Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ævintýraþrá var kveikj-an að því hjá mér aðfara út í það að lærafiðlusmíði. Mig lang-
aði að færa mig inn á nýjar brautir,
en ég er lærður húsasmíðameistari
og var til margra ára með mitt eigið
verktakafyrirtæki. En Erlingur
Jónsson kynnti mig fyrir tréskurði
þegar ég var í gaggó og ég hef allar
götur síðan verið heillaður af út-
skurði og fíngerðri smíðavinnu. En á
þeim árum sem ég var að læra húsa-
smíðina, í kringum 1980, þá þótti nú
ekki efnilegt að fara í hljóðfæra-
smíði, það þótti dund sem fólk gerði í
hjáverkum,“ segir Jón Marinó Jóns-
son fiðlusmiður sem undanfarin
fimmtán ár hefur smíðað og gert við
strengjahljóðfæri.
Flutti til Englands til að læra
„Árið 1997 ákváðum við hjónin
að breyta til og við fluttum til Eng-
lands þar sem ég fór að læra fiðlu-
smíði. Ég lagði áherslu á strok-
hljóðfæri í mínu námi og kom heim
um aldamótin 2000 og fór að vinna
við þetta á fullu, bæði við smíðar og
viðgerðir. Ég var fyrst með verk-
stæði í Kópavogi og þetta hefur und-
ið upp á sig síðan. Reyndar fór ég
aðeins inn í húsasmíðina aftur um
tíma, en hugurinn leitaði alltaf aftur
í hljóðfærin og eftir að við Gunnar
Örn rafgítarsmiður ákváðum að
leigja saman aðstöðu hér í Braut-
arholtinu, þá varð ekki aftur snúið,“
segir Jón sem unir hag sínum vel
með kollegum sínum á verkstæðinu,
þeim Gunnari Erni Sigurðssyni sem
smíðar og gerir við rafmagnsgítara
og Ylju Linnet sem sér um hljóð-
færaviðgerðir.
Tvö hundruð klukkutímar
liggja að baki einni víólu
Jón Marinó er að gera við selló
þegar blaðamann ber að garði, enda
tekur hann að sér að gera við allar
tegundir strengjahljóðfæra. Tveir
kontrabassar halla sér upp að borði
hans en þá segist hann ekki hafa
smíðað, hann hafi ekki enn lagt í það,
enda taki það þrjá til fjóra mánuði.
„Hljóðfærasmíði er skemmti-
legt handverk, en gríðarleg ná-
kvæmnisvinna liggur þar að baki.
Það liggja til dæmis rúmir tvö
hundruð klukkutímar að baki smíði
á einni víólu. Ferlið er fimm vikur,
fjórar vikur fara í grófsmíðina, að
koma hljóðfærinu saman og gera
það klárt undir lökkun, en síðan er
mikil vinna í lökkuninni enda eru tíu
til tólf lög af lakki á einni víólu.
Fyrst þarf að grunna til að loka
viðnum, en lakkið má ekki fara inn í
viðinn því það stífar viðinn og
skemmir tóninn. Síðan koma þrjár
til fimm umferðir af lit og þrjár til
fjórar umferðir af glæru lakki í lok-
in.“
Jón Marinó segir að sér finnist
gaman að smíða víólur, þær séu í
sérstöku uppáhaldi hjá honum.
„Víólan er aðeins stærri en fiðl-
an, hún er strengd upp eins og selló-
ið og hún er í annarri tóntegund en
fiðlan. Ég er sérlega ánægður með
að einleikur á víólu er orðinn miklu
Að kunna að lesa
viðinn skiptir máli
Hann smíðar og gerir við strengjahljóðfæri og skiptir líka um hár í bogum. Hann
hefur verið heillaður af tréskurði alveg frá því hann var unglingur. Hann skipti
fyrir fimmtán árum úr húsasmíði í hljóðfærasmíði og sér ekki eftir því. Hann
kann vel við nákvæmnisvinnuna sem liggur að baki hljóðfærasmíði.
Á verkstæðinu Jón vinnur hér í baki víólu sem spilað verður á í framtíðinni.
Í vinnslu Fiðlur og víólur sem eftir er að klára hanga á vegg og bíða eigenda.
Í ár eru hundrað ár liðin frá því kon-
ur fengu kosningarétt til Alþingis og
af því tilefni stóð RIKK –
Rannsóknastofnun í jafnrétt-
isfræðum við Háskóla Íslands – fyrir
hádegisfyrirlestraröð sem helguð
var íslenskum ömmum. Markmiðið
var að segja sögur kvenna sem lifðu
þann tíma þegar nútíminn hóf inn-
reið sína á Íslandi í lok 19. aldar og
á fyrri hluta 20. aldar, og varpa ljósi
á framlag þeirra, stöðu og aðstæður.
Fyrirlesararnir voru gríðarvinsælir
og nú er komið að því að flytja þá út
fyrir höfuðborgina og halda málþing
um sama efni á nokkrum stöðum
um landið. Eitt slíkt verður haldið í
Edinborgarhúsi á Ísafirði í dag kl.
13. Þar mun Ármann Jakobsson,
prófessor í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Íslands, m.a. flytja fyr-
irlestur sinn „Tvær afasystur: Katrín
Thoroddsen og Hulda Jakobsdóttir“.
Einnig munu Jóna Símonína Bjarna-
dóttir, Valdimar J. Halldórsson og
Þóra Þórðardóttir halda erindi um
ömmur sínar. Á Skagaströnd verða
einnig ömmufyrirlestrar í dag kl.
13:30 í Bókasafni Halldórs Bjarna-
sonar, Gamla kaupfélagshúsinu, Ein-
búastíg.
Þar mun Súsanna Margrét Gests-
dóttir vera fulltrúi ömmufyrirlestra-
raðarinnar og flytja fyrirlestur sinn
um ömmu sína og nöfnu: „Það var
sól þann dag – um Súsönnu Mar-
gréti Gunnarsdóttur frá Ströndum
(1926-2002)“. Einnig mun Nanna
Þorbjörg Lárusdóttir sagnfræðingur
segja frá Góðtemplarastúkum og
fleiri fyrirlestrar verða í boði.
Nánar um dagskrána á: rikk.hi.is
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Vefsíðan www.rikk.hi.is
Morgunblaðið/Arnaldur
Ömmur framtíðarinnar Snótir á Árbæjarsafni voru vaskar með prjónana.
Sögur af allskonar ömmum á
Ísafirði og Skagaströnd í dag
Heilmikið spilafjör verður um helgina
í höfuðborginni þegar Spilavinir fara
á kreik með allskonar spil til að
kynna fyrir fólki og spila við fólk.
Spilagleðin verður í bókasafni Kringl-
unnar í dag kl. 14-16 en á morgun
sunnudag verður spilafjörið á sama
tíma, kl. 14-16, í bókasafninu í Ár-
bænum.
Allir eru velkomnir að koma á opið
hús í Árbænum og spila saman.
Spilavinir mæta með kassa fulla af
skemmtilegum spilum fyrir alla ald-
urshópa og leiða fólk inn í ævintýra-
heima spilanna.
Sannarlega skemmtileg samvera
með vinum og fjölskyldunni. Takið
endilega ömmu og afa líka með!
Spilafjör í dag og á morgun
Spilavinir mæta með fullt af
spilum og spila við alla
Morgunblaðið/Eggert
Spilavinir Allskonar spil gleðja.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.