Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Jólaferð til Birmingham Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Glæný jólaferð til einnar mestu verslunarborgar Evrópu sem býður upp á einn stærsta jólamarkað Bretlands. Ferð sem færir þér jólastemninguna beint í æð. Sp ör eh f. 26. - 30. nóvember Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um Birmingham! BAKSVIÐ Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Svo virðist sem samkeppni í lang- tímabílaleigu sé orðin veruleg, en hægt er að leigja nýlegan smábíl fyrir minna en 50 þúsund krónur á mánuði, þar sem tryggingar, bif- reiðagjöld og ýmis annar rekstr- arkostnaður er innifalinn. Þetta kemur í ljós eftir úttekt Morg- unblaðsins á svokallaðri lang- tímaleigu á bílum. Bílaleigurnar Hertz, Avis, Sixt, Thrifty Cars og Ratio veittu leyfi til að birta upp- lýsingar um verð og þjónustu. Í öllum tilvikum eru kaskótrygg- ing, bifreiðagjöld og regluleg dekkjaskipti og smurþjónusta auk hefðbundins viðhalds innifalin, þó að mismikið viðhald sé innifalið hjá fyrirtækjunum. Öll bjóða upp á bæði skammtíma- og lang- tímaleigu, þó svo að Ratio leggi höfuðáherslu á langtímaleigu til fyrirtækja. Verð hér að neðan mið- ast við 1.150-1.750 kílómetra akstur á mánuði. Hertz með Toyota og Skoda Hertz leigir út bíla í öllum stærð- um. Leigutími er frá einum til 48 mánaða með umsemjanlegum upp- sagnarfresti. Leigutaki getur feng- ið tímabundið stærri bíl eða aðra tegund gegn gjaldi. Lendi hann í óhappi útvegar Hertz annan bíl samdægurs án aukagjalds. Ódýrasti bíllinn sem Hertz býður upp á er beinskiptur Toyota Aygo, árgerðir 2013-2014. Þar kostar vetrarleiga, sem er 1-9 mánuðir, 48.900 kr. mánaðarlega. Það verð hækkar svo upp í 59.100 kr. sé leigt í 12-18 mánuði. Beinskiptur Toyota Yaris sömu árgerðar kostar 59.200 kr. fyrir vetrarleigu og beinskiptur Toyota Auris kostar 67.100 kr. á mánuði miðað við vetrarleigu. Þá hækkar verðið allverulega, sé ósk- að eftir Skoda Octavia 4x4 skutbíl, Toyota Rav4 jepplingi eða fimm manna Toyota Land Cruiser. Innifalið í verði er 1.750 kíló- metrar á mánuði, skyldu- og kaskó- trygging með 150-195.000 kr. sjálfsábyrgð í hverju tjóni, þjón- ustueftirlit, mánaðarleg þrif, virð- isaukaskattur, bifreiðagjöld og annar rekstrarkostnaður á borð við hjólbarða, smurþjónustu, þurrku- blöð og perur. Auk þess fást 1- 2.000 vildarpunktar fyrir leiguna. Chevrolet og fleira hjá Sixt Bílarnir frá Sixt eru rétt rúm- lega árs gamlir þegar þeir fara í langtímaleigu og því er alltaf um nýlega bíla að ræða. Hægt er að leigja bíl í 1-36 mánuði, auk þess sem boðið er upp á níu mánaða vetrarleigu sem miðast við 1. sept- ember til 1. júní. Ódýrasti bíll Sixt er Chevrolet Spark. Sé vetrarleiga valin kostar hann 49.900 kr. á mánuði. Það verð hækkar óverulega sé leigt til 12 mánaða. Chevrolet Aveo kostar 65.900 á mánuði sé miðað við vetrarleigu en 76.500 kr. sé miðað við 12 mánuði. Chevrolet Trax kostar 89.900 kr. á mánuði miðað við vetrarleigu en 99.900 kr. miðað við árs leigu. Þá kostar sjö sæta Chevrolet Captiva 124.900 kr. mánaðarlega miðað við vetrarleigu en 144.900 kr. miðað við ársleigu. Í verðinu er innifalið leigugjald, kaskótrygging, bifreiðagjöld, virðisaukaskattur, smur- og þjón- ustuskoðanir, dekk og dekkja- skipti, auk almenns viðhalds. Þá fást 2.500-5.000 vildarpunktar fyrir leiguna, eftir lengd leigutímans. Verð miðast við 1.250 kílómetra á mánuði en einnig er hægt að óska eftir 1.650. Avis m.a. með Hyundai Avis bílaleiga býður upp á vetrarleigu þar sem leigutími hefst í september eða október og lýkur í maí. Einnig er boðið upp á lang- tímaleigu sem varir í 1-3 ár. Ódýr- asti kosturinn í langtímaleigu er 42.950 krónur á mánuði en verðið breytist eftir tegund og árgerð bíla, sem og leigutíma. Sem annað dæmi má nefna að Hyundai I30 árgerð 2014 kostar 77.517 kr. á mánuði, sé hann leigð- ur í þrjú ár. Hins vegar kostar Hy- undai I20 árgerð 2014 64.900 kr. á mánuði sé miðað við vetrarleigu. Lendi leigutaki í tjóni eða óhappi fæst annar bíll samdægurs án aukagjalds. Þá er hægt, sé um langtímaleigu að ræða, að uppfæra í stóran