Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 14

Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Loftleiðir Icelandic fljúga í vetur fimm VIP-ferðir umhverfis hnöttinn með ferðafólk. Er það töluverð fjölgun frá því sem verið hefur und- anfarin ár. Í dag verður haldið í fyrstu hringferð vetrarins, frá Miami í Bandaríkjunum. Guðni Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir að fyrst hafi verið farið í VIP- ferðirnar árið 2003 en þær hafi ver- ið þróaðar áfram síðan, aðallega í samvinnu við bandarískar ferða- skrifstofur. Lengi voru farnar ein til tvær og stundum þrjár ferðir á vetri en nú í vetur verða farnar fimm ferðir. Þá er búið að semja um mun fleiri ferðir á næstu árum. Hnattferðirnar eru aðeins mis- munandi en alltaf er höfð viðdvöl á áhugaverðum stöðum. Stundum er áherslan lögð á Afríku eða Suður- Ameríku. Guðni segir algengast að það taki um það bil þrjár vikur að ljúka hringferðinni. Loftleiðir Icelandic eru dóttur- félag Icelandair. Er þota frá Ice- landair notuð í þetta verkefni. Hún er innréttuð með sérstökum lúxus- sætum sem hægt er að breyta í rúm á nóttunni. Getur vélin tekið 50 far- þega með þessum innréttingum í stað um 200 eins og með hefð- bundnum sætum. Íslensk áhöfn er í VIP-ferðunum, þrír flugmenn, sex flugfreyjur, flug- virki, kokkur og hleðslumaður. Mat- reiðslumeistarinn sér um að farþeg- arnir séu vel haldnir í mat og drykk. Nýta lausar vélar Guðni segir að það sé kostur fyrir Icelandair að nýta vélar og mann- skap í slík verkefni á vegum Loft- leiða yfir veturinn þegar minna er að gera í áætlunarflugi þess. Í sama tilgangi eru Loftleiðir með tvær vélar í rekstri í Banda- ríkjunum í vetur, báðar fyrir ferða- skrifstofuna Apple Vacations. Önn- ur vélin flýgur frá Boston og hin frá Detroit, báðar til áfangastaða í Mexíkó, Karíbahafinu og víðar. Ís- lenskar áhafnir eru með vélarnar. Fimm lúxus- ferðir í vetur  Loftleiðir fljúga umhverfis hnöttinn Þjónusta Flugfreyjurnar snúast í kringum farþegana á meðan vélin flýgur í kringum hnöttinn. Fimmtíu sæti eru í vél sem venjulega rúmar 200 manns. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það sem kemur mér mest á óvart í þessari launakönnun er að kynbund- inn launamunur skuli vera að aukast á ný. Sérstaklega er þetta áberandi hjá stjórnendum fyrirtækja, þar sem hallar á konur. Þar er munurinn 4,6%. Við viljum vekja athygli á þessu og skapa umræður um þetta. Konur mega ekki sofna á verðinum þrátt fyrir ágætan árangur í launa- jöfnun á undanförnum árum,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Félagið kynnti í gær nýja launa- könnun þar sem fram koma vísbend- ingar um aukinn launamun kynjanna á ný. En þar koma einnig fram upp- lýsingar um að ávinningur af há- skólamenntun sé að aukast á vinnu- markaðnum. Þá kemur fram að heildarlaun félaga í VR hækkuðu um 2,9% frá janúar 2014 og fram í jan- úar á þessu ári. Launabil þeirra hæstu og lægstu er nánast óbreytt, fimmta árið í röð. Þegar leitað er skýringa á vís- bendingum um aukinn launamun kynjanna bendir Ólafía á að breyt- ingarnar séu almennt innan skekkjumarka, en engu að síður sé þetta aukning úr 8,5% árið 2014 í 9,9% í ár. Það sé mesta aukning á kynbundnum launamun innan fé- lagsins sem mælst hafi síðustu ár. Skýringarnar kunni að liggja í því að kynbundinn launamunur stjórnenda hafi aukist marktækt milli ára og aukagreiðslur karla í hærra launuð- um störfum hækkað meira en kvenna. „Karlarnir fá greinilega ýmsar aukasporslur sem konur fá ekki,“ segir Ólafía og hvetur konur í hópi stjórnenda til að huga að sínum mál- um. Hún segir að þetta séu vonbrigði þegar haft sé í huga að verkefni fé- lagsins um jafnlaunavottun hafi gengið mjög vel. Í mörgum stórum fyrirtækjum sé unnið markvisst að því að eyða launmun kynjanna. Frá aldamótum hafi launamunurinn inn- an félagsins dregist saman um þriðj- ung; kynbundinn munur var 15,3% árið 2000 en er í dag 9,9%. Launakönnunin sýnir að sölu- og afgreiðslufólk hefur hækkað mest þegar litið er til heildarlauna eða um 4,5%. Stjórnendur hækka um 3,6% í heildar- launum. Þegar litið er til grunnlauna hækka starfsmenn í gæslu-, lager- og framleiðslu- störfum mest eða um 4,2%. Hæstu launin og mesta hækkun heildarlauna voru hjá fjármálafyr- irtækjum og öðrum í sér- hæfðri þjón- ustu, 3,2%. Morgunblaðið/Þórður Öfugþróun Launakönnun VR bendir til að kynbundinn launamunur aukist á ný. Frá fundi FKA í síðasta mánuði. Launamunur stjórn- enda er orðinn 4,6%  Vísbendingar um að kynbundinn launamunur aukist aftur Menntun skilar nú meiri ávinn- ingi en undanfarin ár sam- kvæmt launakönnun VR. „Þetta er það jákvæðasta í könnuninni,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður félags- ins. Í fyrra skilaði stúdents- prófið 3% hærri launum en grunnskólaprófið og BA/BS próf 20% hærri launum. Mast- ers- eða doktorsnám á há- skólastigi skilaði 30% hærri launum en grunnskólinn árið 2014, sem er 10 prósentu- stigum minna en fimm árum áður. Stúdentspróf skilar nú 7% hærri launum en grunnskólapróf og BA/BS próf skilar 23% hærri launum. Lengsta skóla- gangan, masters- eða doktorspróf, skilar svo 37% hærri laun- um en grunn- skólanámið eitt og sér, samkvæmt könnuninni. Jákvæðasta í könnuninni HAGUR AF MEIRI MENNTUN Ólafía B. Rafnsdóttir Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á fertugsaldri skuli dæmdur í fangelsi í sex mánuði vegna ítrekaðra kynferðisbrota gegn 16 ára stúlku. Hún var tengd honum fjölskylduböndum. Refs- ingin er skilorðsbundin. Maðurinn braut gegn stúlkunni á árinu 2012 meðal annars með því að senda henni kynferðisleg textaskilaboð og skilaboð á sam- félagsmiðlum. Einnig viðhafði hann slík ummæli í samtölum við stúlkuna. Maðurinn kannaðist við að hafa sent skilaboðin en sagði þau ekki hafa verið meint kyn- ferðislega. Fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Sömuleiðis þóknun réttargæslu- manns brotaþola í héraði, 744 þús- und krónur, og allan áfrýj- unarkostnað málsins sem var 908 þúsund krónur. Sex mánaða fangelsi vegna kynferðisbrota

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.