Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is Allir sem fylgjast með rekstri dómsmála fyrir íslenskum dóm- stólum ættu að hafa gert sér ljóst hversu óviðunandi það ástand er sem ríkir í Hæstarétti Íslands vegna allt of mikils málafjölda. Á undanförnum misserum hef ég fjallað nokkuð um þetta í ræðu og riti og þá einkum í bókum mínum „Veikburða Hæsti- réttur“ og „Í krafti sannfæringar“. Nú hafa borist þau tíðindi að enn einn þýðingarmikill þáttur í rekstri dómsmálanna hafi orðið skotspónn írafársins sem fylgir málaflóðinu, það er að segja hinn munnlegi mál- flutningur. Meðal þeirra reglna sem á Íslandi eru taldar til meginreglna einka- málaréttarfars er reglan um munn- lega málsmeðferð. Hún felur svo sem ekki í sér að allur málflutningur fyrir dómi skuli vera munnlegur. Þannig er við rekstur einkamála fyrir ís- lenskum dómstólum gert ráð fyrir að málflutningur aðila sé bæði skrif- legur og munnlegur. Samt sem áður er í lögum lögð rík áhersla á hinn munnlega þátt málfærslunnar og hafa fræðimenn þannig talið að meg- inreglan um munnlega málsmeðferð gildi við meðferð einkamála hér á landi. Má vísa um þetta m.a. til rits Markúsar Sigurbjörnssonar „Einka- málaréttarfar“, 2. útg. 2003, bls. 13- 15. Þar koma líka fram rökin fyrir þeirri skipan sem gildir hér á landi í þessu efni. Í sakamálum gildir sama meginregla, þó að dómara sé í und- antekningartilvikum heimilt að ákveða skriflegan málflutning. Í Hæstarétti gildir meginreglan um að mál skuli flutt munnlega hvort sem um einkamál eða sakamál ræðir. Í einkamálalögum er mælt svo fyrir að hvor aðili um sig skuli, strax og gagnaöflun er lokið, „tilkynna Hæstarétti hve langan tíma hann áætli að hann þurfi til að flytja munn- lega málflutningsræðu í málinu.“ Sambærilegt ákvæði er að finna í sakamálalögum. Í hvorum tveggja lögunum er kveðið á um að Hæsti- réttur hafi heimild til að takmarka ræðutíma við munnlegan flutning máls. Það er auðvitað þýðingarmikil réttarfarsregla að málsaðili fái þann tíma sem hann þarf til að tala máli sínu fyrir þeim dómstól sem málið dæmir. Slíkt er til þess fallið að treysta undirstöður dóms í málinu og auka tiltrú manna á úrlausninni og raunar almennt á dómstólnum sem kveður upp dóminn. Það er síðan sjálfsagt að í lögum sé viðkomandi dómstól veitt heimild til að takmarka ræðutíma ef hann augljóslega er áætlaður óþarflega langur. Það þarf þá helst að gerast í samráði við máls- aðilann eða lögmann hans. Beiting valdskotinnar ákvörð- unar um þetta á aðeins að vera þrautaráð ef málsaðili sér ekki að sér. Valdskotnar ákvarðanir um ræðutíma Nú munu hins vegar hafa verið teknir upp þeir hættir að Hæsti- réttur tilkynnir mál- flytjendum einhliða um leið og málflutnings- skrá er send út, hversu langan tíma þeir muni fá til hins munnlega málflutnings. Er þá undir hælinn lagt hvort þeirra eigin áætlun um málflutningstíma er virt. Hafa málflutningsmenn greint svo frá að langoftast sé ræðutími þeirra styttur að mun. Það er þá gert án nokkurs samráðs við þá. Virðist 30 mínútna ræðutími njóta vinsælda hjá rétt- inum í þessum tilkynningum og það eins þó að málflytjandi kunni að hafa áætlað mun lengri tíma. Þessi fram- kvæmd er að mínum dómi fráleit og beinlínis andstæð lögum. Lagaheim- ild réttarins til að stytta áætlaðan ræðutíma á ekki að beita fyrr en full- reynt er að viðkomandi málflytjandi synji tilmælum réttarins um stytt- ingu ræðutímans og fullnægjandi til- efni sé til þess að beita valdi um þetta efni. Margir hæstaréttarlögmenn hafa tjáð mér óánægju sína með þessa nýju hætti. Telja þeir sig einatt alls ekki fá þann tíma sem þeir og umbjóðendur þeirra álíta nauðsyn- legan til að koma sjónarmiðum sem máli skipta á framfæri við réttinn við hinn munnlega málflutning. Augljóst er að þetta nýja fyrirkomulag er enn ein staðfestingin á því hvaða áhrif írafárið, sem málafjöldinn skapar, hefur á starfsemi réttarins og þar með á réttaröryggi þeirra sem leggja mál sín í dóm hans. Fordómar? Það er síðan kostulegt, svo ekki sé meira sagt, að lesa nýlega frásögn í Lögmannablaðinu (1. tbl. 2015) um heimsókn nokkurra lögfræðinga í Hæstarétt nýverið og samtöl hópsins við forseta réttarins og annan dóm- ara við það tækifæri. Þetta eru menn sem eru þekktir að því að tala ekki í heyranda hljóði um starfsemi rétt- arins, þó að á vettvangi hans sé ein- att vélað um ríkustu hagsmuni borg- aranna. Þarna kom svolítið rof í þagnarmúrinn. Sagt er frá því að einn gestanna hafi spurt forsetann „að hvaða marki málflutningur hefði áhrif á niðurstöðu dómsmála.