Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki er einbáranstök.
Meirihlutanum í
borgarstjórn
Reykjavíkur virð-
ist vera sérstakt
metnaðarmál að
kasta til hönd-
unum. Tillaga um að borgin
sniðgangi vörur frá Ísrael
hefur vakið hörð viðbrögð
víða um heim og áskorunum
um að henni verði svarað
með því að sniðganga ís-
lenskar vörur og að ferða-
menn ferðist ekki til Ís-
lands.
Kvartanir hafa borist í
sendiráð Íslands erlendis,
flestar til sendiráðsins í
Washington, en einnig til
sendiráðanna í París og
Moskvu. Greint var frá því
að hópur hefði afpantað ferð
vegna tillögunnar. Komið
hafa fram kröfur um að rík-
isstjórn Íslands geri grein
fyrir því hvort samþykkt
meirihlutans í borgarstjórn
endurspegli stefnu landsins.
Milljarðamæringurinn Ro-
nald S. Lauder, forseti
Heimsþings gyðinga, fór
hörðum orðum um samþykkt
borgarstjórnar og sagði að
þögn íslenskra stjórnmála-
manna um málið ylli sér
vonbrigðum.
Frá utanríkisráðuneytinu
kom tilkynning til að
hnykkja á því að Reykjavík-
urborg yrði „að haga stjórn-
sýslu sinni í samræmi við
lög“. Var vísað í „lög um op-
inber innkaup, þar sem
óheimilt er að mismuna
fyrirtækjum á grundvelli
þjóðernis eða af öðrum sam-
bærilegum ástæðum“.
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri viðurkenndi í
viðtali við mbl.is í gær að
betur hefði mátt undirbúa
tillöguna áður en hún var
lögð fram og samþykkt.
„Þetta tengist auðvitað líka
því að þetta var lokatillaga
Bjarkar sem er að hætta í
borgarstjórn þannig að við
gerðum þetta svona,“ bætti
borgarstjórinn við.
Þessi vinnubrögð eru stór-
furðuleg. Óundirbúið og van-
hugsað mál er keyrt í gegn
án tillits til afleiðinganna til
þess eins að gleðja fráfar-
andi borgarfulltrúa. Þessi
hugsunarháttur er vissulega
krúttlegur, en á tæplega
heima í borgarstjórn.
Dagur segir í viðtalinu að
samþykktin snúi að mann-
réttindabrotum og að standa
með mannréttindum, en ekki
hver eigi í hlut hverju sinni.
Nefnir hann einnig Kína og
Rússland. Í við-
brögðum við sam-
þykkt tillögunnar
hefur verið sagt
að andúð á gyð-
ingum búi að
baki. Meirihlut-
inn neitar því, en
ákafinn í þessu
máli umfram önnur réttlæt-
ismál í heiminum gefur
gagnrýnendum fyrirhug-
aðrar sniðgöngu á ísr-
aelskum vörum vopn í hend-
ur.
Eins og Kjartan Magnús-
son hefur bent á er borgar-
stjóranum ekki meira í mun
að standa með mannrétt-
indum í Kína en svo að hann
hefði þegið boð um utan-
landsferð til Kína í boði
stjórnvalda í Peking. Kjart-
an sagði samþykkt tillög-
unnar tvískinnung og hræsni
og hefur mikið til síns máls.
Málflutningur Dags í við-
talinu er ruglingslegur og
mótsagnakenndur. Á einum
stað segir hann að það sé
verið að „setja þrýsting með
því að kaupa ekki vörur sem
tengjast mannréttinda-
brotum“.
Á öðrum stað kemur hins
vegar fram að sniðgangan
myndi hafa óveruleg áhrif á
innkaup borgarinnar. „Við
fyrstu skoðun er það sáralít-
ið. Að því leyti er þetta fyrst
og fremst táknræn yfirlýs-
ing ...,“ segir borgarstjóri.
Hver er þrýstingurinn
með sniðgöngunni ef áhrifin
eru sáralítil og hún er fyrst
og fremst táknræn? Er að-
gerðin þá ekki bitlaus með
öllu?
Nú vex hins vegar þrýst-
ingur á að svarað verði í
sömu mynt og í hugum
þeirra, sem það vilja er
borgarstjórn hluti fyrir
heild. Hafi sá þrýstingur
áhrif verða þau hvorki sára-
lítil né fyrst og fremst tákn-
ræn.
Það eru gömul sannindi að
þegar búið er að kreista
tannkremið úr túpunni er
ákaflega erfitt að koma því
ofan í hana aftur.
