Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Jólaferð til Birmingham
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Glæný jólaferð til einnar mestu
verslunarborgar Evrópu sem býður upp á
einn stærsta jólamarkað Bretlands. Ferð
sem færir þér jólastemninguna beint í æð.
Sp
ör
eh
f.
26. - 30. nóvember
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mikið innifalið m.a. skoðunarferð
um Birmingham!
BAKSVIÐ
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Svo virðist sem samkeppni í lang-
tímabílaleigu sé orðin veruleg, en
hægt er að leigja nýlegan smábíl
fyrir minna en 50 þúsund krónur á
mánuði, þar sem tryggingar, bif-
reiðagjöld og ýmis annar rekstr-
arkostnaður er innifalinn. Þetta
kemur í ljós eftir úttekt Morg-
unblaðsins á svokallaðri lang-
tímaleigu á bílum. Bílaleigurnar
Hertz, Avis, Sixt, Thrifty Cars og
Ratio veittu leyfi til að birta upp-
lýsingar um verð og þjónustu.
Í öllum tilvikum eru kaskótrygg-
ing, bifreiðagjöld og regluleg
dekkjaskipti og smurþjónusta auk
hefðbundins viðhalds innifalin, þó
að mismikið viðhald sé innifalið hjá
fyrirtækjunum. Öll bjóða upp á
bæði skammtíma- og lang-
tímaleigu, þó svo að Ratio leggi
höfuðáherslu á langtímaleigu til
fyrirtækja. Verð hér að neðan mið-
ast við 1.150-1.750 kílómetra akstur
á mánuði.
Hertz með Toyota og Skoda
Hertz leigir út bíla í öllum stærð-
um. Leigutími er frá einum til 48
mánaða með umsemjanlegum upp-
sagnarfresti. Leigutaki getur feng-
ið tímabundið stærri bíl eða aðra
tegund gegn gjaldi. Lendi hann í
óhappi útvegar Hertz annan bíl
samdægurs án aukagjalds.
Ódýrasti bíllinn sem Hertz býður
upp á er beinskiptur Toyota Aygo,
árgerðir 2013-2014. Þar kostar
vetrarleiga, sem er 1-9 mánuðir,
48.900 kr. mánaðarlega. Það verð
hækkar svo upp í 59.100 kr. sé leigt
í 12-18 mánuði. Beinskiptur Toyota
Yaris sömu árgerðar kostar 59.200
kr. fyrir vetrarleigu og beinskiptur
Toyota Auris kostar 67.100 kr. á
mánuði miðað við vetrarleigu. Þá
hækkar verðið allverulega, sé ósk-
að eftir Skoda Octavia 4x4 skutbíl,
Toyota Rav4 jepplingi eða fimm
manna Toyota Land Cruiser.
Innifalið í verði er 1.750 kíló-
metrar á mánuði, skyldu- og kaskó-
trygging með 150-195.000 kr.
sjálfsábyrgð í hverju tjóni, þjón-
ustueftirlit, mánaðarleg þrif, virð-
isaukaskattur, bifreiðagjöld og
annar rekstrarkostnaður á borð við
hjólbarða, smurþjónustu, þurrku-
blöð og perur. Auk þess fást 1-
2.000 vildarpunktar fyrir leiguna.
Chevrolet og fleira hjá Sixt
Bílarnir frá Sixt eru rétt rúm-
lega árs gamlir þegar þeir fara í
langtímaleigu og því er alltaf um
nýlega bíla að ræða. Hægt er að
leigja bíl í 1-36 mánuði, auk þess
sem boðið er upp á níu mánaða
vetrarleigu sem miðast við 1. sept-
ember til 1. júní.
Ódýrasti bíll Sixt er Chevrolet
Spark. Sé vetrarleiga valin kostar
hann 49.900 kr. á mánuði. Það verð
hækkar óverulega sé leigt til 12
mánaða. Chevrolet Aveo kostar
65.900 á mánuði sé miðað við
vetrarleigu en 76.500 kr. sé miðað
við 12 mánuði. Chevrolet Trax
kostar 89.900 kr. á mánuði miðað
við vetrarleigu en 99.900 kr. miðað
við árs leigu. Þá kostar sjö sæta
Chevrolet Captiva 124.900 kr.
mánaðarlega miðað við vetrarleigu
en 144.900 kr. miðað við ársleigu.
Í verðinu er innifalið leigugjald,
kaskótrygging, bifreiðagjöld,
virðisaukaskattur, smur- og þjón-
ustuskoðanir, dekk og dekkja-
skipti, auk almenns viðhalds. Þá
fást 2.500-5.000 vildarpunktar fyrir
leiguna, eftir lengd leigutímans.
Verð miðast við 1.250 kílómetra á
mánuði en einnig er hægt að óska
eftir 1.650.
Avis m.a. með Hyundai
Avis bílaleiga býður upp á
vetrarleigu þar sem leigutími hefst
í september eða október og lýkur í
maí. Einnig er boðið upp á lang-
tímaleigu sem varir í 1-3 ár. Ódýr-
asti kosturinn í langtímaleigu er
42.950 krónur á mánuði en verðið
breytist eftir tegund og árgerð bíla,
sem og leigutíma.
Sem annað dæmi má nefna að
Hyundai I30 árgerð 2014 kostar
77.517 kr. á mánuði, sé hann leigð-
ur í þrjú ár. Hins vegar kostar Hy-
undai I20 árgerð 2014 64.900 kr. á
mánuði sé miðað við vetrarleigu.
Lendi leigutaki í tjóni eða óhappi
fæst annar bíll samdægurs án
aukagjalds. Þá er hægt, sé um
langtímaleigu að ræða, að uppfæra
í stóran bíl, jeppa eða skutbíl gegn
vægu gjaldi og skipta þannig yfir á
hentugri bíl fyrir ferðalagið.