“ For- setinn hafi þá talið það ekki koma oft fyrir „að dómari skipti um skoðun við flutning málsins.“ Þá vitum við það! Það heyrir sem sagt til undan- tekninga að lærðar málflutnings- ræður hæstaréttarlög- manna skipti yfirhöfuð nokkru máli. Ætli þetta sé bara eitt stórt leikrit allt saman? Dóm- ararnir séu í raun búnir að dæma málin áður en til hins munnlega mál- flutnings kemur. Þar fái málflytjendur engu um þokað. Þetta má líklega skoða í ljósi þess sem haft er eftir hinum dómaranum sem þarna var viðstaddur, að í stærri málum tíðkist að dómarar haldi sérstaka fundi í aðdraganda málflutnings. Ekki er gert ráð fyrir slíkum fundum í íslenskri réttar- farslöggjöf. Þar er hins vegar kveðið á um að dómarar fari á fund strax eftir dómtöku máls í Hæstarétti. Lagareglur banna ekki beinlínis fundarhöld dómara um dómsniður- stöðu fyrir málflutning. Hins vegar ætti að vera augljóst að fara verður afar varlega í þetta, þar sem hætt er við að þá verði til sammæli um nið- urstöðu máls áður en málflytjandi hefur fengið tækifæri til að flytja málið munnlega. Sumir kalla þetta „fordóma“ og kann sú nafngift að hitta í mark á fleiri en einn veg. Myndin sem þeir félagar gáfu lög- fræðingahópnum, við heimsóknina sem Lögmannablaðið segir frá, er nánast sú að dómararnir séu meira og minna búnir að dæma málið að efni til áður en málflytjendum gefst kostur á að flytja það munnlega, eftir atvikum að undangengnu samráði sín á milli. Núna er svo höfuðið bitið af skömminni, eins og fyrr var sagt, með því að taka almennt miðstýrðar ákvarðanir um að stytta ræðutíma málflytjenda á grundvelli heimildar til afskipta af áætlun þeirra í til- vikum þegar sýnilega er um ofáætl- anir að ræða. Þetta er gert þó að áætlun málflytjanda teljist eftir eðli- legum mælikvarða hæfileg. Sum rök mega liggja í þagnargildi! Í þessu samhengi er athyglisvert að sjá afstöðu Hæstaréttar Íslands til málflutnings af hálfu málsaðila, sem birtist í forsendum dóms rétt- arins á síðasta vetri í svonefndu Al Thani máli (mál nr. 145/2014). Svo sem flestir vita var þetta sakamál. Allir hinir ákærðu höfðu í Hæstarétti uppi kröfu um ómerkingu héraðs- dóms. Þessa kröfu byggðu ákærðu á því að í héraðsdóminum skorti á „að tekin hafi verið afstaða til röksemda, sem þeir hafi haldið fram sér til varn- ar og eftir atvikum varðandi formhlið málsins.“ Um þessa ástæðu ákærðu segir orðrétt svo í forsendum hæsta- réttardómsins: „Um aðfinnslur ákærðu, sem varða samningu hins áfrýjaða dóms, verður loks að gæta að því að ákvæð- um f. og g. liðar 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og hliðstæð fyrir- mæli í f. lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, hef- ur ekki verið beitt svo í framkvæmd að nauðsyn hafi borið til að taka ber- um orðum rökstudda afstöðu í dómi til sérhverrar röksemdar, sem máls- aðila kann að hugkvæmast að halda fram, heldur hefur bæði í tíð þessara laga og eldri um sama efni verið litið svo á að taka beri rökstudda afstöðu til alls þess, sem raunhæft er að ætla að kynni að hafa áhrif á niðurstöðu um eitthvert atriði máls, en önnur rök, sem hafnað er, megi liggja í þagnargildi.“ Það er í fyrsta lagi undarlegt að dómurinn skuli ekki vísa til e. liðar 2. mgr. 183. gr. sakamálalaga þar sem beinlínis er kveðið á um að í dómi skuli greina „við hvaða sönn- unargögn og rök hvert ákæruatriði sé stutt og hvaða andsvör ákærði færi við þeim ef því er að skipta.