Morgunblaðið - 27.08.2015, Qupperneq 78
78 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
✝ ÞorvaldurHannes Þor-
valdsson (Addi)
fæddist 22. desem-
ber 1966 á Hamra-
endum í Stafholts-
tungum, Mýra-
sýslu. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 14.
ágúst 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingi-
björg Jóhanna Vilhjálmsdóttir
frá Krumshólum Borgarhreppi,
f. 25. mars 1930, d. 18. desem-
ber 2009, og Þorvaldur Guð-
mundsson frá Bóndhól, Borg-
arhreppi, f. 13. apríl 1927, d. 5.
janúar 2012. Þau skildu.
Systkini Þorvaldar Hannesar
eru: 1) Guðfinna, f. 1950, 2) Vil-
hjálmur, f. 21. apríl 1952, d. 11.
júlí 1955. 3) Guðmundur Haf-
þór, f. 21. nóvember 1953, 4)
Vilhjálmur Birgir, f. 26. sept-
ember 1956. 5) Sigríður Ragna,
Menntaskólann á Laugarvatni
og þar lauk hann stúdentsprófi.
Hann lauk námi sem bygging-
arverkfræðingur árið 1994 frá
Háskóla Íslands. Hann fór sama
ár um haustið í framhaldsnám
til Kaupmannahafnar í DTU
(Danmarks Tekniske Universi-
tet) og lauk þar mastersnámi í
umhverfisverkfræði. Hann átti
alla tíð mjög auðvelt með nám
og einnig mannleg samskipti.
Hann var vinsæll á meðal vina
og hvers manns hugljúfi.
Hann vann störf sem snéru
helst að störfum í byggingar-
iðnaði, bæði fyrir og samhliða
námi, við múrverk og almenn
störf sem tengjast byggingar-
geiranum. Eftir heimkomu
vann hann sem byggingar-
fulltrúi og við ráðgjafastörf hjá
verkfræði- og byggingarfyrir-
tækjum þar sem hans masters-
nám nýttist í starfi, en mjög fáir
voru menntaðir á þessu sviði á
þeim tíma hérlendis.
Addi var búsettur í Reykja-
vík seinustu ár og hélt þar
heimili með dóttur sinni.
Útför Þorvaldar Hannesar
Þorvaldssonar fer fram frá
Laugarneskirkju, Reykjavík, í
dag 27. ágúst 2015, kl. 13.
f. 28. mars 1958, 6)
Sumarliði, f. 13.
maí 1960, 7) Ólafía
Ingibjörg, f. 22. júlí
1969.
Þorvaldur Hann-
es lætur eftir sig
tvö börn með fyrr-
verandi konu sinni,
Díönu Ósk Heið-
arsdóttur. Þau
skildu 2002. Börnin
eru: Heiða Berg, f.
18. janúar 1992, og Hugi Berg,
f. 26. september 1996.
Foreldrar Díönu eru: Víví
Kristóbertsdóttir, f. 15. júlí
1939, og Heiðar Pálmason, f.
31. júlí 1935, d. 29. febrúar
1980.
Þorvaldur Hannes hóf fyrstu
skólagöngu sína í Kópavogi, en
foreldrar hans áttu þá heima
þar. Þau flytja í Hveragerði
1977 og þá fer hann í Grunn-
skólann í Hveragerði og klárar
þar 10. bekk. Næst lá leið í
Ég vil minnast elsku bróður
míns með þessum línum. Það er
erfitt að sætta sig við skyndilegt
fráfall hans, en hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu þann 14.
ágúst sl. Ljúfar minningar eru í
hjarta mínu um minn litla bróð-
ur sem tamdi sér alltaf að tala til
mín með þessum hlýlegu orðum;
„Ninna mín“, „elskan mín“ eða
„elsku Ninna mín“. Það var
hlýja í röddinni þegar hann
sagði þetta og hugur fylgdi
greinilega máli.
