Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Megi allar góðar óskir þér til handa verða áhrinsorð.“ Þessa fal-legu kveðju fann ég í afmælisgrein um mætan mann þegar égleitaði að dæmum um þetta sérkennilega orð sem heyristsjaldan. Raun- ar renndi ég svo blint í sjó- inn að áhrínsorð var það fyrsta sem ég leitaði að og um það fann ég allmörg dæmi. En í öllum þeim ara- grúa af þjóðsögum sem fjalla um álög og heitingar er notað hugtakið áhrins- orð. Það felur oftast í sér bölbænir en sjaldan heilla- óskir eins og í dæminu hér að framan. Ein þjóðsagan segir frá manni nokkrum sem var á ferð á Jökuldal ásamt fé- laga sínum og rákust þeir óvænt á útbreidda skart- muni. Sá síðarnefndi snerti ekki á neinu en hinn tók af því hníf og klút. Næstu nótt dreymir hann álfkonu sem sakar hann um þjófn- að og leggur á hann að sjálfur skuli hann hálfviti verða og ætíð einhver í ætt hans í níunda lið. Urðu það áhrinsorð eins og sagan hermir frá. Skemmtilegri er þó sag- an af huldustelpunni sem kom auga á afbragðsfríðan fjármann og kallaði til hans þrisvar úr kletti sínum en hann færðist undan. Hún brást illa við og kallaði á eftir honum: „Þú munt girnast manna mest en aldrei fá.“ Þau áhrinsorð ollu því að þessi kvenna- ljómi umhverfðist að skapsmunum, engin stúlka vildi sjá hann og lifði hann ókvongaður alla ævi. En það eru ekki bara álfar, huldur og tröll sem mæla áhrinsorð eins og ein sagan af Leirulækjar-Fúsa segir. Hann móðgaðist við nafna sinn, svo- kallaðan Galdra-Fúsa og kvað við raust: „Fyrst þú svarar mér ekki, smíði andskotinn á þig handarhald og teymi þig til helvítis.“ Örlög Galdra-Fúsa urðu þau að á honum uxu tvö æxli, annað á brjósti en hitt á baki; þau uxu bæði upp á við þar til þau náðu yfir aðra öxlina og greru saman. Eftir það fór ekki mörgum sögum af Galdra-Fúsa. Sjálfsagt leggja fáir trúnað á mátt bölbæna en þó er ekki örgrannt um að þær geti haft áhrif. Sérstaklega þarf fólk að gæta þeirra orða sem það bein- ir til viðkvæmra barna eða annarra sem eiga undir högg að sækja. Mér kom þetta í hug þegar ég heyrði dreng fara háðulegum orðum um sjálfan sig og kalla sig fæðingarhálfvita. Trúlega hefur einhver núið honum þessu um nas- ir, nafngiftin orðið að eins konar áhrinsorðum og veikt sjálfsmyndina. En svo að ég vísi enn og aftur í þjóðsagnaarfinn er þar líka greint frá áhrins- orðum sem urðu til gæfu. Þar er til að mynda frásögn af dreng sem þurfti að gjalda þess að óvíst var um faðernið. Þá er mælt að ljúflingsmál hafi ver- ið kveðin á glugganum yfir barninu, það sem í kvæðinu stóð hafi orðið að áhrinsorðum og drengurinn orðið afbragð annarra manna. Áhrinsorð Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Þjóðsaga „Skemmtileg er sagan af huldustelp- unni sem kom auga á afbragðsfríðan fjármann og kallaði til hans þrisvar úr kletti sínum...“ Sjálfstæðisflokkurinn á – eins og aðrir hefð-bundnir stjórnmálaflokkar – í tilvistarkreppu,sem rekja má til hrunsins. Fylgi flokksins með-al kjósenda hefur hrunið skv. úrslitum kosninga og skoðanakönnunum og er nú 20-25% en var áður ára- tugum saman yfirleitt á bilinu 37-40%. Verði ekkert að gert hefur staða þessa flokks breytzt til frambúðar. Seinni hluta októbermánaðar kemur landsfundur Sjálfstæðisflokksins saman. Þessi staða hlýtur að móta umræður á fundinum. Hér á eftir eru settar fram hug- myndir stuðningsmanns flokksins til rúmlega 60 ára um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á 21. öld. 1. