Morgunblaðið - 27.08.2015, Síða 79
MINNINGAR 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2015
Elsku afi minn!
Þú varst stór
hluti af æsku minni
og alltaf í miklu
uppáhaldi.
Rosalega barngóður og al-
mennt góður maður.
Mér fannst alltaf svo flott að
eiga afa sem var lögga og hef allt-
af borið mikla virðingu fyrir lög-
reglunni og treyst henni.
Mér er mjög minnisstætt þeg-
ar við systur fórum niður á Miklu-
braut til að „hjálpa“ afa að ná
þeim sem ekki notuðu bílbelti. Við
stóðum þarna og skráðum niður
númer á bílunum þar sem fólk var
ekki með bílbelti og afhentum þér
stoltar. Þú tókst við blaðinu og
þakkaðir fyrir. Þú lést okkur
halda að við hefðum gert heilmik-
ið gagn. Og þegar við systur fund-
um látinn mann í Hlíðunum þá
mættir þú á staðinn og passaðir
upp á okkur. Þegar afi var kom-
inn, þá var allt í lagi.
Þegar þú fékkst heilablæð-
inguna var ég stödd í Madrid og
rauk heim um leið og ég frétti
Rúnar
Guðmundsson
✝ Rúnar Guð-mundsson fæd-
ist 14. október
1927. Hann lést 13.
ágúst 2015. Útför
Rúnars fór fram 22.
ágúst 2015.
þetta. Það sem þú
sagðir þegar ég
mætti var: „Það
mætti halda að ég
væri dauður!“ og
glottir. Það var allt-
af stutt í húmorinn.
Þú lést nú ekki
einhverja heilablæð-
ingu stoppa þig,
fórst að spila golf
um leið og þú gast
og hélst því áfram
eins lengi og þú gast.
Það var alltaf svo gott að koma
til ykkar ömmu og þið áttuð svo
vel saman. Þið voruð búin að vera
saman í um 60 ár og þegar ég kom
með mömmu og ömmu um daginn
að hitta þig sá ég ennþá ástina á
milli ykkar.
Ég veit að það átti ekki vel við
þig að vera veikur og rúmliggj-
andi og finnst gott að þú hafir
loksins fengið hvíldina sem þú
þráðir.
Ég sakna þín og hlakka til að
hitta þig þegar minn tími kemur.
Elska þig!
Þórunn Tryggvadóttir.
Á fimmtudeginum í síðustu
viku fengum við systurnar þau
sorglegu skilaboð að heimsins
besti afi væri dáinn. Við systurnar
fluttum til Noregs þegar við vor-
um mjög ungar og náðum þess
vegna ekki að vera eins mikið með
afa og við hefðum viljað. Við mun-
um þó eftir frábærum afa sem
okkur þótti mjög vænt um. Afi
okkar var svo stór að þegar við
vorum litlar héldum við að hann
væri hálftröll og hann neitaði því
aldrei. Við vorum þó aldrei
hræddar við hann, því hann var
algjört ljúfmenni, bæði skemmti-
legur og alltaf góður við okkur.
Hvíldu í friði heimsins besti afi,
við munum sakna þín!
Erla, Gerður, Kristín
og Heiða.
