Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 46

Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ég átti fund með þjóðminjaverði fyrir um þremur árum og kom þess- ari hugmynd á framfæri. Síðan hef ég engin viðbrögð fengið,“ segir Val- geir Sigurðsson á Siglufirði, sem vill setja upp vaxmyndasafn Óskars Halldórssonar útgerðarmanns í gömlu frystihúsi Óskars á Siglufirði. Safnið hefur verið í geymslu Þjóð- minjasafns Íslands mörg undanfarin ár og ekki verið varanlega til sýnis frá árinu 1969. Var safnið síðast sett upp tímabundið í Þjóðminjasafninu árið 2007. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir ákveðnar reglur gilda um varðveislu þjóðminja og þeirra gripa sem Þjóðminjasafnið varðveitir. „Við lánum gjarnan viðurkenndum söfnum gripi þar sem aðstæður eru fyrir hendi til að sýna. Þegar lánaðir eru gripir gilda um það ákveðnar reglur. Við berum lögbundna ábyrgð á að enginn skaði verði á munum í okkar vörslu,“ segir Margrét en bendir á að vaxmyndir úr safni Ósk- ars hafi verið lánaðar, t.d. til Byggða- safns Hafnfirðinga árið 2003, og árið 2007 efndi Þjóðminjasafnið til sýn- inga á vaxmyndunum. Ein mynd- anna, af Óskari Theódór, er nú til sýnis í Þjóðminjasafninu, eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku. Töluverðra breytinga er þörf Valgeir segist hafa keypt gamla frystihúsið til að bjarga því frá nið- urrifi. Hefur haldið húsinu eitthvað við og lagt þar inn hitaveitu. En til að geta opnað þarna safn er þörf á enn frekari endurbótum. „Ég hef ekki fengið neitt afskrifað, eins og sumir, en finnst vert að halda á lofti minningu þessa merka manns. Ég vil hafa safnið opið fyrir almenn- ing en geri mér grein fyrir að gera þarf töluvert fyrir húsnæðið. Á því eru engir gluggar og það kemur sér vel. Vaxmyndasafn má ekki standa í sólinni. Þetta er alltaf spurning hvað maður vill gera mikið, hvort valinn verður einhver grófur stíll í hönnun- inni eða reist kristalshöll,“ segir Val- geir. Hann segist áður hafa boðið Síld- arminjasafninu á Siglufirði gamla frystihúsið sem geymsluhúsnæði en þar hafi ekki verið áhugi. Um sé að ræða eitt elsta uppistandandi frysti- hús landsins og merkilegt fyrir margra hluta sakir í atvinnusögu landsins. „Þarna frysti Óskar beitusíld á síldarárunum. Í mótorhúsinu var fyrsta frystivélin sem kom til lands- ins. Hún kom upphaflega á vegum Ottós Wathne til Seyðisfjarðar en Óskar keypti hana þaðan og setti upp á Siglufirði,“ segir Valgeir, sem varð- veitir enn frystivélina gömlu og telur hann ekki mikið mál að koma henni aftur í gang sem sýningargrip. Hægt sé að rífa niður vegg á milli frysti- hússins og mótorhússins og hafa vél- arnar gangfærar til hliðar við vax- myndasafn í gamla frystihúsinu. „Það væri gaman ef þetta gæti orðið að veruleika,“ segir Valgeir. Fari í gegnum viðurkennt safn Þjóðminjavörður segir að ef sýna eigi vaxmyndirnar varanlega á sér- stöku safni eða í sýningarsal þá þurfi að kosta til töluverðrar forvörslu og að aðstæður verði að vera tryggar. „Vaxmyndir eru viðkvæmar minj- ar og þurfa að vera við ákveðin varð- veisluskilyrði. Þær eru úr þannig efnivið. Ef við ætluðum að lána ein- hverja gripi yrði það að vera í gegn- um viðurkennt safn,“ segir Margrét og tekur Síldarminjasafnið á Siglu- firði sem dæmi. „Vaxmyndirnir eru í tryggum að- stæðum hér í Þjóðminjasafninu. Þær eru í ágætu ástandi og geymdar við bestu mögulegu skilyrði. Við fáum reglulega fyrirspurnir um hvenær við ætlum að sýna gripina, sérstak- lega frá þeim sem muna vel eftir safninu þegar það var uppi. Við höf- um sýnt það reglulega en það er auð- vitað barn síns tíma. Munirnir eru áhugaverðir en eiga ekki endilega stöðugt að standa uppi til sýnis. Ef ætti að setja það upp aftur þá þyrfti að hugsa það upp á nýtt í samræmi við áherslur nútímans. Þetta eru merkar minjar í okkar vörslu og við gerum okkar besta til að tryggja varðveislu þeirra til framtíðar,“ segir Margrét að endingu. Vaxmyndasafnið verði á Siglufirði  Vill fá upp vaxmyndasafn Óskars Halldórssonar Íslandsbersa í gamla frystihúsi hans  Þjóðminja- vörður segir gripina aðeins fara til viðurkenndra safna  Voru í varanlegri sýningu frá 1951 til 1969 Vaxmyndasafnið er upphaflega frá árinu 1951 en Óskar Hall- dórsson stofnaði það til minn- ingar um son sinn, Óskar Theó- dór, sem fórst í sjóslysi 23 ára að aldri. Safnið innheldur vax- myndir af 33 einstaklingum, þar af 18 Íslendingum. Meðal myndanna eru afsteyp- ur af Óskari og syni hans, en uppistaðan eru þekktir ein- staklingar sem uppi voru á 20. öld og enn lengra aftur, m.a. Napóleon Bonaparte, William Shakespeare, HC Andersen, Ólafur Thors, Halldór Laxness og Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður. Vaxmyndirnar voru gerðar af Englendingnum Richard Lee. Napóleon og Laxness VAXMYNDASAFNIÐ Ljósmynd/Þjóðminjasafnið Vaxmyndasafn Samankomnir í vaxi þeir HC Andersen, Ólafur Thors, Roald Amundsen og leikritaskáldið William Shakespeare. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið Sýning Þjóðminjasafnið sýndi vaxmyndirnar síðast 2007. Hér eru f.v. Napóeleon, HC Andersen, Óskar Theódór og faðir hans, Óskar Halldórsson, Amundsen landkönnuður, Baden Powell, Thomas A. Edison og Marteinn Lúther. Ljósmynd/Valgeir Sigurðsson Siglufjörður Gamla frystihús Óskars Halldórssonar. Síld Síldarsöltunarstöð Óskars á síldarárunum á Siglufirði. Margrét Hallgrímsdóttir Valgeir Sigurðsson Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hurðir og gluggar í miklu úrvali
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.