Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 104

Morgunblaðið - 27.08.2015, Page 104
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Rykkonan“ látin úr maga… 2. Of feit en samt undir kjörþynd 3. Sigríður I. Ingadóttir selur íbúðina 4. Auglýsing Icelandair hækkaði … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndatónskáldið Jóhann Jó- hannsson vinnur nú að gerð hljóm- sveitarsvíta með tónlistinni sem hann samdi fyrir kvikmyndirnar The Theory of Everything og Prisoners. Þær verða frumfluttar af Sinfóníu- hljómsveitinni í mars. AFP Jóhann semur svítur úr kvikmyndatónlist  Stefán Ragnar Höskuldsson, sem undanfarin ár hef- ur verið leiðandi flautuleikari hljómsveitar Metropolitan- óperunnar í New York en hefur nú verið ráðinn til Chicago-sinfóníunnar, hefur sent frá sér nýjan geisladisk. Nefnist hann Solitude og leikur Stefán verk eftir Schubert, Liebermann, Prokofiev og Magnús Blöndal Jóhannsson. Nýr geisladiskur Stefáns Ragnars  Sjólag er heiti sýningar mynd- og hljóðlistarmannsins Finnboga Péturssonar sem verður opnuð í Gall- erí Gróttu á Seltjarnarnesi í dag klukkan 17. Þar sýnir hann eins konar stillimyndir af sjávar- landslagi. Annað verk Finnboga, áhrifamikil inn- setning vatns, hljóðs og ljóss, er á sýningunni Listeríu í ókláraða safnhúsinu við Nes- stofu. Sjólag og innsetning Finnboga á Nesinu Á föstudag Norðan 10-18 m/s um landið norðan- og norðvestan- vert og talsverð rigning. Mun hægari á Suður- og Austurlandi og dálitlar skúrir. Hiti 4 til 12 stig, kaldast á Norðvesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt, hvasst um landið norð- vestanvert en mun hægari vindur á Suður- og Austurlandi. Víða rigning en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR „Ég var aðeins stressuð fyr- ir tímamismuninum en það gekk vonum framar að venj- ast honum og ég hafði engu að tapa,“ segir Aníta Hin- riksdóttir meðal annars í Morgunblaðinu í dag, en hún keppti í fyrsta sinn á HM fullorðinna í Peking í fyrrinótt og náði þar besta tíma sínum á árinu. Þjálf- ari hennar segir Anítu hafa sannað sig í hópi þeirra bestu. »1 „Spennandi hvort ég kæmist áfram“ Julius Yego frá Kenía sigraði í spjót- kasti karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í gær. Yego náði þriðja lengsta kasti sög- unnar og því lengsta í fjórtán ár og er hann fyrsti frjálsíþróttamaðurinn frá Kenía til að vinna gull á HM utan hlaupabrautarinnar. »4 Yego vann á 3. lengsta kasti frá upphafi „Ég er ekki búinn að skora nógu mik- ið í sumar svo það var fínt að bæta við tveimur þarna,“ segir Skaga- maðurinn Jón Vilhelm Ákason meðal annars í Morgunblaðinu í dag. Hann er leikmaður sautjándu umferðar Pepsi-deildar karla að mati blaðsins, sem birtir einnig lið umferðarinnar og stöðuna í M-gjöfinni nú þegar far- ið er að síga á seinni hlutann. »2-3 Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Brian Borgford starfaði sem kennari í Kína, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og Katar í 12 ár áður en hann flutti til Calgary í Kanada í fyrra og fór á eftirlaun. Hann er nú á Íslandi að safna upplýsingum í bók um afa sinn, Þorstein Borgford, sem flutti 12 ára með foreldrum sínum, Sæmundi Jónssyni og Helgu Gísla- dóttur frá Árdal, skammt frá Hvann- eyri í Borgarfirði, til Gimli í Manitoba í Kanada 1886. „Ég hef orðið margs vísari,“ segir Brian, sem hefur unnið í rúmt ár við gagnasöfnun víðs vegar í Kanada. „Ég geri mér vonir um að fylla í síð- ustu götin hér á Íslandi,“ heldur hann áfram og bætir við að þau hjónin hafi meðal annars farið í dagsferð með skyldfólki á slóðir forfeðranna í Borgarfirði og hann hafi eytt drjúg- um tíma á Þjóðminjasafninu til þess að kynna sér söguna og setja sig inn í anda Borgarfjarðar á 19. öld. Víða minnismerki Þorsteinn bjó aldrei með foreldr- unum og systkinum í Kanada heldur fór strax í burtu til að vinna og sendi peninga heim. Hann skrifaði ævi- sögu, sem hefur þó ekki komið fyrir almenningssjónir, og þegar Brian sá hana fyrir um tveimur árum kveikti hún áhuga á að kafa dýpra undir yfir- borðið. „Það er miklu meiri saga ósögð,“ segir hann og vísar til þess að afi sinn hafi komið víða við. Hann hafi verið stórt nafn í byggingarfram- kvæmdum í Kanada, verið varafor- maður öflugs byggingarfyrirtækis og meðal annars unnið sem múrari og verkstjóri við byggingu þinghússins í Winnipeg og margar byggingar kanadísku járnbrautanna víða um land. „Þetta er áhugaverð saga en því miður frétti ég seint af henni.“ Fyrir um tveimur árum kom út bókin Gil eftir Brian. Hún fjallar um Gísla, föður hans, sem giftist seint konu með sex börn. „Ég fæddist þeg- ar hann var um fertugt og hann talaði aldrei um íslensku fjölskylduna. Ég hitti systkini hans en kynntist ekki börnum þeirra.“ Brian segist í raun ekki hafa tengst íslenska hlutanum í sér fyrr en hann hafi séð minningar afa síns og ekki verið hluti af íslenska samfélaginu vestra. Frænka hans hafi tekið þátt í Snorraverkefninu á Íslandi fyrir nokkrum árum, komið á fjölskyldumóti í Kanada í fyrra og mælt með verkefninu. „Við höfðum aldrei hist fyrr, en þá ákvað ég að skrifa ævisögu afa og síðan skáldsögu byggða á lífi hans. Þátttakan í Snorraverkefninu nú er liður í því.“ Hann bætir við að stefnt sé að því að ævisagan komi út eftir um ár og skáldsagan í kjölfarið. Kanadamaður í efnisleit  Safnar upplýs- ingum um afa sinn sem flutti vestur Ánægð Hjónin Brian Borgford og Rochelle Bos kvöddu Reykjavík með bros á vör og eru nú á Akureyri. Morgunblaðið/Styrmir Kári Snorri plús 2015 Hópurinn tekur þátt í verkefninu til mánaðamóta. Ljósmynd/Ásta Sól Kristjánsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.