Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 54

Morgunblaðið - 27.08.2015, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015 BORGARBYGGÐ OG NÁGRENNI2015 Á FERÐ UM ÍSLAND Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Á Miðhrauni á sunnanverðu Snæ- fellsnesi var framan af hefðbundinn búskapur. Nú er þar fiskvinnsla í miðju landi auk lífræns búskapar, en næsta verkefni er vinnsla á þangi sem aflað úr Breiðafirði á Þang- brandi I, bát sem var nýlega var keyptur til landsins fyrir verkefnið. Bryndís Hulda Guðmundsdóttir og Sigurður Hreinsson eru bænd- urnir á bænum en Bryndís er af þriðju kynslóð fjölskyldunnar á Mið- hrauni. Þau bjuggu í mörg ár í Reykjavík en sveitin kallaði þau að lokum aftur heim. „Okkur langaði einhvern veginn alltaf að búa í sveit,“ segir Bryndís. „Ég var að læra sálfræði og karlinn minn er smiður. Þetta var ekki beint það sem maður ætlaði sér þegar maður var tvítugur, að reka fisk- verkun, en eftir á að líta gengur þetta vel. Þetta er skemmtilegt og kemur í rauninni á óvart.“ Minkabú verður fiskverkun Þau Sigurður fluttu á bæinn til foreldra hennar og byrjuðu í loð- dýrarækt og bættu svo við bleikju- eldi. Sú rækt reyndist ekki arðbær en í því ferli duttu þau inn á þá hug- mynd að reka fóðurstöð þar sem þau matreiddu fisk ofan í minkinn en fiskverkun varð með tímanum þeirra aðalatvinnugrein. „Við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma að prófa loðdýrarækt. Við skuldsettum okkur og jörðin var veðsett. Maður gat ekkert hoppað út þó mann langaði til þess að gera eitt- hvað annað. Svo reyndum við þetta fiskeldi sem var svipað, óttalegt basl. Maður reynir að láta hlutina ganga upp, gangist maður undir skuldbindingar, en það endaði með því að karlinn var farinn að smíða í Reykjavík. Þar var hann að byggja svona þurrkunarfyrirtæki þar og það leiddi okkur út í fiskverkunina.“ Í dag þurrka þau ýmsar fisk- afurðir og vinna einnig fisk í minka- fóður sem er fryst á staðnum fyrir Danmerkurmarkað. Um þrjátíu manns vinna við vinnsluna. Heimsþorp á Snæfellsnesi Í upphafi drógu þau að sér starfskrafta úr nærsveitum en þeim reyndist erfitt að manna vinnsluna þannig allt árið. Menn þurftu frá að hverfa til þess að sinna árstíða- bundnum verkum, enda svæðið landbúnaðarhérað. Þau víkkuðu þá netið og auglýstu eftir starfsfólki víðar frá. „Það þróast fyrst þannig að fé- lagsmálaráðuneytið, sem tilheyrði þá Páli Péturssyni, hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að fá fólk frá Mongólíu,“ segir Bryndís. „Þau urðu fyrsta fólk- ið sem kom til okkar, yndisleg full- orðin hjón sem töluðu ekkert nema mongólsku.“ Með tímanum bættist í fjölskylduna og önnur kom til við- bótar frá Mongólíu en þær hafa ver- ið á landinu í um fimmtán ár og alið upp börn sín á Íslandi. „Svo réðum við fólk héðan og þaðan, marga frá Eystrasaltslönd- unum og það kom hingað heil fjöl- skylda frá Litháen. Fólkið hérna er eins og ein stór fjölskylda og við ger- um margt saman. Það er yndislegt starfsfólk og góð tengsl milli okkar.“ Fjórða og fimmta kynslóð Anna Sesselja, elst þriggja barna Bryndísar og Sigurðar, býr við bæinn ásamt Ingvari Arndal eig- inmanni sínum og sonum þeirra. „Ég bjó hérna í sveitinni þar til ég varð átján ára, þá flutti ég í Borg- arnes,“ segir Anna. „Sveitin togaði samt svo í mig að ég flutti aftur hingað eftir fimm ár. Við erum að vinna hérna bæði og maðurinn minn er að fara í þaravinnslu með for- eldrum mínum. Mér finnst æðislegt að búa hérna en ég vil helst vera í sveit. Þetta er samt ekki alveg venjulegur sveitabær. Ég er ekki viss um að ég myndi vilja vera á bæ þar sem það væru bara við fjöl- skyldan. Það eru rúmlega þrjátíu sem búa hérna og hér eru önnur börn fyrir börnin mín að leika sér við svo þetta er eins og lítið sveitaþorp.