“ Með hinum tilvitnaða texta í for- sendum dómsins virðist svo á því byggt að ekki sé nauðsynlegt að taka berum orðum rökstudda afstöðu til sérhverrar röksemdar „sem máls- aðila kann að hugkvæmast að halda fram“, svo smekklega sem þetta er orðað. Er sagt að við dómafram- kvæmd hafi þetta ekki verið gert. Þetta er annaðhvort misskilningur eða vísvitandi útúrsnúningur. Svo stóð á að í eldri lögum um meðferð refsimála, sem sakamálalögin 2008 leystu af hólmi það ár, var ekki að finna bein fyrirmæli um að taka skyldi í dómi afstöðu til þeirra rök- semda sem sakborningur hefði borið fram sér til varnar. Þekktist þá að dómar væru samdir án þess að gera grein fyrir málsvörnum sakborninga, jafnvel þó að veigamiklar kunni að hafa verið. Ákvæðum í lögunum sem sett voru 2008 var sýnilega ætlað að ráða bót á þessu, enda er augljóslega eitt af meginatriðum dóms að taka með rökstuddum hætti afstöðu til þess, sem ákærði kann að bera fram sér til varnar. Má telja þessa skyldu nauð- synlega til að tryggt sé að sakborn- ingur njóti þess réttaröryggis sem honum ber við meðferð máls fyrir dómi. Hafi þekkst einhver dæmi um það eftir gildistöku laganna 2008 að sleppt væri í dómi að gera grein fyrir vörnum ákærðu, var hreinlega brotið gegn fyrirmælum laganna um þetta. Það er svo alveg sérstaklega und- arlegt að Hæstiréttur skuli einnig vísa um þetta til 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Einkamál snúast alfarið um kröfur og málsástæður málsaðilanna. Í e. lið hinnar tilvitnuðu 1. mgr. 114. gr. seg- ir líka skýrt og greinilega að í dómi skuli greina helstu málsástæður aðila og réttarheimildir sem þeir byggja á. Er það auðvitað ávallt gert. Í lok fyrrgreinds texta hæstarétt- ardómsins er loks að finna at- hugasemd sem varla er frambærileg í dómi frá réttinum, þar sem gefið er til kynna að sakborningar, eða kannski öllu heldur skipaðir verj- endur þeirra, hafi teflt fram svo framandi varnarástæðum að þær megi að skaðlausu liggja í þagn- argildi! Ég tek fram að ég átti þess kost, eftir að dómur Hæstaréttar gekk, að kynna mér varnir sakborn- inganna sem rétturinn hafði talið að mættu liggja í þagnargildi. Því fer víðs fjarri að þær hafi verðskuldað þessa yfirlætislegu afgreiðslu. Ef til vill hefur rétturinn sleppt þeim vegna þess að hann kunni ekki svörin sem þurfti að veita ef búið var fyr- irfram að ákveða að hafna þeim. Gengur ekki lengur Með vísan til þess sem að framan segir blasir sú mynd við að hinn hái dómstóll líti nánast á það sem óheppilegar tafir á störfum réttarins að dómendur skuli þurfa að verja tíma í að hlusta mikið á munnlegan málflutning eða jafnvel sinna fram bornum vörnum sakborninga í saka- málum. Þetta hugarástand hefur orðið til vegna írafársins sem tekið hefur völdin síðustu árin í þessari helgustu stofnun laga og réttar í landinu. Yfirstjórn réttarins virðist hafa þann eina metnað að moka mál- unum út, þó að finna megi dæmi nán- ast á hverjum fimmtudegi (þá eru háð dómþing í Hæstarétti til upp- kvaðningar dóma) að það sé á kostn- að gæðanna. Svona má þetta ekki ganga mikið lengur. Ástandið er að mínum dómi orðið svo alvarlegt að mönnunum, sem hafa skipað dóminn undanfarin ár og eru orðnir „blóð- ugir upp fyrir axlir“ í þessum vinnu- brögðum, verður ekki trúað fyrir bráðnauðsynlegum endurbótum á starfsemi réttarins. Þess vegna hef ég lagt til að við stofnun millidóm- stigsins verði núverandi Hæstiréttur gerður að millidómstigi og nýr Hæstiréttur skipaður frá grunni. Skiptir munnlegur málflutningur ekki máli? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Ætli þetta sé bara eitt stórt leikrit allt saman? Dómararnir séu í raun búnir að dæma málin áður en til hins munnlega málflutnings kemur. Þar fái málflytj- endur engu um þokað. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var dómari við Hæstarétt Íslands árin 2004 til 2012 Enn hátt skor í Gullsmáranum Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 14. september. Úrslit í N/S: Guðl. Bessason - Trausti Friðfinnsson 350 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 316 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 314 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 307 Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 287 A/V Unnar Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 375 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 304 Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 298 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 286 Ragnh. Gunnarsd.-Sveinn Sigurjss. 283 Skor þeirra Unnars og Guðmund- ar er upp á rúm 71%.Hátt skorað í Kópavoginum þessa dagana. Bridsfélag Reykjavíkur Þriggja kvölda Sushi Samba tví- menningur hófst sl. þriðjudag. Staðan eftir fyrstu umferð: Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 85 Júlíus Sigurjónss. - Sveinn R. Eiríkss. 48 Ómar Freyr Ómarss. - Örvar Óskarss. 45 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.