Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Blaðsíða 11
Húsnæðlsskýrslur 1950
9
1910 1920 1930 1940 1950
% % % % %
Steinsteypuhús .................. 4 9 24 40 53
Timburhús .................... 44 46 49 49 40
Torfbæir ....................... 52 45 27 11 4
Braggar o. fl.................... — — — — 3
Samtals 100 100 100 100 100
Það er athyglisvert, að 1950 eru steinsteypuhúsin orðin meir en helm-
ingur allra íveruhúsa á landinu eða tiltölulega álíka mikill hluti af húsa-
tölunni eins og torfbæirnir voru 1910 (53% á móts við 52%), en torfbæ-
irnir voru þá komnir niður í 4% af húsnæðistölunni eða sama hundraðshluta
sem steinsteypuhúsin 1910. Timburhúsin að viðbættum bröggum o. fl. eru
hins vegar álíka mikill hluti af húsatölunni 1950 eins og timburhúsin 1910.
En við fyrri manntöl mun húsnæði það, sem nánast svarar til bragga o. fl. nú,
líklega að mestu hafa talizt til timburhúsa (ýmiss konar timburskúrar o. fl.).
Timburhúsin voru nálega helmingur húsatölunnar 1930 og 1940, en síðan fer
hlutdeild þeirra að minnka aftur.
1. yfirlit sýnir, hvernig húsin skiptust hlutfallslega eftir tegundum bygg-
ingarefnis í bæjum og sveitum. Meir en helmingur íveruhúsa í Reykjavík og
kaupstöðum voru steypuhús, tæpur helmingur í sveitum og rúmlega % í
kauptúnum. Þar voru timburhúsin aftur á móti tiltölulega flest, um helmingur.
í kaupstöðum voru þau tiltölulega færri og í sveitum og Reykjavík náðu þau
ekki þriðjungi húsatölunnar. Torfbæir voru næstum einvörðungu í sveitum.
Voru þeir tæplega 8% af húsatölunni þar, en í því sambandi má benda á, að
í sveitum var meira en annars staðar um hús úr blönduðu efni, og í fullum
1. yfirlit. Hlutfallsleg skipting íbúðarhúsa eftir tegundum byggingarefnis
í bæjum og sveitum.
Percentage distribution of dwelling houses by types of building materials
in urban and rural areas.
Reykjavík Kaupstaðlr Kauptún Sveitir Allt landiS
the capital towns urban villages rural arcas Iceland
Steypuhús o/ concrete (or stoneJ .. 56,5 51,1 42,3 47,9 50,3
Timburhús of wood 31,3 43,6 50,3 32,7 37,4
Torfbæir of turf 0,0 0,1 1,0 7,6 2,7
Hús úr blönduðu efni o/ mixed ma- terials 3,3 3,4 4,0 8,3 5,1
Óupplýst not reported 0,8 1,3 1,9 0,9 1,1
Braggar o. fl. former military bar- racks etc 8,1 0,5 0,5 2,6 3,4
Alls totál 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
helmingi þeirra var torfbygging annar þátturinn. í bæjunum voru aftur á
móti flest slík hús sambland af steypu- og timburhúsum. Um bragga og annað
slíkt bráðabirgðahúsnæði var langmest í Reykjavík, um 8% af húsatölunni,
en annars staðar gætti þeirra lítið, nema í sveitum Gullbr,- og Kjósarsýslu,
þar sem tiltölulega meira var um þá heldur en í Reykjavík.
í töflu I er sýnt, hvernig íveruhúsin skiptust eftir tegundum byggingar-
efnis í hverjum kaupstað og kauptúni með yfir 300 íbúa og í hverri sýslu
utan þessara kauptúna.
2