Afi minn, hann Rúnar, var ekki
venjulegur maður og ég hef alltaf
verið mjög stolt af honum. Hann
var lögreglumaður, þrefaldur
glímukóngur og þar að auki hálf-
tröll! Hann afi var ótrúlega barn-
góður og skemmtilegur. Hann
kunni endalaust af spennandi æv-
intýrum og skemmtilegum kvæð-
um og þulum sem hann fór með
fyrir okkur barnabörnin, okkur til
mikillar ánægju! Afi var með frá-
bært ímyndunarafl og gat lifað sig
inn í ævintýraheim okkar
barnanna. Ein af mínum allra
bestu barnæskuminningum er frá
Spánarferð með ömmu og afa
þegar ég var þriggja ára gömul
þar sem afi og ég lentum í hinum
ótrúlegustu ævintýrum. Við fund-
um prinsessuna í turninum og
reyndum að bjarga henni, svo
hittum við þrjár skessur sem
bjuggu í skúr rétt hjá húsinu okk-
ar, sem betur fer tókst okkur að
hlaupa frá þeim! Svo fundum við
líka prins sem hafði breyst í frosk,
en það virkaði því miður ekki að
kyssa hann. Við lentum líka í ýms-
um hrellingum á ströndinni, þar
voru nefnilega ræningjarnir úr
Rómarborg á ferð, eins gott að
passa sig á þeim! Svo vorum við
næstum étin af hákarli, en afi
hafði ráð undir rifi hverju og lagði
á sund með mig hangandi á stóru
tánni á sér! Afi var gamall sjó-
sundsmaður og synti auðveldlega
frá hákarlinum. Gott við gátum
sloppið! Sem betur fer var afi
bæði lögga og hálftröll, annars
hefði ég kannski orðið svolítið
smeyk eftir öll þessi ævintýri. Ég
á eftir að sakna þín elsku afi minn!
Takk fyrir allar sögurnar, minn-
ingarnar og ævintýrin sem við
áttum saman. Hvíldu í friði.
Þín
Dröfn.
Þar féll eikin sterka og stóra,
stælti maðurinn með stóru hend-
urnar. Vinnufélagar hans kölluðu
hann Tarzan. Ekki að undra.
Hann var mikil fyrirmynd ungum
dreng. Ungur drengur sem unni
íþróttum leit á hann sem hinn
sanna íþróttamann með fagra sál
og hugsjónir um heiðarleika og
drengskap. Ungur drengur áleit
hann ókrýndan fegurðarkóng Ís-
lands. Hurðarbaksröddin djúp og
hljómmikil. Svona rödd vildi ung-
ur drengur fá þegar hann yrði
stór. Ljúfur frændi, blíður og virti
okkur ungu drengina. Kærar
þakkir, elsku Rúnar, vegni þér vel
á nýjum stað.
Guðmundur Sæmundsson.
Við Félagar inn-
an Kaupmanna-
samtaka Íslands
kveðjum nú traust-
an og góðan félaga
okkar, Guðna Þorgeirsson, en
hann lést sunnudaginn 2. ágúst
sl., 92 ára að aldri. Á árinu 1950
ákvað Guðni að takast á við
sjálfstæðan atvinnurekstur og
keypti rekstur verslunar á horni
Kársnesbrautar og Hafnarfjarð-
arvegar. Verslunina nefndi hann
Fossvogsbúðina, þá verslun rak
hann í tíu ár. Árið 1960 flutti
hann reksturinn og heimili sitt í
nýtt hús sem hann byggði, þar
rak hann síðan verslun sína,
Kársneskjör, í þrettán ár.
Skömmu eftir að hann hóf versl-
unarrekstur gekk hann í Félag
matvörukaupmanna og var fljót-
lega kosinn í stjórn félagsins,
sinnti hann einnig formennsku í
félaginu á árunum 1962 til 1965.
Guðni var vinsæll kaupmaður.
Þegar hér var komið sögu hafði
hugur Guðna beinst að því að
skipta um starfsvettvang. Í því
sambandi bauðst honum starf
hjá Kaupmannasamtökum Ís-
lands sem hann ákvað að taka,
starfaði hann síðan þar í rúm
tuttugu ár. Það var mikill styrk-
ur fyrir samtökin að hafa mann
með slíka reynslu innan sinna
raða. Kaupmannasamtökin
þökkuðu Guðna störf hans í
þágu kaupmanna og hve trúr og
heilsteyptur hann var í sínum
störfum, með því að sæma hann
gullmerki samtakanna í febr-
úarmánuði árið 1987.
