Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  219. tölublað  103. árgangur  F Ö S T U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 1 5 64 SÍÐNA BLAÐAUKI UM SJÁVARÚTVEG FJÖLBREYTT OG FRAMSÆKIN ATVINNUGREIN Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarstjórn Sniðganga við ísraelskar vörur hefur vakið hörð viðbrögð.  Ákvörðun borgarstjórnar Reykja- víkur að sniðganga ísraelskar vörur hefur víða vakið hörð viðbrögð. M.a. íhugar evrópska gyðingaþingið nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóða- viðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að ákvörð- uninni hafi verið ætlað að vekja at- hygli á mannréttindabrotum Ísr- aelsmanna á Palestínumönnum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, segir að hörð viðbrögð hafi verið fyrirséð. Tillagan hafi verið vanhugsuð og mögulegar afleiðingar ekki skoð- aðar nægjanlega vel. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og Halldór en bætir við að hann hafi heyrt af því að íslensk fyrirtæki hafi fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum sínum, banda- rískum stórfyrirtækjum sem stýrt er af gyðingum, um málið. »4 Gyðingar íhuga að sækja rétt sinn gegn Reykjavík Verkfallsréttur » Um 550 félagsmenn eru í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. » Örlítið brot félagsmanna FHSS hefur verkfallsrétt, eða starfsmenn Fjársýslu ríkisins. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Félag háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins hélt auka- aðalfund í fyrrakvöld vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Félagið skuldar verkfallssjóði Bandalags há- skólamanna 54 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, vegna launagreiðslna til félags- manna sem starfa hjá Fjársýslu rík- isins og voru í verkfalli í vor. Félagsmenn sem starfa í ráðu- neytum hafa ekki verkfallsrétt. Á aukaaðalfundinum var sam- þykkt tillaga stjórnar FHSS um að hækka félagsgjöld frá næstu mán- aðamótum til þess að félagið geti greitt niður skuldir sínar við verk- fallssjóð BHM á næstu tveimur ár- um. „Með samþykkt tillögunnar bind- ur félagið vonir við að kostnaður vegna aðgerðanna verði að fullu greiddur á tveimur árum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Ragnheiði Bóas- dóttur, formanni stjórnar FHSS, sem Morgunblaðið fékk senda í kjöl- far fyrirspurnar um skuldastöðu fé- lagsins. Stórskuldugt við sjóð BHM  Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins skuldar verkfallssjóði BHM 54 milljónir eftir verkfallsþátttöku örlítils brots félagsmanna sl. vor MSkuldar 54 milljónir »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yfirdráttarlán heimila eru að lækka og hafði staða þeirra í júlí ekki verið jafnlág í mánuðinum síðan 2009. Þegar yfirdráttarlán í janúar og júlí árin 2005 til 2015 eru færð á verðlag í júlí sl. kemur í ljós að þau voru t.d. 23 milljörðum króna lægri í júlí sl. en í júlí 2012. Alls námu yfirdráttarlán í júlí sl. 81,2 milljörðum en þau voru til sam- anburðar að meðaltali 100,7 milljarð- ar í janúar og júlí árin 2005 til 2015. Skal tekið fram að í desember 2009 hækkuðu yfirdráttarlánin vegna nýrra uppgjörsreglna milli kortafyrirtækja og innlánsstofnana. Þá hækkuðu þau við sameiningu Ís- landsbanka og Byrs í árslok 2011. 30 milljörðum hærri en 2014 Samhliða þessari þróun eru innlán heimila að aukast. Samanlögð verð- tryggð og óverðtryggð innlán heim- ila voru þannig tæpir 640 milljarðar í júlí sl., eða um 31 milljarði meiri en í júlí 2014. Af því voru óverðtryggð innlán 425 milljarðar króna og verð- tryggð innlán 215 milljarðar. Innlán heimila í þessum flokkum voru rúmir 942 milljarðar í júlí 2009 og lækkuðu þau svo niður í 598 millj- arða í júlí 2013. Hér eru fjárhæðir framreiknaðar á verðlag í júlí 2015 miðað við vísitölu neysluverðs. Stefán Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir jákvætt að yfirdráttarlán séu að lækka. „Þau eru afskaplega óhag- stæð tegund langtímafjármögnunar. Það er því gott að fólk sé að greiða niður yfirdráttinn. Þá sérstaklega í ljósi þess að skammtímavextir hafa hækkað, enda hefur Seðlabankinn hækkað vexti,“ segir Stefán. Yfir- dráttarvextir eru nú um 13,2%. Yfirdráttarlánin eru að lækka  Heimilin greiða niður yfirdrátt  Samhliða aukast innlán 20 05 20 13 20 15 20 09 20 07 20 11 20 06 20 10 20 08 20 12 20 14 120 100 80 60 40 20 0 10 0. 22 7 10 9. 23 9 88 .6 53 96 .9 98 77 .0 72 11 0. 94 5 11 1. 52 7 10 4. 28 1 91 .2 72 81 .2 29 97 .1 83 *Framreiknað á verðlag í júlí sl. Heimild: Seðlabankinn Í milljónum - júlí 2005 til 2015* Yfirdráttarlán heimila Baltasar Kormákur og kona hans, Lilja Pálma- dóttir, tóku brosandi á móti forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff, sem mættu á frumsýningu kvikmyndar Baltas- ars, Everest, í gær. Almennar sýningar hófust í gær. Myndin segir frá einu mannskæðasta slysi sem orðið hefur á hæsta fjalli jarðar, þegar átta fjallgöngumenn fórust á Everest í aftakaveðri fyrir tuttugu árum. »38-39 Tekið á móti forsetahjónunum á frumsýningu Everest Morgunblaðið/Eggert  Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað jafnt og þétt undanfarið. Í gær vantaði rúma sjö metra upp á að það næði upp í yfir- fallið. Þá stóð vatns- borðið í 617,927 metrum yfir sjáv- armáli (m.y.s.). Venjulega hefur farið að flæða úr yfirfallinu fyrstu dagana í september. »9 Sjö metra vantar upp á Hálslón Hálslón Kuldi hef- ur seinkað fyllingu.  Bankasýsla ríkisins áformar að skila formlegri tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra fyrir lok jan- úar á næsta ári um sölu á allt að 30% eignarhlut í Landsbankanum. Þegar er hafin undirbúningsvinna vegna sölunnar. Í bréfi til ráðherra segir að fram að þeim tíma muni Bankasýslan ræða mögulega útfærslu á sölu við Landsbankann, við stærstu stofn- anafjárfesta innanlands og alþjóð- lega fjárfestingarbanka. Þessari fyrstu sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum á að vera lokið á síðari hluta næsta árs að því gefnu að stöðugleiki muni ríkja á fjármála- mörkuðum og rekstrarafkoma Landsbankans verði í takt við áætl- anir, eins og segir í bréfinu. »20 Tillaga til ráðherra fyrir janúarlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.