Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Blaðsíða 23
Húsnæöisskýrslur 1950
21
leigt hafa herbergi úr íbúðinni, með herbergjum sínum, og auk þess búa á
nokkrum stöðum fleiri en ein f jölskylda í sömu íbúðinni.
Þegar athugaður er mannfjöldinn, sem kemur á hvert herbergi, sést, að
rýmra er um einstaklinga, sem taka á leigu einstök herbergi, heldur en um
fjölskyldurnar, allra helzt þó þá, sem hafa heilar íbúðir til umráða. Þó er
meðalþéttseta híbýlanna ekki meiri hjá fjölskyldum, sem hafa eldhús út af
fyrir sig, en það er allur þorri fjöldskyldnanna (%o hlutar), heldur en í íbúð-
unum yfirleitt, þegar öllum íbúum þeirra er slegið saman, en það er 1,03
manns á herbergi. Hins vegar standa þær fjölskyldur, sem hafa eldhús með
öðrum, og einkum þó þær, sem ekkert eldhús hafa, töluvert verr að vígi
í þessu efni.
í töflu VI sést tala heimila, bæði fjölskyldu- og einstaklingsheimila, í
hverjum kaupstað og hverju kauptúni með yfir 300 íbúa, og í hverri sýslu
utan þeirra, svo og herbergjatala og tala heimilismanna, og má þar af finna,
hve mörg herbergi koma að meðaltali á heimili, og hve margir menn á heimili
eða herbergi á hverjum stað.
I töflu Vm er fjölskyldu- og einstaklingsheimilum í bæjum og sveitum
skipt eftir herbergjafjölda þeirra og tölu heimilismanna. Sést þar, að á land-
inu í heild eru 3ja og 4ra manna f jölskylduheimili langtíðust, samanlagt hátt
upp í helming allra fjölskylduheimila (44%), svipuð tala af hvoru fyrir sig,
þó heldur fleiri 3ja manna heimili. Tæpl. % af tölu tjölskylduheimila er 2ja
manna heimili, litlu fleiri 5 manna og álíka mörg 6 og 7 manna samanlögð.
Af einstaklingsheimilum er megnið 1 manns heimili, 75%, 2ja manna 16%
og 3ja manna 5%.
3. Þéttseta híbýlanna.
Density of hábitation.
Meðalþéttseta híbýla kemur fram við samanburð á herbergjatölu og íbúa-
tölu þeirra, annað hvort í heild eða ýmsum deildum þeirra. Þetta hefur verið
gert hér að framan að nokkru leyti og má gera enn meir eftir töflunum hér
á eftir. En meðaltölin sýna aðeins, hvort þéttseta híbýlanna er mikil eða lítil
yfirleitt, en breiða hins vegar yfir mismuninn á einingum þeim, sem meðal-
talið er myndað af. Hópur, þar sem allar einingarnar eru mjög nálægt meðal-
talinu, getur haft sama meðaltal sem annar hópur, þar sem sumar eining-
arnar eru langt fyrir neðan meðaltalið, en aðrar langt fyrir ofan það. Meðal-
tölin eru því ekki nægileg, þótt þau veiti töluverðar upplýsingar. Það er líka
mikilsvert að vita, hvort jöfnuður ríkir í þessu efni eða ekki. Einkum er
mikilsvert að fá vitneskju um það, hvort íbúðir séu ofsetnar (of þétt setnar),
en það er venja, að minnsta kosti í Evrópu, að telja þær íbúðir ofsetnar, er
fleiri en 2 menn koma á hvert herbergi. Þó að þéttseta híbýla sé á einhverjum
stað að meðaltali langt fyrir neðan það, sem venja er að telja lágmark of-
setu, þá er ekki þar með sagt, að ekki finnist íbúðir af slíku tagi, þótt búast
megi við, að minna sé um slíkt, þar sem meðaltölin eru lág heldur en þar,
sem þau eru há. í 7. yfirliti, um meðalmannfjölda á herbergi eftir stærð íbúða,
eru öll meðaltölin undir ofsetulágmarkinu og eins 1940, nema 1 herbergis
íbúðir án eldhúss. Og sama er að segja um meðalmannfjölda á herbergi heim-
ilanna í 8. yfirliti.
Til þess að finna, hve mikið er um ofsetnar íbúðir, verður að taka úr allar