Árið 2001 stofnuðum við eldri
kaupmenn félagsskap sem við
nefndum Kaupmannaklúbbur-
inn, í daglegu tali köllum við
hann Lávarðadeildina, en hún
samanstendur af félögum sem í
flestum tilfellum eru hættir
rekstri. Klúbbfélagar hittast
einu sinni í mánuði í húsakynn-
um Kaupmannsamtakanna og fá
sér kaffisopa. Umræðuefni fund-
armanna er fært til bókar og
kemur það fram sem spjallað
hefur verið um hverju sinni.
Guðni var einn af stofnendum
klúbbsins og lét sig ekki vanta á
meðan heilsan leyfði. Við félagar
í klúbbnum kveðjum nú góðan
vin og félaga og munum sakna
hans við kaffiborðið, hans sæti
verður vandfyllt. Ég vil að leið-
arlokum þakka Guðna ánægju-
legt samstarf í gegnum árin sem
munu lifa í minningunni. Ég
sendi eiginkonu Guðna, börnum
þeirra hjóna og öðrum ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðna Þor-
geirssonar.
Gunnar Snorrason,
fyrrverandi formaður
Kaupmannasamtaka Íslands.
Við Guðni kynntumst á 9. ára-
tugnum í sambandi við málefni
smásöluverslana. Ég var þá að
vinna fyrir samvinnuhreyf-
inguna en hann í starfi hjá kaup-
mönnum. Þó að oft sé vitnað til
þessara hreyfinga sem svarinna
andstæðinga var nú staðreyndin
sú að nokkurt samstarf var ætíð
um sameiginleg hagsmunamál,
hvort sem þau sneru að stjórn-
völdum eða inn á við að sam-
starfi um hagsmuni. Við urðum
svo samstarfsmenn hjá Kaup-
mannasamtökum Íslands síðari
hluta árs 1995 og það var einmitt
Guðni sem kom með þá hug-
mynd til mín að sækja þar um
starf sem framkvæmdastjóri. Að
sjálfsögðu var hann þar að vinna
í samráði við stjórn félagsins eða
a.m.k. hluta hennar. Við Guðni
áttum margar ánægjulegar
Guðni Þorgeirsson
✝ Guðni Þor-geirsson fædd-
ist í 22. janúar
1923. Hann lést 2.
ágúst 2015. Útför
Guðna fór fram 19.
ágúst 2015.
stundir saman í
starfinu og hann var
ólatur við að fræða
mig um sögu félags-
ins, menn og mál-
efni og ætíð þannig
að halla ekki orði á
nokkurn mann. Ég
minnist með ánægju
jafnt föðurlegra
ábendinga hans sem
og myndugleika þar
sem það átti við.
Eftir formleg starfslok Guðna
vann hann af áhuga að undir-
búningi sögu Kaupmannasam-
taka Íslands og var jafnframt í
forystu hóps fyrrverandi kaup-
manna sem héldu hópinn með
því að hittast reglulega og höfðu
vissulega áhrif á stefnu og starf
Kaupmannasamtakanna.
Guðni var myndarlegur mað-
ur og vakti athygli þar sem hann
fór. Hann hafði létt skap og lagði
gott til mála í okkar samskipt-
um. Ég tel mig hafa eignast vin-
áttu Guðna og er þakklátur fyrir
hana. Þótt við höfum ekki verið í
samskiptum um nokkurn tíma
finnst mér mannflóran fátæk-
legri að honum gengnum. Ingu
og fjölskyldu Guðna votta ég
samúð við fráfall þess mæta
manns.
Sigurður Jónsson,
fv. framkvæmdastjóri KÍ.
Þegar góður og traustur fé-
lagi kveður er okkur gjarnt að
horfa til þess tíma sem fé-
lagsskapur vinarins varði og
fara yfir þau tengsl sem mynd-
uðust.
