG 17. DES. Berlín er dásamleg á aðventunni. Á jólamörk- uðunum má finna ógrynni af fallegu jólaskrauti, jólavöru, handverki, gjafavöru og ýmsu góðgæti. Jólastemmningin í Berlín er ógleymanleg upplifun. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ 89.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli. Skipulagsyfirvöld á Seltjarnarnesi hafa frest þar til skrifstofutíma lýkur á morgun, föstudag, til að bregðast við kröfu lögmanns um að fram- kvæmdir verði stöðvaðar við nýtt fjöl- býlishús á Hrólfsskálamel. Töldu ná- grannar húsið of stórt. Fram kemur í bréfi lögmannsins, Páls Kristjánssonar hdl., til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála að nágrannar telji fram- kvæmdina brot á deiliskipulagi. „Þann 13. apríl 2015 samþykkti Skipulags- og umhverfisnefnd Sel- tjarnarnesbæjar áform um bygg- ingarleyfi 34 íbúða við Hrólfsskálamel 1-5, Seltjarnarnesi. Slíkt var gert þrátt fyrir andstöðu og mótmæli ná- granna er telja fyrirhugaða fram- kvæmd ganga gegn fyrirliggjandi samþykktu deiliskipulagi. Undir- ritaður gætir hagsmuna húsfélag- anna að Austurströnd 2-14… Með er- indi dags. 12.5.2015 var ákvörðun nefndarinnar … kærð og þess krafist að hún yrði felld úr gildi,“ skrifar Páll. Hann vísar svo til svars frá ritara nefndarinnar um að vegna anna gæti liðið jafnvel meira en ár þar til nefnd- in úrskurðaði í málinu. Með vísan í fyrirsjáanlega töf á afgreiðslu máls- ins krefst Páll þess að framkvæmdir verði stöðvaðar til bráðabirgða með úrskurði nefndarinnar. Þórður Ó. Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi, segir bæjarfélagið undirbúa viðbrögð við þessari kröfu um stöðvun fram- kvæmda. „Við ætlum að færa rök fyr- ir okkar sjónarmiðum og leggja inn hjá úrskurðarnefndinni. Við munum una úrskurði nefndarinnar,“ segir Þórður. baldura@mbl.is Stöðvi uppbyggingu á Nesinu Tölvuteikning/ASK arkitektar Hrólfsskálamelur 1-5 Upphaf fasteignafélag reisir þetta hús.  Lögmaður skrifar nefnd Morgunblaðið/RAX Húsgrunnur Byrjað er að slá upp fyrir fjölbýlishúsinu umdeilda á Nesinu. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ekki er hægt að segja að grunnskóla- starf hefjist friðsamlega í Reykjavík, en grunnskólakennarar í borginni sendu frá sér ályktun í gær, eftir fund trúnaðarmanna í fyrradag, þar sem segir m.a. að grundvallarhugmynda- fræði nýgerðs kjarasamnings sé brostin. Þeir segja stöðuna grafalvar- lega. Ástæðan er gæsla í frímínútum og matarhléum nemenda, en að sögn Rósu Ingvarsdóttur, formanns Kenn- arafélags Reykjavíkur, hafa kennarar í mörgum skólum í borginni verið skikkaðir í hana að þeim forspurðum. Hingað til hefur þessi gæsla verið greidd aukalega, en í nýjum kjara- samningum kennara er hún skil- greind sem B-verkefni, sem falla ekki undir kennslu. Vinnutími kennara er ákveðinn út frá vinnumati, sem er gert í samstarfi viðkomandi kennara og skólastjóra. Árleg vinnuskylda kennara er 1.800 klukkustundir og sé svigrúm fyrir önnur verkefni innan þess tíma- ramma, þegar önnur störf hafa verið tekin til, er skólastjóra heimilt að fela kennara verkefni á borð við gæslu. Rósa segir að einungis örfáir skóla- stjórar í Reykjavík hafi haldið vinnu- matsfundi með kennurum sínum. „Þarna er verið að fela kennurum verkefni án þess að það liggi fyrir hvort þeir hafi tíma til að sinna því. Fólki finnst að það sé ekki verið að fara eftir kjarasamningnum,“ segir Rósa. Mismunandi viðhorf Hún segir mismunandi hvernig kennarar hafi tekið í að sinna gæsl- unni. Misjafnt sé hversu mikla gæslu er um að ræða, allt frá einum frímín- útum á viku upp í tvær klukkustundir. Gæsla er ekki eina verkefnið sem getur fallið undir áðurnefndan B-þátt, t.d. falla þar undir tækjaumsjón og nemendaferðir. Spurð hvort viðbrögð kennara séu svona hörð vegna eðlis verkefnisins og hvort þau væru þau sömu væri um að ræða annars konar verkefni, segist Rósa ekkert geta full- yrt um það. „Kennarar líta misjöfnum augum á gæsluna. Sumir líta á frímín- útur sem óformlegt nám barnanna og finnst gott að geta fylgst með þeim úti á lóð, t.d. skoða samskiptin. Öðrum finnst eftir fimm ára háskólanám, að vera úti á lóð og passa börn ekki vera faglegt starf.“ Rósa segir pattstöðu komna upp í málinu. „Auðvitað þurfa skólastjórar að leysa gæsluna, en þeir hafa ákveðið að gera það svona flatt upp á alla, án þess að ganga frá vinnumatinu.“ Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri í Háaleitisskóla og vara- formaður Skólastjórafélags Reykja- víkur, segir að skólastjórar vinni þessa dagana að vinnumatinu. Þeim sækist það mishratt vegna mismikils fjölda kennara. Hún segist ekki kann- ast við að kennarar séu skikkaðir í gæslu ef þeir vilji ekki sinna henni og segist ekki hafa heyrt það frá öðrum skólastjórum í borginni. „Kennarar hafa alltaf getað neitað því að taka að sér gæslu og þetta er, eftir því sem ég best veit, yfirleitt gert í fullri sátt kennara og skólastjórnendur.“ Hanna Guðbjörg vinnur sjálf að vinunmati með kennurum Háaleitis- skóla þessa dagana og segir það ganga vel. Þó sé nokkuð um að erfitt geti reynst að koma öllum verkefnum kennara innan 1.800 klukkustunda rammans. Nauðsynlegt að fá svigrúm Málið var tekið fyrir á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær og í bókun fundarins segir m.a. að nauðsynlegt sé að skólasamfélagið fái svigrúm til að tryggja innleiðingu nýja samningsins í samráði skóla- stjórnenda og kennara. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir að í flestum grunnskólum fari vinnumatið nú fram í formi samtala kennara og skólastjóra og að því loknu muni liggja fyrir hverjir sinni gæslu. „Auðvitað höfum við áhyggjur af öryggi barnanna, ef gæslan er ekki mönnuð, en ég ber vonir til þess að málin skýrist eftir að vinnumatinu er lokið. Hvort það leysist, því get ég ekki svarað,“ segir Ragnar og segist ekki vita til þess að kennarar hafi ver- ið skikkaðir í gæslu. Mikil óánægja í byrjun skólaárs  Grunnskólakennarar í Reykjavík segja hugmyndafræði kjarasamningsins brostna  Segja vinnu- tímaskilgreiningu ekki liggja fyrir  Tvennum sögum fer af því hvort kennarar séu skikkaðir í gæslu Morgunblaðið/Eggert Að snæðingi Óvíst er hvernig gæslan í grunnskólum Reykjavíkur verður. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þriðjungur þeirra geislafræðinga sem starfa á Landspítalanum mun láta af störfum eftir tæpa viku, dragi þeir ekki uppsagnir sínar til baka. Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á starfsemina, m.a. þau að bið eftir skipulögðum aðgerðum myndi lengjast. Stjórnendur Landspítal- ans leita nú lausna, sem felast eink- um í bættum starfsaðstæðum. For- maður Félags geislafræðinga segir að um sé að ræða vanefndir á samningi frá 2013. Uppsagnir 20 af þeim 60 geisla- fræðingum sem starfa á sjúkrahús- inu munu taka gildi 1. september. Störfin hafa verið auglýst og ráðið í einhver þeirra, samkvæmt upplýs- ingum frá Landspítalanum. Myndgreiningar, sem geisla- fræðingar sjá um, eru lykilrann- sókn í öllum meðferðum. Verði uppsagnirnar ekki dregnar til baka þarf að endurskipuleggja alla starf- semina með tilheyrandi töfum sem bætast við þær raskanir sem hafa orðið vegna verkfalla geislafræð- inga, lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarna mánuði. Ljóst er að starfsemin verður skert. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nú unnið hörðum hönd- um að því að fá geislafræðingana til að draga uppsagnir sínar til baka, m.a. með því að bæta starfsaðstæð- ur þeirra, og eru áhersluatriðin mismunandi eftir því hvar á sjúkra- húsinu þeir vinna. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og á morgun munu stjórnendur spítalans funda með geislafræðingum og fara yfir málin. Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir að verið sé að vinna að lausn sem m.a. felist í að efna samning frá 2013. „Í því felst m.a. að geislafræðingar munu eiga fulltrúa í skipuriti sjúkrahússins,“ segir Katrín. „Einnig um ýmsar vinnuaðstæður, þetta snýr ekki að beinum launa- hækkunum.“ Lausna leitað vegna uppsagna  Úppsagnir geislafræðinga að taka gildi Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur verkfræðistof- unnar Verkís um aðgerðir til að bæta öryggi við Reykdalsstíflu, en þar voru tveir ungir drengir hætt komnir í apríl sl. þegar þeir hugðust sækja þangað bolta. Hvirfilmyndun í þró neðan yfirfalls stíflunnar hélt þeim niðri þannig þeir komust ekki upp. Grjótið stöðvar hvirflamyndun Í tillögum Verkís segir að lausnin sé óhefðbundin, en áhættunnar og kostnaðarins virði sé að láta á hana reyna. Felst hún í því að grjóthnull- ungum verði komið fyrir í skarðinu fyrir neðan yfirfallið, en hugmyndin er að þeir stöðvi hvirflamyndun í þrónni og dragi úr vatnsorkunni. Í tillögunum koma fram ítarlegar leið- beiningar um það af hvaða gerð steinarnir skuli vera og hvernig skuli koma þeim fyrir. Að auki er mælst til þess að hand- rið verði sett upp við stífluna og var- úðarskilti einnig. jbe@mbl.is Stíflan fyllt af stóru grjóti  Öryggi bætt við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði Morgunblaðið/Júlíus Stíflan Lón Reykdalsvirkjunar var hálftæmt eftir slysið síðastliðið vor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.