Þegar ég sá hann fyrst var
það í raun og veru áður en hann
fæddist, eða þegar ég varð þess
vör að mamma var ekki kona
einsömul. Það tíðkaðist ekki í þá
daga að segja börnum að von
væri á fleiri systkinum, maður
sá það bara sjálfur. Ef ég á að
vera alveg einlæg fannst mér
nóg komið á þeim tíma að passa
yngri systkini mín, en Addi var
þá sjöunda barn foreldra minna
og ein systir átti eftir að fæðast
líka. En það breyttist að sjálf-
sögðu þegar hann kom í heim-
inn, þessi fallegi og yndislegi
drengur.
Það sama var með systur
mína þegar hún kom og bara
gleðitilfinningar sem fylgdu
þessum yngstu, sem og þeim
eldri. Ég leit oft á hann sem mitt
barn og kannski eðlilegt þar sem
16 ár voru á milli okkar og ég
gat þess vegna alveg átt hann.
Hann var aufúsugestur á
heimili mínu þegar tækifæri
gafst ásamt yngri systur sinni,
Ingu Lóu, og þau voru einnig
góðir vinir sonar míns Þorvald-
ar, sem var á sama reki og þau.
Addi var viðkvæmur og ljúfur
drengur, kom sér vel í skóla og
hvar sem hann kom. Hann lagði
sinn metnað í að stunda nám og
útskrifaðist sem byggingaverk-
fræðingur árið 1994 frá Háskóla
Íslands.
Hann fór í framhaldsnám til
Kaupmannahafnar í DTU (Dan-
marks Tekniske Universitet) og
lauk þar mastersnámi í umhverf-
isverkfræði. Foreldrar hans og
systkini voru mjög stolt af hon-
um með þessa áfanga og skal
engan undra.
Við Addi höfðum það fyrir sið
seinustu árin að hittast á afmæl-
isdegi hans þann 22. desember
eða á Þorláksmessu. Við fengum
okkur eitthvað að borða saman
og spjölluðum yfir jólapökkun-
um.
Þetta voru góðar stundir og
ljúfar fyrir okkur bæði að hittast
og gefa hvort öðru stöðuna hjá
okkar fólki. Hans er sárt saknað
í hjarta mínu og það verður erf-
itt á næstu aðventu að hitta
hann ekki.
Ég votta börnum hans mína
dýpstu samúð, Heiðu Berg og
Huga Berg, og vona að góður
Guð hjálpi þeim að vinna bug á
sorg sinni. Hvíl í friði, elsku
bróðir minn.
Guðfinna (Ninna).
Minningar spretta fram um
bróður minn og okkar góðu og
skemmtilegu stundir saman. Við
Addi vorum samrýnd systkin og
góðir leikfélagar þar sem stutt
var á milli okkar í árum talið. Í
dag kveð ég því ekki bara bróð-
ur heldur líka góðan vin. Addi
var svo ótrúlega klár á mörgum
sviðum, hvort sem var í námi eða
öðru sem hann tók sér fyrir
hendur. Ég man eftir atviki úr
æsku þegar við fórum með
mömmu frá Hveragerði í bæinn
til að kaupa skauta. Þegar komið
var áleiðis austur aftur stoppaði
mamma bílinn við ísi lagða tjörn
og skautarnir voru prófaðir.
Addi renndi sér eins og hann
hefði aldrei gert annað, en það
tókst ekki alveg eins vel hjá mér.
Sama var upp á teningnum þeg-
ar skíðin voru reynd í fyrsta
skipti. Ég viðurkenni alveg að
það tók nú stundum á að tapa
alltaf í rommý, láta máta sig í
skák, eða hvað það nú var sem
við fengumst við, en það gleymd-
ist fljótt og var fyrirgefið, það
var ekki hægt annað. Addi var
alltaf svo ljúfur og hreykti sér
ekki lengi af sigrum sínum.
