Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Íslendingar elska Skoda enda eru vandfundnari bílar sem henta íslenskum fjölskyldum betur. Þeir eru einstaklega rúmgóðir,
sparneytnir, endingargóðir og frábærir í endursölu. Komdu við hjá okkur í Heklu og prófaðu skemmtilega Skoda.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is
Eyðsla frá
3,8 l/100 km
2CO frá
99g/km 5 stjörnur í árekstrarprófi EuroNcap
SKEMMTILEGUR
ÁALLAVEGU
Nýr SKODAOctavia frá 3.420.000 kr.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við vissum að við sæjum eftirþví alla ævi ef við nýttumekki þetta tækifæri til aðflytja til Afríku. Við stukk-
um því út í djúpu laugina,“ segir Eva
Harðardóttir sem flutti til Malaví árið
2013 ásamt eiginmanni sínum, Lárusi
Jónssyni, og ungri dóttur þeirra,
Heru, en Eva réði sig þangað í vinnu
til þriggja ára sem menntunarsér-
fræðingur á vegum UNICEF. En
litla fjölskyldan hefur verið heima á
Íslandi frá því í vor, því Eva er í fæð-
ingarorlofi, hún eignaðist soninn Al-
exander í apríl. Þau fara aftur til
Malaví í september, enda á Eva eftir
að klára heilt ár af starfssamningn-
um.
„Það var dálítið töff fyrir okkur
að flytja til Afríku, en við vorum svo
heppin að Huld Ingimarsdóttir starf-
aði og bjó í Malaví þegar við komum
þangað fyrst og hún var okkar bjarg-
vættur. Hún tók á móti okkur og við
bjuggum heima hjá henni á meðan
við vorum að finna okkur samastað.
Við vorum alveg blaut á bak við eyrun
og vorum ekki með húsnæði þegar
við lentum. Það tók nokkrar vikur að
redda því, en í Malaví tekur allt miklu
Í Malaví tekur allt
lengri tíma en á Íslandi
Eva og Lárus kunna vel við sig í Malaví þar sem lífið er einfaldara og ekki sama
neyslubrjálæðið og á Vesturlöndum. Eva starfar þar á vegum UNICEF við að
móta menntastefnu, greina hvar vantar hjálp og finna út hvað er hægt að gera.
Gaman saman Hera dóttir Evu og Lárusar kann sérlega vel við sig í Malaví
og hefur eignast marga vini þar. Hér er hún með nokkrum vinkonum sínum.
Morgunblaðið/Golli
Litla fjölskyldan Hún stækkaði í vor: Lárus með Heru á herðunum og Eva
með Alexander í fanginu. Þau halda öll saman aftur til Malaví í september.