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um stofnun lýð- veldis á Íslandi 17. júní 1944. Sú afstaða sem Sjálfstæð- isflokkurinn þá markaði um Ísland sem sjálfstætt og fullvalda ríki er óbreytt. Þess vegna er Sjálfstæðisflokk- urinn andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem mundi gera Ísland að áhrifalausum litlum hreppi í 500 milljóna manna ríkjabandalagi. Sjálfstæðisflokkurinn heitir því að aðildarumsókn Íslands að ESB frá sumrinu 2009 hafi verið aftur- kölluð með óyggjandi hætti fyrir lok þessa kjörtímabils. 2. Beint lýðræði á að vera grundvallarþáttur í stjórnskipun Íslands. Í því felst að almennir borgarar í landinu taki allar meginákvarðanir um þróun samfélagsins í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem Alþingi útfæri síðan í löggjöf. Hið sama eigi við um íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir viðræðum við fulltrúa allra flokka um þessa grundvallarbreytingu á stjórnarskrá lýðveldisins á þessu kjörtímabili. Til undirstrikunar á þessari afstöðu ákveður lands- fundur að gera þær breytingar á skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins, að æðsta stjórn flokksins verði kjörin í atkvæðagreiðslu, sem allir flokksmenn geti tekið þátt í. Grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins í meginmálum verði með sama hætti lögð undir atkvæði allra flokks- manna. 3. Tekið verði upp í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum. Heimila má ein- staklingum og lögaðilum afnot af þeim auðlindum tíma- bundið og gegn gjaldi. Hér er átt við nytjastofna á Ís- landsmiðum, vatnsafl, auðlindir á eða undir hafsbotni, rafsegulbylgjur sem notaðar eru til fjarskipta og það sem kallað hefur verið einu nafni umhverfisgæði. 4. Utanríkisstefna Íslands byggist áfram á þremur meginstoðum, aðild að Sameinuðu þjóðunum, aðild að Atlantshafsbandalaginu og nánu samstarfi við önnur Norðurlönd. En jafnframt er ljóst að þátttaka Íslands í uppbyggingu norðurslóða skiptir miklu fyrir framtíðar- hagsmuni þjóðarinnar. Þess vegna mun Sjálfstæðis- flokkurinn á næstu misserum og fyrir lok þessa kjör- tímabils vinna að frekari útfærslu á stefnu flokksins varðandi norðurslóðir. Þetta verkefni kallar á verulega aukið samstarf við þau ríki sem hagsmuna eiga að gæta á þessum svæðum og þá ekki sízt við Bandaríkin. 5. Umhverfisvernd í víðum skilningi er lykilþáttur í því að tryggja mannlíf á jörðinni. Umgengni mannsins um náttúruna hefur fram að þessu unnið gegn þeim markmiðum. Náttúra Íslands er nú orðin ein af þremur helztu auðlindum þjóðarinnar og sú sem aflar henni mestra gjaldeyristekna. Náttúru Íslands þarf að vernda með jafn róttækum aðgerðum og gripið var til í því skyni að vernda fiskistofnana. Þess vegna ber að friða hálendi Íslands og aðrar perlur óbyggðanna. Það var einn af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins á fyrri tíð, sem fyrstur setti náttúruvernd á hina póli- tísku dagskrá. 6. Sú menningarlega arfleifð sem íslenzka þjóðin á er ein af for- sendunum fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir stórfelldu menn- ingarlegu átaki til þess að tryggja nýjum kynslóðum að- gang að þessum menningararfi með þeirri tækni, sem nútíminn býður upp á. En jafnframt gerir flokkurinn sér grein fyrir þeim hættum, sem steðja að tungumálum sem fáir tala og vill beita sér fyrir nýju átaki til mál- hreinsunar. Áður var það danskan. Nú er það enskan. 7. Frelsi og framtak einstaklingsins til orðs og athafna hefur frá upphafi verið grundvallarþáttur í stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins. Það á ekki sízt við um stuðn- ing við lítil og meðalstór einkafyrirtæki. Fengin reynsla sýnir að þeim er hætta búin frá stórum viðskipta- samsteypum sem hneigjast til að reyna að ná einokun á sínum sviðum. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki stofnaður til að verja hagsmuni einkarekinna einokunarfyrirtækja. Þess vegna mun flokkurinn beita sér fyrir lagabreyt- ingum til þess að snúa þeirri þróun við sem orðin var af- gerandi fyrir hrun og bryddar nú á aftur. Í því sambandi vill flokkurinn beita sér fyrir því að eigendur lífeyr- issjóðanna kjósi sjálfir stjórnir sjóðanna í beinni kosn- ingu. 8. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi stutt upp- byggingu velferðarkerfisins á Íslandi og má í því sam- bandi minna á þær róttæku breytingar á félagsmála- stefnu Reykjavíkurborgar sem framkvæmdar voru í meirihlutatíð flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur á Við- reisnarárunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill nú beita sér fyrir þeirri grundvallarbreytingu í velferðarmálum að ráðist verði að rót vandans í upphafi, þ.e. á æskuárum. 9. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér ljóst að í fámennu samfélagi eins og því íslenzka verður aldrei friður nema réttlátlega sé skipt. Til umhugsunar fyrir sjálfstæðismenn um land allt, unga sem aldna, fyrir landsfundinn. Hugmynd að stefnuskrá Sjálfstæðisflokks 21. aldar Til umhugsunar fyrir sjálf- stæðismenn, unga sem aldna Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Stríð skall á í Norðurálfunni 1.september 1939, þegar Hitler réðst inn í Pólland, eftir að þeir Stalín höfðu skipt nokkrum löndum mið- og austurhluta álfunnar leyni- lega á milli sín með griðasáttmála. Stalín átti samkvæmt sáttmálanum að hreppa Finnland, og réðst hann á það 30. nóvember. Einn þeirra mörgu Íslendinga, sem höfðu óskipta samúð með Finnum, var Gunnar Gunnarsson skáld, sem hrifist hafði ungur af Norðurlanda- hugsjóninni. Gunnar var líka vin- veittur Þýskalandi, jafnvel eftir að nasistar höfðu tekið þar völd, þótt hann væri sjálfur enginn nasisti. Fundust honum Þjóðverjar bregð- ast Finnum á ögurstund. Gunnar fór á vegum Norræna fé- lagsins þýska í fræga fyrirlestraferð um Þýskaland vorið 1940 og átti þá fundi með Jósep Göbbels og Adolf Hitler. Tvennum sögum fer af til- gangi ferðarinnar, sem var hin mesta svaðilför á slíkum hættutím- um. Þór Whitehead heldur því fram í bókinni Milli vonar og ótta, að Gunnar hafi ekki síst viljað tala máli Finna í Þýskalandi. Halldór Guð- mundsson telur hins vegar í ritinu Skáldalífum, að ferð Gunnars hafi aðallega verið farin til að kynna bækur hans og afla fjár. Ævi- söguritari Gunnars, Jón Yngvi Jó- hannsson, greinir frá báðum þess- um skoðunum og segist fyrst hafa aðhyllst skoðun Halldórs og síðan Þórs, en bendir þó ekki á nein gögn því til stuðnings. Áreiðanleg heimild styður hins vegar frásögn Þórs. Hún er minn- ingabók Jóns Krabbes, sendiráðs- ritara Íslands í Kaupmannahöfn, sem kom út 1959. Jón hitti Gunnar Gunnarsson í Kaupmannahöfn á heimleið frá Þýskalandi. Kvað hann Gunnar ekki hafa átt frumkvæði að því, að Hitler kallaði hann á sinn fund, heldur Norræna félagið þýska (bls. 132). Fundurinn hefði að mestu leyti verið eintal Hitlers, en Gunnar hefði sagt nokkur orð til styrktar Finnlandi, sem væri bugað af árás Hitlers. Þá hefði Hitler gripið heift- úðlega fram í og sagt, að hann hefði boðið Finnlandi griðasáttmála, en því verið hafnað. Jón sagði Gunnar sjálfan hafa sagt sér þetta um sam- tal þeirra Hitlers. Þótt Finnar hefðu vissulega ný- lega gengið til samninga við Rússa, þegar Gunnar hitti loks Hitler, breytir það engu um, að einkum hefur vakað fyrir Gunnari með Þýskalandsförinni að tala máli Finna við Þjóðverja, eins og Þór Whitehead heldur fram. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað sagði Gunnar við Hitler?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.