Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Blaðsíða 7

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Blaðsíða 7
Formáli Preface. Við aðalmanntölin 1910, 1920, 1930, 1940 og 1950 var, auk upplýsinga um fólkið sjálft, safnað vitneskju um húsnæði þess. Niðurstöður þeirrar skýrslu- söfnunar fyrir 1910 voru birtar í Landshagsskýrslum 1912, og fyrir 1920 í hagskýrsluheftinu um manntalið það ár. Hins vegar voru niðurstöður húsnæðis- upplýsinga 1930 og 1940 ekki birtar á prenti á sínum tíma, aðallega vegna örð- ugleika á prentun hagskýrslna. í Húsnæðisskýrslum 1950, er Hagstofan lætur nú frá sér fara, er birtur útdráttur úr húsnæðisskýrslum 1940, og í inngangi þessa heftis eru til samanburðar við tölur 1950 gefnar upp samsvarandi tölur úr húsnæðisskýrslum hvers áratugs aftur til 1910, eftir því sem föng eru á. Bætir það talsvert úr vöntun prentaðra heimilda um þróun húsnæðismála hér á landi síðustu áratugi. Húsnæðisupplýsingar manntalsins 1. desember 1950 voru, ásamt öðrum manntalsupplýsingum, teknar á vélspjöld haustið 1952, en því miður hefur dregizt að vinna spjöldin og ganga frá handriti húsnæðisskýrslna 1950. Ollu því aðallega miklar annir við stofnsetningu Þjóðskrárinnar og ofhleðsla skýrsluvéla í því sambandi. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrverandi hagstofustjóri, var enn við Hagstofuna, er manntalið 1950 var tekið, og sá hann því um framkvæmd þess, þ. á. m. um öflun húsnæðisupplýsinganna. Hann lét af forstöðu Hagstofunnar í árslok 1950, en tók eftir ósk hennar að sér úrvinnslu manntalsins og samningu væntanlegra hagskýrslna með niðurstöðum þess. Samkvæmt því skipulagði hann á sínum tíma töku manntalsupplýsinga 1950 á vélspjöld, og hann hefur síðan unnið að þessum málum með aðstoð sérfræðings Hagstofunnar í skýrsluvélastörfum. Er þetta mikið verk, þó að sjálf úrvinnslan sé nú að mestu framkvæmd í vélum. Þorsteinn Þorsteinsson hefur séð algerlega um tilhögun Húsnæðisskýrslna 1950 og samið yfirlitið framan við töfludeild þeirra, en flestar töflurnar í henni voru gerðar á Hagstofunni undir umsjón hans. Hagstofa íslands, í júní 1956. Klemens Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.