Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þeir sem aka þjóðveginnframhjá gamla Botnsskál-anum í Hvalfirði hafa fráþví í sumar séð glitta í
Helenu Margréti Jónsdóttur. Að
vísu ekki í eigin persónu nema ein-
staka sinnum þegar hún hefur
staldrað við og kannað ástand sjálfs-
myndar sinnar á gafli fyrrnefnds
skála. Þótt hún hafi dregið upp ein-
falda mynd; svartar útlínur á hvít-
um vegg, leynir svipur listakon-
unnar sér ekki. Ef beygt er
afleggjarann Leggjabrjót sést
glögglega að hún er ekki aðeins í
margfaldri stærð heldur líka tvö-
föld. Á veggnum kyssir Helena
Margrét Helenu Margréti. Komum
að því síðar.
Ljósmynd, sem hún tók af verki
sínu í Hvalfirði, verður hluti af svo-
kallaðri portfólíó-möppu, eða kynn-
ingarmöppu, sem hún hyggst senda
með umsóknum sínum í nokkra
listaháskóla áður en hún lýkur stúd-
entsprófi frá sjónlistadeild Mynd-
listaskólans í Reykjavík í vor.
Í leit að eyðibýli
„Hugmyndin var að mála stóra
mynd á vegg á eyðibýli eða yfir-
gefnu húsi, en þau reyndust ekki á
hverju strái. Ég eyddi mörgum vik-
um í að keyra um, leita að eyðibýli á
hentugum stað og hafa síðan uppi á
eigendum, sem oft voru sveitarfélög
eða bankar. Loksins þegar ég var
komin með leyfi fyrir verki á býli
sem mér leist vel á nálægt Strand-
arkirkju og ætlaði að hefjast handa
var hringt í mig og leyfið afturkallað
því í ljós kom að eigandinn, sem var
banki, hafði selt lóðina.“
Þrátt fyrir nokkur vonbrigði
hélt Helena Margrét leitinni áfram
þar til hún fann þennan fína vegg á
gamla Botnsskálanum, sem auk
þess var í mjög myndrænu umhverfi
að hennar mati. „Eigandinn tók vel í
beiðni mína, var reyndar rosalega
almennilegur og sagði að ég mætti
bara gera það sem mér sýndist. Ég
var meðvituð um að verkið væri
bara tímabundið, ekki að ég tæki
það endilega niður heldur að líklega
stæði það hvorki af sér veður né
vinda eða ágang graffara. Síðast
þegar ég vissi voru þeir enda búnir
að krota eitthvað á það eins og við
var að búast. En verkið er komið á
ljósmynd fyrir möppuna og það
nægir mér alveg.“
Með augastað á Berlín
Hún segir mestu vinnuna hafa
verið að grunna þennan stóra vegg,
en hún hafi fengið vinkonu sína til
að hjálpa sér, og síðan ekki verið
nema fimm tíma að mála myndina.
Þótt umsóknarfrestur í listahá-
skóla sem Helena Margrét hefur
augastað á, renni ekki út fyrr en í
janúar, stendur hún í ströngu við að
útbúa verk fyrir möppuna sína. Til
mikils er að vinna. „Þeir skólar sem
ég er helst að hugsa um núna eru í
Berlín, Amsterdam og Kaupmanna-
höfn og svo auðvitað Listaháskóli
Íslands. Ég og skólasystir mín för-
um til Berlínar í næsta mánuði til að
kanna hvernig okkur líst á skólann
og borgina sjálfa.“
Að sögn Helenu Margrétar
gefa listaháskólar yfirleitt ekki sér-
stök fyrirmæli um hvernig kynning-
armöppur umsækjenda eiga að líta
út eða hvað þær eiga að geyma, en
Myndlistaskólinn í Reykjavík að-
stoði nemendur og drjúgur tími
lokaársnema fari í þá vinnu.
Persónuleiki í möppu
„Í grunninn snýst umsóknin
ásamt möppunni um að koma per-
sónuleikanum sem best á framfæri,“
útskýrir hún. „Ég verð örugglega að
vinna í minni möppu fram á síðasta
skiladag.“
Sjálfsmyndir eins og hafa verið
henni hugleiknar um langt skeið
virðast vel til þess fallnar að varpa
ljósi á persónuleikann. Eða hvað?
Hvers vegna er hún sjálf oftast fyr-
irmyndin?