Orðin traustur félagi og vinur
komu upp í hugann þegar þær
fréttir bárust að bróðir okkar og
heiðursfélagi Guðni Þorgeirsson
væri látinn. Á engan er hallað
þegar því er haldið fram að hann
hafi verið einn traustasti bróðir í
stúku okkar enda var hann alla
tíð fremstur meðal jafningja,
bætti félagsandann, boðinn og
búinn að vinna að öllu því sem
stúkan tókst á hendur hvort
heldur var í innra starfi eða ytri
tengslum á vegum stúkunnar
eða Oddfellowreglunnar.
Br. Guðni gekk í Oddfellow-
regluna árið 1951 og var einn af
stofnfélögum stúku okkar nr. 10,
Þorfinns karlsefnis, árið 1962
hvar hann var brautryðjandinn
sem treysti starfið með festu
sinni, samvinnu og samstarfi
meðal stúkubræðra.
Í félagsskap sem Oddfellow-
reglu eru ýmsar venjur sem
stjórna þarf af festu og rögg-
semi en þar var br. Guðni braut-
ryðjandi. Af snilld sinni sá hann
um undirleik á fundum og at-
höfnum innan stúku okkar og
reglu, en því starfi sinnti hann
yfir 40 ár.
Guðna var þakkað fyrir gott
verk og ástundun með því að
kjósa hann einróma heiðurs-
félaga stúku okkar. Þá sæmdi
Oddfellowreglan br. Guðna heið-
ursmerkjum reglunnar fyrir
óeigingjarnt starf, en við þeim
tók br. Guðni af sínu kunna lít-
illæti sem var einkenni hans alla
tíð.
Bræðrum í st. nr. 10 Þorfinni
karlsefni eru þakkir í huga þeg-
ar br. Guðni er kvaddur en í
huga okkar ber hæst virðingu
við minningu hins trausta bróður
og félaga.
Við hlið br. Guðna Þorgeirs-
sonar var eiginkona hans, Ingi-
björg Þorkelsdóttir, en þau hjón
sóttu allar hátíðir og samkomur
á vegum stúku okkar meðan
heilsa þeirra leyfði.
Einlæg er kveðja okkar til
Ingibjargar og fjölskyldu. Minn-
ingar um góðan dreng og bróður
vara lengi og þá ekki síst þegar
kvaddur er brautryðjandinn sem
br. Guðni Þorgeirsson var.
Fyrir hönd br. í st. nr. 10 Þor-
finni karlsefni IOOF.
Kristján Óli Hjaltason.
✝ IngibjörgÁrnadóttir
fæddist að Miðgili í
Langadal A-
Húnavatnssýslu 19.
september 1922.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum 13.
ágúst 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Vilborg
Guðmundsdóttir, f.
1885, og Árni Ásgrímur Guð-
mundsson, f. 1888, bændur að
Miðgili. Imma, eins og hún var
alltaf kölluð, var næstelst fjög-
urra systra, þeirra Guðrúnar, f.
1921 (látin), Elísabetar Árnýjar,
f. 1925, og Önnu, f. 1927.
Hún giftist 18. maí 1946 Ein-
ari Sigurðssyni frá Tóftum í
Stokkseyrarhreppi, f. 7. júli
1922. Foreldrar hans voru Mar-
grét Kristjánsdóttir, f. 1893, og
Sigurður Kristinn Einarsson, f.
1891. Börn Immu og Einars eru
1) Vilborg Árný, f. 1946, hennar
maður er Einar Hólm Ólafsson,
börn þeirra a) Ingibjörg Hólm.
b) Ólafur Hólm. 2) Sigurður
Kristinn, f. 1948. 3) Jarþrúður
búskap á Selfossi sem þá var í
mótun sem þéttbýlisstaður. 1948
fluttu þau að Eyrarvegi 12 og
bjó fjólskyldan þar til ársins
1966 að þau fluttu að Mánavegi
1 sem var heimili þeirra í 48 ár.