Við höfðum minni samskipti
með árunum eins og oft vill
verða þegar fólk stofnar eigin
heimili um fjölskyldu sína og
heldur hvert í sína áttina. Því
leið alltaf lengra og lengra á
milli þess sem við hittumst enda
vorum við ekki alltaf í sama
landinu eða landshorninu. En
alltaf þegar við hittumst eða
heyrðumst í síma var eins og við
hefðum síðast sést í gær. Þannig
var alla tíð sterk taug á milli
okkar. Nú heyri ég hann ekki
oftar segja „elsku Inga Lóa mín“
eins hann talaði yfirleitt til mín.
Mér þótti svo vænt um bróður
minn og vildi að ég gæti nú
heyrt í honum eða hitt hann og
tjáð honum væntumþykju mína.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima,
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Ólafía (Inga Lóa).
Mínar fyrstu minningar eru
tengdar Adda frænda. Ég var í
pössun hjá ömmu og afa á Ný-
býlaveginum í Kópavogi. Allt
þar var hálfgerður ævintýra-
heimur fyrir mig. Hús í bygg-
ingu allt í kringum okkur,
krakkar að leika úti allan daginn
og stór fjölskylda sem umvafði
mig. Addi var fimm árum eldri
en það aftraði honum og vinum
hans ekki í að hafa mig með í
leikjum sínum. Kjarrhólminn
var í byggingu þarna og alltaf
var nú Addi að passa að litli
frændi færi sér ekki að voða
þegar við vorum að þvælast um
þar innan um hálfbyggðar blokk-
irnar. Þegar þau flytja í Hvera-
gerði tók nýr ævintýraheimur
við. Gróðursæll bær með hver-
um út um allt, mikið af krökkum
að leik allan daginn. Á þessum
árum var þetta það sem ég
hlakkaði til alla daga. Komast til
Hveragerðis og fá að leika með
Adda og Ingulóu frænku. Hvort
sem það var að hjóla í gegnum
opin hverasvæðin með gufuna í
andlitinu, fara í sund í Laug-
arskarði, leika langt fram á
kvöld eða gera prakkarastrik þá
man ég alltaf eftir að Addi hafði
augun á mér og stoppaði mig af
ef honum leist ekki á blikuna.
Við krakkarnir vorum oft í Gljúf-
urholti og þar sá ég hversu dug-
legur Addi var að vinna. Eitt
skiptið er ég kom í Gljúfurholt
var Addi búinn að kaupa sér
hænur fyrir erfðapening frá
ömmu sinni. Seldi eggin á veit-
ingastað í Hveragerði ef ég man
rétt. 13 ára gat hann keypt sér
nýtt mótorhjól og árið eftir end-
urnýjað með nýrri Hondu MT.
Allt þetta hafði áhrif á mig og
líklegast meiri en ég hef áttað
mig á. Addi var mikið fyrir tón-
list og var mikið spilað heima í
Kambahrauninu. Í hvert skipti
sem ég heyri lög af Let’s Dance
með David Bowie þá man ég
hvað Addi spilaði hana oft og
hélt mikið uppá. Þegar kom
lengra inn í unglingsárin minnk-
uðu nú samskiptin okkar og ég
fór heldur ekki eins oft austur.
Hans fyrsti bíll var Dodge Dart.
Einstaklega fallegur eldri bíll,
líklegast jafn gamall honum þá.
Seinna fengum við nú báðir
áhuga á góðum Benzum og ég á
fornbílunum. Addi var töffarinn
en undir skynjaði ég alltaf við-
kvæman dreng sem vildi gera
vel. Á minni fyrstu útihátíð í
Húsafelli hitti ég hann undir
morgun, mikil var nú gleðin. Lít-
ið hafði nú breyst því hann pass-
aði að ég kæmist í tjaldið mitt
heill á húfi. Þannig minnist ég
nafna míns og frænda. Það er
óendanlega sárt að hafa ekki
geta passað hann í gegnum lífið
en ég svo þakklátur fyrir allar
góðu stundirnar og allt sem
hann kenndi mér.