Innifalið í verði er bifreiðagjöld,
tryggingar, árstíðabundin dekkja-
skipti, olíuskipti og allt hefðbundið
viðhald. Verð miðast við 1.650 kíló-
metra á mánuði.
Þrjár stærðir hjá Thrifty Cars
Thrifty Cars býður þrjár stærðir
bíla; smábíl, miðstærð og jeppling,
en bílarnir eru 15 mánaða eða eldri.
Sé miðað við 6-12 mánaða leigu
kostar smábíll frá 48.990 krónum á
mánuði, miðstærð kostar frá 76.990
kr. og jepplingur frá 129.990 kr. á
mánuði. Í verðinu er gert ráð fyrir
1.250 eknum kílómetrum á mánuði.
Sé vetrarleiga valin, sem getur ver-
ið á bilinu 3-7 mánuðir, lækkar
verðið niður í 43.990 kr., 69.990 kr.
og 116.990 kr. á mánuði. Gert er þá
ráð fyrir 1.150 eknum kílómetrum.
Annað verð gildir sé bíll leigður til
skemmri tíma en þriggja mánaða.
Innifalið í verðinu er ástands- og
dekkjaskoðun eða -skipti að vori og
hausti, sem og tólf mánaða þjón-
ustuskoðun með smurþjónustu. Sé
bíllinn í þjónustuskoðun, bilar, tjó-
nast eða verður óökufær útvegar
Thrifty annan bíl án aukagjalds.
Ratio með áherslu á atvinnubíla
Ratio hf. leggur áherslu á leigu
til fyrirtækja og býður upp á flota-
þjónustu með atvinnubíla og -tæki.
Boðið er upp á leigutíma frá hálfu
ári til fimm ára en hefðbundin
lengd samnings hjá fyrirtækinu eru
tvö til þrjú ár. Þar af leiðandi er al-
mennt ekki boðið upp á vetrarleigu
sérstaklega, þó svo að möguleiki sé
á styttri samningnum.
Fyrirtækið er óháð einstökum
tegundum en sem dæmi er hægt að
leigja Renault Kangoo-sendibíl til
36 mánaða fyrir 59.900 krónur á
mánuði með virðisaukaskatti. Inni-
falið í verðinu er reglubundnar
þjónustuskoðanir, viðhald slitflata,
ábyrgðar- og kaskótrygging, bif-
reiðagjöld og öll dekkjaþjónusta.
Mikil samkeppni í bílaleigu
Hægt að leigja bíl yfir vetrarmánuðina á undir 50 þúsund á mánuði í 1-48 mánuði í senn
Tryggingar, bifreiðagjöld, dekkjaskipti og ýmis viðhaldsþjónusta innifalin í verðinu
Morgunblaðið/Ernir
Bílaleiga Hagkvæmara getur verið í heildina að leigja bíl en að eiga og reka hann, sérstaklega þegar mikil samkeppni er á bílaleigumarkaði.
Hjá Hertz er hægt að leigja
beinskiptan Toyota Aygo, árg.
2013-14, á 48.900 kr. á mán-
uði miðað við vetrarleigu en
53.800 kr. miðað við tvö ár.
Chevrolet Spark, árg.
2014,kostar í vetrarleigu
49.900 krónur á mánuði hjá
Sixt. Sami bíll kostar 50.500
kr. á mánuði, sé leigt í 36
mánuði.
Hyundai I20, árg. 2014, er á
64.900 á mánuði miðað við
vetrarleigu hjá Avis en 77.517
kr. miðað við 36 mánuði.
Lægsta langtímaleiguverð Avis
er hins vegar á bíl í langtíma-
leigu frá 42.950 kr. á mánuði.
Ódýrasti smábíllinn í 3-7
mánaða vetrarleigu hjá THrifty
Cars er á 43.990 kr. á mánuði.
Ratio leigir út Renault
Kangoo-sendibíl, árg. 2012, til
36 mánaða fyrir 59.900 krónur
á mánuði.
Ódýrt að
leigja smábíl
BÍLALEIGUR
„Þetta er tímamótasamningur, að
okkar mati, fyrir hestaíþróttina,“
sagði Linda B. Gunnlaugsdóttir,
formaður Hestamannafélagsins
Spretts. Félagið skrifaði í gær
undir samning við fyrirtækið Sam-
skip, sem verður aðalstyrktaraðili
þess næstu sjö árin. Samningurinn
felur í sér að reiðhöll félagsins fær
heitið Samskipahöllin og keppnis-
völlurinn heitið Samskipavöllurinn.
„Það hefur verið erfitt fyrir
hestaíþróttina að fá styrktarsamn-
inga en Samskip stukku á tæki-
færið. Við fáum nú góðan styrk frá
fyrirtækinu, sem mun nýtast okk-
ur vel við að styrkja starf félags-
ins og rekstur enn frekar,“ sagði
Linda.
Einnig voru undirritaðir samn-
ingar félagsins við fyrirtækið
Glugga og Gler um áframhaldandi
kostun þess á röð fimm móta
Spretts fyrir áhugamenn í hesta-
íþróttum, en fyrirtækið kostaði
hana einnig í fyrravetur.
Linda segir deildina nýjung hjá
Spretti sem sé ætluð grasrótinni í
hestaíþróttum. „Það er gaman að
geta gert eitthvað fyrir áhuga-
mennina og sömuleiðis að sjá hvað
mótin tókust vel í fyrra.“
Sprettur í Samskipahöll
Ljósmynd/Helena Ríkey Leifsdóttir
Kostun Samningar Spretts og Samskipa undirritaðir í reiðhöll félagsins.
Gluggar og
Glerdeildin áfram