Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 42
 Gamlir bílar á drottins vegum við Hofskirkju á Skaga. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Íslandskortinu er breiða milli Húnaflóa og Skagafjarða sem gengur til norðurs. Leiðin um sléttuna, sem er mikil á lengd og þverveg, er for- vitnileg. Sannarlega þó fáfarin, enda talsverð lykkja sé miðað við fjöl- farnari leiðir. En hafi fólk ánægju af því að skoða landið er skemmtilegt að skreppa fyrir Skaga, en þá eru 122 kílómetrar frá Blöndósi til Sauðár- króks. Náttúra á þessum slóðum er sviplítil á þann mælikvarða sem ætla má á flestir fylgi, en hér leynast þó ýmsar perlur. Iðjuver og fyrirmyndarbær Rétt norðan við Blönduós er Refa- sveit, þar sem farið er um leið fólks yfir Þverárfjall til Sauðákróks. Slóðir þessar og nágrenni þeirra komust í fréttirnar síðasta vor þegar spek- úlantar stigu fram á sviðið og kynntu áform um byggingu álvers við bæinn Hafursstaði. Í samtölum við blaða- mann Morgunblaðsins, sem þarna var nýlega, var þó efi um festu í fyr- irætlum. Öllu er tekið með fyrirvara. Dæmin gefa tilefni. Hafa má í huga að á tímum Nýsköpunarstjórnarinnar, sem sat upp úr síðari heimsstyrjöld, var í anda áætlunarbúskapar dregin upp mynd af Skagaströnd sem vera skyldi einn stærsti bær landsins. Síld, veiðar og vinnsla á silfri hafs- ins, áttu að vera undirstaðan á Skagaströnd; í Höfðakaupstað eins og bærinn heitir öðru nafni. Fram- kvæmdir við fyrirmyndarbæ, eins og það var kallað fóru af stað, og gerðu ráð fyrir 5.000 manna kaupstað. Stundum fara hlutirnir ekki eins og ætlað er. Síldin hvarf af miðum og þá datt botninn úr öllu. Nú eru Skag- strendingar núllinu færri, tæplega 500. Sjósókn og þjónusta eru burðar- ásar atvinnulífs. Fram á nöf Norðan Skagastrandar, í hálfgerðu einskismannslandi, er ekið með strönd á vinstri hönd. Á löngum kafla eru fáir tugir metra fram á nöf Króksbjargs, sem er hátt og langt. Þarna renna lækir ofan af Skagaheiði og norðarlega á bjarginu fellur til- komumikill og hár foss fram af brún. Frá bílastæði þarf að ganga þarf nokkurn spöl til að ná sjónlínu að fossinum, en sá göngutúr er al- gjörlega þess virði. Nú erum við komin í Kálfshamars- vík. Þar eru nokkur sumarhús, en fram á tanga þar sem hár ljósviti er standa grunnar gamalla húsa, en fyr- ir öld eða svo var þarna þorp með um 100 manns. Þarna bjó fólk sem auk- reitis við lífsbaráttu sína bryddaði upp á ýmsu sniðugu til að lita annars hvunndag. Á vestanverðum Skaga eru nokkr- ar jarðir, nyrst eru það til dæmis Tjörn, Hafnir og Víkur. Sauðfjár- búskapur er undarstaðan þó nýting hlunninda, svo sem rekaviðar og æð- ardúns, sé sá búhnykkur sem ríður baggamuninn. Bæirnir sem hér eru nefndir eru allir í Húnavatnssýslu, en þegar komið er fyrir Skagatá og á veginn sem liggur inn til landsins er- um við innan landamæra Skagafjarð- arsýslu. Þar er bærinn Hraun út- vörður í norðri, en frá lífinu þar greinir annarsstaðar í þessari saman- tekt. Innar er kirkjustaðurinn Keta og þar skammt frá björgin háu sem nú hrynur úr, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Dagarnir hverjir öðrum líkir Endalaus víðátta Skagaheiðar heillar veiðimenn, sem þangað sækja í silungsvötn. Svo er hér líka sótt út á Skagafjörðinn til dæmis í grásleppu á vorin. Það munar um slíkt, en senni- lega er þetta ekki nóg svo byggð haldist traust. Heimamenn tala um bága vegi, miklar vegalendir ef sækja þarf þjónustu í kaupstað, dauða punkta í farsímakerfinu og fleiri nú- tímaþægindi. En sannarlega felast líka kostir í því að eiga sitt heimaland í óspilltu og nánast tímalausu um- hverfi. Hér eru daganir hverjir öðr- um líkir; virkir sem helgir. En þegar ekið var fram Laxárdalinn og inn á Þverárfjallsveg djarfaði fyrir veröld annríkis og á Sauðárkrók kom föru- sveinninn sem þetta skrifar seint á fimmtudagskvöldi. Skroppið fyrir Skaga  Til norðurs í einskismannsland  Álver og æðarvarp  Óspillt náttúra og tímalaust umhverfi  Hrundar borgir Skagaleið Skagafjörður 1 2 3 4 5 6 7 Grunnkort/Loftmyndir ehf.  5.000 manna Skagaströnd. Niðurstaðan varð núlli minna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómaður Patrik Snær Bjarnason hampar gulum golþroski. Bæjarfjall Skagstrendinga, Spákonufell ber við himin og setur svip á umhverfið  Það er hér, í landi Hafursstaða, sem hugsanlega verður álver. 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi 40-50% afsláttur „Áætlanir um að reisa álver í landi Hafursstaða, sem er rétt í túnfæt- inum hjá mér, eru mátulega spenn- andi. Satt að segja finnst mér þetta allt frekar fjarstæðukennt. Hef raunar engar teljandi áhyggjur af því að framkvæmdir hefjist meðan ég lifi,“ segir Þröstur Líndal, bóndi á Kjalarlandi. Bærinn Kjalarland er rétt innan við Skagaströnd á leiðinni frá Blönduósi. Þau Þröstur og Guðrún Magnúsdóttir kona hans búa með um 300 fjár en sækja jafnframt vinnu á Skagaströnd. Búskapurinn einn dugar ekki til framfærslu. Það var um aldamótin sem Hafursstaðaland var merkt stóriðju í aðalskipulag fyrir Austur- Húnavatnssýslu. Þar við hefur set- ið, en það var svo fyrst í sumar sem eitthvað gerðist í málum, en þá stigu fram fjárfestar sem lýstu áhuga sínum á byggingu iðjuvers á þessum slóðum. „Mér hafa fundist þessa bolla- leggingar frekar loftkenndar. Sann- arlega myndi álver eða slíkt skapa mörgum vinnu en búskapur legðist af vegna mengunar. Sú staðreynd finnst mér frekar óspennandi,“ segir Þröstur á Kjalarlandi. Álvershugmynd er loftkennd BÓNDINN Á KJALARLANDI SEGIR STÓRIÐJU MÁTULEGA SPENNANDI Taðan Heyannir hjá Þresti Líndal, sem stundar búskap og vinnur við trésmíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.