Meirihlutinn í Reykjavík
er afar upptekinn af öllu því,
sem ekki tilheyrir grund-
vallaratriðunum í að reka
borg. Fjármál borgarinnar
eru í ólestri og í húsnæðis-
málum ríkir vandræða-
ástand. Ef allt væri eðlilegt
beindi meirihlutinn óskipt-
um kröftum sínum í að koma
þessum lykilmálaflokkum í
lag, í stað þess að slengja
fram óundirbúnum, tákn-
rænum málum til þess eins
að hafa sáralítil áhrif.
Vinnubrögð við til-
lögu um að snið-
ganga ísraelskar
vörur sýna borg-
arstjórnarmeirihluta
á villigötum }
Kastað til höndum
N
okkurrar gagnrýni hefur gætt í
garð Pírata eftir að þingmað-
urinn Helgi Hrafn Gunnarsson
tjáði sig um samkomulag rétt-
hafasamtaka og stærstu fjar-
skiptafyrirtækja landsins um framkvæmd
lögbanns gegn vefsíðunum Deildu og The
Pirate Bay. Menn hafa gengið svo langt að
saka Helga um að hvetja til glæpastarfsemi,
en málflutningur hans hefur ekki síst gengið
út á að benda á hversu auðveldlega má komast
í kringum aðgerðir á borð við þær sem rétt-
hafar hafa boðað.
Burtséð frá meintu tilgangsleysi þess að
loka á skráarskiptasíður, er hitt atriðið sem
þingmaðurinn hefur bent á ekki síður mik-
ilvægt, og í raun kjarni málsins: Þegar aðilar
taka sér vald til að loka á vefsíður án aðkomu
dómstóla eða annarra yfirvalda er samfélagið komið út á
hálan ís. Það hlýtur að vera lokaúrræði að loka fyrir að-
gengi manna að upplýsingum og efni, utan þess sem er
glæpsamlegt, s.s. barnaklám. Eldveggur Kínverja er
e.t.v. öfgafyllsta dæmið um áfangastað slíkrar vegferðar
og þá má vel merkja áhrif netritskoðunar hjá sam-
félögum sem hana mega þola.
Til að gæta sanngirni ber að geta þess að áðurnefnt
samkomulag er raunar ekki jafn vafasamt og það kann
að virðast við fyrstu sýn. Það virðist gæta ákveðins mis-
skilnings varðandi sáttina, enda hefur plaggið sem slíkt
ekki verið gert opinbert. Samkomulagið felur ekki í sér
að fjarskiptafyrirtækin muni loka á allar þær
síður sem rétthafar telja brjóta gegn rétt-
indum sínum. Né hyggjast rétthafar gera
slíka kröfu. Það nær aðeins til léna sem vísa
beint á Deildu eða The Pirate Bay, þ.e.a.s.
þeirra tilfella þegar netnotandi slær inn
ákveðna slóð í leitarslá vafrans og Deildu eða
The Pirate Bay birtast á skjánum. Sam-
komulagið nær aðeins til slóða af því tagi. Það
nær ekki til annarra skráarskiptasíða; jafnvel
þótt þær væru reknar af sömu aðilum og
standa að baki Deildu og The Pirate Bay.
Hitt er svo annað mál að menn geta haft
ólíkar skoðanir á lögbannsúrskurðinum sem
samkomulagið byggist á. Það er erfitt að sjá
fyrir sér skynsamlega og réttmæta leið til að
ákvarða hvaða síðum má loka og hverjum
ekki. Ætla menn að vega og meta hlutfall höf-
undarréttarvarins efnis vs. annars efnis? Hvernig? Og er
réttmætt að loka á „löglegt“ efni ef það er í hrærigraut
með höfundarréttarvörðu efni? Önnur spurning snýr að
jafnræði. Nú er t.d. gífurlegt magn höfundarréttarvarins
efnis á YouTube, en það fer lítið fyrir kröfum um að loka
á myndskeiðarisann.
Málið er flókið. Rétthafar eiga rétt á því að fá greitt
fyrir höfundarverk sín. En að sama skapi má barátta
þeirra ekki verða til þess að skerða rétt annarra til að-
gengis að efni og upplýsingum. Aðeins eitt er víst í þess-
um efnum: Eltingaleikurinn er hafinn og erfitt að sjá að
honum muni nokkurn tímann ljúka. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Eltingaleikurinn endalausi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samþykkt borgarstjórnarReykjavíkur á þriðjudaginnum viðskiptabann á Ísraelhefur vakið mikla athygli og
heitar pólitískar deilur. Nokkur um-
fjöllun hefur orðið um samþykktina í
erlendum fjölmiðlum og alþjóðleg
samtök gyðinga hafa fordæmt hana.
Viðskiptabannið er enn ekki komið til
framkvæmda. Samþykktin fól í sér að
fela skrifstofu borgarstjóra í sam-
vinnu við innkaupadeild borgarinnar
„að undirbúa og útfæra sniðgöngu
Reykjavíkurborgar á ísraelskum
vörum meðan hernám Ísraelsríkis á
landsvæði Palestínumanna varir,“
eins og það er orðað. Útfærslan er
eftir eins og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri staðfesti í viðtali við
mbl.is í gær.
