Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR auglýsir eftir nýjum söngmönnum í allar raddir! • Vandaður kórsöngur undir leiðsögn úrvalsstjórnanda • Virk þátttaka í tónlistarlífi þjóðarinnar • Framúrskarandi félagsskapur • Góð aðstaða og að jafnaði ein æfing í viku • Reglulegir viðburðir og skemmtanir • Kórferðalög innanlands sem utan • Hátíðartónleikar, alþjóðlegt kóramót og ýmsir viðburðir árið 2016 í tengslum við 100 ára afmæli kórsins Raddprufur verða haldnar í Fóstbræðraheimilinu miðvikudaginn 2. september nk. Skráning og nánari upplýsingar í síma 820 8582. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Stofnaður 1916 K OMDU Í KÓR I NN ! Vinstrisinnaði frambjóðandinnJeremy Corbyn hefur verið á mikilli siglingu í breska Verka- mannaflokknum, þótt helstu leið- togar flokksins að fornu og nýju hafi, án minnsta árangurs, varað ákaft við honum.    En nú brakar í.   Corbyn kynnti ívikunni tillögu sína um að sérstakir lestarvagnar fyrir kon- ur yrðu hafðir í breskum járn- brautum til að draga úr kynferð- islegri áreitni.    Þeim á Arabíuskaganum þykirþessi tillaga örugglega sjálf- sögð og undrast mest að Corbyn hafi ekki ákveðið að svipta kon- ur ökuskírteininu, svo þær verði síður úti að aka.    Full ástæða virðist vera fyrirkynjafræðadeildir íslenskra háskóla að nota tilefnið til að rannsaka vísindalega hvort kyn- ferðisleg áreitni hafi komist í hættumörk á Íslandi eftir að Rotary-hreyfingin ákvað, eftir áratuga íhugun, að heimila kon- um inngöngu í sína klúbba.    Hin framsækna og róttækaborgarstjórn mun örugg- lega taka vel í að skoða tillögur um að hafa sérstök hólf fyrir konur í SVR, eftir að fréttir bár- ust um að vitrustu vinstrimenn Bretlands væru að íhuga fyrr- nefnda skipan.    Kannski mun MannréttindaráðReykjavíkurborgar líta upp úr verkefnum sínum og skoða málið út í hörgul, fyrst það er komið á dagskrá. Það er alls ekki ólíklegt. Jeremy Corbyn Ný aðskilnaðar- stefna boðuð STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 rigning Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 13 skúrir Kaupmannahöfn 20 alskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 26 léttskýjað Dublin 16 skúrir Glasgow 16 léttskýjað London 17 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 25 léttskýjað Berlín 26 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 22 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 18 alskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:56 21:04 ÍSAFJÖRÐUR 5:51 21:18 SIGLUFJÖRÐUR 5:34 21:02 DJÚPIVOGUR 5:23 20:36 Háskólabúðin verður opnuð 1. september þar sem 10/11 er nú til húsa við Eggertsgötu í Reykjavík. Tryggvi Másson, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Há- skóla Íslands, segir ráðið hafa kann- að möguleikann á því hvort hægt væri að opna lágvöruverslun á háskólasvæðinu, enda vantaði slíka þjónustu þar. „Við ræddum við 10/11 og þau tóku mjög vel í hugmyndir okkar um lágvöruverðsverslun,“ segir Tryggvi við Morgunblaðið. „Eftir það fórum við á fullt að huga að nýju búðinni, en hún verður rekin af eigendum 10/ 11. Þarna verður boðið upp á vörur á lægra verði sem eru miðaðar við þarfir stúdenta.“ Að hans mati er löngu tímabært að opna lágvöruverðsverslun á há- skólasvæðinu. „Við höfum unnið að því í sumar að gera stúdentagarðana að þorpi; samfélagi þar sem fólk þarf ekki að leita út fyrir svæðið til að fá nauðsynlega þjónustu. Íbúar garð- anna geta því lifað bíllausum lífsstíl ef þeir kjósa og við teljum það mögu- legt með þessari verslun. Vonandi verður samstarfið farsælt, en við er- um mjög spennt fyrir þessu.“ Boðið upp á vörur á lægra verði  Háskólasvæðið verður eins og þorp Skólaakstur fatlaðra skólabarna fór vel af stað og var lítið um hnökra. Undirbúningur var langur og nám- skeið haldin með bílstjórum áður en skólahald hófst í vikunni. Töluvert var um að upplýsingar vantaði um farþega en úr því var bætt í sumar og hefur tölvukerfi Strætó, sem var harðlega gagnrýnt þegar það var tekið í notkun, stað- ið sig vel í upphafi nýs skólaárs, að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur, að- stoðarskólastjóra Klettaskóla. „Þetta er verkefni sem er að byrja, það eru allir að læra og hefur gengið prýðilega. Það var mjög góður undirbúningur að þessu verkefni sem var unnið í samráði við okkur, foreldra og aðra sem málinu tengjast og ég held að þetta hafi verið unnið af fag- mennsku. Þó að allir hlutir séu ekki 110% kemur það á endanum,“ segir Guðrún. Hún bendir á að foreldrar, nem- endur og aðrir sem tengist skól- anum séu sérlega ánægðir með nýju bílana sem börnunum er skutlað í. „Þetta eru flottir og mjög örugg- ir bílar. Þeir eru nýir og festingar fyrir hjólastóla og annað er í lagi. Foreldar hafa lengi kvartað undan festingum en nú loks eru börnin þeirra spennt, eins og þau eiga að vera,“ segir hún. benedikt@mbl.is Skólaakstur fatlaðra fór vel af stað  Mikil ánægja með ferðaþjónustu fatlaðra í upphafi skólaárs Morgunblaðið/Kristinn Bílar Ánægja er með nýja bíla sem notaðir er í ferðaþjónustu fatlaðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.