Fyrstu árin starfaði Imma á
Hótel Selfoss og var það hennar
vinnustaður af og til jafnhliða
barnauppeldi og heim-
ilisstörfum. Eftir að börnin uxu
úr grasi fór hún að vinna hjá
Kaupfélagi Árnesinga við af-
greiðslu í bakaríinu við Eyrar-
veg og eru það margir sem
minnast hennar þaðan. Hún var
ein af stofnfélögum Kvenfélags
Selfoss og var virk þar um ára-
bil. Helsta áhugamál þeirra
hjóna voru ferðalög um landið
okkar fagra og eru fáir staðir
sem þau hafa ekki heimsótt. Eitt
af sameiginlegum áhugamálum
þeirra var einnig hestamennska
og voru þau félagsmenn í Hesta-
mannafélaginu Sleipni. Ætíð
var hún kvik í hreyfingum og
voru gönguferðir partur af
hennar daglega lífi. Heilsu-
hraust var hún með eindæmum
alla tíð. Eftir að Einar fluttist að
Fossheimum 2008 hélt hún ein
heimili þar til hún var rúmlega
90 ára er hún flutti til hans og
nutu þau síðustu æviáranna
saman. Hún átti 16 lang-
ömmubörn og eitt langalang-
ömmubarn.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Einarsdóttir, f.
1951, hennar mað-
ur er Sigurbjörn
Árnason, börn
þeirra a) Arnar. b)
Harpa. c) Katla.
Áður átti Sig-
urbjörn dótturina
Þorbjörgu. 4) Mar-
grét, f. 1959, maður
hennar var Ómar
Halldórsson, þau
skildu, dætur
þeirra eru a) Urður. b)Halla. Áð-
ur átti Ómar dótturina Aþenu,
sem ólst að hluta upp hjá þeim.
5) Sonja Ingibjörg, f. 1961,
hennar maður er Hrafn Stefáns-
son, þeirra synir eru a) Einar
Ingi. b) Heiðar Númi.
Imma ólst upp við hefðbundin
sveitastörf á æskuheimilinu.
Tvo vetur var hún við nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi
og átti þaðan góðar minningar
og hélt sambandi við margar
skólasystur sínar árum saman.
Þegar hún var í Kvennaskól-
anum kynntist hún eiginmanni
sínum til 70 ára sem þá var
skólasveinn á Bændaskólanum
að Hólum. Árið 1945 hófu þau
Nú er hún elsku Imma, amma
mín, komin í Sumarlandið. Amma
á Selfossi eins og ég sagði alltaf.
Amma á stóran stað í hjarta
mínu. Hjá henni og afa bjó ég
með mömmu fyrstu tvö árin mín
og ég var mikið hjá þeim sem
barn. Þangað sótti ég líka í fjörið
með móðursystrum mínum sem
eru aðeins nokkrum árum eldri
en ég og mér fannst ég bara vera
ein af systkinunum á Mánaveg-
inum.
Þar var oft margt um manninn
þegar stórfjölskyldan kom sam-
an. Amma tók fagnandi á móti
hersingunnni í dyrunum og naut
þess að stjana við fólkið sitt.
Borðið svignaði undan veitingum
og það brást sjaldan að kleinur,
pönnukökur og flatkökur væru í
boði.
Sú þrenna var aðalsmerki
ömmu og alltaf vildi hún bera á
borð með sér þegar fjölskyldan
hittist á góðri stundu, öllum til
mikillar gleði. Í minningunni átti
amma líka alltaf ís í frystikist-
unni og brjóstsykur í veskinu en
það skiptir máli þegar maður er
barn.
Margar fallegar og skemmti-
legar minningar tengi ég við
ömmu. Það var einstaklega nota-
legt þegar ég gisti á Mánaveg-
inum að vakna við rjátlið í henni
frammi og oftar en ekki hummaði
hún lagstúf á meðan hún vann.