„Að hluta til eru sjálfsmyndir
mínar áhrif frá tíðarandanum. Slík-
ar myndir eru þó alls ekki nýkomn-
ar til sögunnar með samskiptatækni
samtímans, heldur hafa þær alltaf
átt sinn sess í listasögunni. Með
sjálfsmyndunum er ég aðallega að
velta fyrir mér sambandinu milli
listamanns og andagiftar, bæði hvað
mig sjálfa varðar og í gegnum lista-
söguna. Verkin kalla vonandi á ýms-
ar hugleiðingar,“ útskýrir Helena
Með tvöfalda sjálfs-
mynd í Hvalfirði
Helena Margrét Jónsdóttir, myndlistarnemi, segir sjálfsmyndir sínar vera
meðal annars skírskotun til sjálfsmynda í listasögunni. Sjálf málaði hún
eina tvöfalda á gafl gamla Botnsskálans í Hvalfirði og ætlar að senda
ljósmyndir af verkinu með umsóknum sínum í listaháskóla.
Hlutverkin Með sjálfsmyndum sínum er Helena að kanna þau mismun-
andi samskipti sem hún á við sjálfa sig og þau hlutverk sem hún gegnir.
Listamaðurinn Pablo Picasso sagði
að öll börn væru listamenn, vandinn
væri að halda því áfram eftir að fólk
yrði fullorðið. Nú er lag fyrir þá for-
eldra sem vilja viðhalda sköpun
barna sinna, því Litla hugmynda-
smiðjan býður upp á sex vikna nám-
skeið í skapandi hugsun, skrifum og
hugmyndasmíð fyrir stelpur og
stráka á aldrinum 10-13 ára.
Námskeiðið byggist fyrst og
fremst á verklegri kennslu og sam-
vinnu og hentar þeim sem hafa gam-
an af myndlist, bókum, tónlist, tölvu-
leikjum, grafík, bíómyndum,
vísindum eða eru grúskarar á öðrum
sviðum.
Námskeiðin hefjast 28. september
og fara fram á Lindargötu 50 í
Reykjavík og skráning og frekari
upplýsingar á:
litlahugmyndasmidjan@gmail.com
eða í síma 696-5399. Kennslu annast
Guðlaugur Aðalsteinsson hugmynda-
smiður, en hann er þriggja barna fað-
ir með brennandi áhuga á tónlist,
stundar brim-, hjóla- og snjóbretti
sem og skíði. Eftir honum er haft: „Ég
stofnaði Litlu hugmyndasmiðjuna því
þetta er eitthvað sem ég hefði viljað
að væri til þegar ég var ungur og full-
ur af hugmyndum en óviss um hvert
það gæti leitt mig í lífinu.“
Vefsíðan www.Facebook/Litla hugmyndasmiðjan
AFP
Sköpun Gott er að svamla um í kúlusjó og láta hugmyndirnar streyma fram.
Öll börn eru listamenn
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þessum apaskinnum var heldur heitt
á dögunum og fengu þeir frosna
ávexti í ískúlu til að gæða sér á og
kæla sig. Þeir búa í dýragarði Cali í
Kólumbíu og hafa það nokkuð gott.
Apar fá ís til að
kæla sig í hita
AFP
Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin
að hluta til í Kópavogi og er dag-
skráin fjölbreytt og spennandi. M.a.
verður sundbíó fyrir fjölskylduna í
Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd
verður myndin Múmínálfarnir og
halastjarnan. Einnig verður sýning á
alþjóðlegum stuttmyndum fyrir börn
og fullorðna í Bókasafni Kópavogs og
viðburðir tengdir pólskri kvikmynda-
og myndlist verða í Gerðarsafni.
Fjörutíu ungmenni í 6. og 9. bekk
úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni
stuttmyndanámskeið í tengslum við
kvikmyndahátíðina. Krakkarnir fá
kennslu í ýmsum hliðum kvikmynda-
gerðar á námskeiði undir stjórn Bark-
ar Gunnarssonar leikstjóra. Krakk-
arnir vinna svo að eigin stuttmynd og
verða myndirnar sýndar á RIFF.
AFP
Krakkar á kvikmyndanámskeiði
Nóg járn ámeðgöngu
Efþúþjáist af járnskorti ámeðgöngu þá þarftu að borðamikið
af járnríkummat til að leiðrétta það. Mörgumófrískum konum
finnst erfitt að borða þaðmagn semþarf til að hækka og
viðhalda járnbirgðum líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð,
Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að
ná upp járnbirgðum líkamans hratt.
Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanumásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta
enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihaldamýkjandi jurtir sem hjálpa til að haldameltingunni góðri og koma í
veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið.
Mikilvægt er að nýbakaðarmæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og
byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eigamömmu semer full af orku og áhuga.
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.
Hvernig er best að viðhalda járnþörf
líkamans eðlilegri?
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is