Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 11

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 11
Skóli Stúlkur í Malaví mæta fleiri hindrunum á menntaveginum en piltar. Þær giftast ungar og eignast fljótt börn. lengri tíma en á Íslandi, þar er svo- kallaður malavískur tími. Maður lær- ir smátt og smátt að aðlagast því.“ Hindranir á vegi stúlkna Þau búa í höfuðborginni Lilong- we og Eva vinnur á skrifstofu með rúmlega hundrað manns allstaðar að úr heiminum. „Starf okkar á menntamála- deildinni felst í því að móta mennta- stefnu, greina hvar vantar hjálp og finna út hvað er hægt að gera. Eftir- fylgni verkefna sem við setjum af stað er stór hluti af starfi okkar, að fara á staðinn og athuga hvort allt gangi vel og hvort verkefni skili ár- angri. Ég hef farið heilmikið út í þorpin til að ganga úr skugga um að verkefnin okkar skili kynjajafnrétti, því stúlkur í Malaví lenda miklu frek- ar í hindrunum á vegi sínum til menntunar. Þær giftast mjög ungar og eignast fljótt börn. Þær eru nýttar sem vinnuafl heima fyrir. Bróður- parturinn af því sem við gerum snýr að menntun stúlkna. Kennarar beita nemendur oft líkamlegum refsingum og ein leið til að bregðast við því er að efla endurmenntun kennara. Í Malaví er kennarastarf illa borgað og lítt virt. Við reynum að gera kerfið meira hvetjandi svo fólk vilji verða kenn- arar og geti lifað af launum sínum.“ Ólíkur skilningur á núna Malaví hefur verið undir mikilli harðstjórn lengi, það er stutt síðan þar var einræðisherra og Eva segir að menningin sé lituð af því. „Það tók mig tíma að átta mig á að í samskiptum við Malava þá þarf að ræða hlutina á ólíkan máta en hér heima. En það lærist að gera ráð fyrir þessu og bregðast við því. Til dæmis þegar maður spjallar við fólk og spyr hvort við eigum að gera eitthvað „núna“, þá eru góðar líkur á að það verði ekki gert alveg strax, en ef mað- ur spyr hvort við eigum að gera eitt- hvað „núna núna“, þá þýðir það virki- lega að hlutirnir eigi að gerast strax. Hera dóttir okkar hefur tileinkað sér þetta og segir stundum ef hún vill að ég komi strax: „Mamma geturðu komið núna núna.“ 150 börn og einn kennari Malaví er eitt fátækasta land í heimi og Eva segir að vissulega hafi það tekið á hana að verða vitni að mikilli örbirgð. „Í fyrstu ferðinni minni út í þorp fór ég í skóla þar sem voru 150 börn í einum bekk og með þeim var einn kennari. Það var búið að þjappa öllum saman og krakkarnir sátu nánast hvert ofan á öðru, sjálfsagt ekki búin að borða neitt þann daginn. Þetta var átakanlegt. Ég held að það hafi hjálp- að mér að takast á við þetta að ég er að vinna að breytingum, mér finnst vinnan mín skipta máli og skila ein- hverju til samfélagsins í Malaví,“ seg- ir Eva og bætir við að henni finnist magnað að verða vitni að því hverju fólk áorki við slakar aðstæður. Ekki neyslubrjálæði „Ég veit það er klisja, en það er staðreynd að fólkið í Malaví er yndis- legt, alltaf brosandi og rólegt. Lífið er einfaldara og rólegra í Malaví heldur en hér heima á Íslandi. Þó svo að það sé mikið að gera í vinnunni hjá mér, þá er mikill tími fyrir fjölskylduna eftir vinnu, af því það er ekki enda- laust úrval af afþreyingu eða hlutum til að kaupa. Þarna er ekki þetta neyslubrjálæði sem er á Vestur- löndum.“ Evu finnst starfið í Malaví ein- staklega skemmtilegt. „Þetta er frábær reynsla og mik- ill skóli. Helst vil ég halda áfram að vinna á þessu sviði og aldrei að vita hvað tekur við eftir að starfssamningi í Malaví lýkur. En það togar líka í mig að klára doktorsverkefnið mitt þar sem ég hef verið að rannsaka borgaravitund og mannréttindi í tengslum við menntun,“ segir Eva sem er uppeldis- og menntunarfræð- ingur með meistaragráðu í stefnu- mótun og stjórnun menntamála. Skólabörn Eva sýnir börnum í Malaví myndir sem hún tók af þeim. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 UNICEF var upphaflega stofnað eftir seinni heimsstyrjöldina með það markmið að veita neyðar- aðstoð til barna í Evrópu. „Ég fékk að upplifa hversu vel UNICEF er skipulagt þegar neyðar- ástand skapast, því að núna í jan- úar og febrúar urðu mikil flóð í Malaví, tíu héruð fóru algerlega á flot og heilu þorpin þurrkuðust út. Það þurfti að bjarga fólki á þurrt land og 120 skólar voru notaðir sem búðir fyrir þá sem var bjargað og höfðu misst heimili sín,“ segir Eva og bætir við að forsetinn í Malaví hafi kallað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð og allt hafi verið sett á hæsta stig neyðarhjálpar á skrifstofunni þar sem hún starfar. „Öllum starfsmönnum var sagt að leggja frá sér pennann og hætta tafarlaust í þeim verkefnum sem við vorum að sinna, því að við áttum að taka þátt í neyðar- aðstoðinni. Skipulagðir höfðu ver- ið hópar og sveitir og allir sendir á vettvang. Það var ótrúlegt að sjá hversu vel þetta virkaði. Þar sem ég var kasólétt á þessum tíma fór ég ekki á vettvang en ég var send til að aðstoða á samhæfingarstöð Sameinuðu þjóðanna, þar sem fyrsta neyðaráætlun var skipu- lögð. Ég vann þar í fjórar vikur og það var ómetanleg lífsreynsla fyrir mig.“ Eva segir að menntamáladeildin hennar hafi haldið skyndi- námskeið fyrir 150 malavíska kennara í því hvernig ætti að halda úti skóla sem voru á sama tíma neyðarstaðir fyrir heimilislausa eftir flóðin. „Við sendum þessa kennara út í þorpin til að vera leið- togar og kenna öðrum að veita stuðning, því að það er gríðarlega mikilvægt fyrir krakkana að geta verið í sinni rútínu og reglu á öruggu svæði þegar allt er á hvolfi í lífi þeirra, þau hafa misst heimili og jafnvel eru einhverjir ættingjar týndir. Þegar saman kemur mikið af fólki í sárri neyð aukast líkur á kynferðisafbrotum og ofbeldi.“ Eva tók þátt í neyðarhjálp FLÓÐIN MIKLU Í MALAVÍ Í UPPHAFI ÞESSA ÁRS Ljósmynd/UN.org Neyð Fjöldi fólks missti heimili sín í flóðunum og heilu þorpin fóru undir vatn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.