Þorvaldur Steinþórsson.
Þorvaldur Hannes
Þorvaldsson
Afi kenndi okkur
að tefla á þunnu
pappataflborði með
grænum botni. Við
unnum alltaf.
Afi var alltaf að raula einhver
lög, og svo gat hann blístrað tvo
tóna í einu og trillað.
Afi barði harðfisk úti í bílskúr
og hengdi upp. Stundum fengum
við smá. Það var gamalt hjól á
veggnum, og sparksleðar sem
hann leyfði okkur að leika okkur á
þegar var nægur snjór.
Afi sagði aldrei neitt ljótt, en
Unsa lærði samt að segja andskot-
ansdjöfulsinsalltafhreint af hon-
um, svona eru litlir pottar með
stór eyru.
Afi smíðaði rosalega flottan
hvítan jeppa handa Nabba með
dempurum og gúmmíi á dekkjun-
um og allt, og hann var flottari en
allir búðarbílar heimsins. Afi átti
nefnilega smíðaverkstæði í kjall-
aranum. Stundum máttum við
smíða með, stundum ekki. Þá átt-
um við að standa í dyrunum því
það var svo margt þarna inni sem
maður gat meitt sig á.
Afi var mikill áhugamaður um
veðrið. Barómetið og hitamælir-
inn í eldhúsglugganum voru líkast
til athugaðir jafn oft og mælarnir
á Veðurstofu Íslands.
Afa þótti rjómi góður. Líkast til
eru fáir sem elskuðu rjóma jafn
mikið og afi, nema kannski kettir.
Afi þoldi ekki ketti.
Afi átti grænan Volvó sem var
alltaf hreinn. Afi fór meira að
segja út eftir rigningar og þurrk-
aði af honum með klút.
Afi átti líka stundum brjóstsyk-
ur í skammelinu sínu. Og kandís
niðri í Oddeyrarskóla.
Afi stakk upp alla fíflana á lóð-
inni af slíkum eldmóð að biðukoll-
ur voru farnar að svífa á móti vindi
frekar en að hætta á að lenda í
garðinum.
Afi kallaði okkur Nabba og
Unsu.
Afi var svona eins og afar eiga
að vera.
Afi er ekki hér lengur. Hann er
í Dalnum, eða einhvers staðar
annarsstaðar þar sem er stilla og
sólskin, gras, lækur, hús sem hann
hefur sjálfur byggt og fjöllin nógu
há til að hvítir kollarnir renni sam-
an við skýin.
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt, en jörðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa ekki fram-
ar neinar sorgir og þessvegna er gleðin
ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.“
( Halldór Laxness)
Þar til við sjáumst næst
Unnur Helga, Haukur Fann-
ar, Sigurður og Valtýr Logi.
Elsku afi,
tárin eru til marks um hversu
erfitt er að kveðja. Þau hafa runn-
ið svo ótalmörg þetta ár, svo mörg
að þau væru sennilega orðin að
heilli lind. Lind sem er svo full af
söknuði en líka af ótal góðum
minningum. Minningum sem við
hlýjum okkur við, nú þegar þú hef-
ur kvatt þennan heim.
Afi var mikill millimetramaður.
Allt sem hann gerði var svo vel
gert, engu mátti skeika um
millimeter. Hann dvaldi löngum
stundum í kjallaranum í Ásvegin-
um, í smíðakompunni þar sem
hann leyfði barnabörnunum líka
að smíða, pússa, hefla og negla.
Þar sem hann leyfði okkur að
prófa allt, svalaði löngun okkar og
forvitni.
Afi ákvað að þegar hann hætti
að vinna myndi hann læra að
baka. Það leið ekki á löngu þar til
afi bakaði ótal hjónabandssælur.
Haukur Valtýsson
✝ Haukur Val-týsson fæddist
6. júlí 1932. Hann
lést 13. ágúst 2015.
Haukur var jarð-
sunginn 24. ágúst
2015.