Minningar um öll ferðalögin og
bíltúrana þar sem hestavísurnar
og ættjarðarlögin voru sungin en
amma og afi kunnu ótal vísur og
lög sem ég lærði af þeim og alltaf
var sungið raddað ef mögulegt
var. Ég man eftir berjaferðum í
Þjórsárdalinn þar sem fylltir
voru balar og fötur og amma bjó
til saft og sultu sem hún gaf fólk-
inu sínu.
Amma og afi voru einstaklega
dugleg að rækta matjurtir og
mér er minnisstætt þegar tekin
voru upp heilu fjöllin af kart-
öflum, rófum og gulrótum á
haustin og amma setti að sjálf-
ögðu í poka handa öllum. Stund-
um fékk ég meira að segja að
kíkja til hennar í bakaríið þar
sem hún vann í mörg ár.
Þegar ég var komin á fullorð-
insár með fjölskyldu tók amma
alltaf á móti mér og mínum með
rausnarskap og léttu lundinni
sinni og hún hafði alltaf gaman af
að hitta langömmubörnin sín og
fá af þeim fréttir. Langalang-
ömmustelpan fékk einnig að hitta
hana sem er okkur fjölskyldunni
mikils virði.
Amma og afi höfðu þann fal-
lega sið að veifa gestunum sínum
af hlaðinu á Mánaveginum vel og
lengi. Ég man eftir að hafa krop-
ið á hnjánum og horft út um aft-
urgluggann á bílnum og veifað
þeim á meðan þau voru í augsýn
og helst lengur. Sennilega af því
ég vildi ekki fara en ég huggaði
mig við að ég kæmi fljótt aftur í
heimsókn.
Nú kveð ég elsku ömmu og
geymi minninguna um skemmti-
lega og fallega konu sem alltaf
tók brosandi á móti mér. Ég
þakka af öllu hjarta fyrir sam-
fylgdina í 50 ár og að hafa átt
hana að í blíðu og stríðu.
Elsku afi minn, mamma, Siggi,
Systa, Gréta og Sonja, ykkur
votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning Immu
ömmu.
Ingibjörg Hólm Einarsdóttir.
Ætti ég hörpu hljóma þýða,
hreina mjúka gígju strengi,
til þín mundu lög mín líða,
leita þín er ein ég gengi.
(Friðrik Hansen)
Hún kvaddi okkur fyrir stuttu
hún Ingibjörg systir mín, hún
Imma frá Miðgili eins og hún
kallaði sig gjarnan. Þar er gengin
vel gerð og mikilhæf kona. Hún
var fædd og alin upp á Miðgili í
Langadal og þar ólumst við fjór-
ar systur upp við ástríki og að-
hald. Þar var oft glatt á hjalla,
mikið hlegið og spjallað. Oft voru
kvöldin notuð til útreiða og var
þá sprett úr spori, enda alltaf til
þægilegur hestur undir hvern
rass. Það var líka mikið sungið á
Miðgili og var það ætíð svo þegar
þau hjónin Imma og Einar komu
í heimsókn að það var tekið lag.
Einar var kirkjuorganisti og mik-
ill söngmaður og féll vel í hópinn.
Það var alltaf mikil gleði þegar
þau komu í heimsókn enda voru
þau góðir gestir.
Hún var afar gestrisin og alltaf
var til heimabakað flatbrauð og
pönnukökur þegar gesti bar að
garði.
Þau hjónin áttu lengi hesta og
var gjarnan skroppið á hestbak
ef tími gafst til. Ég ætla ekki að
rekja hér æviferil Immu minnar,
aðeins vil ég minnast hennar sem
elskulegrar systur og góðs fé-
laga, og þakka fyrir alla góðvild
og elskulegheit til mín og fjöl-
skyldu minnar.
Svo sendi ég Einari mági mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur,
börnunum og öllum í fjölskyld-
unni votta ég einnig innilega
samúð. Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Árnadóttir
(Bebbý frænka).
Ingibjörg
Árnadóttir