“ Litla sveitaþorpið hefur stækk- að síðustu ár og mun stækka áfram en nú eru í byggingu fjögur raðhús sem verið er að reisa fyrir starfsfólk sem býr með börn sín á svæðinu. Ljósmynd/Anna Sesselja Sigurðardóttir Fjölskyldan Bændurnir Sigurður og Bryndís í miðið með börnum, tengdasyni og barnabörnum. Úr gömlu minkabúi verður til þorp  Á félagsbúinu Miðhrauni er stundaður fjölbreyttur búskapur, fiskvinnsla og stefnt á þörungamið  Rúmlega þrjátíu manns frá ýmsum heimshornum búa við bæinn og mynda þar lítið þorp Ljósmynd/Anna Sesselja Sigurðardóttir Riðið út Á bænum eru hross sem ábúendur nota til útreiða. Hér sést Bryn- dís leiða ungviðið um hagann með bæinn í baksýn. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í grænum birkiskógi í hjarta Húsa- fells má nú finna nýtt fjögurra stjarna hótel sem tekið var í notkun um miðjan júlí síðastliðinn. Hótel- stjórinn er Unnar Bergþórsson og segir hann viðtökurnar góðar enda hótelið fullbókað næstu vikurnar. „Við höfum fengið framúr- skarandi einkunnir á umsagnar- síðum á borð við TripAdvisor, sem skiptir auðvitað mjög miklu máli þegar farið er af stað með nýtt hótel,“ segir Unnar. Ferðamönnum fjölgar mikið Á Hótel Húsafelli má til að mynda finna veitingasal fyrir rúm- lega eitt hundrað manns, sundlaug, afþreyingarmiðstöð og 36 rúmgóð gistiherbergi. Hótelið er síðan sérstaklega hannað með frekari stækkun í huga, en að sögn Unnars væri hægt að fjölga gistiherbergjum um 12 og er slíkt á dagskrá í náinni framtíð. Spurður hvort ferðamönnum í uppsveitum Borgarfjarðar hafi fjölgað mikið að undanförnu kveð- ur hann já við. „Að líkindum hefur þeim fjölgað um 30 prósent á milli ára,“ segir Unnar og bendir á að fjölskyldan reki meðal annars einn- ig sundlaug og tjaldsvæði og þar hafi ferðamönnum einnig fjölgað mikið. Fjórar stjörnur í grænum birkiskógi  Hafa fengið frábærar viðtökur Ljósmynd/Óli Haukur Veglegt Hið nýja hótel fellur vel að grænni náttúrunni. Hótel Húsafell Útsýnið frá veit- ingasal hótelsins er glæsilegt. Sjálfbær starfsemi NÝSKÖPUN Bryndís og Sigurður hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur á bænum. Áherslan er á fisk- vinnsluna en þau rækta einnig sauðfé, halda hesta til útreiða, rækta hænuegg og hafa fram- leitt sitt eigið hunang svo eitt- hvað sé nefnt. Sjálfbærni og líf- ræn ræktun eru Bryndísi mikil keppikefli. „Við reynum að nýta allt sem fellur til hérna í sveit- inni. Við höfum reynt ýmislegt og það hefur gengið misvel en það er draumurinn hjá okkur að vera sjálfbær í öllu sem við ger- um,“ segir Bryndís. Næsta stóra verkefnið á bæn- um er þörungavinnsla. Í fyrstu verður brúnum þörungum safn- að úr Breiðafirði og þeir þurrk- aðir, muldir og seldir út en í framhaldi af því stefna þau á að fullvinna úr þeim algínat. Bryndís segir verkefnið hafa verið í þróun í mörg ár. „Hvatinn hjá okkur er að hafa fjölbreytt- ara atvinnustarf á staðnum og sjáum að það getur farið vel saman að reka fiskverkun og þangvinnslu, það byggir á sama grunni sem er þurrkunin. Alg- ínatið er bindiefni sem er notað í mjög margt. Það er dregið úr þanginu og er notað sem bindi- efni í t.d. matvöru og lyfjaiðnaði en þangið hér er ríkt af því.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.