Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 30
VIÐTAL
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Það eru forréttindi að fá að vinna í
torfbæ. Eftir því sem maður er hérna
lengur þykir manni vænna um bæinn
og söguna. Þetta er fyrsta sumarið
mitt á Grenjaðarstað og mér finnst
skemmtilegt að sjá upplifun ferða-
mannanna sem hingað koma,“ segir
Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðfræðingur
frá Haga í Aðaldal, en hún hefur unn-
ið ásamt fleirum við leiðsögn í
byggðasafninu á Grenjaðarstað í
sumar og tekið á móti mörgum gest-
um. Aðsókn hefur heldur aukist, sér-
staklega eru það útlendingarnir sem
eru fleiri þetta árið.
Sigurlaug vann auk þessa að for-
vörsluverkefni á staðnum í júní og
júlí. Henni til aðstoðar var grísk
stúlka sem er listfræðinemi, en um
mikið verk var að ræða.
Það snerist um að hreinsa alla sýn-
ingargripi í gamla bænum og öll sýn-
ingarrými og nú er mjög gott ástand
á munum safnsins og raunar sjálfum
bænum þar sem hann hefur að mörgu
leyti fengið gott viðhald.
Mikill bær og margir munir
Torfbær þessi þótti á sínum tíma
mestur og reisulegastur allra bæja í
Þingeyjarsýslum, en elsti hluti hans
er reistur árið 1865. Sr. Benedikt
Kristjánsson sem var prestur á
staðnum 1877-1907 lét endurnýja bæ-
inn að öllu leyti nema austurdyr og
norðurstofu.
Á hans dögum var margt í heimili
og oft nærri 30 manns. Seinna og með
breyttum búskaparháttum fækkaði
fólki nokkuð og í manntali 1915 eru
heimilismenn 15 á Grenjaðarstað.
Síðasti presturinn sem bjó í bænum
ásamt sínu fólki var sr. Þorgímur Sig-
urðsson og árið 1949 lauk þar búsetu.
Sumarið 1955, fyrir forgöngu
Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar,
hófst gagnger viðgerð á bænum, þar
sem reynt var að færa hann í upp-
runalegt horf. Viðgerð tók sinn tíma
en 9. júlí 1958 var bærinn formlega
opnaður sem byggðasafn. Hafði þá
verið komið fyrir nokkuð á annað
þúsund munum í flestum húsum bæj-
arins sem fólkið í héraðinu hafði gefið
til safnsins.
Útveggir Grenjaðarstaðarbæj-
arins hafa allir verið endurhlaðnir.
Þeir eru að mestu tvíhlaðnir úr
hraungrýti án torfs á milli steinanna.
Innan við þá er hraunmulningur, en
veggir að öðru leyti fylltir með mold.
Safnakvöld í Þingeyjarsýslum
Fyrir nokkrum árum var hlöðu-
bygging skammt norðan við gamla
bæinn innréttuð sem þjónustuhús og
er þar ákjósanleg aðstaða fyrir gesti
og starfsmenn.
Margir vilja lífga upp á söfnin í
héraðinu og stóð Menningarmiðstöð
Þingeyinga fyrir kvöldopnun frá kl.
19-21 um síðastliðna helgi í fjórum
söfnum, þ.e. Byggðasafninu á Grenj-
aðarstað, Safnahúsinu á Húsavík, í
Sauðaneshúsinu og á Snartarstöðum
við Kópasker.
Á Grenjaðarstað var eldsmiður að
störfum. Þá var kvöldvaka í baðstof-
unni þar sem hrosshár var spunnið á
vinglu og Pétur Ingólfsson var með
þjóðlega gítartóna. Þá sýndi og seldi
Hlöðuhópurinn handverk, en í sumar
var hópur handverksfólks með fjöl-
breytt úrval muna til sölu í þjónustu-
húsinu.
Að sögn Sigurlaugar var þetta mjög
skemmtilegt kvöld en í framtíðinni er
ætlunin að lífga meira upp á safnalífið.
Hún segir það hafa verið mjög
ánægjulegt að hafa handverksfólkið á
staðnum í sumar og gengið hafi vel að
selja. Þá fannst gestum mjög gott að
vera boðið í kaffi að lokinni sýning-
arferð um torfbæinn.
Björt framtíð byggðasafnsins
Svo virðist sem áhugi á sögunni sé
vaxandi og Sigurlaug segir framtíð
Byggðasafnsins á Grenjaðarstað vera
afar bjarta.
„Ég hef trú á því að hérna verði
alltaf nóg að gera því ferðamenn hafa
mikinn áhuga á íslenskri menningu,“
segir hún.
Sigurlaug er nú í mastersnámi í
safnafræði og þjóðfræði og segir að
safnafræðin gefi mikla faglega
reynslu. Hún segir að vissulega hafi
tíðarfarið í Þingeyjarsýslum haft
áhrif um tíma í sumar því færri Ís-
lendingar sóttu safnið heim þegar
mest rigndi. Hins vegar segir hún að
aðsókn erlendra ferðamanna í rútu-
ferðum hafi vaxið og það sé ánægju-
legt, enda sé aðsóknin í heild mjög
góð.
Hún segir þetta heillandi starf og
hlær um leið og hún segist vera að
fara að slá grasið á þekjunni. Í
stórum torfbæ er alltaf hægt að finna
einhver verkefni, enda er hann um
775 fermetrar að stærð.
Byggðasafnið býr við góða aðsókn
Fjöldi erlendra ferðamanna kemur við á Grenjaðarstað Byggðasafn frá 1958 Gott ástand á
munum safnsins og innviðum eftir markvisst forvörslustarf í sumar Elsti hluti torfbæjarins frá 1865
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Byggðasafn Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur við gamla torfbæinn á Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu. Mikil aðsókn hefur verið að byggðasafninu.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu
jafn mikla orku og skákklukka þarf
til að ganga í næstum 100 ár
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.