Táknrænt fyrir það
að hjónaband ömmu
og afa er það falleg-
asta sem ég veit um.
Svo mikil ást sem
sást til síðasta dags.
Elsku afi, við pöss-
um ömmu og Lauga-
sel fyrir þig. Við átt-
um svo ótrúlega
margar góðar stund-
ir í Svarfaðardalnum
okkar. Þar sem þú
gast aldrei verið kyrr og slakað á,
því það var mikið skemmtilegra að
bardúsa við hin ýmsu verk, sinna
gróðrinum, smíða og lagfæra.
Það er tómlegt án þín og mér
finnst svo skrítið að þú sért ekki
lengur hér með okkur. Ég mun í
hjarta mínu geyma minningarnar,
gleðjast og brosa þegar ég hugsa
til þín. Ég er svo þakklát fyrir þig
og allar samverustundirnar okk-
ar.
Ég horfi í ljóssins loga
sem lýsir í hugskot mitt,
og sé í björtum boga
brosandi andlit þitt.
(S.G)
Elsku afi, viltu geyma Pétur
Emanúel fyrir mig. Litli langaf-
astrákurinn þinn verður glaður að
hitta þig í himnaríki. Honum á eft-
ir að þykja gott að sitja í fanginu
þínu, leika við þig og kynnast því
hversu frábær þú ert.
Guð geymi þig, elsku besti afi
minn.
Valborg Rut Geirsdóttir
Elsku afi. Það var yndislegt að
eiga þig sem afa og allar minning-
arnar sem við eigum með þér eru
svo góðar. Við brölluðum margt
og þú varst svo ótrúlega þolinmóð-
ur og góður við okkur. Við smíð-
uðum saman í kjallaranum í Ás-
veginum. Þú hljópst margar ferðir
upp og niður stigana bara til að
hjálpa okkur og skoða það sem við
vorum að gera. Þú leyfðir okkur
meira að segja að smíða nokkur
vopn - eins og byssu, exi, sverð og
skjöld sem við fórum með í Lauga-
sel, sumarbústaðinn okkar í Svarf-
aðardalnum. Það er reyndar ekki
langt síðan við vorum að leika okk-
ur með þessa flottu hluti. Þú
kenndir okkur nefnilega að það er
gott að verða aldrei of fullorðinn
til að leika sér.
Heima á Ásvegi vorum við oft í
feluleik, þú kenndir okkur aðeins
að tefla og við fórum líka í myllu
og slönguspil. Þú varst líka ansi
góður í eltingaleik og skemmtir
þér örugglega jafn vel og við á
hlaupunum í kringum húsið.
Í Laugaseli byggðum við sam-
an lítinn kofa og það er alveg
spurning hvert okkar hafði mest
gaman af því – þú eða við. Bráðum
þurfum við að mála kofann aftur
og þá munum við hugsa til þín,
óska þess að þú gætir verið með
okkur. Við gróðursettum með þér
ótal tré í Laugaseli og það er gam-
an að sjá hvað broddfururnar sem
við strákarnir eigum eru orðin
stór og falleg tré – sennilega því
að þau voru gróðursett með um-
hyggju þinni. Það verður ekki eins
og í dalnum okkar án þín.
Við komum stundum og hjálp-
uðum þér að slá lóðina og þó að
okkur hafi ekki alltaf fundist það
skemmtilegt höfðum við svo sann-
arlega gott af því.
Þú kenndir okkur að það þarf
að gera hlutina vel og vanda öll
verk. Aðfangadagskvöldin hjá
ykkur ömmu á Ásveginum eru
ógleymanleg minning. Þeirra
munum við alltaf minnast með
hlýju og söknuði.
Þegar maður fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
… í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Þín er sárt saknað, elsku afi.
Takk fyrir allt.
Baldur og Agnar.