Pólitísk áhrif komin fram
Hins vegar eru pólitísk áhrif
þegar komin fram. Ýmis samtök and-
víg stefnu Ísraelsríkis hafa fengið byr
í seglin. Á Facebook og víðar hafa
verið birtir listar yfir vörur sem fram-
leiddar eru í Ísrael og seldar hér á
landi. Er fólk hvatt til að sniðganga
þær. Málið er þó flókið því ýmsar
vörur, ekki síst tæknivörur eins og
tölvur og símar, sem fluttar eru hing-
að til lands, eru með íhlutum sem
framleiddir eru í Ísrael. Þá er margs
konar hugbúnaður í tæknivörum
upprunninn í Ísrael. Spurningin er
hvort viðskiptabannið gildi gagnvart
slíkum vörum.
Önnur pólitísk áhrif eru mót-
mæli frá Ísrael og gyðingasamtökum
sem telja bannið lykta af gyð-
ingahatri og pólitískri einsýni á
stjórnmálaástandið fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Ekki er óhugsandi að
bannið geti haft einhver áhrif á ferða-
lög útlendinga hingað og það hefur
þegar haft áhrif á viðskipti með ís-
lenskar útflutningsvörur. Í gær höfðu
vefversluninni Nordic Store þannig
borist tugir tölvupósta þar sem við-
skipti eru afturkölluð og dæmi um að
tilkynnt sé að öllum viðskiptum við
Íslendinga verði hætt.
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra kvaðst í blaðaviðtali í
gær efast um að ákvörðun Reykjavík-
urborgar stæðist lög. Hann taldi þó
að áhrifin af ákvörðuninni yrðu engin.
„Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá
gæti þetta hugsanlega haft einhver
áhrif,“ sagði hann í Fréttablaðinu.
Í fyrrahaust sagði ráðherrann á
Alþingi að viðskiptabann Íslands á
Ísrael kæmi til greina. Lét hann þá
eftirfarandi orð falla: „Varðandi það
hvort kominn sé tími til að efna til við-
skiptaþvingana eða viðskiptabanns á
Ísrael er ég ekki viss um að rétt sé að
gera það að svo komnu máli, ég er
ekki viss um það. Það getur verið að
að því komi.“
Í gær sendi utanríkisráðuneytið
síðan frá sér tilkynningu þar sem seg-
ir að samþykki Reykjavíkurborg að
breyta innkaupastefnu sinni með
bindandi hætti þannig að ísraelskir
birgjar skuli sniðgengnir, samræmist
það hvorki íslenskum lögum né
ákvæðum í alþjóðlegum skuldbind-
ingum alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar (WTO) um opinber innkaup,
sem Ísland sé aðili að og Reykjavík-
urborg og önnur sveitarfélög séu
bundin af.
Reykjavík er ekki eina sveitar-
félagið í heiminum sem samþykkir
viðskiptabann á Ísrael. Í sumar
samþykkti borgarstjórn Kaup-
mannahafnar viðskiptabann á vörur
sem framleiddar væru í ólöglegum
landnemabyggðum Ísraela á
Gaza-svæðinu. Þetta bann
er þó mun takmarkaðra
en sniðgangan sem
Reykjavík sam-
þykkti.
Viðskiptabann vekur
margar spurningar
AFP
Alþjóðleg hreyfing Víða um heim hvetja pólitísk samtök til viðskiptabanns
gagnvart Ísrael. Frá aðgerðium því til stuðnings í París í síðasta mánuði.
Ýmsum finnst að aðdragandinn
að samþykkt borgarstjórnar um
viðskiptabann á Ísrael sé ekki
nægilega málefnalegur. Tillagan
var borin upp af Björk Vilhelms-
dóttur, fráfarandi borgarfull-
trúa og hörðum andstæðingi
Ísraelsríkis. Var tillögunni lýst
sem „kveðjutillögu“ hennar við
starfslok í borgarstjórn, en hefð
mun fyrir afgreiðslu slíkra til-
lagna. Ekkert nýtt hafði borið
við í Ísrael eða Mið-Austur-
löndum sem kallaði á tillög-
una. Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri
viðurkenndi í sam-
tali við mbl.is í
gær að undirbúa
hefði mátt málið
betur. „Við munum
flýta okkur hægt í að
útfæra þetta,“ bætti
hann við. Það þýðir
væntanlega að
sniðgangan
mun tefjast.
„Kveðjutil-
laga“ Bjarkar
ÓMÁLEFNALEGT?
Björk Vilhelmsdóttir