bíl, jeppa eða skutbíl gegn vægu gjaldi og skipta þannig yfir á hentugri bíl fyrir ferðalagið. Innifalið í verði er bifreiðagjöld, tryggingar, árstíðabundin dekkja- skipti, olíuskipti og allt hefðbundið viðhald. Verð miðast við 1.650 kíló- metra á mánuði. Þrjár stærðir hjá Thrifty Cars Thrifty Cars býður þrjár stærðir bíla; smábíl, miðstærð og jeppling, en bílarnir eru 15 mánaða eða eldri. Sé miðað við 6-12 mánaða leigu kostar smábíll frá 48.990 krónum á mánuði, miðstærð kostar frá 76.990 kr. og jepplingur frá 129.990 kr. á mánuði. Í verðinu er gert ráð fyrir 1.250 eknum kílómetrum á mánuði. Sé vetrarleiga valin, sem getur ver- ið á bilinu 3-7 mánuðir, lækkar verðið niður í 43.990 kr., 69.990 kr. og 116.990 kr. á mánuði. Gert er þá ráð fyrir 1.150 eknum kílómetrum. Annað verð gildir sé bíll leigður til skemmri tíma en þriggja mánaða. Innifalið í verðinu er ástands- og dekkjaskoðun eða -skipti að vori og hausti, sem og tólf mánaða þjón- ustuskoðun með smurþjónustu. Sé bíllinn í þjónustuskoðun, bilar, tjó- nast eða verður óökufær útvegar Thrifty annan bíl án aukagjalds. Ratio með áherslu á atvinnubíla Ratio hf. leggur áherslu á leigu til fyrirtækja og býður upp á flota- þjónustu með atvinnubíla og -tæki. Boðið er upp á leigutíma frá hálfu ári til fimm ára en hefðbundin lengd samnings hjá fyrirtækinu eru tvö til þrjú ár. Þar af leiðandi er al- mennt ekki boðið upp á vetrarleigu sérstaklega, þó svo að möguleiki sé á styttri samningnum. Fyrirtækið er óháð einstökum tegundum en sem dæmi er hægt að leigja Renault Kangoo-sendibíl til 36 mánaða fyrir 59.900 krónur á mánuði með virðisaukaskatti. Inni- falið í verðinu er reglubundnar þjónustuskoðanir, viðhald slitflata, ábyrgðar- og kaskótrygging, bif- reiðagjöld og öll dekkjaþjónusta. Mikil samkeppni í bílaleigu  Hægt að leigja bíl yfir vetrarmánuðina á undir 50 þúsund á mánuði í 1-48 mánuði í senn  Tryggingar, bifreiðagjöld, dekkjaskipti og ýmis viðhaldsþjónusta innifalin í verðinu Morgunblaðið/Ernir Bílaleiga Hagkvæmara getur verið í heildina að leigja bíl en að eiga og reka hann, sérstaklega þegar mikil samkeppni er á bílaleigumarkaði. Hjá Hertz er hægt að leigja beinskiptan Toyota Aygo, árg. 2013-14, á 48.900 kr. á mán- uði miðað við vetrarleigu en 53.800 kr. miðað við tvö ár. Chevrolet Spark, árg. 2014,kostar í vetrarleigu 49.900 krónur á mánuði hjá Sixt. Sami bíll kostar 50.500 kr. á mánuði, sé leigt í 36 mánuði. Hyundai I20, árg. 2014, er á 64.900 á mánuði miðað við vetrarleigu hjá Avis en 77.517 kr. miðað við 36 mánuði. Lægsta langtímaleiguverð Avis er hins vegar á bíl í langtíma- leigu frá 42.950 kr. á mánuði. Ódýrasti smábíllinn í 3-7 mánaða vetrarleigu hjá THrifty Cars er á 43.990 kr. á mánuði. Ratio leigir út Renault Kangoo-sendibíl, árg. 2012, til 36 mánaða fyrir 59.900 krónur á mánuði. Ódýrt að leigja smábíl BÍLALEIGUR „Þetta er tímamótasamningur, að okkar mati, fyrir hestaíþróttina,“ sagði Linda B. Gunnlaugsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Spretts. Félagið skrifaði í gær undir samning við fyrirtækið Sam- skip, sem verður aðalstyrktaraðili þess næstu sjö árin. Samningurinn felur í sér að reiðhöll félagsins fær heitið Samskipahöllin og keppnis- völlurinn heitið Samskipavöllurinn. „Það hefur verið erfitt fyrir hestaíþróttina að fá styrktarsamn- inga en Samskip stukku á tæki- færið. Við fáum nú góðan styrk frá fyrirtækinu, sem mun nýtast okk- ur vel við að styrkja starf félags- ins og rekstur enn frekar,“ sagði Linda. Einnig voru undirritaðir samn- ingar félagsins við fyrirtækið Glugga og Gler um áframhaldandi kostun þess á röð fimm móta Spretts fyrir áhugamenn í hesta- íþróttum, en fyrirtækið kostaði hana einnig í fyrravetur. Linda segir deildina nýjung hjá Spretti sem sé ætluð grasrótinni í hestaíþróttum. „Það er gaman að geta gert eitthvað fyrir áhuga- mennina og sömuleiðis að sjá hvað mótin tókust vel í fyrra.“ Sprettur í Samskipahöll Ljósmynd/Helena Ríkey Leifsdóttir Kostun Samningar Spretts og Samskipa undirritaðir í reiðhöll félagsins.  Gluggar og Glerdeildin áfram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.