Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum sny rtivörum í á gúst SVIÐSLJÓS Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Fulltrúar sveitarfélaga og ríkis telja óljóst hver áhrif gerðardóms í deilu Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkisins verði á komandi kjaravið- ræður. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), sem inniheldur 22 þúsund meðlimi, á eftir að semja við sveitarfélögin og ríkið og miklir hagsmunir eru í húfi. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), segir að gerðardómurinn muni klárlega hafa áhrif á komandi kjaraviðræður, en sambandið á eftir að ljúka gerð yfir sextíu kjarasamn- inga. Spurður hvort sveitarfélögin hafi í hyggju að veita hærri launahækk- anir en hinn almenni vinnumarkaður segir Halldór svo ekki vera. „Ég hef alltaf sagt það, að hinn almenni vinnumarkaður markar þann ramma sem við ráðum við. Án al- menna vinnumarkaðarins væri ekk- ert ríki eða sveitarfélög. Þetta er engin eilífðarvél,“ segir Halldór. Mjög lítið svigrúm hjá sveit- arfélögunum fyrir hækkanir Halldór telur mjög lítið svigrúm vera eftir hjá sveitarfélögum fyrir launahækkanir. „Við höfum alltaf sagt að við viljum ekki semja fyrr en almenni vinnumarkaðurinn er búinn að semja. Við finnum það samt að það er ekki alveg bara almenni vinnumarkaðurinn sem hefur mark- að stefnuna fyrir okkur í þessu. Kjarasamningar framhaldsskóla- kennara höfðu t.d. áhrif á grunn- skólakennarsamningana. Við finnum það á sveitarfélögunum að síðustu kjarasamningar grunnskólakennara eru mjög þungir, þannig að við höf- um mjög lítið svigrúm til launa- hækkana. Það eru einungis 16 af 74 sveitarfélögum sem eru ekki með hámarksútsvar. Það er ljóst að það þarf enn og aftur að fara í góðar hag- ræðingaraðgerðir hjá sveitarfélög- unum,“ segir Halldór. Félögin misjafnlega uppbyggð Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að ekki sé auðvelt að átta sig á því hver áhrif gerðardóms verði á launakröf- ur. „Stéttarfélögin eru svo misjafn- lega uppbyggð. Ef við tökum t.d. BSRB, þá sýnist manni að það sé þeim ekkert sérstaklega til hagsbóta að taka upp þær forsendur sem gerðardómurinn gengur út á, miðað við hvað var samið um á hinum al- menna vinnumarkaði. Ef maður væri þeirra megin, þá sýndist manni samningar hins almenna vinnu- markaðar falla betur að hagsmunum þeirra félagsmanna. Þar var meira verið að semja um það að það eigi frekar að reyna að ýta undir þá sem eru lægra launaðir. Það er ekkert verið að horfa á það í tilviki gerð- ardómsins,“ segir Gunnar. „Okkar stefna er þannig séð óbreytt, að fylgja nokkurn veginn þeirri línu sem hefur verið mörkuð á hinum almenna vinnumarkaði,“ seg- ir Gunnar. Nóg að gera í Karphúsinu Margir fundir eru hjá Ríkissátta- semjara þessa dagana. Í dag fundar SA með Samtökum starfsmanna í fjármálafyrirtækjum (SSF). Í dag fundar Starfsmannafélag ríkis- starfsmanna, Sjúkraliðafélag Ís- lands og Landssamband lögreglu- manna með ríkinu og á morgun fundar Félag framhaldsskólakenn- ara með Tækniskólanum, en kenn- arar skólans hafa í tvígang fellt kjarasamninga. Þá stendur SÍS í viðamiklum viðræðum við fjölmörg stéttarfélög í Karphúsinu, þó þeim sé ekki verkstýrt af Ríkissáttasemj- ara. Áhrif gerðardómsins á kjaraviðræður óljós  Hið opinbera vill fylgja hækkunum á almennum markaði Morgunblaðið/Golli Karphúsið Halldór Halldórsson, formaður SÍS, segir lítið svigrúm vera til hækkana hjá sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög hafa hámarksútsvar. Sýningin Saga líknandi handa var opnuð á Akranesi ellefta júní síðast- liðinn. Á henni er sögu þeirra kvenna er komið hafa að hjúkrun á einn hátt eða annan gerð greinargóð skil með myndum, viðtölum og söguágripum auk þess sem ýmsir munir úr sjúkra- sögunni eru til sýnis. Sýningin er til húsa í Guðnýjarstofu í Görðum á Akranesi og verður opin til sept- emberloka. Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfull- trúi á Akranesi, átti upptökin að sýn- ingunni og er ein þeirra sem vann að því að gera hana að veruleika. Hún segir sýninguna lið í því að veita við- urkenningu þeim alþýðuafreks- konum sem unnu hér erfið störf við ekki síður erfiðar aðstæður en tilefni sýningarinnar var hundrað ára af- mæli kosningaréttar kvenna. Kölluð hvíti engillinn Ein þeirra kvenna sem sett er í sviðsljósið á sýningunni er Sigurlín Gunnarsdóttir frá Steinsstöðum á Akranesi. „Hún er ein af tveimur fyrstu hjúkrunarkonum sem hófu störf við opnun sjúkrahússins á Akranesi árið 1952,“ sagði Ingibjörg. „Þar hljóp hún í öll störf. Ef það vantaði blóð þá fór hún og fann blóð- gjafa, tók blóðið, undirbjó það og gaf sjúklingnum það sjálf að lokum. Það var því ekki að ósekju að hún var kölluð hvíti engillinn af sjúklingum í bænum.“ Sigurlín starfaði síðar sem hjúkrunarstjóri á Borgarspítalanum og ritaði sögu hans. Hægt er að horfa á viðtal við hana á sýningunni. Meðal þeirra muna úr hjúkr- unarsögunni sem sjá má á sýning- unni eru búningar hjúkrunarkvenna frá árum áður. Þeir fengust að láni frá Þjóðminjasafninu en einn þeirra tilheyrði móður Vigdísar Finn- bogadóttur og var nýttur sem nk. ferðabúningur. Alþýðuafrekskonur í sviðsljósinu  Sögu hjúkrunar- kvenna á Akranesi gerð skil á sýningu Ljósmynd/Myndsmiðjan Tveir tímar Sigurlín var viðstödd opnun sýningarinnar. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Svonefnt skattaspor samstæðu Síldarvinnslunnar nam 4,6 milljörðum króna árið 2014 samkvæmt útreikn- ingum Deloitte. Þar af greiddi sam- stæðan 3,1 milljarð í skatta og opinber gjöld. Innheimtir skattar námu um 1,5 milljörðum króna. Það eru stað- greiðsla af launum starfsfólks og fjár- magnstekju-skattur af arðgreiðslum. Árið 2013 greiddi félagið 3,5 millj- arða í opinbera sjóði og innheimti 1,7 milljarða, alls 5,2 milljarða. Heildar- skattar og opinber gjöld sem falla til vegna starfsemi Síldarvinnslunnar nema því um 9,8 milljörðum á tveimur árum. Síldarvinnslan greiddi því um 600 milljónir meira á árinu 2013 en á árinu 2014 í opinbera sjóði. Enn fremur nam skattaspor Síldarvinnslunnar um 1,6 milljónum króna á hvern starfs- mann árið 2014 og 1,9 milljónum króna árið 2013. Meðallaun í sam- stæðunni voru um ein milljón króna á mánuði. Þegar kemur að skattaspori fyrir hvert kíló af aflaheimildum nem- ur það um 104 krónum á hvert kíló aflaheimilda. Greiddu rúmlega 900 milljónir í veiðigjöld árið 2014 Sjálf veiðigjöldin námu 909 milljón- um króna árið 2014 en um 954 millj- ónum árið 2013. Veiðigjöldin sem hlutfall af heildarskattaspori eru því tæplega 20% árið 2014 en um 18% ár- ið 2013. Sem hlutfall af skattaspori hafa veiðigjöldin því aukist sem nem- ur tveimur prósentustigum. Árið 2013 hagnaðist Síldarvinnslan um 5,5 milljarða að því er kemur fram í frétt mbl.is frá því fyrr á árinu. Samkvæmt því er skattaspor sam- stæðunnar 94% af hagnaði Síldar- vinnslunnar. Virðisaukaskattur er ekki hluti af skattasporinu en árið 2014 nam inn- skattur rúmlega 2,2 milljörðum en útskattur aðeins um 700 milljónum króna. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Síldarvinnslan Skattaspor samstæðunnar nam samanlagt 9,8 milljörðum á síðustu tveimur árum en veiðigjöldin nema um 18-20% af skattasporinu. 4,6 milljarðar til hins opinbera Skattaspor » Skattaspor er aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta. » Til skattaspors teljast greiddir skattar og opinber gjöld, s.s. veiðigjöld, tekju- skattur, tryggingagjald og líf- eyrisgreiðslur, en einnig inn- heimtir skattar, s.s. tekjuskattur starfsmanna og fjármagnstekjuskattur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.