Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 44

Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 44
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Fundu fyrst síma og bol 2. Leituðu að vopni, fundu lík 3. Vilhjálmur og Anna Lilja í … 4. Alvarlegt slys við Ögurhvarf »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Óperan Njáls saga, eftir Atla Ing- ólfsson, verður frumflutt á sunnu- daginn í leikhúsinu Cinnober í Gauta- borg. Óperuna samdi Atli fyrir fjóra karlleikara, hljóðnema og rafhljóð og textann gerði sænska leikskáldið Ludvig Uhlbors og byggði á öllum bardagalýsingum Njáls sögu. „Rétt eins og í öðrum óperum byggist verk- ið á skipulagðri raddbeitingu frá upp- hafi til enda þótt hér sé aðeins hluti verksins beinlínis sunginn. Hreyf- ingar, raddbeiting og rafhljóð eru lát- in renna saman í einn samfelldan þráð,“ segir Atli um óperuna. Á myndinni sést Englendingurinn James Hogg, einn þeirra sem flytja óperuna. Óperan er þriðja samstarfs- verkefni Atla og Cinnober sem stýrt er af Svante Aulis Löwenborg sem leikstýrir einnig óperunni. Óperan Njáls saga frumflutt í Gautaborg  Tökur á fyrstu kvikmynd leikstjór- ans Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd, Andið eðlilega, hefjast eftir áramót og segist hún farin að leita leikara. Mynd- in mun fjalla um konu frá Úganda sem er hælisleitandi á leið til Kanada en verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðv- ar hana vegna ófullnægjandi ferða- skilríkja. Ísold er á leiðinni á stutt- og heimildamyndahátíðina Nordisk Panorama þar sem allar stuttmyndir hennar verða sýndar. Þá mun hún ræða við danska leik- stjórann Kristofer Boe um norræna kvik- myndagerð á við- burði sem nefnist „My dinner with ... Ísold Uggadóttir“ á sunnudaginn. Í tökur eftir áramót Á laugardag Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu, hvassast suðvestanlands, en hægara og þurrt að mestu á Norð- ur- og Austurlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt víða á landinu og stöku skúrir, en bjartviðri suðaustantil. Suðaustan 5-10 m/s og fer að rigna suðvestantil í kvöld. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐUR ÍR-ingar fara vel af stað í Olís-deild karla í handknatt- leik. Þeir hafa fullt hús stiga eftir þrjá leiki eftir að hafa lagt FH, 37:33, í miklum markaleik í Kaplakrika í gær. Víkingar unnu sinn fyrsta leik í efstu deild í rúm sex ár þegar þeir lögðu Gróttu í slag nýliðanna. Eyjamenn töpuðu öðrum heimaleik sínum í röð og meistarar Hauka skelltu Val á Hlíðarenda. »2 ÍR-ingar með fullt hús stiga Sandra María Jessen kom íslenska landsliðinu á bragðið snemma leiks í 4:1 sigri á Slóvökum í síðasta vin- áttulandsleik landsliðs- ins áður en undan- keppni Evrópu- meistaramótsins hefst á þriðju- dagskvöldið. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Mar- grét Lára Við- arsdóttir skor- aði í sínum 99. landsleik. »4 Sandra María kom landsliðinu á bragðið Spánverjar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Evrópumeist- aramótsins í körfuknattleik karla þegar þeir unnu Frakka, 80:75, í framlengdum undanúrslitaleik í Lille í Frakklandi. Pau Gasol fór hamför- um í leiknum. Hann skoraði helming stiga spænska liðsins sem mætir annað hvort Litháen eða Serbíu í úrslitaleik á sunnudaginn. »1 Gasol skaut Spánverj- um í úrslitaleikinn á EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Ísland tryggði sér rétt til þess að leika til úrslita í Evrópukeppni landsliða í körfubolta stóð Margrét Elíasdóttir, ritari Knattspyrnu- sambands Íslands, frammi fyrir vandamáli. Hún komst að nið- urstöðu, velti vöngum yfir henni á síðustu stundu, en lét slag standa. Þegar Margrét var í skóla vann hún á sumrin á Laugardalsvelli, en réðst síðan til KSÍ og hefur verið rit- ari á skrifstofu sambandsins síðan 1997. Hún hefur ekki misst úr lands- leik í Laugardalnum síðan hún hóf þar störf en þegar körfuboltalands- liðið vann sér rétt til þess að leika í úrslitakeppninni í Berlín stóð hún frammi fyrir tveimur kostum: að fara til Berlínar eftir Evrópuleik Íslands og Kasakstans í fótbolta á Laugar- dalsvelli og missa af fyrstu tveimur leikjum Íslands í EuroBasket eða fara með eiginmanninum til Þýska- lands og sjá son þeirra í tímamóta- leikjum með íslenska körfubolta- landsliðinu. Hún valdi síðari kostinn og sér ekki eftir því. „Þegar allt kem- ur til alls hefur fjölskyldan forgang,“ segir hún. Snerist í hringi Margrét og Hermann Hauksson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfu- bolta og besti leikmaður úrvals- deildar karla 1997, eiga þrjú börn, sem öll eru í körfubolta. Martin er þeirra elstur, varð 21 árs í fyrradag. Hann er með bestu körfuboltamönn- um landsins og var til dæmis kjörinn besti leikmaður Dominos-deild- arinnar í fyrra. „Í vor hugsaði ég um það hvort ég ætti að sjá leikinn á móti Kasakstan sunnudaginn 6. sept- ember og fljúga til Berlínar daginn eftir en þá hefði ég misst af tveimur fyrstu leikjunum í körfunni,“ rifjar Margrét upp. „Fljótlega sá ég að það gengi ekki upp – ég yrði að sjá strák- inn spila þessa landsleiki – auk þess sem ég taldi þá að ef ég þyrfti að missa af einhverjum leik væri það helst leikurinn á móti Kasakstan. Sennilega yrði rólegasta vinnan í kringum hann og hann réði ekki úr- slitum um að komast í úrslitakeppn- ina.“ Þau gengu því frá farmiðakaupum, en þegar hún horfði á Evrópuleik Hollands og Íslands í sjónvarpinu fimmtudaginn 3. september efaðist Margrét um ákvörðunina. „Þá var ljóst að leikurinn á móti Kasakstan var allt í einu orðinn mikilvægasti leikurinn í sögunni og ég snerist í hringi,“ segir Margrét. „Það hvarfl- aði að mér að breyta flugmiðanum en sem betur fer gerði ég það ekki, því það var ótrúlega gaman að vera á fyrsta leik Íslands í Mercedes-Benz- höllinni og reyndar á öllum leikjum liðsins. Ég hefði ekki viljað missa af þessari gleði og stemningu. Það var lúxusvandamál að þurfa að velja á milli tveggja svona stórra viðburða og það var sem rjómi á kökuna að búa við Hermannstorg í Berlín.“ Lúxusvandamál Margrétar  Missti af fyrsta landsleiknum í fót- bolta vegna körfu Morgunblaðið/Eggert Á vellinum Margrét Elíasdóttir kann vel við sig á Laugardalsvelli og missir helst ekki af landsleik á vellinum. Fjölskyldan Parið Anna María Bjarnadóttir og Martin Hermannsson og hjónin Margrét Elíasdóttir og Hermann Hauksson í Mercedes-Benz-höllinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.