Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 23

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin tækifærisgjöf eða í matarboðið. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Allt fyrir eldhúsið Verð frá 2.490 kr. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14. Brak liggur hér á ströndinni í bænum Coquibo, 450 kólómetra suður af Santiago, höfuðborg Síle, þar sem jarðskjálfti upp á 8,3 stig skók jörð. Tíu létust í skjálft- anum. Rúmlega milljón manns, sem flutt var frá strandsvæðum vegna ótta við flóðbylgju, sneri til baka að nýju í gær. 4,7 metra há flóðbylgja skall á Coquibo en skemmdir urðu tiltölulega litlar og reyndist flóð- bylgjan minni en óttast hafði verið. AFP Flóðbylgjan minni en óttast var Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Auðkýfingurinn og forsetaframbjóð- andinn Donald Trump kann vel við að vera umdeildur en nú þykir sum- um hann endanlega hafa farið yfir strikið þegar hann sagði Barack Obama vera íslamstrúar og hafa fæðst utan Bandaríkjanna. Helstu gagnrýnisraddirnar hafa komið úr Demókrataflokknum. Hillary Clin- ton, forsetaframbjóðandi demó- krata, tísti um að Trump þyrfti að hætta slíku haturstali. Bernie Sand- er, sem einnig er í framboði fyrir demókrata, tók í svipaðan streng en krafðist þess jafnframt að Trump bæðist afsökunar strax. Á sama tíma hafa flestir forseta- frambjóðendur úr Repúblikana- flokknum lítið tjáð sig um ummælin. Chris Christie sagði þó í samtali við NBC-sjónvarpsstöðina að ef einhver léti slík ummæli falla í viðurvist hans myndi hann leiðrétta viðkom- andi og segja að forsetinn væri kristinn og hefði fæðst í Bandaríkj- unum. Hvað sem þessu líður hefur Trump hingað til neitað að leiðrétta eða draga ummælin til baka. Hefur hann farið mikinn í umdeildum um- mælum um múslíma í Bandaríkj- unum og sagt þá vera eitt helsta „vandamál“ þjóðarinnar. Þegar hann var spurður hvað hann hygðist gera til að leysa vandamálið var Trump óljós í svörum en sagði að skoða þyrfti málið gaumgæfilega. Trump afsak- ar sig ekki  Enn vekja ummæli Trumps reiði AFP Umdeildur Donald Trump er einkar umdeildur fyrir ummæli sín. Yfirvöld í Hollandi hafa handtekið tvo Sýrlendinga sem grunaðir eru um að hafa skipulagt umfangsmikið smygl á flóttafólki til Evrópu. Mennirnir voru handteknir í Eindhoven en rannsókn á málinu hef- ur staðið í heilt ár. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt flóttafólk frá Tyrk- landi yfir hafið til Evrópu. Flóttafólkið var látið borga um 7.000 evrur fyrir flutninginn, rúmlega milljón íslenskra króna, og lagði líf sitt í mikla hættu á ferðinni yfir Mið- jarðarhafið. Flestir voru fluttir til Grikklands og Ítalíu. Þegar þangað var komið þurfti flóttafólkið að borga 700 evrur til við- bótar til að fá far á einkabílum eða í litlum rútum til landa í norðurhluta Evrópu, m.a. Hollands, Þýskalands, Danmerkur og Svíþjóðar. Undanfarna mánuði, eftir því sem flóttamannastraumurinn hefur auk- ist, hækkuðu smyglararnir verðið fyrir flutning frá suðurhluta Evrópu til norðurs í 1.500 evrur. Saksóknari í Hollandi segir í yfir- lýsingu að höfuðpaurinn hafi verið handtekinn í Eindhoven þar sem hann dvaldi hjá frænda sínum. Hann hafði í fórum sínum lista yfir fleiri þúsund manns sem m.a. tóku að sér að sjá um að ferja fólkið um álfuna. Smyglarnarnir höfðu yfir að ráða flóttahúsum í Mílanó, Aþenu, Vín og Búdapest en þar gat flóttafólkið dval- ið tímabundið á leið sinni norður á bóginn. Flóttamennirnir voru látnir greiða með peningum og fyrirfram. Handteknir fyrir smygl á fólki Flótti Tveir voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.