Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Að minnsta kosti 7.300 flóttamenn
hafa farið yfir landamærin frá Serb-
íu til Króatíu frá því á miðvikudag. Í
gær braust hópur flóttafólks í gegn-
um raðir óeirðalögreglu á landa-
mærunum við Tovarnik.
Flóttafólk hefur í vaxandi mæli
reynt að komast inn í Evrópusam-
bandið gegnum Króatíu eftir að
Ungverjar lokuðu landamærum sín-
um við Serbíu.
Eftir að yfir landamærin var kom-
ið var fólkið flutt með lest til mót-
tökustöðvar í bænum Jezevo. Króat-
ískir embættismenn segja að
flóttamenn verði að sækja um hæli
þar í landi, ella verði litið á þá sem
ólöglega innflytjendur.
Fram kemur á vef BBC að mikil
ringulreið hafi ríkt á landamærum
Serbíu og Króatíu í gær í steikjandi
hita. Fólkið hafi brotist gegnum rað-
ir lögreglu yfir landamærin og lög-
reglumenn hafi í kjölfarið hjálpað
börnum og veikburða fólki yfir.
Margir eru örmagna þar sem matur
og vatn eru af skornum skammti.
Flestir eru frá Íran, Írak og Sýr-
landi.
Svæðið við landamærin er einnig
hættulegt en talið er að nærri 60
þúsund jarðsprengjur, frá tímum
borgarastríðsins á Balkanskaga, séu
enn í jörðu í Króatíu.
Þrýstingur fer vaxandi á ytri
landamæri Evrópusambandsins. Í
gær hófu búlgörsk stjórnvöld að
flytja þúsund hermenn til landa-
mæra ríkisins og Tyrklands en þar
hafa nokkur hundruð manns, eink-
um Sýrlendingar, safnast saman í
von um að komast yfir landamærin.
Neyðarfundur ESB-leiðtoga
Tilkynnt var í gær að leiðtogar
Evrópusambandsríkja ætluðu að
halda neyðarfund á miðvikudag í
næstu viku til að ræða ástandið.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, og Werner Faymann, kanslari
Austurríkis, hvöttu til þess að slíkur
fundur yrði haldinn eftir að fundur
innanríkisráðherra Evrópuríkja í
síðustu viku varð árangurslaus.
Danir tilkynntu í gær að þeir
hefðu fallist á að taka við þúsund
flóttamönnum af þeim 120 þúsund
sem Evrópusambandið ætlar að
dreifa til aðildarríkjanna.
Fram kom einnig á blaðamanna-
fundi sem Inger Støjberg, ráðherra
innflytjendamála, og Lars Løkke
Rasmussen forsætisráðherra héldu í
gær að Danir myndu leggja 750
milljónir danskra króna, jafnvirði
um 15 milljarða íslenskra króna, til
mannúðarverkefna í nágrenni átaka-
svæða og til Frontex, landamæra-
stofnunar Evrópusambandsins.
Danski þjóðarflokkurinn, sem á
aðild að dönsku ríkisstjórninni, seg-
ist ekki munu styðja lagafrumvarp
um móttöku flóttamannanna.
gummi@mbl.is
Flóttafólk ruddi sér
leið inn í Króatíu
Danir bjóðast til að taka við þúsund flóttamönnum
AFP
Yfir landamærin Hópur flóttamanna braust í gegnum raðir óeirðalögreglu
við landamæri Serbíu og Króatíu í gær og komst þannig inn í ESB.
Stjórnvöld í Sviss
féllust í gær á að
framselja Eug-
enio Figueredo,
fyrrverandi
varaforseta Al-
þjóðaknatt-
spyrnusam-
bandsins, FIFA,
til Bandaríkj-
anna. Bandaríkjastjórn hefur kraf-
ist þess að hópur fyrrverandi
stjórnarmanna FIFA komi fyrir
rétt í Bandaríkjunum vegna spill-
ingarmála tengdra FIFA.
Figueredo, sem er Úrúgvæi, hef-
ur 30 daga frest til að áfrýja fram-
salsúrskurðinum.
SVISS
Framseldur vegna
FIFA-máls
Að minnsta kosti tíu manns létu lífið þegar
jarðskjálfti, sem mældist 8,3 stig, reið yfir
miðhluta Síle snemma í gærmorgun að ís-
lenskum tíma.
Yfir milljón manna var flutt brott frá
strandsvæðum af ótta við flóðbylgju en sá
ótti reyndist að mestu ástæðulaus.
Jarðskjálftinn er sá stærsti sem orðið hef-
ur í heiminum í ár og sá sjötti stærsti sem
mælst hefur í Síle. Fannst hann m.a. í Bue-
nos Aires, höfuðborg Argentínu, sem er í
1.500 km fjarlægð.
Upptök skjálftans voru við ströndina
skammt frá bænum Illapel og þar urðu
mestu skemmdirnar. Mikil skelfing greip
um sig víða um land þegar skjálftinn reið yf-
ir og fólk flúði út á götur. Rafmagn fór af
stórum svæðum og vatnsveitur stöðvuðust.
Jarðskjálftar eru algengir í Síle.
SÍLE
Tugur lét lífið í jarðskjálfta
Nýtt listasafn, The Broad, verður opnað í Los Angeles
síðar í september. Safnið er í eigu milljarðamæringsins
Elis Broads og mun hýsa yfir tvö þúsund listaverk í
eigu hans og Edythe konu hans.
Eitt verkanna, sem sést á myndinni, er speglasalur
eftir japanska listamanninn Yayoi Kusama. Nefnist
verkið Óendanlegi speglasalurinn – sálir í milljóna ljós-
ára fjarlægð.
AFP
Sálir í milljóna ljósára fjarlægð
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 09.09.15 - 15.09.15
1 2
5 6
7 8
109
43
Secret Garden
Johanna Basford
Í nótt skaltu deyja
Viveca Sten
Stórbók - Sitji Guðs englar
Guðrún Helgadóttir
Smáskammtar
Ana Maria Shua
Hugarfrelsi
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Unnur Arna Jónsdóttir
Stúlkan í trénu
Jussi Adler Olsen
Ljósmóðir af Guðs náð
Katja Kettu
Það sem ekki drepur mann
David Lagerkrantz
Fjársjóður herra Isakowitz
Danny Wattin
Enchanted Forest
Johanna Basford