Hann var kallaður Haukur hús-
vörður enda var það starf hans í
áratugi. Hann starfaði við Odd-
eyrarskóla og sinnti starfi sínu
með stakri prýði enda ómissandi
og erindum starfsfólks og nem-
enda sinnti hann, valtir stólar,
loftlausir boltar eða blikkandi per-
ur, það var lagfært og starf og
leikur hélt áfram.
Starf húsvarða í skóla er ótrú-
lega fjölbreytt og húsakynni skóla
eru oft nýtt til annars en kennslu.
Í okkar skóla fóru fram kosn-
ingar um árabil og minnast
kannske bæjarbúar hávaxins
manns sem stóð oft álengdar og
fylgdist með, tilbúinn að bæta úr
ef eitthvað vantaði. Haukur var
liðtækur við undirbúning árshá-
tíða og annarra skemmtana. Það
mátti sjá hann dyttandi að húsa-
kynnum utan- og innandyra enda
mikið lagt upp úr góðri umgengni.
Við minnumst þægilegrar nær-
veru hans og ánægjulegra kynna.
Ég votta Valborgu og fjölskyldu
mína innilegustu samúð.
Guðný Stefánsdóttir.
Fyrir áttatíu árum hagaði til-
veran því þannig að við Haukur
hittumst utan við húsin okkar,
sem voru nýbyggð, við urðum leik-
félagar og síðan óslitið vinir.
Hann átti heima norðan við göt-
una en ég sunnan við og lítil sem
engin umferð var um hverfið,
frelsið var nánast ótakmarkað.
Unað var því í óendanlegum
heimi æskuleikja, meðan bernsk-
an leið. Margar ferðir áttum við
vinirnir niður á bryggju, þangað
sendir til að fá fisk í soðið. Þá átti
Haukur gamalt handarhald af
skíðasleða með renndum hand-
föngum á báðum endum, kjörið til
að renna vírlykkjunum sem fisk-
kippurnar voru þræddar á upp að
miðju á haldinu. Þar tálguðum við
tvær lautir sitthvorum megin í
skaftið og þar sátu kippurnar í
skorðum en við héldum sitt í hvorn
enda og röltum heim. Skaftið ent-
ist lengi geymt á bak við rör utan á
húsi Hauks.
Þegar foreldrar vinar míns
ákváðu eitt sinn að fara í viku úti-
legu austur í Vaglaskóg, fór hann
fram á að ég færi með. Farið var á
vörubíl og hafði trébekkur verið
festur á pallinn aftan við stýris-
húsið.
Þar sat fólkið og farangri var
raðað, ógleymanleg ferð, en þá var
seinni heimsstyrjöldin ekki hafin.
Síðar komu skíðaferðir upp í
Fálkafell á sunnudagsmorgnum.
Við gengum ævinlega á skíðunum
heiman að. Kvöldið áður höfðum
við smurt skíðin eftir færð, reynd-
um að láta passa að gönguáburð-
urinn væri búinn þegar komið var
í Fálkafell og settum þá e.t.v. pa-
rafín eða annan rennslisáburð á til
að auka rennslið.
Svo segir í dagbók minni að
þriðja janúar 1946 höfum við verið
í útilegu í Fálkafelli. Einnig vorum
við á skíðum í öllum brekkum bæj-
arins, Skátagilinu, Brekkugöt-
unni, Eiríkstúni, Lallatúni og
Gefjunarbrekkunni, að ótöldum
Miðhúsaklöppum.
Áhuga höfðum við á skautum
og þegar aðstæður leyfðu var Poll-
urinn bestur. Hann var oft lagður
að austurlandinu. Einnig vorum
við inn á Leiru og á flæðunum en
reyndum líka að finna ís á smá-
tjörnum víða.
Dans var vini mínum mikil
skemmtun og stunduðum við um
árabil þá íþrótt af kappi.
Haukur vinur minn var dreng-
ur góður og allt sem hann lagði
hönd á varð að vanda vel. Ég
þakka honum samfylgdina og vin-
áttuna sem aldrei bar skugga á.
Skúli.